Dagur - 17.10.1940, Blaðsíða 2

Dagur - 17.10.1940, Blaðsíða 2
178 DAGUR 42. tbl. Eins og drepið var á í síðasta blaði, eru nú uppi háværar raddir um það, að afurðir landbúnaðar- ins séu komnar í svo hátt verð, að þær séu lítt eða alls ekki kaup- andi, nema þá sem „luxus“-vörur fyrir auðmenn. Aftur á móti sé al- gengum verkamönnum, með þv-í kaupi er þeir nú hafa, algerlega um megn að afla sér þessara fæðutegunda fyrir dýrleika sakir. Ef þessar sífeldu endurtekning- ar dagblaðanna í Reykjavík um óhóflegt verð á framleiðslu land- búnaðarins hafa nokkur áhrif, hljóta þær að verka þannig, að al- menningur sneiði hjá kaupum innlendu afurðanna, en halli sér því meira að kaupum á erlendum vörum, sem hafa þó stigið mikið meira í verði en þær innlendu. Það eru þvi hreinustu Lokaráð. sem fyrgreind blöð eru að gefa al- menningi með ráðleggingum sín- um um það, hvernig hann skuli haga sér um kaup lífsnauðsynja sinna. Formaður verðlagsnefnda þeirra, er ákveða verð á kjöti og mjólk, Páll Zophoníasson alþm., hefir ritað grein í Mbl. 9. og 10. þ. m., þar sem hann m. a. birtir töflu, er sýnir kaupgjald, mjólkurverð, kjötverð og framfærslukostnað ár- lega frá 1914 til 1940. Er tafla þessi afar fróðleg og athugunar- verð. M. a. má af henni sjá, að kaup verkamanna í Reykjavík var 1914 40 aurar um tímann, en þá var útsoluverð mjólkurlítra 22 aurar. Fyrir tímakaupið fékkst þá 1.82 lítrar mjólkur. Nú er tíma- kaupið í Reykjavík 1.84, en útsölu- verð mjólkur 56 aurar pr. lítra. Fyrir tímakaupið fást því nú 3.28 1. Kaupmáttur tímakaupsins hefir því hartnær tvöfaldast gagnvart mjólkurverðinu, frá því sem hann var 1914. Þó er þessi vöxtur kaupmáttar tímakaupsins stórum meiri hér á Akureyri, þar sem mjólkurverðið er aðeins 40 aurar. Hér fást allt að 5 lítrum af mjólk fyrir tíma- kaupið. Þá skulum við snúa okkur að kjötinu, sem okkur er sagt að nú sé selt með okurverði. Árið 1914 var útsöluverð kjöts í heilum kroppum í Rvík 58 aurar pr. kg., og fékkst þá fyrir tíma- kaupið þar 0.69 kg. eða 690 grömm af kjöti. Nú er kjötið selt á kr. 2.15 (á Akureyri 2.10), og kemur þá í ljós, að fyrir tímakaupið, eins og það er nú, fást 0.86 kg. eða 860 grömm af kjöti. Kaupmáttur tímakaupsins hefir því vaxið all- verulega nú, miðað við árið 1914, gagnvart verðlagi þessarar vöru- tegundar. Fyrir tímakaupið fæst nú 170 grömm meira kjöt en þá. Þar með er það sannað, að verð- lag á mjólk og kjöti, eins og það er nú, hefir breytzt til hagnaðar fyrir þá neytendur, er taka kaup samkvæmt gildandi ákvæðum, miðað við árið 1914, þegar enginn minntist á dýrtíð og það orð var ekki til í daglegu tali. Að þessu athuguðu hlýtur hver „óbrjálaður“ maður (í merking- unni: maður, sem lítur skynsemd- araugum á málið) að komast að þeirri niðurstöðu, að þrátt fyrir allt dýrtíðarvíl geti verðlag á mjólk og kjöti ekki skapað nokk- urt dýrtíðarástand, þar sem verð- lag á þeim vörum er hlutfallslega lœgra nú gagnvart kaupgjaldi verkamanna, en þaS var, áður en nokkur dýrtíð kom til sögunnar í landinu. Hitt skal fúslega játað, að mörg- um manninum sé ofviða að afla sér umræddra fæðutegunda og margs annars eftir þörfum, vegna fátæktar, sem rekja má til marg- víslegra orsaka. En þá er komið að öðru efni en hér er um að ræða, þ. e. baráttunni til útrým- ingar hinni almennu fátækt. Sigtiiur Sigurjónssou frá Grímsstöðum við Mývatn. Fæddur 21. febrúar 1864. Dáinn 6. ágúst 1940. Að Grímsstöðum kom ég gestur; gisti þar ókunnan stað. Þrjú högg drap ég á þilið og þú komst út á hlað. Maður gætinn í máli. Þú mæltir allt laust við fip. Varst kvistur af kjarkmiklum stofni, með karlmennsku ró — og svip. Við kynntumst, þú sagðir frá sumu er sjálfur hafðirðu reynt, í sandroki og sauðaleitum; við svaðilför varð þér ei meint. En án alls yfirlætis var ætíð frásaga þín. Á bak við einfaldleik orðsins atvikin nutu sín. Nú ertu í Grafarlönd genginn — þar gefur þér fagra sýn. Blíðvindar um þig blási, — blessuð sé minning þín. F. H. Berg. KIRKJAN: Messað verður kl. 12 á hádegi næstkomandi sunnudag í Lögmannshlíðarkirkju. □ Rún 594010237 - Fjh. I. O. O. F. = 12210189 = O Áheit á Akureyrarkirkju: Kr. 50.00 frá N. N. Þakkir Á. R. Basar hefir Kristniboðsfélag kvenna í Zíon föstudaginn 18. okt. næstk. — Kaffi fæst á staðnum. — Basarinn verður opnaður kl. 3 e. h. Komið, skoðið útsöluna og fáið ykkur síðdegiskaffið í. Zíon, Viburðir síðustu daga. (Framhald af 1. síðu). opinberri, þýzkri tilkynningu, sem hélt hinu sama fram. Samkomulagsumleitanir Rússa og Bandaríkjanna: ■— Það hefir vakið mikla athygli, í sambandi við þessa síðustu viðburði á Balk- an, og ákveðnari stefnu Banda- ríkjanna gagnvart Japan, að sendiherra Bandaríkjanna í Moskva, Steinhardt, og rússneskir stjórnmálamenn, hafa rætt saman undanfarna daga, jafnframt því, sem Oumansky, sendiherra Rússa í Washington, hefir verið á stöð- ugum umræðufundum með Sumner Welles, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Með til- skipun, sem Roosevelt gaf út í fyrradag, er éiginlega staðfest, að eitthvað sé á seiði milli þessara ríkja. Með þessari tilskipun er heimilað að leggja hald á allar skotfæra- og vopnabirgðir, sem er- lend ríki hafa keypt í Bandaríkj- unum, og bíða þar sendingar, til notkunar fyrir Bandaríkin sjálf; þegar séð er -fyrir þörfum þeirra, er heimilað að selja eftirstöðvarn- ar til „vinsamlegra ríkja“ og í blaðaviðtali gaf forsetinn ótví- rætt til kynna, að þar á meðal væri Sovét-Rússland. Kannske eru Rússar að breyta um stefnu; það verður gaman að sjá kommúnistablöðin breyta um „línu“ þegar þar að kemur, og kúvenda í áttina til Bretlands og lýðræðisríkjanna! Átökin í Miðjarðarhafi: — Á meðan á öllu þessu gengur, hefir brezki flotinn, ennþá einu sinni, framkvæmt „hreinsun“ í Miðjarð- arhafinu, og svipast um eftir ítölskum herskipum. Af hreinustu tilviljun höfðu þrír ítalskir tund- urspillar hætt sér óvenjulega langt frá landi og komst brezka her- skipið „Ajax“ í skotfæri við tvo þeirra og sökkti þeim, en herskip- ið „York“ þeim þriðja. Hafa Bret- ar ennþá einu sinni sýnt það, að á sjó stendur þeim enginn snún- ing, og að brezki flotinn er alls ráðandi á þessum slóðum. Viðburðir í Norðurhöfum; — Heimsókn Gorts lávarðar, yfir- hershöfðingja Breta í Frakklandi á sínum tíma, til íslands, er líkleg til þess að beina athyglinni norð- ur á bóginn á ný. Gort lávarður sté á land í Reykjavík í fyrradag. Um erindi hans er ekkert kunn- ugt opinberlega. Bækur. HLÍN, ársrit íslenzkra kvenna, 23. árg., er nýlega komin út. Ritið er fjölbreytt að efni og hið læsi- legasta. Auk skýrslna frá kvenfé- lögum og nokkurra ljóða ræðir það um húsmæðrafræðslu, heimil- isiðnað, uppeldismál, garðyrkju, heilbrigðismál, merkiskonur og ýmislegt fleira fræðandi og nyt- samt. Síðasta örk ritsins er helg- uð börnunum; er þar litmynd á hverri síðu ásamt lesmáli handa börnum. Ritið er 10 arkir að stærð og kostar aðeins 2 krónur, sem er gjafverð. Útgefandi og ritstjóri er eins og áður Halldóra Bjarnadóttir, Akur- eyri. EIMREIÐIN, júlí—sept. 1940, er nýlega út komin. Helztu ritgerðir í þessu hefti eru: Andvökur hinar nýju, eftir Jón Magnússon; Draumar, eftir Sigurjón Friðjóns- son; Efni og orka, eftir Trausta Ólafsson; Winston Churchill, eftir Svein Sigurðsson; Ósýnileg á- hrifaöfl, eftir A. Cannon. Ljóð eru þar eftir ísólf Pálsson, Kol- brún, Heiðrek Guðmundsson, Jó- hann Bárðarson og Árna Jónsson. Smásögur eftir Helga Valtýsson og Kolbrún. Enn er í ritinu hitt og annað smávegis, þar á meðal ritsjá. Kantötukár Akureyrar heldur aðalfund sinn í Skjaldborg föstu- daginn 18. þ. m. kl. 9 síðdegis. Al- varleg mál á dagskrá. Mœtið! Iðnskóli Akureyrar verður sett- ur föstudaginn 18. október kL 8 síðdegis. Á Ijósmyndastofunni í GRÁNUFÉLAGSGÖTU 21 getið þér fengið nýmóðins Kombinationsmyndir og margar fleiri gerðir, sem hvergi fást annars staðar öuðr. Funch-Rasmussen.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.