Dagur


Dagur - 28.03.1940, Qupperneq 2

Dagur - 28.03.1940, Qupperneq 2
DAGf UR 13. tbl. 52 a Jónas Jónsson alþm. hefir í grein í Tímanum gagnrýnt á hóg- væran en einarðlegan hátt fjár- lagafrumvarp það, er Jakob Möll- er samdi og lagði fyrir yfirstand- andi þing. J. J. finnur að því, að fjármála- ráðherrann hafi ekki með einu orði ráðfært sig við landbúnaðar- ráðherra um þá herferð, sem und- irbúin var á hendur bændastétt landsins. Hann gagnrýnir það, að spara hafi átt ríkisfé á bænda- stéttinni einni og málefnum henn- ar, í stað þess að láta sparnaðinn koma víða við á þjóðarbúinu. J. J. minnir á það, að fyrir ári síð- an hafi Framsóknarflokkurinn beitt sér einhuga fyrir því að bæta kjör atvinnurekenda við sjó- inn með gengislækkuninni, sem nokkur hluti kaupmannastéttar- innar hafi verið eindregið á móti, og að næst sé að halda, að niður- skurðurinn á fjárframlögum til landbúnaðarins sé svar frá þess- um aðilum. J. J. minnir og á það, að um mörg undanfarin ár hafi milliliðastéttin í blöðum sínum og á þingi fordæmt stefnu Framsókn- armanna í fjármálum og atvinnu- málum. „Nú getur þjóðin spurt þessa menn“, segir J. J., „sem oft og mörgum sinnum hafa ótvírætt haldið því fram, að hjá þeim væri hinn sanni fjármálavísdómur, hvort hér sé þeirra mikla úrræði, hvort að almenn áníðsla á land- búnaðinum og málefnum sveit- anna sé frá þeirra hálfu það, sem koma skal“. Enn segir J. J. í sömu grein: „Eins og nú hagar til, meðan stríðið stendur, þarf að vinna að margháttuðum jarðræktarfram- kvæmdum, garðrækt, framræslu lands, engjarækt og vörnum móti ágangi fallvatna. Þrátt fyrir dýr- tíðina þarf að halda við miklum fjölda hinna fátæklegri býla, svo að þau vérði íbúðarhæf. Sízt af öllu á við að sleppa hendinni af þeim mönnum, sem berjast móti fjárpestinni og öllum hennar háskalegu afleiðingum.... Þetta undarlega fjárlagafrumvarp mun verða öllum til leiðinda. Það mun skapa nokkra beiskju í bændastétt landsins. Það mun skapa nokkuð rökstudda skoðun um það, að þeir forkólfar úr milliliðastéttinni, sem lagt hafa hönd að þessu verki, eigi ■ m ■■■■■■■■■■■■ ■ffffffffffffffSfffffffg | Drengja-nærfiit" nnjög ódýr Kaupfélag Eyfiröinga. Vefnaðarvörudeild. mikið eftir að læra, áður en þeir geta með nokkrum árangri haft almenn mannaforráð. Ranglæti þessa frumvarps mun að líkindum verða þurrkað út hljóðalítið i þinginu“.... Þessari rökstuddu gagnrýni á fjárlagafrumvarp Jakobs Möllers svarar heildsalablaðið Vísir. Svar- ið er eintóm reiðiyrði um J. J. persónulega, og hvergi örlar þar á rökum. Sýnishorn þess munnsafn- aðar er á þessa leið: ....„haturs- fullur sundrungarpostuli“ .... „flokksmenn J. J....dauðskamm- ast sín fyrir allt hans framferði, rógshneigðina, hleypidómana, lyg- ina og ókindarskapinn“.... „karl- skömmin11.... „hundflatasta Dana- sleikja á landinu“.... „illgirnis- þvaður og endileysa“.... „sundr- ungarpostulinn og rógberinn“. Svona orðbragð ætlast Vísir til að sannfæri bændur um réttmæti þeirrar fjármálastefnu Jakobs Möllers, að svipta landbúnaðinn allt að einnar milljón kr. fjár- framlögum úr ríkissjóði, en hækka greiðslur til launamanna um hálfa milljón kr. Það er bezt að flokksmenn Vísis viti það, að svona framkomu láta bændur ekki bjóða sér. Þeir fyrir- líta hana og telja hana örugga sönnun þess, að Vísir sé vitandi vits að verja rangan málstað, ef vörn skyldi kalla. Jónas Jónsson hefir brugðið vana sínum og stefnt greinarhöf- undi (Árna frá Múla) fyrir hin staðlausu hrópyrði hans. Mun það vera nokkurskonar forspil að framkvæmd hinna nýju hegning- arlaga, sem ganga í gildi innan skamms og leggja hæfilega þunga refsingu við persónulegum hrak- yrðum siðspilltra manna. Mannfall Rússa í Finnlandsstyrjöld- inni er talið hafa orðið um 200.000. — Til hvers var þessum mannslífum fórn- að? Fylgismenn helstefnu Stalins hér- lendis og annarsstaðar hafa reynt að sannfæra sjálfa sig um, að það hafi ver- ið gert til þess að afrelsa finnska al- þýðu« og koma kommúnistastjórn Kuusinens á laggirnar í Helsinki. Þessi »skýring« er viðbjóður öllum heiðarleg- um mönnum. En svo var friður saminn við hina löglegu stjórn Finnlands. — Finnsk alþýða fær að frelsa sig sjálf, og Kuusinen er kominn tii Heljar. Ofbeldis- tilgangur Stalins er því orðinn nakinn í augum allra, sem eiga óbrjálaða skyn- semi. Valdafíkn einvaldans varð að fullnægja, þótt það kostaði hundruð þúsunda þegna hans lífið. Þessi lítils- virðing fyrir mannslifunum er andstyggð öllum frjálsum mönnum. Þeir, sem óska ógnarveldis kommúnismans yfir sig og þjóð sína, ættu að hugleiða greinarstúf, sem Leland Stowe, fréttaritari Chicago Daily News i Finnlandi sendi blaði sínu um s. 1. áramót, hér stytt í þýðingunni. Með jinnska hemum á Austur- vígstöðvunum, — orustuvöllurinn við Tolvajarvi. í þessari ömurlegu auðn hvíla þeir dauðu, — ótaldar þúsundir fallinna rússneskra hermanna. Þeir liggja í sömu stellingunum, eins og þegar þeir hnigu til jarð- ar, særðir til ólífis, hnipraðir Leland Stowe: saman með útréttar hendurnar eins og til þess að reyna að verj- ast síðustu sókn kvalarfulls dauð- daga. En þeir hvíla þarna undir þykkri ábreiðu nýfallinnar mjall- ar. Nú eru þeir varla greinanlegir frá óteljandi stofnum furunnar og grenisins. En jafnvel þessi dýrð- lega ábreiða getur ekki hulið skelfinguna, sem heltók þá, né skjótleik tortímingar þeirra. Hér er það, sem svikararnir, sem sendu þá út í dauðann, hafa gert svikunum minnisvarða. Vetrarsýn yfir Tolvajárvi verð- ur alltaf ömurleg og einmanaleg. En í dag er hún miklu ömurlegri en nokkru sinni fyr. Yfir hvílir þungi dauðans. Við áttum naumast von á þessu, þegar við ókum út á skagann, sem gengur fram í Tolva-vatnið. Vegur- inn er þröngur og hlykkjóttur. Annarsvegar rísa há grenitré, en hinsvegar er hvítgrár lagísinn á vatninu. Hér hafði meginorustan staðið. Allt í kring sjáum við brotna brynvagna, eyðilagðar bif- reiðar og óhugnanlega hauga af hverskyns járnarusli, sem eitt «1 sinn var herbúnaður hinna sigr- uðu rússnesku herfylkja. Meðfram veginum tökum við eftir undarlegum bungum á snjó- breiðunum á milli trjánna og við vatnsröndina. Það gætu vel verið trjákubbar. Stundum mætti ætla að hér væru kræklugreinar, sem fallið hefðu af trjánum undan öxum skógarhöggsmanna. En hér og þar hefir finnskur hermaður hrasað um þessar ójöfnur á leið sinni, og hermannastígvél eða króknuð hönd teygir sig upp í frosttært loftið og afhjúpar sann- leikann. Sumstaðar sjáum við finnska hermenn draga snjóbarin flykki á eftír sér út úr skóginum, eins og væru trjástubbar, og hér og þar liggja búkarnir í óreglulegum haugum og bíða grafarinnar. Síð- ustu snjóar desembermánaðar hafa hulið öll séreinkenni þessara nafnlausu hauga. Náttúran hefir litið til þeirra í náð. Það er varla hægt að ímynda sér að þetta hafi verið mannlegar verur fyrir nokkrum dögum síðan. Vagninn nemur staðar á höfð- anum á nesoddanum og við höld- um inn í skóginn á eftir fylgdar- manni okkar. „Það eru margir hér“, segir hann. „Þeir voru stráfelldir af vél- byssuhríð okkar“. Satt var það. Það voru margir þeirra hér. Allsstaðar umhverfis okkur lágu sviplausir búkamir. Snjógríman gerði þá einkenna- lausari en helgríma dauðans sjálf. Sumir lágu teinréttir með kreppta handleggina. Aðrir í hnipri með hnén kreppt við brjóstið. Þeir sýndust óeðlilega hrikalegir. Snjó- lagið var sumstaðar tveggja þuml- unga þykkt utan á fötunum. Hverjum mundi það ekki for- vitnisefni, hvernig þessir menn voru ásýndum og hvaða rúnir voru ritaðar á andlit þeim? Eg sópaði snjónum af einu and- litinu. Lágt enni, strítt svart hár og órakaðar kinnar komu í ljós. Hann var um þrítugt. Svipurinn var rólegur, eins og hann hefði sofnað þarna í skaflinum. — Svip- ur annarra bar vott tun meiri þjáningar en orð fá lýst. Á meðal þeirra var ungur Rússi, sem hafði fengið skotsár í hægra hnéð. Hann hélt báðum höndum um sárið i tryllingslegri örvæntingu. Það hafði orðið síðasta verk hans í þessum heimi. Frostið hafði hel- tekið hann í þessum stellingum. Við gátum ekki horft á þetta Helskógur.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.