Dagur - 19.09.1940, Blaðsíða 1

Dagur - 19.09.1940, Blaðsíða 1
DAGUR kemur 'i! á hverjum fimmtudegi Kostar Ur. fi.OO áig. Gjaldk. Árni Jóhannssou 1 Kaupfél Eyfirðingn. Ojaldd. fyrir 1. júli. AFGREIÐSLAN er tijá Jdni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Tal- sinii 112. Uppsögn, bundin við áramót, sé koinin til nfgreiðslu- manns fyrir 1. des. XXIII • árg.j V*******-***-** # X* « « V *■»*-*> *--«» -*r *>• *>■«>- • W 4» * «* * * 4 » to * 4t » «■ © • -«f- • *• ♦■• Akureyri 1Q. september 1940 38. tbl. Vilhjjálm m r Göfgandi kvöldstnndir. Þér k o m i n n h e i m. í gærmorgun kom Vilhjálmur Þór og fjölskylda hans heim til Reykjavíkur frá New York eftir tveggja ára dvöl þar. Eins og kunnugt er var hann kjörinn frmkvæmdastjóri íslandsdeildar heimssýningarinnar og fór í því skyni til New York haustið 1938 til undirbúnings og framkvæmda. En honum hafa verið falin fleiri mikilvæg trúnaðarstörf þar vestra Skólastjórar víðsvegar af land- inu hafa undanfarna daga setið fund í Reykjavík. Er fundurinn haldinn að boði kennslumálaráðu- neytisins og mun aðallega ræða um afstöðu skólanna til hins breytta ástands í landinu. I. O. O. F. = 1229207 = XX I. O. O. F. = 1229218 = XX. Sigurður Sigursteinsson, sendi- sveinn í Vöruhúsi Akureyrar, 14 ára að aldri, varð síðasta föstudag fyrir brezkri bifreið á mótum Strandgötu og Glerárgötu. Var pilturinn á reiðhjóli, er lenti fyr- ir bifreiðinni, og kastaðist hann á götuna. Var hann fluttur meðvit- undarlaus í sjúkrahúsið, þar sem hann hefir legið síðan. Er líðan hans nú talin bærileg. Almennar kosningar fóru fram til neðri deildar sænska ríkis- þingsins á sunnudaginn. Vann Al- þýðuflokkurinn glæsilegan kosn- ingasigur, bætti við sig 19 þing- sætum, hafði áður 115 en nú 134 sæti af samtals 230. Slys vildi til á vélbátnum „Lunda“ í Vestmannaeyjum s. 1. sunnudag. Piltur, að nafni Óskar Jónsson, 21 árs að aldri, féll út- byrðis og drukknaði. Nýlátinn er í Reykjavík Sigurð- ur Magnússon fyrrv. yfirlæknir á Vífilsstöðum. Slátrun sauðfjár í sláturhúsi K. E. A. á Oddeyrartanga hefst næst- komandi mánudag. en þetta eina. Þannig hafði hann á hendi verzlunarfulltrúastörf í Bandaríkjunum fyrir íslands hönd og var ennfremur gerður aðal- ræðismaður þar á síðasta vori. Allt þetta hefir hann leyst af hendi með frábærum dugnaði og fyrirhyggju eins og hvað annað, sem hann hefir haft með höndum. Um næstu mánaðamót tekur Vilhjálmur við framtíðarstarfi sínu sem bankastjóri Þjóðbank- ans. Allir hinir mörgu vinir og vel- unnarar Vilhjálms Þór fagna yfir heimkomu hans og fjölskyldunnar og bjóða hann velkominn til starfa hér heima á nýjan leik. Vilhjálmur mun bráðlega bregða sér hingað norður. íslendingum þeim, sem dvelja á Norðurlöndum, auðnast nú loks að koma heim. Er Esja um þessar mundir send éftir þeim til Petsa- mo í Finnlandi. Samtímaskák. Sunnudaginn 22. þ. m. teflir Eyþór Dalberg við um 25—30 menn úr Skákfélagi Akur- eyrar í samkomuhúsinu Skjald- borg og hefst skákin kl. 1.30 e. h. Eyþór Dalberg er óefað hinn glæsilegasti samtímaskákmaður er Reykvíkingar eiga og mun eflaust marga langa til að sjá til hans í þessari erfiðu skákkeppni. Með- limir skákfélagsins eru beðnir að mæta til viðtals nokkru fyrir hinn tiltekna tíma. — Aðgangur kostar aðeins 1 krónu. Zion: Næstkomandi sunnudag kl. 8.30 e. h. almenn samkoma, all- ir velkomnir. Brezkur hermaður fórst í um- ferðarslysi síðastl. sunnudag. Slys- ið vildi til á steinsteyptum vegi, er liggur frá Reykjavík inn að Elliðaám. Rákust þar tvö bifhjól saman, og slösuðust báðir menn- irnir, sem á þeim voru, annar svo mikið, að hann dó samstundis, en hinn hættulega. Hermannabíll var á eftir öðru hjólinu, er þau rákust saman, og tókst bílstjóranum ekki að stöðva bílinn og ók yfir báða mennina. Nýtt kaupfélag var fyrir skömmu stofnað í Súgandafirði. Voru stofn- endur 20 og stjórnarformaður kjör- inn Kristján B. Eiríksson. Félagið heitir Kaupfélag SúgfirSinga. Sá, sem hefir fylgzt með þróun sönglistarlífsins á Akureyri síð- ustu árin — og það ekki alltaf án þess að bera kvíðboga fyrir stefnu þessarar þróunar — mun hafa orðið nokkuð bjartsýnni í þessum efnum eftir þá tvo hljómleika, sem nýlega hafa verið haldnir fyr- ir bæjarbúa. Aðeins sú staðreynd, að salur Samkomuhússins var þéttskipaður áheyrendum í bæði skiptin, og viðtökurnar, sem tón- verkin og túlkendur þeirra hlutu, sérstaklega hlýjar, sannaði, að það er þó til álitlegur hópur manna, sem telur viðfangsskrá af slitnum húsgöngurum eins lítið fullnægja sönglistarsmekk sínum til lengdar og „Boomps-a-Daisy“ eða „Alex- ander’s Ragtime Band“, svo að minnzt sé á eitt alvarlegasta menningarböl seinni tíðar. Listamenn þeir, sem í þetta sinn héldu áheyrendum tímum saman í fjötrum tónanna, sem neyddu þá til að hlusta eins og söfnuður á guðspjöll hinna miklu meistara, voru Árni Kristjánsson píanóleik- ari og Björn Ólafsson fiðluleikari. Hinn kornungi BJÖRN ÓLAFS- SON virðist hafa drukkið í sig hina einstöku tónlistargeymd (musiktradition) Vínarborgar, þar sem hann hefir stundað nám, og jafnvel í þann veginn að verða sjálfstæður og henni óháður. Leikni hans er yfirleitt örugg með afbrigðum, hin margþætta boga- færsla nákvæm og hnitmiðuð við séreðli laglínunnar; en toriblæi- inn, einkum á síðari hljómleikun- um fægður og samfelldur, er þó alltaf ánægjulega laus við allt daður og tilfinningadekur (of- notkun af vibrato og glissando), sem sumir fiðluleikarar þykjast þurfa til þess að afla sér almennra vinsælda. En eins og góður r a d d maður, þó skólaður sé, er ekki ávallt góð- ur s ö n g maður, þá eru og leikni og fegurð tónsins ekki nema und- irstöðuatriði, þegar um hljóðfæra- leik er að ræða. Hitt, að geta mót- að hverja hendingu, sem fyrir ber, og gert heild úr þeim í senn eins og myndhöggvari — með öll- um ósegjanlegum og óritanlegum blæbrigðum styrkleiks (dynamik) og greinamerkja (frasering), svo að nokkuð sé nefnt, þ a ð er skap- andi hæfileiki, tákn 1 i s t a- m e n n s k u n n a r. Þessa hæfi- leika virðist nú þegar gæta hjá hinum unga Birni Ólafssyni, og þennan hæfileika á tvímælalaust hinn þroskaði ÁRNI KRISTJÁNS- SON, Leikni Árna og ásláttarmýkt (einnig í forte) má að vísu teljast frábær, en þetta eitt væri þó ekki nema til að „dilla hlustartólun- um“, eins og komizt hefir verið að orði. En leikur hans nær dýpra. Með því að lyfta hinu fíngerða æðakerfi tónverksins úr viðjum prentsvertunnar, gerir hann verk- ið aftur 1 i f a n d i, eins lifandi og á sköpunardegi þess. Hið lyriska eðli, hin ljóðræna angurværð í verkum Chopins og í tunglskins- sónötunni mun vera nær hjarta hans en hin safamikla tónlist 17. aldar —, en undir hans höndum leysist orka sú, sem þessi meist- araverk rómantíkurinnar fela í sér, streymir til vor, áheyranda, og ratar til okkar innstu og göfug- ustu kennda, gerir oss að betri mönnum — þó ekki sé, ef til vill, nema um stundarsakir. Nú á þessum ófriðartímum er oss huggunarefni, að tungumál listanna berst enn sem fyrr yfir öll landamæri þjóða og ríkja; og okkur koma til hugar orð MIC- HELANGELOS: „Listin heyrir engu ríki til — hún er himin- boi-in!“ Akureyri 18. sept. 1940. Robert Abraham. Tveir menn úr brezka setuliðinu lögðu af stað frá Kaldaðarnesi loftleiðina síðasta föstudag og var ferðinni heitið til Akureyrar. Urðu þeir að nauðlenda sunnan við Hofsjökul og komust síðan hrakt- ir og kaldir til byggða sunnan- lands með hjálp leitarmanna, er sendir höfðu verið þeim til bjargar. Kartöflu- smælki kaupum við eins og að und- anförnu. Mfólkursamlagið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.