Dagur - 28.03.1940, Síða 1
DAGUR
kemur it á hverju.n
fimmtudegi Kostar
kr. 6.00 úig. Gjatdk.
Árni Jóhannsson (
Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjaldd. fyrir 1. júli.
AFGREIÐSLAN
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Tal-
sími 112. Uppsögn,
bundin við araniót, sé
komin til afgreiðslu-
manns fyrir 1. des.
XXIII. árg.J
«»-•«>• 4»-•« -4Þ—9-Í
Akureyri 28. marz 1940
13. tbl.
- * *•-•* -3' 4*>--*• •—♦
Bændnr M |»wi nær
alSan f>asin áburð,
sem þeir hufa
panlað.
Áburðarsala ríkisins hefir til-
kynnt Kaupfélagi Eyfirðinga, að
hún geri ráð fyrir að afgreiða all-
ann áburð samkvæmt pöntunum,
nema garðáburð og superfosfat.
Af þeim tveimur tegundum munu
bændur fá sem næst 80% af garð-
áburðar- og 35% af superfosfat-
pöntunum sínum. Af superfosfat-
inu munu ekki hafa verið pantað-
ir nema um 400 sekkir á félags-
svæði K. E. A., og varla hægt að
segja að takmörkunin á innflutn-
ingi þeirrar tegundar muni verða
mjög bagaleg. Hinsvegar er
ástæða til þess að gleðjast mjög
yfir því, að ekki varð nauðsynlegt
ALLIR þurfa að kaupa
og lesa MT HJÖRÐU.
Síðari hluta laugardagsins fyrir
páska sást flugvél hátt á lofti yfir
innri hluta bæjarins. Reyndist það
vera fluga Svifflugfélags Akur-
eyrar. Austanvindur var, allhvass,
og notuðu flugmennirnir upp-
streymið upp af Brekkunni til
þess að halda sér á lofti.
Flogið var frá Gróðrarstöðinm
út að gamla Hótel Akureyri, fram
og aftur, en lent á ís fyrir innan
leirugarðinn. Þrír ungir Akurej'r-
ingar luku C-prófi í svifflugi:
Jóhannes R. Snorrason,
Arinbjörn Steindórsson,
Kristján Mikaelsson.
Eru þeir fyrstu Akureyringarn-
ir, sem ljúka A, B og C-prófi í
svifflugi. Prófin veitti Helgi
Filiuppsson svifflugmaður frá
Reykjavík. Kom hann til bæjarins
með „Esju“ með sýningu Módel-
flugfélags íslands. Helgi er ný-
kominn heim frá Þýzkalandi, fuil-
numa í svifflugi og hefir kenn-
araréttindi. Að prófunum loknum
hóf Helgi sig til flugs og sveif yf-
ir bænum í fullar 25 mínútur, en
lenti þá, því skuggsýnt var orðið.
Hinir ungu svifflugmenn hafa
stundað flugæfingar af mesta
kappi í allan vetur.
að takmarka úr hófi fram inn-
flutninginn á þeim áburðarteg-
undum sem mest eru notaðar,
þótt bændur hafi vitaskuld sjálfir
dregið úr pöntunum sínum eins
mikið og þeir frekast hafa getað.
Framsóknar-
fél. Akureyrar
hélt fund í Skjaldborg mánudags-
kvöldið 18. þ. m. Að þessu sinni
var „sjálfstœðismálið“ á dagskrá,
og hafði Þorsteinn M. Jónsson
framsögu í því. Rakti hann í stór-
um, skírum dráttum bæði hnign-
unar- og þróunarsögu íslenzks
sjálfstæðis og sýndi skarplega
fram á, að því óháðari sem íslend-
ingar hafa verið útlendu valdi,
því öflugar hefir framsóknarhug-
ur þjóðarinnar færst í aukana og
látið til sín taka í verkum, bæði á
andlega og efnislega sviðinu. Allt
mál sitt rökstuddi ræðumaður
með sögulegum dæmum, og hné
það eindregið að þeirri niður-
stöðu, að drýgst mundi enn sem
fyr reynast til velfarnaðar þjóð-
inni, að íslendingar hefðu sjálfir
með höndum mál sín, bæði inn á
við og út á við.
Nokkrar umræður urðu um mál-
ið, og samþykkti fundurinn að
halda þeim áfram síðar.
ívö sorgleg slys
hafa orðið í Reykjadal síðustu
daga. Piltur frá Laugabóli, Hauk-
ur að nafni, 17 ára að aldri, sonur
hjónanna þar, féll ofan í ríflega
mannhæðar djúpan skurð og beið
bana af. — Þá vildi það slys til í
Laugaskóla, að ungt sveinbarn
féll í sundlaugina þar og drukkn-
aði. Foreldrar barnsins eru hjónin
Þorgeir Sveinbjarnarson kennari
og Bergþóra Davíðsdóttir.
Kantötukór Akureyrar
efnir til hljómleika í Nýja-Bíó
þriðjudaginn 2. april næstk. Söng-
skráin verður fjölbreytt og
skemmtileg. Meðal viðfangsefna
verða lög úr söngheftinu „Söngva-
Borga“, sem Kantötukór Akureyr-
ar hefir gefið út og tileinkað
minningu Magnúsar heitins Ein-
arssonar tónskálds. Flest þau lög
eru gamlir kunningjar Akureyr-
inga frá því um aldamót og voru
mikið sungin í tíð M. E. Hefjast
hljómleikarnir á því að sunginn
verður lofsöngur eftir M. E. Þá
verða og sungnir þrír kórar úr
oratoríuverkinu „Strengleikar“,
eftir söngstjórann, Björgvin Guð-
mundsson. Einsöngvarar verða
ungfrú Ingibjörg Steingrímsdótt-
ir og Hermann Stefánsson. Píanó-
undirleik annast ungfrú Þyri
Eydal.
Samkór
R. Abrahams í Nýja-Bíó á páska-
dagskvöldið var mjög vel sóttur
og söngnum vel tekið af áheyr-
endum. Nánari frásögn af hljóm-
leikunum verða að bíða næsta
blaðs.
Hljómleikarnir verða endur-
teknir í kvöld.
I. O. O. F. = 1213200 = O.
Úthlutun skömmtunarseðla
fer fram dagana 28., 29. og 30.
inarz, gegn afhendingu stofnmiða.
Til bátsverja á ,.Kristjáni“: K.
B. 5 krónur. N. N. 5 kr. Áður aug-
lýst 10 kr. (áheit). Vilja ekki
fleiri reyna þá aðferð?
Dagur tekur á móti samskotum
til sjóhetjanna, sem hröktust í 12
daga á hafinu.
Þingstúka Akureyrar heldur að-
alfund sinn í Skjaldborg miðviku-
dag 10. apríl n. k. kl. 9% síðdegis
(á eftir ísafoldarfundi), og ber
öllum stúkum í umdæminu að
kjósa fulltrúa á fundinn samkv.
fyrirmælum lögbókar. Á fundin-
um verður: Veitt trúnaðarstigið.
Kosnir embættismenn. Kosnir
fulltrúar á umdæmisstúkuþing og
stórstúkuþing. Aukalagabreyting-
ar.
Vinningar í 1. flokki happdrætt-
isins voru í Akureyrarumboði eins
og hér segir: Nr. 14027: 500 kr.
Vinningar á 200 kr. voru: 7126,
22092, 22910, 23871. Vinningar á
100 kr. voru: 542, 2943, 4344, 5005,
5220, 8028, 8846, 12219, 13629,
14393, 14948, 15233, 15552, 16000,
16950, 17462, 21742, 21748. Vinn-
ingar alls voru útdregnir í 1. fl.
200. í næsta flokki verða útdregn-
ir 250 vinningar.
IffalteMiis-
afmæiið.
Eins og tilkynnt hafði verið,
var aldarafmælis Hjaltalíns skóla-
stjóra minnzt fyrra miðviku-
dagskvöld með samkomu 1 Sam-
komuhúsi bæjarins. Ræður fluttu
Sigurður Guðmundsson skóla-
meistari, Jónas Jónsson alþm.,
Ingimar Eydal ritstjóri, Páll Her-
mannsson alþm. og Steindór Stein-
dórsson menntaskólakennari.
Ennfremur söng karlakórinn
Geysir allmörg lög.
Athöfninni var útvarpað.
Þá var og á skírdag aldarafmæl-
isins minnzt með morgunverði að
Hótel Gullfoss, og tóku margir
þátt í borðhaldinu. Aðalminning-
arræðuna flutti Þorst. M. Jónsson
skólastjóri, en margir aðrir tóku
til máls.
□ ltún 5040437 - Frl.\
Bamastúkan Sakleysið heldur
fund n. k. sunnudag. Áríðandi mál
á dagskrá. Ársfjórðungsgjöld ber
að greiða.
Frá skátunum. Blaðið hefir ver-
ið beðið að geta þess, að á sunnu-
dögum, meðan skíðafæri helst,
getur fólk fengið við vægu verði
kaffi, te eða Kakao að „Fálka-
felli“. Brauð fylgir ekki.
Þingkosningar í Canada fóru
fram 26. þ. m. Mr. King forsætis-
ráðherra rauf þingið í vetur, eftir
að stjórn hans hafði orðið fyrir
hinum hörðustu árásum frá and-
stæðingunum. í hinum nýafstöðnu
kosningum vann Kingsstjórnin og
Eylgismenn hennar, Liberalflokk-
urinn, hinn glæsilegasta kosninga-
sigur og hlaut frá 170 til 180 þing-
sæti, en aðalandstæðingarnir innan
við 40. Kommúnistar komu engum
þingmanni að við kosningar þess-
ar.
Látinn er vestan hafs Bárður
Sigurðsson, hátt á níræðisaldri.
Hann var eyfirzkur að ætt, sonur
Sigurðar bónda á Æsustöðum í
Saurbæjarhreppi, Bárðarsonar
bónda á Kerhóli, Ásmundssonar.
Bárður Sigurðsson fluttist á þrí-
tugsaldri vestur um haf. Hann var
greindur maður og hagyrðingur
góður.