Dagur - 06.06.1940, Blaðsíða 3
D A G U R
97
2ð. tbl.
Örlðg pólskn §an
rinnufélaganna.
r
„lsland - fyrsta
ameríska lýð-
veldið."
Erlendum blöðum virðist vera tíðrædd-
ara um island, um þessar mundir, en
nokkru sinni fyrr. Hið kyrrláta líf hér
norðurfrá hefir yfirleitt ekki þótt fréttir,
og fegurð hinnar stórbrotnu, íslenzku
náttúru sjaldan frásagnarfær í þeim
blaðakosti, sem fæst mestmegnis við að
leysa krossgátur stjórnmálanna og aug-
lýsa rakblöð og patentmeðul. ísland
þurfti að dragast inn í hringiðu styrjald-
arviðburðanna til þess að verða hlut-
gengt I þeirri samkeppni.
En þótt þessi snöggu umskipti hafi
orðið á fréttagildi fslands nú í seinni
tíð, þá er svo að sjá af nýlegum, amer-
ískum blöðum, sem að þekkingarleysi
umheimsins um málefni Fróns muni ekki
bíða mikinn hnekki af þeim völdum. Til
átaka í þeini efnum mun menning okkar
að fornu og nýju, sköpun nútímamenn-
ingar á röskum tveimur áratugum fulls
sjálfstæðis, reynast óbrotgjarnasta stoð-
in, með hjálp þeirra góðu manna, sem
hafa hæfileika til þess að meta það, sem
hér hefir gerzt og kynna það á viðeig-
andi hátt með öðrum þjóðum.
Hugleiðingar Ameríkumanna um það,
hvort ísland allt, eða vesturhelmingur
þess, eigi að teljast innan áhrifasvæðis
Monroe-kenningarinnar, eða hvort iínan
eigi að liggja vestan Geirfuglaskerja,
verða kannske til að styrkja landfræði-
kunnáttu almennings þar vestra, en varla
til annarar fróðleiksaukningar. Jafnvel
svo ágætt blað sem »New York Times«
talar um fsland, sem danska hjálendu
21. apríl, eða 11 dögum eftir fullnaðar-
slit okkar við hið danska konungsvald.
■ En þrátt fyrir þetta allt, og ýmsar
fáránlegar vitleysur sem amerísk blöð
birta stundum um ísland (t. d. að lög
hefðu gengið í gildi hér, sem bönnuðu
fólki að blístra!) þá má ekki gleyma því
að einmitt þar vestra er einnig unnið
mikið starf til þess að útbreiða raunhæfa
þekkingu á íslandi og íslenzku þjóðinni.
Merkustu þættir þessa starfs, hin síðustu
ár, eru, án alls efa, þátttaka íslands i
heimssýningunni í New York í fyrra-
sumar og sumar, og ritstörf Vilhjálms
Stefánssonar.
Bók dr. Vilhjálms, >?ísland, — fyrsta
ameríska lýðveldið«, sem kom út sumarið
1939, er gagnmerkasta ritið um ísland,
á enska tungu, um langan aldur. Urn
það voru flestir ritdómarar sammála.
Síðan er orðið ljóst, að bókin er orðin
eitt helzta heimildarrit þeirra amerískra
blaðamanna, sem vilja afla sér staðgóðr-
ar þekkingar á íslenzkum málefnum og
skrifa um landið eins og því ber, en ekki
eins og fslendingar ættu heima á Baffins-
landi.
Þess hefir orðið vart hér heima, að
menn hneyksluðust á heiti bókarinnar.
Dr. Vilhjálmur gerir ítarlega grein fyrir
réttmæti þess í inngangi bókarinnar, og
meðan þau rök eru óhrakin, og það
virðist ekkert áhlaupaverk að hnekkja
þeim, er alveg óþarfi að setja upp merk-
issvip út af því. Dr. Vilhjálmur telur fs-
land tilheyra Vesturálfu, landfræðilega.
Menning amerísku' þjóðanna er jafn
Evrópeisk að uppruna og okkar menn-
ing. Ef að ísland telst til Evrópu ein-
göngu af þvi að menning þess er af
Evröpeiskum uppruna, þá mætti eins
telja allar þjóðirnar í Ameríku Evrópu-
þjóðir. Svo telur dr. Vilhjálmur.
En livað sem þessu líður, þá er bók-
in fyrst og fremst glögg greinargerð
um sögu og menningu íslenzku þjóðar-
innar frá fyrstu tíð til þessa dags.
Formáli bókarinnar er ritaður af
Theodore Roosevelt yngra. Hann er son-
ur Roosevelts fyrrum Bandarikjaforseta
og hefir sjálfur átt sæti I Bandaríkja-
stjórn og verið landsstjóri á Filipseyj-
um. Gamli Theodore Roosevelt hafði
mikið dálæti á íslenzkum fornbókmennt-
um. Sonur hans hefir lýst kvöldstundum
í Hvita húsinu, þegar forsetinn skemmti
börnum sínum með því að lesa upp
kafla úr Njálu og Eiríks sögu Rauða.
Roosevelt yngri kynntist fslandi því á
barnsaldri og hefir siðan fylgst vel með
því, sem hér hefir gerst. Um það vitnar
hinn gagnorði formáli hans að bók dr.
Vilhjálms. Þar segir svo: »......... Fæst
lönd eiga æfintýraljóma til jafns við ls-
land. Þrátt fyrir það, hefir þetta eyland
í yztu höfum, aldrei verið höfn þeirra,
sem leita rólegs og fyrirhafnarlítils lífs.
Það er klætt eyðisöndum og jöldum.
Náttúruauður þess er fábrotinn. Veður-
lag er þar óblitt. Aðeins einn þriðji
landsins er byggilegur talinn.
Þeir, sem leita sér heimkynna í fjar-
lægum löndum, gera það oft í von um
auðveldari Hfsafkomu. Bandarikin eru
bezta dæmið um þetta. ísland á ekki
slíka sögu. Fyrstu vetursetumennirnir,
írar, komu í ieit að einveru. Landnáms-
mennirnir, norrænir menn, komu af því
að þeim var útþráin í blóð borin, af því
að þeir vildu vera húsbændur á sinni
eigin jörð og þeir voru ekki hræddir við
erfið störf. Aldrei hefir dropið smjör af
hverju strái á íslandi...........
....... Annar þáttur íslenzkrar þjóð-
arsögu er eins æfintýraauðugur og könn-
unarferðir vikinganna. Það er þróun
síðustu ára, sem hefir skapað íslenzkt
nútíma þjóðfélag. íslendingar hafa, eins
og frændur þeirra á Norðurlöndum,
komist langt í að leysa hin miklu þjóð-
félagslegu vandamál, sem þjá okkur hér
ennþá. Örbirgð og stórauður hafa ekkt
náð bólfestu á Islandi. Samvinnuhreyf-
ingin hefir dafnað og náð glæsilegum
árangri. íslendingar þekkja nauðsyn
þess að þegnarnir séu sem bezt menntir
og að engunt sé fært að kúga eða arð-
ræna samborgara sína.
Þetta litla þjóðfélag, fjarlægt umheim-
inum á eylandi yzt norður í höfum, er
merkileg rannsóknarstofa . þar sem ný-
mæli í félagslegum umbótum hafa verið
reynd, mörg með ágætum árangri. Hið
íslenzka lýðríki er þess megnugt að
kenna okkur Ameríkumönnum margar
nytsamar lexíur«.
Þannig mæiir þessi mikilsmetni maður
rneðal annars.
Aidrei er fneiri þörf á því en nú, að
við sjálfir glöggvum okkur á því hvers
virði íslenzkt þjóðerni er, og metum til
fulls þann arf, sem okkur hefir verið
fenginn, Með starfi ágætra manna er-
lendis, eins og Vilhjálms Stefánssonar,
kemur að því, fyrr eða siðar, að ísland
fær að njóta sannmælis, hvar sem á það
verður minnst.
Áður en Þjóðverjar og Rússar
undirokuðu pólsku þjóðina, stóð
samvinnuíélagsskapur Pólverja
allföstum fótum. Félagsmenn vora
3V2 miljón talsins, og mun láta
nærri að 40% þjóðarinnar hafi
verið innan vébanda samvinnu-
hreyfingarinnar. Sambönd pólskra
samvinnufélaga samanstóðu af um
14000 samvinnufélögum. Þessi
félagsskapur allur var orðinn
gildur þáttur í þjóðarbúskapnum.
Samband neytendafélaganna,
„Spolem“, var orðið stærsta verzl-
unarfyrirtæki landsins. Samvinnu-
félög bænda verzluðu með mest
af hveitiíramleiðslunni, og smjör-
útflutningurinn var eingöngu 1
höndum þeirra.
Hver urðu svo örlög þessara
samtaka fólksins sér til bjargar,
Degar landið var liðað sundur, og
einræðisríkin í nágrenninu skiptu
aví á milli sín?
í nýlegu hefti „Tímarits Al-
ójóðasambands samvinnumanna“
er gerð nokkur grein fyrir þessu,
og fer hér á eftir útdráttur þess,
sem þar er sagt:
.... Samvinnumönnum var það
ljóst þegar í ófriðarbyrjun, að það
var lífsnauðsyn fyrir þjóðina, að
kaupfélögin störfuðu áfram, og
þrátt fyrir ógnir og eyðingu lands-
ins héldu þau áfram að sjá fólk-
inu fyrir matvælum og öðrum
nauðsynjum, þar til yfir lauk. Að
styrjöldinni lokinni var allt í rúst-
um, byggingar og önnur mann-
virki, og töp samvinnufélaganna
af þeim ástæðum og öðrum stór-
kostleg.
Þegar pólsku styrjöldinni var
lokið, hófust ný vandræði. Landið
var bútað niður á milli þriggja
ríkja, — og þriggja mismunandi
stjórnarvalda. Allt starf lands-
sambands samvinnumanna var
þar með stöðvað, og þegar ein-
hver skipun fór að komast á mál-
efni þjóðarinnar, varð ljóst, að
dagar samvinnunnar í Póllandi
voru taldir, a. m. k. þangað til það
rís á ný sem frjálst og óháð ríki
úr þeirri hatrömu kúgun, sem nú
gengur yfir það.
Landssvæði því, sem Þjóðverjar
hertóku, má skipta í tvennt; vest-
ur-héruðin, sem innlimuð voru í
Þýzkaland, og austur-héruðin,
þar með taldar borgirnar Wars-
chau og Krakow, sem hafa ofur-
litla sjálfstjórn, en lúta Þýzka-
landi að öðru leyti. Þjóðverjar
ráku Pólverja á brott úr vestur-
héruðunum á hinn grimmdarleg-
asta hátt, og allt starf samvinnu-
félaganna féll til grunna þar
strax. í hinum héruðunum fengu
þau kaupfélög; sem fyrir voru, að
starfa að einhverju leyti, en und-
ir beinni stjórn hinnar þýzku
landsstjórnar. Frjáls samvinnu-
félagsskapur er því einnig horfinn
úr sögunni í þessum landshlutum,
eins og allt annað frjálsræði. Þrátt
fyrir þetta hafa kaupfélögin í
þessum héruðum, sérstaklega í
Warschau þar sem eyðileggingin I
var mest, reynt að verða að liði í
þeim hörmungum, sem hafa dunið
yfir, síðan bardögum lauk.
í ránslandi Rússa var svipað at-
ferli haft í frammi. Þar voru tekn-
ir upp gamalkunnir hættir rúss-
neskra stjórnarvalda, og kaup-
félögin í borgum og bæjum voru
algerlega lögð niður. í sveitum fá
þau að starfa að einhverju leyti,
en eru undir stjórn rússneskra
embættismanna, og þar með er
allt frjálsræði og lýðræði horfið
úr þeim félagsskap og grundvöll-
urinn fyrir raunverulegri neyt-
enda samvinnu numinn á brott.
í Vilnahéraðinu, sem Litháar
fengu, voru pólsku kaupfélögin
leyst upp....
Þetta urðu þá örlög pólsku sam-
vinnuhreyfingarinnar. Hún var
tætt í sundur af féndum alls lýð-
ræðislegs skipulags hverju nafni
sem nefnast, nazistum og komm-
únistum. Þannig verða örlög sam-
vinnunnar yfirleitt, ef slíkir
menn ná tökum á henni, og þann-
ig hefir farið fyrir samvinnunni í
þeirra heimalöndum. Þar sem naz-
istar og kommúnistar eru þátttak-
endur í samvinnufélagsskap, undir
því yfirskini að þeir séu sam-
vinnumenn, þá eru þeir vitanlega
að vinna samskonar hlutverk og
Quisling í Noregi; að svíkja og
grafa undan þeim málefnum, sem
þeir þykjast vera að vinna fyrir.
Samvinna á allt undir lýðræðinu,
og hún vex með þroskun hins lýð-
ræðislega skipulags. Þess vegna
eru þeir menn, sem vinna að koll-
vörpun hins lýðræðislega þjóð-
skipulags, einnig að grafa undan
samvinnustefnunni.
Samvinnumenn verða að gera
sér ljóst, hver hætta þeim er búin
af starfi nazista og kommúnista.
Þegar þeir ná fótfestu í herbúðum
samvinnumanna sjálfra, þá eru
þeir hættulegastir. Þá er sannar-
lega kominn tími til þess að taka
í taumana.
Meira grænmefi.
(Framhald af 2. síðu).
heimili, og þið, sem nú þegar hafið
gert það, verjið ár hvert ofur litlum
jarðarskika til ræktunar á því græn-
meti, er þið fyrst og fremst þurfið til
heimilisins, Vel hirtur matjurtagarður
er hverju heimili til prýði og ég er
viss um að húsmæðrum finnist hægt
um vik að skjótast út í garðinn, þegar
þær vilja hafa grænmeti til að prýða
miðdagsborðið.
Nú hefir sumarið, ræktunartími árs-
ins, boðað komu sína. Hann er að
vísu stuttur hjá okkur og því ber
okkur að nýta hann eftir bestu getu.
Góðir Iesendur. Ykkur ber að íhuga
þá möguleika, er þið hafið fyrir stærri
matjurtagarði í sumar en áður, og þið
sem hafið, hefjist nú handa. Hörfið
ei þótt á móti blási, heldur sækið
fram.
Að endingu óska eg ykkur öllum til
hamingju með heimilisgarðinn ykkar f
sumar og framvegis, og aukið ríflega
við hann á hverju ári.
Bjarni Fanndal Finnbogason,
Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að systir mín,
Ltlfa Pélsdótftr, Skipagötu 4, Akureyri, andaðist á
sjúkrahúsinu föstudaginn 31. maí.
Jaröarförin er ákveðin að heimili mínu, Möðruvölium í Eyja-
firði, föstudaginn 7. júní, kl. 1 e. h.
Fyrir hönd aðstandenda.
Valdemar Pólsson.
Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð, við
andlát og jarðarför Marinós Jónssonar frá Uppsölum.
Aðstandendur.