Dagur - 25.07.1940, Blaðsíða 4
132
D A G U R
30. tbl.
Anna Jóhannesdóttir.
(Framh. af 1. síðu).
Anna lézt að heimiii sínu á
Dalvík þ. 18. marz síðastliðinn.
Persónuleg kynni mín af Önnu
hófust þá fyrst, er þau hjón
bjuggu í Hreiðarstaðakoti. Leið
mín lá þar oft um garð fram og
skammt er þar frá götu til bæjar
að ganga. Var og jafnan gott að
hitta þau Jóhann og Önnu að
máli. Stóð og eigi á bezta beina
og umsjá húsfreyjunnar, hvort
heldur var heimilisfólk hennar
eða gestir er í hlut áttu.
Anna var kona hreinlát, smekk-
vís og híbýlaprúð, hagnýt í ráðum
og heimilisstjórn, listræn í eðli
og vitur. Hafði þó aldrei skóla-
menntunar notið. En hún var all
víðlesin og athugul á fyrirbrigði
mannlegs lífs. Við þau föng, er
hún hafði þann veg hlotið, hitaði
hún arin sinn. Mun og oft hafa
við þá eldana setið, þá er norð-
lægir og kaldir vindar böls og
harma blésu geyst um lendur sál-
ar og hyggju,
Þótti mér og jafnan sem Anna
væri tilfinningarík og næmgeðja,
brestur þá oft farheill, er slíka
hafa skapgerð, og hætt við að
hreki af hamingjuleið. Verður þá
og oft skammt á milli gráts og
gleði.
Það var á sólbjörtu maíkveldi
er eg sá Önnu sál. í fyrsta sinm,
þá var hún í broddi lífsins við
góða heilsu, í ástarhug og eigi enn
hreggbarin. Eg sá hana á elju-
ferli húsfreyjunnar, þá er hún
ýmist ól afkvæmi sín í skauti
sínu eða studdi þau til þroska með
móðurhönd. Eg sá hana nýkomna
frá helrekkju ungrar, ágætrar
dóttur sinnar, og eg sá hana í
síðasta skiftið, aðeins nokkrum
dögum áður en hún dó. Þá voru
hnignunarmerkin farin að verða
auðsæ vegna aldurs og sjúkleika.
En aldrei sá eg Önnu í flas-
gjörnu föruneyti léttúðar og
kæruleysis, og eigi sá eg hana
heldur á harmastund neitt því
líkt, sem væri hún hugstola af
sorg. Anna var á marga lund mik-
il hamingjukona. Hún gat fundið
og metið ágæti hinna betri fanga,
er lífið rétti að henni, og hún
fann líka sársauka lífsins, áföll og
vonbrigði.
En náttúran hafði gefið henni í
öndverðu þann þrótt, er vitið leit-
ast jafnan við að nota sem hemil
til hófs og jafnvægis, er stöðva
skal ágengni sterkra tilfinninga á
ræktarlönd mannlegrar sálar og
þá er skapa þarf eða endurbyggja
hamingju manna.
Runóljur í Dal.
Samvinna í byggingarmálum.
sér upp húsakosti í samræmi við
fegurðarsmekk, sjálfstæðisþörf og
efnalega getu þeirra.
Um leið er unnið að því að
tryggja framtíð sveitanna. Meðan
húsakostur bænda er lakari en
kaupstaðabúa er hætta á því að
flóttinn úr sveitunum haldi áfram.
Góð húsakynni er eitt fyrsta skil-
yrðið til sæmilegs lífs. Þess vegna
eru byggingamál sveitanna eitt af
mikilsverðustu málunum sem nú
eru á dagskrá.
25 ára tijúskaparafmæli
áttu hjónin Guðrún Gunnlaugs-
dóttir og Björn Sigmundsson
verzlunarmaður, Munkaþverár-
stræti 4 hér í bæ, þann 24. þ. m.
Loftvarnir.
Loftrarnanefnd hefir látiö bera f
allar íbúðir hér í bæ svohljóðandi
Varnarreglur vegna loftárása .
1. Haldið yður innt í húsunum, ef
loftárás ber að höndum. (Lesið
leiðbeiningar á bls. 18 — 20 í
loftvarnarbæklingnum.
2. Hver húsráðandi geri sér ljóst,
hvar öruggast sé í húsi hans og
skýri öllum sem í húsinu búa
frá því.
3. Ef þér eruð úti á götum, þá leit-
ið til þeirra staða, sem merktir
eru loftvarnarmerkjum ef þeir
eru nálægt, en annars í næstu
kjallara. (Lesið bls, 21—22 í
loftvarnarbæklingi).
Aörar árásir.
Ef árás, önnur en loftárás, er gerð
á bæinn, og ef um árásina er vitað
svo snemma, aö tími sé til að flýja
úr bænum, þá eru menn varaðir
við að fara leiðina til Kræklinga-
hllðar, þvi vegna hernaðaraðgerða
verður hún hættuleg. A leiðinni
inn Eyjafjörð eru menn varaðir við
að halda sig nálægt Melgerðismelum.
lafnskjótt og hljóðmerkjatæki eru
fengin hingað, verður gefin út aug-
lýsing um notkun þeirra.
Akureyri, 13. Júlí 1940,
Loftvarnanefndin.
Pá hefir loftvarnanefnd valið og
látið merkja
Loftvarnabyrgi
á þessum stöðum:
1. Frystihús KEA, á Oddeyrartanga
2. Strandgata 33.
3. Brekkugata 35
4. Hafnarstræti 107 (Útvegsbankinn)
5. Kaupvangsstræti (Kornvöruhúsið)
6. Kjallarinn í nýju kirkjunni
7. Hafnarstræti 67, (Skjaldborg)
8. Aðalstræti 8.
(Öll blöð bæjarins eru beðin að
birta framanskráðar leiðbeiningar.)
Akureyrarkaupstaður.
\/EGNA hreinsunar á kart-
öflugeymslu bæjarins, verða
allir þeir, sem enn eiga þar
óteknar kartöflur, að hafa tek-
ið þær fyrir 1. dgúst nœstk.
Akureyri, 24. júlí 1940.
Bæjarsfjóri.
KAUPI
notuð isl. frímerki hæsta verði.
Guðm. OuðlaugS3Qn, Kea
Nokkur atriði
úr sanmingi „Bílslfórafélags Akureyrar" (frá 1. jan.
1938 með breytingum samkvæmt gengislögunum 1. júlí 1940).
LÁGMARKSKAUP BIFREIÐASTJÓRA
Mánaðarlaun samkvæmt a lið 1. gr. kr. 306,25.
—»— —»— - — - — - 385,88.
Samkvæmt e lið 1. gr. (dagvinna) kr. 1,84 á klst.
—»— ---- - (eftirvinna) - 2,57 - —
flið - - -»— - 2,02 - —
Sijómin.
o S *
sem
-j
stei&ir fwzt- frrúmr fezt
6«
<
Tveir feðgar drukknuðu í fiski-
róðri á Norðfirði nú í vikunni.
Hétu þeir Sverrir Sverrisson (57
ára) og Ríkharð Sverrisson. Var
Sverrir sagður einn duglegasti
formaður og sjósóknari á Norð-
firði.
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
Prentverk Odds Björnssonar.