Dagur - 29.02.1940, Blaðsíða 3

Dagur - 29.02.1940, Blaðsíða 3
9. tbl. DAGUR 37 -» «-• * ♦ • Nýir v a g n a r Bókamenn! Takið eftir: Góðar og mjög ódýrar bœkur íást hja Jóni Þorlákssyni, bðkbindara, Munkapverárstræti 6. gegnir í fjærveru minni Guðmundur Andrésson. Væntanlegur hingað með Súðinni. Sími 67 Sigurður Ein. Illíðar Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1941 var til 1. umræðu í sameinuðu þingi í fyrradag. Fylgdi fjármálaráðherra, Jakob Möller, því úr hlaði með alllangri framsöguræðu. Gerði hann fyrst grein fyrir afkomu rík- issjóðs og ríkisstofnana á árinu 1938, og var svo mikið æði á hon- um í öllu því talnamoldviðri, að illt var að skilja hann. Ríkisskuld- ir í árslok 1938 kvað hann hafa verið hátt á 46. milj. kr., en í árs- lok 1939 nokkuð yfir 53 miljónir, og hafa þær þannig hækkað á síðasta ári um á 8. milj kr. vegna gengisbreytingar. Að fjárlagafrumvarpinu kvaðst ráðherrann hafa unnið einn og án nokkurs samstarfs við hina ráð- herrana. Samkvæmt því eru tekjunar áætlaðar nálægt 17.7 miljónum króna og gert ráð fyrir rekstursafgangi nálægt 8 hundruð þús. kr., en greiðsluhalli áætlaður 160 þús. kr. Þessari niðurstöðu náði ráðherrann með því að skera niður gjaldamegin framlög til at- vinnuveganna og verklegra fram- kvæmda um nokkuð á 2. miljón króna, og kom sá mðurskurður langþyngst niður á framlögum til landbúnaðarins, því hann nam 900 þús. krónum. Að ræðu fjármálaráðherra lok- inni tóku til máls Stefán Stefáns- son, Eysteinn Jónsson, Jón ívars- son, Brynjólfur Bjarnason og Haraldur Guðmundsson. Höfðu þeir hitt og annað að athuga viö fjárlagafrumvarpið. Eysteinn Jónsson gerði grein fyrir afstöðu Framsóknarflokksins til frum- varpsins, einkum að því er til kom hins mikla niðurskurðar á frarn- lögum til landbúnaðarins, og kvað flokkinn ekki geta sætt sig við hann og myndu því fram koma breytingartillögur um það efni. Brynjólfur Bjarnason bar hinar strákslegustu sakir á sambræðslu- stjórnina og viðhafði hinn ógeðs- legasta munnsöfnuð eins og kommúnista er siður, en enginn virti hann svars. Að lokum talaði fjármálaráð- herra í annað sinn og var þá kom- in svo mikil ró yfir hann, að hann sleit út úr sér eitt og eitt orð á stangli. Fyrir utan ruddalegt tal komm- únistans fór umræðan kurteislega og friðsamlega fram. Umræðunni var útvarpað. Til skamms tíma voru hestarnir okkar einu samgöngu- og flutn- ingatæki, sem völ var á til flutn- inga innan bús og utan. Vegir voru eigi aðrir en götur þær og stigir, sem hestfæturnir höfðu troðið með því að labba sömu göt- una ár eftir ár og öld eftir öld. Með lagningu nýrra vega nú á síðari árum hafa skapast mögu- leikar til þess að hagnýta nýtízku samgöngutæki, bæði vagna og bif- reiðar. Akvegirnir, sem nú liggja sveit úr sveit og sýslu úr sýslu skapa möguleikana til þess að nota þessi hraðskreiðu flutninga- tæki. Nokkuð öðru máli gegnir gagnvart flutningum þeim, sem hvert einstakt heimili hefir inn- an takmarka la'ndareignar sinnar. Þar eru fjarlægðir svo litlar undir venjulegum kringumstæðum, að ekki kemur til mála að hafa bif- reið til þeirra flutninga einna. Með því skal þó ekki fullyrt, að ekki svari kostnaði fyrir sum sveitaheimili að eiga bifreið; kaupstaðarleiðin getur verið svo löng, og svo mikið þá leið að flytja, að slíkt getur verið hag- fellt, og notkun sömu bifreiðar til flutninga á heyi, áburði og hverju öðru, sem til fellur á heimilinu, getur þá verið réttmæt. En að hafa bifreið til þess fyrst og fremst að aka heyi og áburði, er eflaust þyngri baggi á reksturs- reikningi eins sveitaheimilis, en búið getur risið undir. Fullyrðing mín í þessu efni er að vísu ekki byggð á íslenzkum rannsóknum, því mér vitanlega eru engar slík- ar rannsóknir fyrir hendi á ís- landi. Á hverju sveitaheimili eru og hljóta alltaf að verða fleiri eða færri dráttarhestar, og það mun undir allflestum kringumstæðum vera hestaflið, sem reynist hag- kvæmasta dráttaraflið og hið sjálfsagðasta, þegar ekki er um þau stórvirki að ræða, sem hest- unum okkar er ofraun að fram- kvæma. Flutningar innan landar- eignar hverrar bújarðar er fyrst og fremst áburðurinn og heyið. Að frádregnum sleðunum, sem notaðir eru bæði að sumri og vetri, hafa íslenzkir bændur á að skipa tvíhjóla kerrum eða vögn- um einvörðungu; vögnum, sem einum hesti er beitt fyrir. Meðal annara þjóða er þessu nokkuð á annan veg farið. Þar nota flestir fjórhjólaða vagna, bæði til heimakeyrzlu og flutn- inga á þjóðvegum. Vagnar þessir hafa um áratugi verið sáralitlum breytingum undirorpnir, enda þótt aðrar vélar og verkfæri hafi verið bætt á ýmsa lund. Hin allra síðustu árin hefir þó gerzt breyting til bóta í þess- um efnum. Síðan 1928 hefir víða um lönd verið unnið kappsamlega að rannsóknum og endurbótum á ökutækjum þeim, sem notuð eru við landbúnaðarstörf. Vagnhjólin voru úr tré, með járnhringum, eins og við þekkj- um, og breidd hjólanna var ein- göngu sniðin með tilliti til notk- unar á hörðum vegum. Þess vegna verða hjólsporin alltaf djúp, þeg- ar ekið er með þung hlöss um ak- urlendi eða mjúka grasvelli. Laust eftir 1939 var á einstök- um stöðum byrjað að íramleiða stálhjól, sem höfðu þann kost að vera með venjulegri breidd, er ekið var á hörðum vegum, en und- irstöðuflöturinn breikkaði um helming, þegar ekið var um deig- lendi eða rótaða jörð. Léttir þetta dráttinn að miklum mun á votum vegum eða torfærum. Styrkleiki vagna þessara og ending ber langt af trévögnunum. Ennþá betri en stálhjólin eru þó talin þau, sem gerð eru á sama hátt og venjuleg bifreiðahjól með loftdældri gúmmíslöngu og hjólbörðum úr gúmmí. Tilraunir með vagna af ýmsurn gerðum og einkum af þessu tagi hafa verið framkvæmd- ar víða, en mest í Þýzkalandi. Sú umfangsmesta, sem eg hefi séð getið um, var framkvæmd við Frierrich-Wilhelm háskólann í Breslau, eigi alls fyrir löngu. Samkvæmt árangri þeim, sem fenginn er við tilraunir þessar, er það ljóst, að vagnar af nýjum gerðum munu ryðja sér til rúms á komandi árum. Vagnar með gúmmíhjólum munu koma í stað hinna eldri gerða. Þetta er at flestum talin nýjung, sem miði til stórfelldra hagsbóta innan land- búnaðarins. Notkun vagna með gúmmíhjólum sparar fyrst og fremst dráttarafl að miklum mun, en þar að auki er auðvelt að byggja ofan á svona hjól, þannig, að létt sé að hlaða vagninn og losa og spara þannig mannsafl að stórum mun. Þriðji kosturinn er sá, að hjólspor verða langtum minni, en meðan ekið er með gömlu hjólunum. Er þessi kostur ekki minnstur, þegar aka skal um tún eða engjar einvörðungu. Hér við bætist enn, að drátturinn verður hvergi nærri eins rykkjóttur, þegar gúmmí- hjól eru notuð, og getur það lengt líf dráttarhestanna, því hristingur og rykkjóttur dráttur, rýrir þol hestanna meir en margur hyggur. Það er ennfremur talið loftdældu gúmmíhjólunum til gildis, hvt miklu léttara er að setja vagninn í hreyfingu, og munar því meiru, þeim mun mýkra sem landið er. Tilraunir hafa sýnt, að allt að 7 sinnum meira átak þarf til að koma æki af stað, þegar hjólin eru af gömlu gerðinni, samanborið við nýju vagnana. Það er engum efa bundið, að svona vagnar ná til íslands fyrr eða síðar, og því fyrri því betra. En vitanlega eiga þeir ekki við undir öllum kringumstæðum. Þeir eru dýrir, og verða það sennilega, unz framleiðslan verður hæfilega mikil. En þeir eru mjög hentugir í notkun, og fjöldi stærri bænda erlendis hefir þegar hætt að nota gömlu vagnana og keypt þessar nýju gerðir í staðinn. Sennilega verður alltaf hag- kvæmast að nota flutningatæki bessi sem fjórhjólaða vagna, sem tveim hestum sé beitt fyrir. Eg tel úað einnig eitt af þeim atriðum, sem stefna ber að í framtíðinni, að leggja niður tvíhjóluðu vagnana og nota fjórhjólaða vagna í þeirra stað, bæði á akvegum og heima á hverri bújörð. Til þess að gera pessa framför mögulega, verður auðvitað að gera við akvegina, halda þeim vel við, og breikka þá frá þeim 5—6 álnum, sem þeir eru nú flestir, og gera þá 5 m. breiða. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt vegna nýrra vagna til landbúnað- arstarfa, heldur og vegna bifreið- anna. Og til þess að breikka veg- ina, þarf ekki aðkeypt efni. Það er hægt að gera, þó stríð og styrjöld geysi hinum megin hafsins. Auk þess, sem svona vagnar eru ákjósanlegir til þess að beita hest- um fyrir, má einnig tengja þá aft- an í bifreiðar, og er það einkar hent og þarft þegar um flutning fyrirferðarmikils farangurs er að ræða, þar sem bifreiðin getur dregið langtum stærra hlass en á henni rúmast. Þetta gildir t. d. þegar timbur er flutt, það á og við, er um búferlaflutning er að ræða, og síðast en ekki sízt, er vert að taka þetta atriði til athug- unar, þegar um mjólkurflutninga frá sveitaheimilunum er að ræða. Eg vil ekki fullyrða neitt um, hvað mögulegt sé að gera í þessu efni, en um hitt geta víst margir orðið mér sammála, að æskilegt væri að geta lækkað flutnings- kostnaðinn á mjólkinni, helzt að miklum mun. Þætti mér ekki ólík- legt, að svona vagn væri hæfur til þess, notaður á einn eða annan hátt. Það geta liðið nokkur ár, áður en þessir nýtízku vagnar ná til bænda almennt, en ástæða væri til að gefa því gaum, hvort ekki er þegar tími til kominn, að gera sér grein fyrir nothæfi þeirra undir íslenzkum skilyrðum. 28. janúar 1940. Gísli Kristjánsson. Fimmtugsafmœli átti Magnús Pétursson kennari hér í bæ þann 26. þ. m. Hjónaband. Þann 22. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af síra Benjamín Kristjánssyni, ungfrú Brynhildur Ingimarsdóttir frá Húsavík og Brynjar Eydal, bæði starfandi hjá K. E. A. Nýja-Bíó sýnir nú um helgina hina hrífandi fögru kvikmynd „Valsakóngurinn“, Jóhann Strauss. Aðalhlutverkin eru leikin af Luise Rainer, Ferdinand Gravey og pólsku „koleratur“ söngkon- unni Miliza Korjus. 90 manna hljómsveit undir stjórn Dr. Arthur Guttmann leikur lögin í mynd- inni. I. O. G. T. St. „Brynja“ nr. 99 heldur fund miðvikudaginn 6. marz á venjulegum stað og tíma. Stuttur fundur. Bræðrakvöld! — Systur, verið hjartanlega vel- komnar! — Bræður fjölmennið! Æ.t.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.