Dagur - 28.03.1940, Qupperneq 3
15. tbL
DAQUR
53
KornyrKja.
(Framhald).
Fyrir þá, sem aldrei hafa séð
eða unnið að kornrækt, er margc
að athuga. Og þó að framkvæmd
kornyrkjunnar verði ekki að
gagni kennd annarsstaðar en á
ökrunum sjálfum, skal hér vikið
að nokkrum atriðum til athugun-
ar fyrir þá, sem eru að byrja
þessa ræktun.
AKURLANDIÐ.
Þurrir grasmóar og vel fram-
ræstar mýrar er hentugt land,
ennfremur gömul tún.
Flagmóar og mögur holt eru
áburðarfrekari.
Gamlir arfagarðar eru óhæfir.
En í sambandi við val akur-
landsins er þó vert að athuga að í
framtíðinni, þegar ræktun byggs-
ins er komið inn í reglubundið
sáðskifti við gras, kartöflur, belg-
jurtir og e. t. v. fleiri nytjajurtir,
þar sem á annað borð eru skilyrði
til fjölbreyttrar ræktunar, verður
byggið ekki ræktað á sama stað
lengur en 1—2 ár, þá er það fært
á nýjan reit, en önnur nytjaplanta
ræktuð þar sem byggið var og svo
koll af kolli, eftir því hvernig fyr-
irkomulag sáðskiftisins er, en það
getur verið á marga vegu.
Eins og nú er ástatt munu
menn ógjarnan stækka ræktaða
landið, þótt reynd væri ræktun
fleiri nytjajurta, enda mun þess
þÖrf að bæta ræktunina fremur
en stækka hana. Það er e. t. v.
skynsamlegt fyrir þá, sem eru að
lengur. Aldrei hefir nokkur or-
ustuvöllur verið jafn þrunginn
þögn og ömurleik dauðans og
Tolvajárvi.
Einhver tók upp bréfapinkil,
sem stóð hálfur út úr vasa eins
hermannsins. Bréfin voru frá
konu hans í Leningrad. Þótt hún
gæti varla talizt skrifandi, gat
fylgdarmaðurinn þýtt kafla úr
sumum þeirra. Bréf eftir bréf
hafði hún sent, sagði hún, en ekk-
ert svar fengið, síðan hann var
kallaður til vígstöðvanna í októ-
ber. Hún hafði sent honum mynd
af litla drengnum þeirra, Loonja;
ástandið heima var hörmulegt;
heimilið var bjargarlaust, en hún
vonaði, að hann mundi koma
heim bráðlega.
„Hátíðin (7. nóv.) færði mér
enga gleði“, skrifaði hún. „Eg
grét mestaf. Loonja er alltaf að
spyrja, hvenær pabbi komi heim.
Hann spurði Pétur frænda: ,Hef-
irðu séð pabba?’ Pétur sagði ,nei’,
en að þú mundir koma heim
fljótlega. Loonja sagði: ,Segðu
mömmu þá, að pabbi sé að koma
heim’“.
Eg vona, að eg hafi ekki séð
froststirnað andlit þessa rúss-
neska hermanns. Við skildum við
hann þarna í auðninni ásamt þús-
undum helfrosinna öreiga Sovét-
ríkjanna.
Sjálfsagt hafa þúsundir sUkra
byrja byggrækt, að taka til þess
þúfnastykki í túninu, ef til er,
eða þá nýrækt sem illa sprettur
Þar sem nauðsynleg framræzla
hefir komið á eftir ræktuninni,
eða e. t .v. ekki fyrr en séð var að
mýrargróðurinn var að útrýma
sáðgresinu, sem átti að vera var-
anlegt í landinu, er nauðsynlegt
að bylta landinu á ný, og hafa það
opið 1—3 ár á meðan torfið er að
fúna og breytast í frjósama mold.
Þá er heppilegt að rækta þar bygg
eða aðrar einærar plöntur, þangað
til landið hefir fengið skilyrði til
að geta gefið góða uppskeru af
grasi.
Skjól og hæfilegur halli móti
suðri eða suðvestri er hentugt
fyrir byggrækt eins og aðra rækt-
un. Hallinn má þó ekki vera svo
mikill, að hann tefji fyrir vinnsl-
unni.
PLÆGING.
Haustplæging ætti, hér norðan-
lands a. m. k., að v,era sjálfsögð
regla þeirra manna, sem korn-
yrkju vilja stunda. Strengirnir
þurfa að hvolfast vel við, svo að
grasrótin tefji sem minnst herf-
unina.
Þegar stórþýft land er plægt,
þarf 1—2 menn með plæginga-
manninum, til að „velta úr“. Þá
er hægt að ætlast til að plægingin
verði viðunanlegar framkvæmd en
víða er.
Við höfum lagt höfuðáherzluna
á það að plægingamaðurinn
bréfa verið í skóginum. En þau
verða aldrei lesin aftur. Öreigarn-
ir, sem hvíla í hinni hvítu eyði-
mörk við Tolvajárvi, hverfa aftur
til jarðarinnar, þegar vorar, og
brumin á greni- og furutrjám
Austur-Finnlands springa út og
teygja sig móti hækkandi sól.
Feröafélag Akureyrar fer næstk.
sunnudag skíðagöngu upp Finna-
staðadal, vestur fyrir Kerlingu og
norður Glerárdal. Er skíðaland
hið bezta á allri þessari leið.
Gengið verður á Kerlingu ef
skyggni reynist gott, en þaðan
mun hið mesta víðsýni inn yfir
öræfi og austur um sveitir, sem
hægt er að fá í senn nokkurstaðar
á Norðurlandi. Ekið verður í bíl-
um að Finnastöðum.
Dánardœgur. Á laugardaginn
fyrir páska andaðist hér á sjúkra-
húsinu frú Guðlaug Jónasdóttir,
ekkja Þórðar Daníelssonar, er
lengi bjó í Núpufelli og móðir
Pálma Þórðarsonar, er þar býr nú.
Guðlaug sál var hin mesta
sæmdarkona á alla lund.
Samkomu heldur Héraðssam-
band eyfirzkra kvenna í þinghúsi
Hrafnagilshrepps laugardaginn 30.
marz. — Til skemmtunar verður
sjónleikur og dans. — Byrjar kl.
9 e. h. Björgvin spilar. — Veiting-
ar seldar á staðnm
plægði mikiö. Af þessu hefir leitt
hina hörmulegustu hroðvirkni,
sem kom okkur í koll þegar farið
var að herfa. Þá voru hestar og
hestaverkfæri bannsungin, en
dráttarvélarnar taldar hin eina
úrlausn.
Þessi uppgjöf, sem er nokkuð
algeng, hefir fært framkvæmd
jarðyrkjunnar mjög af þeirri leið,
að ræktunarstörfin verði heimil-
isstörf, eins og þau að sjálfsögðu
eiga að vera.
Hún hefir líka tafið fyrir því,
að bændurnir sjálfir lærðu hin
einföldustu jarðræktarstörf, og
kenndu hestum sínum að ganga
fyrir plóg og herfi.
HERFIN.
Heppilegast er að herfa að
nokkru leyti að haustinu, ef um
nýbrot er að ræða.
En að vorinu þarf að herfa strax
þegar jörð fer að þiðna. Sagt hefir
verið að' herfið ætti bókstaflega að
fylgja klakanum.
Diskaherfi eru góð, með þeim
er líka gott að herfa niður áburð-
inn og útsæðiskornið.
Landið þarf að vera vel girt.
ÁBURÐUR.
Korntegundirnar þurfa auð-
leystan áburð. Tilbúni áburðurinn
er því hentugur fyrir þær. Og þær
þurfa líka minni áburð en kartöfl-
ur og jafnvel gras, sérstaklega af
köfnunarefnisáburði.
Samkvæmt tilraunum Ólafs
Jónssonar á Akureyri þarf á 1 ha.
lands, við bygg- og hafrarækt og
miðað við meðalfrjóan móajarð-
veg, á fyrsta ári:
300 kg. súperfosfat.
200 kg. kalí 40%.
200 kg. kalksaltpétur.
Sé nitrophoska notað, þarf 200
—250 kg. og til viðbótar 100 kg.
súperfosfat.
Þessar tölur eru auðvitað mjög
ófullnægjandi, og verður hver og
einn að prófa sig áfram að ein-
hverju leyti, hvað aburðarþörfina
snertir. Séu gömul vel ræktuð tún
notuð til kornræktar, þarf lítinn
áburð, e. t. v. ekki annan en súp-
erfosfat 100—200 kg. á ha.
Sama gildir um opið land, sem
fengið hefir ríflegan skammt a :
húsdýraáburði.
Bygg hefir náð góðum þroska af
húsdýraáburði einum saman, þótt
algengast sé að rækta það með
tilbúnum áburði.
Steinefnaáburðinn þarf að herfa
niður, áður en sáð er. Haganlegast
er að dreifa honum á landið þegar
það er langt til fullunnið og herfa
hann síðan niður. Áríðandi er að
dreifa áburðinum jafnt, það er
reyndar ekki vandaverk, ef rétt
er að farið, og sennilega ekki
vandameira en að dreifa með
áburðardreifara.
Gott ráð til að handdreifa sem
jafnast er það, að dreifa fyrst
helming áburðarskammtsins á allt
landið. Ganga svo, þegar seinni
helmingnum er dreift, þvert við
fyrri dreifinguna. Verða þá tæp-
lega eftir auðir blettir.
Sama ráð er gott, þegar korni er
handsáö.
‘
SÁNING.
Þegar landið er fullunnið og
moldin orðin mjúkur vaxtarbeður
i'yrir plönturnar, er kominn tími
til að sá. Og því fyrr, því betra, a.
m. k. eftir að komið er fram í
miðjan aprílmánuð. Talið er óráð-
iegt að sá byggi seinna til þrosk-
unar en 20. maí. Um það er þó
alls ekkert hægt að fullyrða. En
Dað þarf langan vaxtartíma, eða
oft um 120—135 daga og hafrarnir
nokkuð lengri.
Síðastliðið sumar þroskaðist
byggið þó á 105 dögum bæði norð-
anlands og sunnan. Byggið þolir
vorfrostin vel, sömuleiðis hafr-
arnir. Þau þurfa því ekki að fæla
neinn frá að sá snemma. Hitt er
líka vert að athuga, að á meðan
flögin eru blaut, eru þau auðveld-
ust í vinnslu. Það er gott að herfa
á klaka og það er engin ástæða til
að draga sáninguna, þangað til
aann er farinn.
Handsáning er fljótleg og ein-
föld og engin ástæða er til að
nota sáðvélar, þótt korn sé rækt-
að í nokkrum hö. eða minna.
Korninu er því dreifsáð (með
sömu aðferð og tilbúna áburðin-
um er dreift).
Bygg og hafrar sjást greinilega
ofan á moldinni, sérstaklega ef
hún er rök, og er þá auðvelt að
dreifa jafnt.
Kornið þarf svo að fella niður,
með hrífu ef um lítinn blett er að
ræða, annars með hálfskekktu
diskaherfi — ekki mjög þungu.
Bezt er að herfa hálft í hálft eða
taka hálfa herfisbreiddina fyrir í
einu; Verður þá landið tvíherfað
og sáðkornið jafnt í moldinni.
Hæfileg sáðdýpt er 3—5 cm. Sáð-
vélar sá korninu í raðir, fella það
niður og sópa yfir það.
Sáðmagn af byggi er talið hæfi-
legt 200 kg. á ha. Sáðmagn af
höfrum einnig 200 kg. á ha. og af
rúgi 110—120 kg. á ha.
VÖLTUN.
Þegar eftir sáningu þarf að valta
landið rækilega. Því hefir verið
haldið fram, að ef kornlandið sé
valtað seint, eða ekki fyrri en
kornið er farið að koma upp, þá
geri haustrakinn því minni skaða.
Eltki veit ég á hverju þetta bygg-
ist.
Akrarnir passa sig sjálfir á
sumrin, og er ekkert við þá að
gera þangað til kornskurðurinn
hefst. Ef tíðin er hagstæð, kemur
byggið upp á 10—15 dögum og
hafrarnir nokkru seinpa, og akr-
arnir verða fagurgrænir á skömm-
um tíma.
Við getum nú hugsað okkur
akrana í blóma, og eru þeir þá
hreinasta heimilisprýði. Síðari
hluta sumars fara þeir að gulna,
en það er merki þess, að kornið er
að þroskast. Byggið þroskast
venjulega 6—8 vikum eftir að það
setur ax (skríður).
Það er gerður greinarmunur á
grænþroska, fullþroska og hrað-
þroska korni. Grænþroska er
kornið, þegar stráið er grænt og
kjarninn linur. Fullþroskað er það
talið, þegar kornið er orðið seig-
hart og stráið gult og hart, Þegar