Dagur - 16.05.1940, Blaðsíða 2
82
DAGUR
20. tbl.
Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga.
Ástœður /élagsmanna hafa batnað á síðasia
ári um 359 þús. krónur.
Eigið fé félagsins og félagsmanna var í árslok
1939 89°\o af veltufé þess, en aðeins 11% lánsfé
og innstæður utanfélagsmanna.
Þann 8. þ. m. hófst aðalfundur
Kaupfélags Eyfirðinga í Nýja-Bíó
á Akureyri og var honum lokið að
kvöldi næsta dags.
Mættir voru um 150 fulltrúar úr
öllum deildum félagsins, nema
Mývetningadeild, svo og stjórn
félagsins, framkvæmdastjóri, Jak-
ob Frímannsson, og endurskoð-
endur og ennfremur margir gestir.
Fundarstjóri var kjörinn Hólm-
geir Þorsteinsson og til vara
Valdimar Pálsson. Skrifarar á
fundinum voru Halldór Guð-
laugsson og Ármann Sigurðsson.
Helztu gerðir fundarins voru
sem hér segir:
SKÝRSLA STJÓRNARINNAR.
Formaður félagsins, Einar Árna-
son alþm., flutti skýrsluna ai
hálfu stjórnarinnar. Rakti hann
helztu framkvæmdir félagsins á
síðastl. ári og gerði fyrir þeim
glögga grein.
í erindislok gat formaður sér-
staklega framkvæmdastjóraskipta
við félagið. Vilhjálmur Þór hafði
sagt upp því starfi frá síðustu ára-
mótum, en ráðinn hefir verið í
hans stað Jakob Frímannsson, sem
verið hefir fulltrúi hans alla tíð,
síðan hann tók við framkvæmda-
stjórastörfum. Flutti formaður
fráfarandi framkvæmdastjóra
óskorað þakklæti stjórnarinnar
fyrir öll hans störf í þágu félags-
ins.
SKÝRSLA
FRAMKVÆMDASTJÓRA.
Jakob Frímannsson fram-
kvæmdastjóri flutti langa og ýtar-
lega skýrslu um rekstur félagsins
á síðastl. ári. Gerði hann glögga
grein fyrir vörusölunni, iðn- og
verksmiðjurekstri félagsins, sölu
afurða til lands og sjávar og út-
gerðarstarfseminni. Þá las fram-
kvæmdastjóri upp fjárhags- og
rekstursreikninga félagsins fyrir
síðasta ár og gaf nauðsynlegar
skýringar og upplýsingar um hina
ýmsu liði reikninganna.
Skulu hér tilfærð nokkur atriði
úr skýrslu framkvæmdastjóra:
í ársbyrjun 1939 voru félags-
menn 2987, en í árslok 3136, og
hefir þeim því fjölgað á árinu um
149.
Alls nam vörusalan á Akureyri,
Ólafsfirði og Hrísey um kr. 3 milj.
700 þús., og er það rúmlega 20%
meira en árið áður.
Heildar reksturskostnaðurinn,
sem var rúmlega 19% af vörusöl-
unni 1938, hefir á árinu 1939 kom-
izt niður í tæp 16%.
Til viðbótar við framangreinda
vörusölu er sala kjötbúðar, sem
varð á árinu um kr. 354 þús. eða
nokkru meiri en árið áður. Enn-
fremur sala miðstöðva- og hrein-
lætistækja, sem varð alls um kr.
220 þús. Kolasalan jókst einnig og
varð um 396 þús. kr. Saltsalan var
svipuð og undanfarið eða um 167
þús. kr.
Lagt hefir verið kapp á að auka
framleiðslu iðnaðarvara og afurða.
Hraðfrystur fiskur varð að út-
flutningsverðmæti um' 281 þús. kr.
Lýsisframleiðslan varð með
minnsta móti, vegna þess að fisk-
urinn reyndist lifrarlítill hér fyrir
norðan. Félagið tók til vinnslu i
beinaverksmiðjunni á Dalvík öll
fiskbein, sem til féllust við fjörð-
inn.
Verksmiðjur íélagsins haía
starfað með svipuðu fyrirkomu-
lagi og undanfarin ár. Á árinu var
byggð viðbót við smjörlíkis- og
efnagerðina. Kassaverksmiðja tók
til starfa á miðju ári, og vinnur
hún nú alla trékassa fyrir verk-
smiðjurnar og frystihúsin. Nýja
mjólkurvinnslustöðin var tekin til
notkunar í aprílbyrjun 1939 og
hefir reynzt í alla staði vel.
Kornræktin gaf mjög góðan
árangur. Reyndist uppskeran af
þeim 7 hektörum lands, sem voru
í ræktun, um 100 tn. af korni og
tæplega 200 tn. af kartöflum.
Brotnar voru 27 dagsláttur af
nýju landi. Gróðurhúsin gáfu
mikla uppskeru, mest tómatar.
Á árinu, sem leið, varð engin
skuldasöfnun hjá félagsmönnum
og enn tókst að lækka eldri skuld-
ir að verulegum mun.
í árslok 1939 voru innstæður
félagsmanna í reikningum, Stofn-
sjóði og Innlánsdeild rúmlega 2
milj. 599 þús. kr., en skuldir
þeirra rúmlega 635 þús. kr. Inn-
eignir þeirra hærri en skuldir
reyndust því nálega 1 milj. 964
þús. kr. En í árslok 1938 voru
samskonar inneignir 1 milj. 605
þús. kr. Hafa því ástæður félags-
manna batnað á árinu um nálega
359 þús. kr.
Sameignarsjóðir og innstæður
eigin reikninga félagsins ásamt
innstæðum í reikningum félags-
manna, Innlánsdeild og Stofnsjóði
nema samtals 4 milj. 989 þús. kr.,
en lánsfé í rekstri félagsins nemur
tæplega 620 þús. kr.
Eigið fé félagsins og félags-
manna er því 89% af veltufé þess
í árslok, en lánsfé og innstaeður
utanfélagsmanna aðeins 11%.
Að ræðu framkvæmdastjóra lok-
inni og eftir að endurskoðendur
höfðu gert grein fyrir störfum sín-
um, voru reikningar félagsins
bornir undir atkvæði og sam-
þykktir í einu hljóði.
RÁÐSTÖFUN Á ÁRSARÐINUM
OG INNSTÆÐUR INNLENDRA
VÖRUREIKNINGA.
Fundurinn samþykkti sam-
kvæmt tillögum stjórnar og end-
skoðenda að úthluta til félags-
manna 8% arði af kaupum þeirra
af ágóðaskyldum vörum. Enn-
fremur 1 kr. á hvert úttekið kola-
tonn, 2 kr. á hvert salttonn, 8%
gegn skiluðum brauðarðmiðum,
8% arði af vörum keyptum 1
lyfjabúðinni og 20% uppbót af
reikningsfærðu verði húða og kálf-
skinna.
Þá fól fundurinn stjórninni að
ákveða endanlegt verð á ull, kjöti
og gærum, þegar sölureikningai
frá S. í. S. væru komnir.
ÖNNUR MÁL.
Fundurinn samþykkti tillögu frá
Halldóri Halldórssyni byggingar-
fulltrúa þess efnis, að félagið leit-
aðist við að útvega rúðugler og
selji félagsmönnum með afborg-
unarskilmálum.
Frá Hólmgeiri Þorsteinssyni:
„Fundurinn felur stjórn K. E.
A. að athuga það, hvort ekki sé
unnt og hagfellt að styrkja kart-
öfluframleiðendur á félagssvæðinu
til að koma upp kartöflugeymsl-
um heima hjá sér fyrir næsta
haust“.
Tillagan samþykkt í einu hljóði.
Kennararnir Kristján Sigurðs-
son og Steindór Steindórsson
gerðu grein fyrir undirbúningi
garðyrkjusýningar í sumar. Er
þessa máls minnzt á öðrum stað
hér í blaðinu.
Út af erindi frá hreppsnefnd
Akrahrepps í Skagafirði sam-
þykkti fundurinn eftirfarandi til-
lögu:
„Fundurinn telur nauðsynlegt,
að starfandi mæðiveikisnefndir K.
E. A. og Eyjafjarðarsýslu beiti sér
fyrir því, að nú þegar sé tekin
upp samvinna við hreppsnefnd
Akrahrepps og sýslunefnd Skaga-
fjarðarsýslu um gagngerðar ráð-
stafanir til þess, að garnaveiki sú,
er nú er í sauðfé í Skagafirði,
berist ekki til Eyjafjarðarsýslu og
heimilast stjórn K. E. A. að leggja
fram fé til óhjákvæmilegra út-
gjalda í þessu skyni“.
Þá var samþykkt svohljóðandi
tillaga frá Árna Björnssyni:
„Aðalfundur K. E. A. samþykk-
h’ að kjósa 5 manna nefnd og sé
henni falið ásamt stjórn félagsins
að athuga, svo vel sem unnt er,
um skilyrði og möguleika fyrir
stofnun búfjártryggingasjóðs eða
sjóða fyrir héraðið. Heimilar
fundurinn stjórn K. E. A. fé til
þessara rannsókna og annars þess
undirbúnings, er stjórn félagsins
og nefndin telur nauðsynlegan“.
Þá var samþykkt tillaga frá
framkvæmdastjóra þess efnis, að
stjórninni heimilast allt að 6000
kr. fjárframlag úr Iðnaðarsjóði til
endurbyggingar fiskimjölsverk-
smiðjunnar.
Enn var samþykkt að fá ráðu-
naut Búnaðarsambands Eyjafjarð-
ar til að rannsaka síldarmjöl, áður
en kaup væru á því gerð að haust-
inu.
Loks var samþykkt eftirfarandi
tillaga frá Garðari Halldórssyni:
„Aðalfundur K. E. A. 8. og 9.
maí 1940 beinir þeirri ósk til
stjórnar og framkvæmdastjóra, að
kornræktarmönnum í héraðinu
verði á þessu sumri gefinn kostur
á eins dags námsskeiði á korn-
ræktarbúi félagsins í Klauf, til
þess að læra kornskurð og hirð-
ingu korns“.
Þá fór fram kosning í nokkrar
trúnaðarstöður í félaginu, og voru
allir þeir, er úr gengu, endur-
kosnir.
Auk þess voru kosnir 8 fulltrúar
á aðalfund S. í. S. Þessir hlutu
kosningu:
Jakob Frímannsson, Tryggvi
Kristjánsson, Stefán Ingjaldsson,
Snorri Sigfússon, Jón Sigfússon,
Sveinbjörn Jóhannsson, Hannes
Davíðsson, Jóhann Kröyer.
VILHJÁLMUR ÞÓR
KJÖRINN HEIÐURSFÉLAGI.
Formaður félagsins bar fram
fyrir hönd félagsstjórnarinnar
svohljóðandi fundarályktun:
„Aðalfundur Kaupfélags EyfirS-
inga vottar fyrverandi fram-
kvœmdastjóra félagsins, Vilhjálmi
Þór, alúðarfyllstu þakkir fyrir öll
WHHfWWtlfHffWfW
MáBning
miki ð úrval.
Kaupfólag Eyfiröinga.
Járn- og glervörudeild,
SiUWUiiiiUMUUuS