Dagur - 16.05.1940, Blaðsíða 1
DAGUR
kemtir ii á hverjum
fimmtudegi Kostar
kr. aOO áig. CJjaldk.
Arni Jóhannsson ■
Kaupfél. Ryfirðinga.
Gjaldd. fyrir 1. júli.
AFGREIÐSLAN
er hjó Jóni Þ. Þór,
Norðurg&tti 3. Tal-
simi 112. Uppsögn,
bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslu-
manns fyrir 1. des.
XXIII. árg
árg-J
-#-# •#
*- -• ••••-*r • **■■■**■ -*
•-• •-•
Akureyri 16. maí 1940
20. tbl.
• • • •-• •--•-•
Bretar brjóta hlutleysi
íslands.
"n~— i *rr,
Herlid og hergögn sett á land i Reykjavik.
Bikisstfórn íslands mólmælir.
Atburðir hafa gerzt hér á landi
síðustu daga, sem eru frásagnar-
verðir og lengi munu í minnum
hafðir. Snemma morguns hinn 10.
þ. m. komu 4 brezk herskip inn á
Reykjavíkurhöfn og settu her á
land ásamt hergögnum. Tók her-
inn þegar í stað landsímastöðina
og útvarpsstöðina á vald sitt og
dreifði sér að öðru leyti um götur
borgarinnar, Síðan var gengið að
því að handtaka Þjóðverja þá, er
í borginni voru, og þeir fluttir út
í herskipin.
Skömmu fyrir hádegi fór hinn
nýi sendiherra Breta á fund
ríkisstjórnarinnar og tilkynnti
henni, að Bretar hefðu ákveðið að
taka ísland imdir vernd sína, þvi
ella myndu Þjóðverjar taka það
á vald sitt eins og Danmörku og
Noreg. Kvað sendiherrann það
hryggja sig og ensku stjórnina að
þurfa að grípa til þessara ráða og
fullyrti, að stjórn landsins yrði í
engu breytt, og að herinn yrði
ekki degi lengur í landinu en
ástœða væri til.
Samdægurs lýsti ríkisstjórnin
yfir því við sendiherrann, að hún
mótmælti kröftuglega þessu hlut-
leysisbroti og teldi það með öllu
ástæðulaust.
Reykjavíkurbúar tóku þessum
aðförum yfirleitt með ró og still-
ingu, enda sýndu brezku her-
mennirnir mikla kurteisi í ailri
umgengni. Síðari hluta dagsins
færðist allt í venjulegt horf í höf
uðborginni. Nokkur hluti hersins
tók að dreifa sér út úr borginni og
tók sér stöðu annarstaðar í ná-
grenninu. Herskipin hurfu og á
brott af höfninni.
Síðan þetta skeði, hefir ríkis-
stjórnin eða „loftvarnanefnd“ gef-
ið fólki leiðbeiningar um, hvernig
því beri að haga sér, ef loftárásir
skyldu bera að höndum, en jafn-
framt er það tekið fram, að sú
hætti sýnist ekki yfirvofandi.
hér á landi í því skyni að vernda
okkur, að því er sagt er. Þó við
höfum enga ástæðu til að ætla, að
þetta sé gert í fjandsamlegum hug
gagnvart okkur, þá ber þess vel að
gæta, að við höfum ekki beðið um
þessa „vernd“; henni hefir verið
þrengt upp á okkur með valdi
hins sterka. Hlutleysi okkar hefir
verið brotið, að vísu af vinsam-
legri þjóð, en við það getum við
ekkert ráðið, getum ekki annað
gert en að mótmæla, og það hefir
verið gert.
Þjóðverfar
herða
slríðið.
Samkvæmt framansögðu hefir
að ákvörðun ensku stjórnarinnar
brezkt setulið tekið sér aðsetur
Aðfaranótt 10. þ. m. réðist þýzk-
ur her inn í Holland, Belgíu og
furstadæmið Luxemburg. Snerust
Hollendingar og Belgíumenn þeg-
til varnar, og Bandamenn
sendu herlið þeim til hjálpar. Hef
ir síðan verið barizt af hinni
mestu grimmd á þessum slóðum,
og hafa Þjóðverjar sótt svo hart
fram ,að þeir hafa lagt undir sig
mestallt Holland, og hollenzki yf-
irforinginn gefist upp með her
sinn, en þó er enn barizt í vestasta
hluta landsins. Þjóðverjar eru og
komnir inn í Belgíu og sækja þar
ákaft fram, og jafnvel frönsk
grund er orðin að vígvelli. Hafa
Þjóðverjar fórnað geisimiklu í
þessari viðureign, en sjálfsagt eru
fórnirnar miklar á báða bóga. Má
segja að stríðið sé nú fyrst að
komast í algleyming.
BREZKI FLUGHERINN í FRAKKLANDI.
Á myndinni sjást aðstoðarmenn úr flughernum vera að bera
heim þýzka tveggja hreyfla Dornier-flugvél, sem skotin hefir
verið niður yfir Frakklandi. Er flakið af vélinni tekið til ítar-
legrar rannsóknar af sérfræðingum, sem kynna sér byggingar-
lag hennar, hreyfla og vopn.
Gestir.
I. O. O. F. = 1225179 =
KIRKJAN: Messað í Akureyrar-
kirkju n. k. sunnudag kl. 11 f. h
Ferming.
Nýja Bíó sýnir nú um helgina
bráðskemmtilega, sænska sjó-
mannamynd er nefnist „Karlson
stýrvmaJSur og kœrustur hans".
»Við hörpu Sslands hnýttur sérhver
strengur
fær hljómtitring, ef skrugga um Noreg
gengur«.
St. G. St.
Fyrir rúmum 1000 árum bar
gesti hér að garði. Þeir komu at
hafi. Margir voru útlægir úr föð-
urlandi sínu. Aðrir kusu heldur
óbyggðir þessa lands en ófrelsið
heima fyrir. Flestir komu frá
Noregi.
Þessi gamla saga er aftur orðin
ný. Hingað eru komnir flóttamenn
frá Noregi, ógæfusamt fólk, sem
rænt hefir verið landi sínu og
eignum. Það fetar nú í spor hinna
fornu Norðmanna, sem leituðu á
náðir þessa lands.
Hin síðustu ár hefir fjöldi fólks
í Evrópu orðið að flýja sitt föður-
land. Þessir „píslarvottar gæfunn-
ar“ hafa leitað á náðir annarra
þjóða. Margar þjóðir, t. d. Frakk-
ar, hafa brugðist drengilega við og
tekið hundruðum þúsunda þessa
fólks opnum örmum. Við íslend-
ingar höfum fengið fá tækifæri
þess að sýna þessu fólki gestrisni
okkar og hjartalag. En nú ganga
þær þjáningar yfir heiminn, sem
engin orð fá lýst. Við fáum ekki
að gert, því miður. En það er
skylda okkar, að reyna að lina
þjáningar þeirra fáu manna, sem
hingað leita. Það er skylda okkar
að reynast þessum norsku frænd
um vinir í raun,
Hinn 17. maí er þjóðhátíðardag
ur Norðmanna. Nefnd sú, sem tek-
ið hefir að sér forgöngu um hjálp
til þessa fólks, gengst fyrir há-
tíðahöldum hér þann dag. Þá
verða skemmtanir í samkomuhús-
unum og hafin fjársöfnun. Er hér
með skorað á Akureyringa að
bregðast drengilega við og sækja
samkomur þessar. Einnig eru
menn minntir á að draga fána að
hún þenna dag. Gerum hvort-
tveggja í senn á föstudaginn:
Söfnum fé handa flóttamönnunum
og gleðjum þá.
Aq.
Frá Noregi
berast nú litlar sögur, síðan
Bandamenn drógu her sinn til
baka frá Andalsnesi og ákváðu að
hætta hernaðaraðgerðum á landi
fyrir sunnan Þrándheim. Frá Dan-
mörku berast engar fregnir, og er
það land að því leyti líkast dauðra
manna gröfum um þessar mundir.
Breyting
hefir verið gerð á brezku stjórn-
inni á þann veg, að í nýju stjórn-
inni eru menn úr öllum aðalflokk-
um þingsins, og er Churchill for-
sætisráðherra. Chamberlain er þó
áfram í stjórninni. Eden er her-
málaráðherra. Þrír ráðherrar eru
úr jafnaðarmannaflokknum.
Mælist þessi endurskipulagning
brezku stjórnarinnar vel fyrir í
Englandi og hyggja Englendingar
gott til meiri stríðsathafna en áður.