Dagur - 25.01.1940, Síða 1

Dagur - 25.01.1940, Síða 1
DAGUR kemur 'jt á hverjuin fimmtudeg: Kostar kr. 6.00 iig. Ojaldk. Árni Jóhannsson < Kaupfél. Eyfirðinga. Gjaldd. fyrir 1. júlí. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Tal- sími 112. Uppsögn, bundin við áramót, sé koniin til afgreiðslu- manns fyrir 1. des. * * » » e» ö •» 1 ■%- ** « XXIII. árg.j t Akureyri 25. janúar 1940 4. tbl. -•<* * . - • v* Jón Benediktsson, prentari: oiiosœoeaaceoiot o«oso»o®oaoBc;®o®o80B=*osio» oCaufoindar. Laufvindar þíðir landvœttum okkar sólkveðjur flytja sunnan um haf. V orhlýjudraumum vökulla sálna ylstrauma veitir alheimsins raf. Blcevœngir haustsins blómlendur verja hrímfölvans árás helgrindum frá. Sólgyðjan fáldar síkviku líni ylgeislum ofnu upplönd og sjá. íshömlu Ránar ýta til norðurs efldar að sunnan öldur á sce. Gnapandi herir grænlenzkra jökla óttast hinn sólrunna útrœnúblœ. Vorhyggju minnar vildir og draumar leiða mig norður langveg um fjöll þangað, sem stíga þjóðdansa sína Ijósdísir haustsins í laufvindahöll. Andit sem þráir útvegi bjarta, einförull stefnir af alfarabraut, viti hann leiðir veggengar stytta áfanga dimman í óskheimaskaut. Hugljúfum tónum haustblœrinn seiðir sólvermdar heiðar í svefnhöfgaværð. Litförult engi lágróma straumar vefja með ástúð í vinræðumærð. Sóley á túni situr í skrúða hásumardýrðar, um heiðríkjuhvel nóvemberstjörnunum náttkveðju sendir: Guð er í blænum og gætir min vel. Blástjörnur senda blómgyðju kveðjur litrófi skráðar af Ijósdísarhönd: Sof þú og njóttu, sóley á túni, haustblæsins milda við heimskautsins strönd. Svásuður, faðir sumarsins liðna, (enginn leit annað svo ásjónubjart), örgjöfull reyndist, svo árgæzkan sveipar vetrarins vöggu x vorblómaskart. Útlœgur hugur átthögum fjarri leitar að vœngjum, sem lyfti ’onum heim; ylblær, sem hrindir árásum vetrar, ástríkast hlynnir að óskunum þeim. Andvarinn hvíslar alheimamáli himneskrar vizku við hlustir, sem þrá eitthvað, sem leiðir andann frá bölspám hervopnadrunanna handan um sjá. Ljóðkveðjur mínar legg eg að brjósti súðrœnna vinda og sendi þær heim; hlustaðu eftir, hvað hugur minn tjáir, systir mín, sóley, í söngvunum þeim. 3. návember 1939. PÉTUR BENTEINSSON FRA QRAFARDAL. Eirsn af fyrstu frumherjum ieskfimis- starfseminnar á Akureyri minnist íþróttahússins. Föstudaginn 18. maí, barzt mér í hendur bréf frá hinum þjóðhaga trésmiðameistara, Kristjáni S. Sig- urðssyni, Brekkugötu 5 B, hér í bæ. Það er skemmst frá að segja, að Kristján S. Sigurðsson er einn af áhugasömustu forgöngumönnum kirkjubyggingarinnar og kirkju- málanna hér í bænum. Hefir haftn svo að segja verið vakandi og á verði nótt sem nýtan dag fyrir framgangi og velferð kirkjunnar. Efniviðar til byggingarinnar hef- ir hann aflað hvaðanæva af land- inu, og einkis látið ófreistað þrátt fyrir alla örðugleika, bönn og höft, enda virðist sem lánið hafi elt Kristján í hverju spori í þá átt, og er það skiljanlegt, því að þar sem góðir menn fara, þar eru guðs vegir. Nú sér Kristján árangur af áhuga sínum og starfshæfni, sam- fara starfsþreki og löngun lengst af æfi sinnar til umbóta og fram- fara, — sér fullkomna kirkju rísa af grunni og bera hátt við himin í miðjum bænum, og að sjálf- sögðu það langveglegasta þjóð- kirkjuhús á landinu. En þar með er ekki starfslöngun Kristjáns eða þrek þrotið. Nú eygir hann í blámóðu fjarlægðarinnar, ásamt öðrum vinum þessa máls og styrktarmönnum, en þeir eru margir, — aðra veglega byggingu, — öllum öðrum œðri og meiri, — byggingu til eflingar heilbrigði, hreysti, fegurð og til alhliða líkamsþroska og andlegs atgervis kynslóðanna, — fullkomið íþrótta- hús handa skólunum, þar sem börnin og unglingarnir alast upp, íþróttafélögunum og bœjarbúum, — sameiginleg eign bæjar, ríkis og bæjarbúa, — þar, sem enginn einn skóli hefir sérréttindi fram yfir annan og ekkert íþróttafélag forréttindi framar öðru, — heldur rekið með svipuðu sniði og sund- laug vor hin góða. — Það er T AKM ARKIÐ. — Til þess að flýta fyrir fram- gangi málsins og bera bróðurpart sinn af kostnaði byggingarinnar og skila honum ávöxtuðum í hendur uppvaxandi kynslóða, hef- ir hann heitið með fyrrnefndu bréfi, einum af sínum landfleygu „Hickory“-skíðum, með stöfumog öllum útbúnaði, til hins fyrirhug- aða happdrættis íþróttahúss Ak- ureyrar. — Myndarleg gjöf! Svo vel hafa Akureyringar tek- ið mér í íþróttahússmálinu, að þeir eiga það fyllilega skilið að fá að heyra bréfið. Það hljóðar svo: Herra Jón Benediktsson. Eg tilkynni þér það hér með, að eg hefi ákveðið að gefa eftirfar- andi til happdrættis til ágóða fyr- ir væntanlegt íþróttahús hér á Akureyri: 1 par skíði úr Hickory kr. 50.00 Bindinga ásett — 10.00 1 par skíðastafi — 10.00 Samtals kr. 70.00 Skal eg afhenda þetta með 2—3 daga fyrirvara þegar þörf gerist. Eg vil óska þess, að hinn virð- ingarverði áhugi þinn fyrir íþróttamálum bæjarins meg'i vekja svo sterka áhugaöldu í bæn- um, að allir verði samhuga að greiða fyrir góðum framgangi þessa menningarmáls, svo að ekki líði á löngu þar til að fullkomið íþróttahús verði reist. Virðingarfyllst. Akureyri 17. maí 1939. Kristján S. Sigurðsson. Lengst af ævi sinnar hefir Kristján S. Sigurðsson unnið aö ýmiskonar trésmíðastörfum, að undanskildum nokkrum árum, er hann hvarf til náttúrunnar og vann að landbúnaði sér til heilsu- bótar. Hann hóf þá þegar baráttu fyrir breyttum búnaðarháttum á ýmsan hátt. Það var ekki að vænta þess þá, að íslendingar kæmu auga á þessi sjónarmið og störf Kristjáns í þágu lands síns. En þetta sáu Danir, og kunnu að meta að verðleikum, af því að það var á sviði landbúnaðarins, og hlaut Kristján verðlaun frá ein- um mesta landbúnaðarfrömuði

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.