Dagur - 01.05.1940, Blaðsíða 1

Dagur - 01.05.1940, Blaðsíða 1
DAGUR kemur it á hverium fimmtudegi Kostar kr. 6.00 áig. Gjaldk. Árni Jóhannsson < Kaupfél. Eyfirðinga. Gjaldd. fyrir 1. júli. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Tal- sími 112. Uppsögn, bundin við árarnót, sé komin til afgreiðslu- manns fyrir 1. des. XXIII . árg.jj Akureyri 1. maí 1940 } 18. tbl. topr svanirnir fljúp aösunnan. Þegar svanirnir fljúga að sunnan, og sumarið litkar engi og börð, þá dreymir mig daga og nætur um dalanna grónu jörð. Þar var svo friðsælt forðum í fjallanna skjóli við lækjanið að vermast á daginn af sumarsói og sofna á kvöldin við fuglaklið. Þar fæddust folöld og lömbin, og frelsið úr saklausum augunum brann. blómin fjölguðu um balann, og börnin um hlaðvarpann. Þar var hún óspillt æskan, sem ilminn af vori og gróðrinum fann; þar lærðu litlu börnin að lofa skaparann. í kvalræðis kaupstaðarargi næst hvergi hinn tapaði friður og ró, ólæti, hrindingar, heimskuvaðall og hávaði þar er nóg. Vor áreynsla er atvinnuleysi, og enginn sem varðveitir smæl- ingjans rétt. Úr mekki af malbornum götum er mörkuð vor leið inn á afgirtan blett. Hér fær hún sitt útsýni, æskan, og ákveður leiki og verkefni ný, hvort frelsi og fegurðin glæðist, framtíðin sker úr því. Er svanirnir fljúga að sunnan, og sumardísimar halda vörð, þá vildi eg vera sem forðum á víðlendri, grænni jörð. Gisli Ólafsson. Vilhjálmur Þór hefir verið skipaður aðalræðis- maður íslands í Bandaríkjunum. Þá hefir Pétur Benediktsson verið viðurkenndur sem sendiherra ís- lands í London. Silfurbrúðkaup. Sigurður Guðmundsson skóla- meistari og Halldóra Ólafsdóttir frú hans áttu 25 ára hjúskaparaf- mæli síðastl. sunnudag. „MÓÐIRIN OG UNGINN“. brezk flugvél og flugvéla -móðurskip. Hér sést eink. 5,00 — 5,99. Hinir skólamir telja I. eink. 7 og þar fyrir ofan og II. eink. allt ofan f 5. Alúðar þakkir var slitið 16. apríl og Iðnskólanuw, 19. s. m. Fara hér á eftir nöfn og einkunnir brautskráðra nemenda frá skólunum að þessu sinni. GAGNFRÆÐASKÓLINN: Anna Antonsdóttir II. eink. 7,34 Anna Eggertsdóttir I. — 7,89 Brynhildur Jónsdóttir II. — 7,29 Dorothea Á. Jónsdóttir II. — 6,41 Eymundur Sigurösson II. — 7,24 Guðjón S. Karlsson III. — 5,59 Haraldur Jakobsson III. — 5,33 Haukur Arnars I. — 7,57 Heiga Stefánsdóttir II. — 6,12 Henry Eyland II. — 6 70 Heiðdís Eysteinsdóttir I. — 7,95 Heiðrún Steingrímsd. 11. — 7,25 Kjartan Haraldsson I. — 7,60 Kristján Reykdal 11. — 6,27 Loftur J. Guðbjartsson I. — 8,92 Óskar Vatnsdal III. — 5,89 Sighvatur Jónasson I. — 8,51 Sigurður Guðlaugsson I. — 8,06 Sigurður O. Sigurðsson II. — 6,00 Steindór Kristfinnsson I. — 7,75 Steinþór Loftsson III. — 5,87 f sambandi við einkunnastiga þann, sem hér er farið eftir, þykir rétt að geta þess, að hann er nokkru strang- ari en við aöra gagntræðskóla lands- ins. Hér er ágsetiseinkunn talin 9 og þar Iyrir ofan, I. eink. 7,50 — 8,99 - II. eink. 6,00—7,49 — og III. IÐNSKÓLINN: Aðils Kemp III. eink. 5,58 Eiður Haraldsson I. - 8.90 Guðmundur Ásgeirsson I. — 7,88 Guðmundur Magnússon II. - 6,77 Guðríður Tryggvad. II. - 6,38 Gunnar Kristjánsson II. — 7,48 Iöunn Heiöberg II. - 7,14 Jón Hjalti Borvaldsson II. — 6,40 Júlíus Knstjánsson I. - 7,75 Karl Gunnlaugsson II. — 7,04 Kári Hermannsson I. — 8,67 Kristján Mikaelsson I. - 7,75 Magnús Kristinsson I, - 8,17 Óskar S. Ósberg I. - 8,79 Steindór Steindórsson II. - 7,33 Valborg Jónasdóttir IT. — 6,39 Úr bréfi frá Vigfúsi Sigurgeirssyni, ljós- myndara, núna 11. apríl: ....„Svo er mál með vexti, að ég er að fara til Ameríku eftir tvo daga og verð í burtu tvo til þrjá mánuði. Býst ég við að koma heim til Akureyr- ar í sumar, að Ameríkuferðinni lokinni, og vona að geta þá sýnt ykkur fallega, íslenzka kvikmync af landi og þjóð“.... til allra þeirra, sem sýndu. okkur samúð og hluttekning í veikindum og við andlát og jarðarför Guðrúnar Sigurðardóttur frá Kambi. AÐSTANDENDUR. Á uppstigningardag, 2. maí, kl. 2 e. h., syngja skólabörnin og sýna leikfimi x Samkomuhúsinu fyrir bæjarbúa. — Á sunnud. 5. maí verður sýning á handiðju, teikn- ingu, skrift og annari bekkjavinnu barnanna, í bamaskólanum, milli kl. 1—7 e. h.. Barnaskólanum verður slitið 11. maí kl. 2 e. h. Leiðrétting: í greininni „Sveitin kallar“ í síðasta tbl., neðan til í öðrum dálki höfðu fallið burt nokkur orð, en greinin á að vera svona: ....auðug af allskonar nýrri þekkingu á náttúru lands- ins, atvinnulífinu og lífsbaráttu fólksins o. s. frv. Ofar í sama dálki á að standa: ... .því enginn getur gleymt þeim töfrum sem hún býr yfir.... o. s. frv.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.