Dagur - 20.03.1940, Blaðsíða 3

Dagur - 20.03.1940, Blaðsíða 3
12. tbl. D A G U R 49 » » • •-•-• ■• ••H Jarðarför elsku konunnar minnar, móður okkar, tengdamóð- ur og öramu, Ma^neu Jakobinu MagnúsdóMur, er ákveðin þriðjudaginn 26. þ. m. og hefst með húskveðju kl. 1 eftir hádegi á heimili okkar, Spítalaveg 15 á Akureyri. Fyrir mína hönd og fólksins míns. Ólafur Tr. Olafsson Frá vatnsveitunni Vegna minnkandi vatns í fjallinu, er alvarlega skorað á alla bæjarbúa að spara vatn, sem framast er unnt, og alls ekki að láta vatn renna aö óþörfu. Ennfremur að gera aðvart um vatnskrana, sem óþéttir eru. Va tnsveitustjórinn. Það tilkynnist, að Sigfús Jónsson andaðist að Ási á Þelamörk þann 17. þ. m. Jarðarförin er ákveðin að Bægisá þriðjudaginn 26. þ. m., og hefst með húskveðju kl. 11 f. h. Aðstandendur. Korntjrhja. ÚlsœðL Höfum til útsæði: Ranðar, íslenzkar, Stóra Skota, Up to date. MunÍð: U..pSkera,. ge,„ro,.,a ... á því, að útsæðið sé gott. Kaupið strax! Kjölbúð KEA. J Kaupum % flöskur kr. 0.20 ]|2 flöskur kr. 0.15 Vettf móttaka: í fornum sögum segir frá korn- rækt á íslandi, en hún lagðist nið- ur á 14. öld. Hin forna kunnátta í kornrækt er löngu gleymd, en sagan geymir minningu hennar og hún mun óefað eiga sinn þátt í bjartsýni þeirra forvígismanna okkar í ræktunarmálum, sem telja, að kornræktarhreyfingin, sem þegar er hafin, muni á næstu áratugum gjörbreyta allri ræktun landsins. Landnám okkar er erfitt verk og skammt á veg komið. Mikið af okkar bezta og frjósamasta landi er ennþá ónotað. Það er að vísu ánægjuefni þeirra manna, sem eru að „nema land“, að hafa nóg land á báðar hendur, eins og víðast er ennþá til sveita, og það því frem- ur, að ný nytjajurt, sem reynast mun happadrjúg við landnám okk- ar, virðist vera fundin. Þessi jurt er BYGGIÐ. Sú kornræktaröld, sem nú er að rísa og kennd verður við Klemenz Kristjánsson á Sámsstöðum, lítur út fyrir að geta orðið varanleg, og kornplönturnar skipað sess meðal okkar sjálfsögðu nytjajurta í framtíðinni. Af margendurteknum tilraunum bæði norðanlands og sunnan og af reynzlu þeirra manna, sem þegar hafa ræktað bygg með góðum árangri — má ráða, að byggræktin er svo mikil- vægt mál, að ekki megi lengur dragast að prófa til fulls, hvort byggræktina beri að taka upp al- mennt eða ekki. Þessar tilraunir hafa sannfært báða tilraunastjórana, þá Klemenz Kristjánsson og Ólaf Jónsson, um það, að nú sé kominn tími fyrir bændurna að taka byggræktina og jafnvel ræktun fleiri korntegunda til framkvæmda. Aðstaða okkar til jarðræktar- innar er orðin önnur og betri en forfeðra okkar, sem ræktuðu þó korn fyrstu aldirnar á íslandi. Jarðræktarkunnátta okkar hefir aukist, ný og hentug jarðyrkju- verkfæri gera framkvæmd jarð- yrkjunnar auðveldari en áður var, og tilbúni áburðurinn einn skapar blátt áfram möguleika fyrir korn- ræktinni. Síðast, en ekki sízt, halda til- raunastöðvarnar áfram að leysa smátt og smátt úr hinum erfiðustu vandamálum ræktunarinnar. Með margendurteknum tilraun- um finna þær hentugustu afbrigð- in og hagfelldustu ræktunarað- ferðirnar. Á Suðurlandi hefir Dönnesbygg- ið, sem Klemenz flutti með sér heim frá Noregi, þroskazt í 17 ætt- liði, og það bygg spírar ennþá með allt að 100%, og kornaþung- inn er jafn og fyrsta móðurkorns- ins eða ríflega það. Alls hafa Droskazt yfir 40 bygg- og hafra- afbrigði á Sámsstöðum. Bendir sað til þess, að þar séu ekki þröng skilyrði fyrir kornrækt. Sunnlenzkur bóndi, Sigurður í Birtingaholti, hefir ræktað korn allmörg undanfarin ár, með ágæt- um árangri. Hann byrjaði í smá- um stíl, en jók síðan ræktunina, eftir því sem hún gaf tilefni til. Reikningur hans yfir ræktunina sýnir álitlegan gróða, en auk þess hefir kornlandið, sem áður var ó- ■æktarland, aukizt að frjósemi. Sennilega fær hann 5—10 hest- burðum meira af töðu pr. ha., þeg- ar hann gerir það að túni, miðað við sama áburð við grasræktina, en hann fengi annars, eða ef hann, eins og nú er algengast, hefði enga forræktun haft, en brotið landið og sáð grasfræi strax fyrsta ár. Eg get líka nefnt dæmi héðan úr Eyjafirði. Garðar bóndi á Rif- kelsstöðum hefir ræktað bygg með góðum árangri undanfarin ár. Framleiðslukostnaðurinn hefir hjá honum komizt niður í kr. 16,20 pr. 100 kg. Á þessum tveim stöðum er byggræktin aðeins einn liður í ræktuninni, þar sem skiptist á korn, kartöflur og gras. En þannig hefir kornræktin tvö- fallt gildi. í fyrsta lagi sjálfrar sín vegna, því við höfum sannarlega fulla þörf á fóðurkorni, sem hag- feldast er að rækta heima. í öðru lagi vegna þess, hve vel hún býr jarðveginn undir aðra ræktun, og í þriðja lagi skapar kornræktin hentugra ræktunarform, því hún heimtar sáðskifti, en sáðskiftin eru alveg sjálfsögð, þar sem ekki er um algerlega einhæfa ræktun að ræða. Með sáðskiftunum kemur áburðurinn að fullum notum, og þá fyrst ná nytjajurtirnar þeim þroska, sem þær yfirleitt geta náð. Ræktun þeirra verður því örugg- ari og framleiðslan betri vara. Því miður hafa margar korn- ræktartilraunir misheppnast, jafn- vel í hinum veðursælustu sveit- um. En orsakirnar hefir oftast mátt finna í framkvæmd verks- ins. Hroðvirkni eða skökk ræktun- araðferð hefir oftar ráðið úrslit- unum heldur en hitt, að veðráttan hafi ekki verið nægilega góð eða (Framh. á 4. síðu). Dagur tekur á móti samskotum til bátsverja á „Kristjáni“. Munið, að margt smátt gerir eitt stórt, þó lítið komi frá hverjum. Frá G. K. hafa komið 10 kr. (áheit).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.