Dagur - 21.11.1940, Blaðsíða 1

Dagur - 21.11.1940, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgang- urinn kostar kr. 6.00. Ritstjóri; Ingimar Eydal. Prentverk Odds Björnsonar. AFGREIÐSLAN og innhejmtan í skrif- stoíu blaðsins við Kaupvangstorg. Sími 96. Afgreiðsltimaður og gjaldkeri: Jóhann ó. Haraldsson XXIII . árg. j Akureyri 21. nóvember 1940 48. tbl. Háiíðleg stund Akureyrarkirkja var vígð á sunnudaginn var. Um 1400 safnaðarmenn og konur sóttu hátíðina Hðfðinglegar gjafir lil kirkjuonar. Kirkjuvígslan fór fram síðastlið- inn sunnudag og hófst um klukk- an 1. Þegar laust eftir hádegi fór fólk að streymá að, og þegar dyr voru opnaðar klukkan 12.30, var mikill mannfjöldi samankominn úti fyrir dyrum. Fylltist kirkjan á svipstundu og urðu margir frá að hverfa. Er talið að um 1400 manns hafi verið í kirkju. Hermann Jónasson, forsætisráð- herra, sem einnig er kirkju- og kennslumálaráðherra, kom hingað norður með flugvél á sunnudags- morgun og var viðstaddur. Vil- hjálmur Þór bankastjóri gerði sér einnig ferð hingað norður til þess að vera við vígsluna. Athöfnin hófst laust eftir kl. 1, með því að biskup landsins, herra Sigurgeir Sigurðsson og vígslu- biskup séra Friðrik J. Rafnar gengu fyrir altari, en 10 aðrir and- legrar stéttar menn í kór. Séra Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum las bæn í kórdyrum og var því hinn fyrsti prestvígðra gmgmli IMiSllllill manna, sem ávarpaði söfnuðinn í hinni nýju kirkju. Biskupinn, herra Sigurgeir Sig'- urðsson, flutti vígsluræðu, en víggjubiskup séra Friðrik J. Rafn- ar, prédikun. Kantötukór Akur- eyrar og Kirkjukórinn sungu. Kantötukórinn söng „Ákall“ og „Stólvers“ úr helgikantötu Björg- vins Guðmundssonar tónskálds, „Til komi þitt ríki“ og „Faðir vor“, einnig eftir Björgvin Guðmunds- son. Prestar lásu ritningargreinar í Viðburðic siðnsfu daga: öxulrikin befjanýja pólitíska kórdyrum -og síðan vígði biskup kirkjuna og afhenti hana presti og söfnuði til allra kristilegra afnota. Þá fór fram barnskírn og að lok- um var þjóðsöngurinn sunginn. Yfir allri athöfninni var hinn mesti hátíðablær og mun mörgum þessi stund í hinni nýju kirkju ó- gleymanleg. Er vígslu var lokið flutti húsa- meistari ríkisins, dr. phil. próf. Guðjón Samúelsson greinargerð, og lýsti kirkjunni og byggingu hennar. (Framh. á. 2. síðu.) í 45. tbl. „Dags“ birtist tillaga frá íþróttahússnefnd í. R. A. Við það er ekkert að athuga. En svo þýðingarmikil er þessi tillaga, sem hér er birt, að það hefði átt að v^ra búið að birta hana í öllum blöðum bæjarins fyrir löngu síð- an. Það virðist tilgangslítil bar- átta að berjast fyrir byggingu íþróttahúss, ef börnin þurfa svo að vaxa upp úr skólunum, til þess að geta notið hússins. Og óneitan- lega hefði það verið skemmtilegra, að' allir nefndarmennirnir hefðu staðið undir tillögunni, — tillög- unni, sem fer í þá einu réttu átt í þessu máli. Tillagan var í upp- hafi samin af Tómasi Björnssyni, sókn. Fá Bretar 100 tundur spilla frá Banda- rikjunum? Akureyrarkirkja (( smíðum). þó ekki eins og hún lítur út nú, en fór þó í svipaða átt, en fékk þetta form eftir nokkurt þóf og umræð- ur í nefndinni. Tómas var þá ný- farinn úr íþróttaráðinu, en kom litlu síðar sem fulltrúi Sundfélags- ins „Grettis" í íþróttahússnefnd- ina. En nú vil ég spyrja: Því ekki að birta þessa mikilvægu yfirlýsingu í öllum blöðum bæjarins, svo að Akureyringar geti sjálfir séð, að málið er þó vakandi, og að nefnd- in hafi nú sett sér fast mark að stefna að? Það hefir einnig sína þýðingu, þar sem um jafn-fjöl- mqnnan skólabæ er að ræða og Akureyri er, að sem flestir lands- menn, helzt allir, geti séð, að Ak- ureyringum sé nú loks alvara að reka af sér slyðruorðið og byggja fullkomið, sameiginlegt íþróttahús, og sameina á þann hátt þarfir lýðs og lands. Og vilja þá ekki A L LIR nefndarmennirnir skrifa undir tillöguna? Eða hverjir eru þeir, sem ekki vilja fyrst og fremst íþróttahús handa börnun- um? Þar er þó þörfin mest fyrir. Undanfarið hafa nokkrir ung- lingar leitað til mín og beðið mig liðsinnis um útvegun á húsrúmi til leikfimisiðkana í vetur. Ég hefi auðvitað ekki haft nein önnur úr- ræði til liðveizlu þessum áhuga- sömu unglingum, en að knýja á (Framh, á. 2. síðu.) Stjórnmálamenn Öxulríkjanna láta nú hvert heimboðið reka ann- að, og forráðamenn þeirra ríkja, sem ennþá eru talin sjálfstæð í Evrópu, hafa undanfarna daga þyrpzt á fundi í Berchtesgaden og Vínarborg. Er látið í veðri vaka í þýzkum blöðum, að þessar viðræður séu undirbúningur að nýrri sókn á hendur Bretum. Um síðastliðna helgi gekk Boris Búlgarákonungur á fund Hitlers. Þá hefir Serrano Suner, utanríkis- málaráðherra Spánar enn verið á ferðalagi. Fór hann fyrst til París- ar og ræddi við Laval og síðan til Berlínar og ræddi þar við von Ribbentrop og Hitler. Þá hafa for- ráðamenn Ungverja, greifarnir Teleky og Czky, verið kvaddir til Vínarborgar til viðræðna við Ribbentrop og Ciano, utanríkis- málaráðherra Öxulríkjanna. Er taíið að Ungverjar munu verða látnir gerazt aðilar að hinu ný- stofnaða þríveldabandalagi Þjóð- verja, ítala og Japana, en að öðru leyti er ekki búizt við neinni breytingu fyrir Ungverja. Hvað gerizt á þessum fundum, er að miklu leyti myrkri hulið. En þeir tímar eru sýnilega liðnir, að þýzka útvarpið geti líkt Bretum við dreng með vatnsbyssu and- spænis þýzkum hermanni með al- væpni. Sóknin á hendur Bretum virðist ekki ætla að bera tilætlað- an árangur og í Grikklandi eru ítalir enn sagöir á undanhaldi; virðist því sem neyta þurfi nýrra ráða. Ekkert hefir verið sagt í Moskva ennþá um þær fréttir frá Berlín og Róm, að Rússar ætli að styrkja Öxulríkin meira en orðið er, m. a. með því að halda Tyrkj- um í skefjum, meðan ráðist verð- ur í ný æfintýri á Balkan. Samvinna Breta og Bandaríkj- anna virðist hins vegar fara vax- andi. Bretar munu nú fá stærri (Fr&mh, á. 2. síðu.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.