Dagur - 24.04.1940, Blaðsíða 4
70
D A G U R
17. tbL
Ný menningarliid.
Notaður barnavagn
til sölu með tækifærisverði
Pjóðvinafélagið hefir jafnan verið
merkiiegt útgáfufélag. Tímarit þess,
Almanak og Andvari, eru alkunn
merkisrit, og fyrsti ritstjóri þeirra var
Jón Sigurðsson forseti. Pau hafa kom-
ið út óslitið síðau og flutt mikið og
fjölbreytt efni. Auk þess hefir Pjóð-
vinaféiagið gefið út ágætisrit, sem of
langt væri upp að telja, en nefna má
nöfn eins og Foreldrar og börn,
Fullorðinsúrin, Sparsemi, Æfisaga
Benjamíns Franklíns, íslenzk garð-
yrkjubók, Hvers vegna, vegna þess,
Pjóðmenningarsaga Norðurálfunnar,
auk sextán árganga af Dýravininum
o. s. frv. — Á síðari árum hefir fé-
lagið gefið út vísindarit í fimm stór-
bindura um Jón forseta, og hafið út-
gáfu bréfa Stephans G. Stephansson-
ar. Auk þess má nefna merkisrit um
sögu |örundar hundadagakonungs og
siðast en ekki sfzt Bókasafn Pjóð-
vinajélagsins, sem byrjaði að koma
út 1924 og varð alls níu bindi. Hófst
það með Mannfrœði eftir merkan
enskan höfund, og hélt áfram með
útgáfu bóka eins og varnarræðu Sókra-
tesar, ritgerðum eftir William James,
Oermaníu eftir Tacilus, og merku riti
um svefn og drauma og öðru um
tónlist. En merkustu bækurnar í þess-
um bókaflokki eru þó í norðurveg
eftir Vilhjálm Stefánsson, hin fræga
bók Bý/lugur eftir Macterlinck og
Bakteríuveiðar, er skrifað hefir sami
höfundur og Baráttuna gegn dauð-
anum, sem forlagið Mímir gaf út sfð-
ast liðið ár. Fást fiestar útgáfubækur
Pjóðvinafélagsins nú fyrir vægt verð,
og þar á meðal er allt það, sem enn
er óselt af Nýjum félagsritum Jóns
Sigurðssonar.
Eins og landsmönnum er þegar
kunnugt af auglýsingum og blaða-
greinum, hefir Pjóðvinafélagið nú tek
ið höndum saman við Menntamálaráð
um að hefja á þessu ári stórfelda
bókaútgáfu gegn vægu gjaldi, sem er
tíu krónur fyrir hvern áskrifanda.
Bækur þessa árs verða sjö, en það er
opinbert ieyndarmál, að auka á bóka-
fjöldann, senn hvað líður, og munu
engin dæmi þekkjast hér á iandi um
jafn yfirgripsmikla útgáfuáætlun og
þessa. Takmarkið er að hverju heim-
ili landsins, fátæku sem ríku, gefist
kostur á sem allra víðtækastri andlegn
menningu, gegnum kynningu og eign
á úrvalsritum heimsbókmenntanna, sem
bíða hrönnum saman eftir þvf, að fs-
lenzk alþýða fái notið þeirra á sínu
eigin mjúka og stælta máli. Auk þess
munu íslenzkir höfundar frumsemja
bækur í ýmsum greinum fyrir útgáf-
una, og má þar til nefna fyrirhugað
an æfisagnaflokk merkustu fslendinga,
þeirra, er þátt hafa tekið í sköpun ís
lenzkrar menningar á síðari öldum.
Svo og úrvalskvæðasafn allra helztu
skálda íslenzkra.
Hér er um alveg einstakt tækifæri
að ræða, og sjálfsagt fyrir hvert ein
asta heimili á landinu að leggja fram
einn eða fleiri áskrifendur, eftir ástæð
um, að þessari bókaútgáfu. Gæti það,
— auk þess að vera ómetanleg menn-
ingarráðstðfun, hverjum kaupanda til
stór sóma, — verið góð byrjunaræf-
ing fyrir íslendinga í að losna við
þann gamla ósið, að vilja fá þær
bækur, sem þeir óska að lesa, að láni
hjá öðrum. S, A
iannes J. Magnússon,
Sími 174.
I. O. O. F. = 12U269 =
Starfið er margt,-
'en vellíðan',.
afkð6t og
vinnuþol er
háð því að
fatnoðurinn
sé
hoglcvœmur
og
troustur
VÍK
VONNUtFAtrAOttC© ÓStLANCS */t Raylj'ovit
Etno. *artto og fulikomnosta v*rkvnl4|a itnncu gretnor á ItUtndi
Sæfaferðir
á sýningu Kvenna
skólans á Laugalandi
Sumardaginn fyrsta
1940.
B. S. O.
Góð rfbúð
til leigu i Gránufélagsgötu 41 A.
Tek að mér
málningu, veggfóðrun og hreingern
ingu f íbúðum og verzlunum. Upp-
lýsingar f síma 315.
Barði Brynfólfsson.
frá 14. maí 2 her
bergi í Norðurgötu
10 efstu hæð, aðgangur að
eldhúsi getur komið til mála.
KAUPI
notuð ísl. frimerki hæsta verði
Quðm. Guðlaugsson, Kea
Sumarfagnaður
fram§óknarmanna
Framsóknarfél. Akureyrar
heldur samkomu i Skjaldborg
laugardugiun 27. april n. k.
Tilhðgunarskrá:
1. Kaffidrykkfa.
2. Ræður.
3. Upplestur.
4. Dans.
Erindreki Framsóknarflokksins verðnr
á samkomunni.
Áskriftarlisfi lig'gur (rammi i kjötbóð KEA,
föstudaginn 20. apríl n. k.
Frumsóknarmenn og konur ijölmennið!
Skemmfiuefndin.
En sá ntunur á kaffinu
þegar við notum
,,F R E Y J U“
k af f i bæ 11.
Perlll-þvottaduft
er bezt, ódýrasf, drýgst.
Fæst í næstu búð.
Prentverk Odds Björnesonar. I RitstjOri: Ingimat Eydai.