Dagur - 30.05.1940, Síða 1

Dagur - 30.05.1940, Síða 1
DAGUR kemur it á hverjum fimmtudegi Kostar kr. 6.00 áig. Gjaldk. Árni Jóhannsson f Kaupfél. Eyfirðinga. Gjaldd. fyrir 1. júlí. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Tal- sími 112. Uppsögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslu- manns fyrir 1. des. XXIII . árg.j Akureyri 30. maí 1940 22. tbl. Óvænt 1 i Belgíu. Að undanförnu hefir belgíski herinn barizt við innrásarher Þjóðverja af mikilli hreysti og hugprýði, og hefir Leopold kon- ungur Belgíu lokið miklu lofsorði á framgöngu hers síns og látið svo um mælt, að hann væri stoltur aí her sínum. En síðastliðna þriðju- dagsnótt skeði sá óvænti atburð- ur, að konungur Belgíu semur frið við Þjóðverja og skipar her sín- um, allt að hálfri miljón, að leggja niður vopn, og þetta gerir kon- ungur á eigin spýtur, án þess að ráðfæra sig við stjórn sína eða herforingja sína, enda er uppgjöf- in í óþökk beggja þessara aðila. Hefir forsætisráðherra Belgíu lýst yfir því, að með þessu tiltæki sínu hafi Leopold konungur rofið stjórnarskrá landsins, og sé því þjóðin leyst frá hollustu við kon- unginn. Meðal Bandamanna mælist þetta tiltæki konungs að sjálfsögðu illa fyrir, en Þjóðverjar segja, að kon- ungur hafi gripið til þessa ráðs, af því að hann hafi séð, að öll vörn væri þýðingarlaus. Verið er að æfa nýjan belgískan her ungra manna, sem eiga að berjast við hlið Bandamanna. Aðstaða hers Bandamanna i Belgíu er nú enn alvarlegri en áð- Dánardægur. Síðastl. sunnudag andaðist eftir stutta legu á Landsspítalanum frú Helga Jónsdóttir, kona síra Jakobs Kristinssonar, fræðslumálastjóra. Frú Helga var hin mesta ágætis- kona og manni sínum óbrotgjörn stoð í störfum hans og lífi. Hún mun hafa verið rúmlega sextug að aldri. Fyrri sunnudagsnótt lézt hér á sjúkrahúsinu Marinó Jónsson frá Uppsölum, en til heimilis hér í bæ. Hafði hann verið heilsuveili síðustu árin. Hann var um fimm- tugt. Þá er nýlega látinn hér í bæ Firðrik Pálsson, er lengi bjó að Brekku í Kaupangssveit. Fyrir nokkru síðan andaðist að heimili sínu, Kambi í Eyjafirði, Guðrún Sigurðardóttir, kona Kristjáns Jósefssonar bónda þar. eikslok ur. Þjóðverjar hafa brotizt allt vestur að Ermarsundi og náð þar frönskum hafnarborgum á vald sitt. Eru þeir þá komnir ískyggi- lega nálægt Englandi. Frá Noregi er það helzt að frétta, að Banda- menn hafa loks unnið Narvík að fullu úr höndum Þjóðverja. „Heklaa, Samband norðlenzkra karlakóra, heldur söngmót á Akureyri 8. og 9. júní næstk. Gert er ráð fyrir þátttöku 7 karlakóra og er það meira en nokkru sinni fyrr. Tveir aðkomnir karlakórar kom fram á söngpallinn að þessu sinni, sem ekki hafa látið heyra hér til sín áður, Karlakór Reykhverfinga, söngstjóri Sigurjón Pétursson og Karlakórinn „Heimir“, Skagafirði, söngstjóri Jón Björnsson. Mun marga fýsa að heyra hina nýju kóra og sömuleiðis endurnýja kynni sín af hinum kórunum, sem að sjálfsögðu munu hafa tekið framförum þessi tvö ár, sem liðin eru frá síðasta söngmóti. Hefir hinn ágæti söngkennari Sigurður Birkis veitt sumum af þessum kórum tilsögn á þessu tímabili. Aðsókn var prýðileg að síðasta söngmóti og er ástæða til að ætla að hún verði ekki minni nú. St. Ág. Kr. Sveinn Bjðinsson sendiherra kom til Reykjavíkur með Dettifossi í síðustu viku. Hafði hann orðið að fara króka- leið frá Kaupmannahöfn, fyrst til Ítalíu, síðan til New York og það- an heim. Tók þetta ferðalag hann fjórar vikur. Að öllu samanlögðu lætur sendiherrann vel af líðan íslendinga þeirra, sem dvelja á Norðurlöndum. Næsta sunnudag fara fram há- tíðahöld sjómanna hér { bænum. Hefjast þau kl. 10 f. h. með hóp- göngu frá innri hafnarbryggjunni um bæinn. Staðnæmzt verður að Ráðhústorgi, og þar prédikar síra Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup, en kirkjukórinn syngur. Kl. 2 e. h. hefst kappróður, og að honum loknum fer fram stakkasund. í róðrinum verður keppt um verðlaunabikar Útgerð- armannafélagsins, en í stakka- sundinu um verðlaunagrip frá Axel Kristjánssyni, konsúl. Kl. 5 e. h. syngur Karlakór Ak- ureyrar á íþróttavelli „Þórs“. Þar fer líka fram knattspyrna milli Sjómannafélagsins og Vélstjórafé- lagsins um verðlaunabikar frá Kristjáni Kristjánssyni forstjóra B. S. A., og reipdráttur milli Skip- stj órafélagsins, Sj ómannafélagsins og Vélstjórafélagsins um verð- launagrip frá Útgerðarfélagi K. E. A. — Um kvöldið verður dansleik- ur. Merki dagsins, og Sjómanna- dagsblaðið, verða seld allan dag- inn. Ameríkuoestir eru nýlega komnir til Reykjavík- ur með Dettifossi. Eru það þeir Ásmundur P. Jóhannsson og Árni Eggertsson og konur þeirra. Eru þau öll gestir Eimskipafélagsins. Ennfremur kom með sama skipi Gunnar B. Björnsson ritstjóri og kona hans, og eru þau gestir Þjóð- ræknisfélagsins. Nokkru áður var kominn til Rvíkur vestan um haf Sophonías Þorkelsson verksmiðjueigandi í Winnipeg. Er hann Svarfdælingur og hefir dvalið í Ameríku í 42 ár. Innflutningstolli á ísfiski hefir nú verið aflétt í Englandi, nema að því er snertir toll á heilagfiski. Ekki nær heldur tollsafnámið til síldar. Innflutningstollur þessi á fiski í Englandi mun hafa numið nálægt 10% af söluverði fisksins. Úthlutun skömmtunarseðla fer fram á skömmtunarskrifstofunni í dag og á morgun, 30. og 31. þ. m. Skemmtiför til Grímseyjar er á- formuð næstk. sunnudag (sjá augl. á öðrum stað hér í blaðinu). Sé veður hagstætt, þykja slíkar ferð- ir jafnan ánægjulegar. Bœjakeppni í íþróttum milli Siglufjarðar og Akureyrar hefst á laugardagskvöldið kemur og stendur yfir í þrjá daga. Keppt verður í frjálsum íþróttum, sundi og knattspyrnu. Askorun frd Fiskifélagi íslands til fiski- manna og vélbátaeigenda. Vegna ástands þess, sem skap- ast hefir á Norðurlöndum, er nú algerlega ókleift orðið að afla nauðsynlegra varahluta í mótor- vélar þær, sem eru frá þessum iöndum og notaðar eru í íslenzk- um fiskibátum, en áður var loku fyrir það skotið, að varahlutar fengjust hingað í þýzkar vélar. Hvílík hætta bátaflotanum get- ur stafað af þessu ástandi, sézt bezt á því, að af hverju hundraði mótorvéla í fiskibátum hér á landi eru að tölu til 90 frá Norð- urlöndum og Þýzkalandi, en 95 af 100 hvað hestaflatölu snertir, þar eð nær eingöngu smæstu bátarnir hafa vélar smíðaðar í Bandaríkj- unum og Englandi. Styrjöldin hefir ennfremur gert allan aðdrátt á eldsneyti til mót- orvéla mjög erfiðan og orsakað hækkandi verðlag á því og er þó óhætt að gera ráð fyrir enn meiri hækkun, ef styrjöldin verður langvinn. Vélbátaeigendur og þeir, sem með mótorvélar fara, verða svo sem þeim er unnt, að koma í veg fyrir, að þetta verði til verulegs tjóns fyrir bátaútveginn, og skorar Fiskifélag íslands því á þá: 1. Að keyra vélarnar gætilega og hindra þannig óeðlilegt véla- slit. 2. Að hirða vélarnar svo vel sem frekast er unnt. 3. Að spara eldsneyti svo sem hægt er. Mun félagið góðfúslega veita mönnum allar upplýsingar, er að þessu lúta, og þá aðstoð, sem það getur í té látið og að gagni má koma. Fiskifélag íslands. I. O. O F. = 1225319 = II. I. O. G. T. Fundur í st. ísaf. Fjk. nr. 1 miðvikudaginn 5. júní kl. 8% síðd. Tilkynningar o. fl. Sagð- ar sögur, draumar o. fl. Æ. T. Áskriiendur að Ijóðabók Sigurðai frá Brún vitji hennar til Baldnro Eirikaaonar Kea.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.