Dagur - 21.11.1940, Blaðsíða 2

Dagur - 21.11.1940, Blaðsíða 2
204 DAQUB 48. tbl, Stj órnmálanámsskeið Framsóknarfélags Akureyrar var sett í samkomuhúsinu Skjald- borg kl. 2 e. h. síðastl. mánudag af formanni félagsins, Guðmundi Guðlaugssyni verksmiðjustjóra. Viðstaddir voru væntanlegir þátt- takendur námsskeiðsins og margir gestir, þeirra á meðal Hermann Jónasson forsætisráðherra; flutti hann afburðasnjalla ávarpsræðu til hinna ungu manna, er komnir voru til námsskeiðsins, og var henni fagnað með dynjandi lófa- taki. Að því loknu flutti forstöðu- maður námsskeiðsins, Daníel Á- gústínusson, erindreki Framsókn- arflokksins, aðra ræðu og skýrði frá fyrirkomulagi þess og þýðingu þeirri, er slík námsskeið geta haft. Námsskeiðið fer að mestu fram á skrifstofu Framsóknarfélags Ak- ureyrar við Kaupvangstorg og stendur yfir til næstu mánaða- móta. Þátttakendur eru 27 að tölu og eru þeir þessir: 1. Jóhannes Haraldsson, Garðs- horni, Svarfaðardal. 2. Hjalti Haraldsson, s. st. 3. Friðbjörn Zophoníasson, Hóli, Svarfaðardal. 4. Stefán Valgeirsson, Auð- brekku, Hörgárdal. 5. Þórir Valgeirsson, s. st. 6. Þorsteinn Valgeirsson, s. st. 7. Guðmundur Eiðsson, Þúfna- völlum, Hörgárdal. 8. Friðfinnur Magnússon, Skriðu, Hörgárdal. 9. Angantýr Hjálmarsson, Vill- ingadal, Saurbæjarhreppi. 10. Jón Hjálmarsson frá Villinga- dal, Stokkahl., Hrafnagilshr. 11. Páll Helgason, Þórustöðum, Öngulsstaðahreppi. 12. Kristján Tryggvason, Varð- gjá, Öngulsstaðahreppi. 13. Gunnar Kaústjánsson, Dag- verðareyri, Glæsibæjarhr. 14. Arnór Karlsson, Veisu, Fnjóskadal. 15. Sigfús Jónsson, Einarsstöðum, Þing. 16. Lúðvík Jónasson, Húsavík. 17. Kristján Benediktsson, Húsav. 18. Halldór Víglundsson, Laugum, Þing. 19. Kristján Sævaldsson, Sigluvík Svalbarðsströnd. 20. Björgvin Færseth, Siglufirði. 21. Jakob Þorsteinsson, Akureyri. 22. Valdemar Halldórsson, Ak. 23. Soffía Halldórsdóttir, Ak. 24. Þórhalla Þorsteinsdóttir, Ak. 25. Erlingur Davíðsson, Ak. 26. Hjörtur Gíslason, Ak. 27. Rögnvaldur Rögnvaldsson, Ak. eyrar Framsóknarfélag Akur- hlustað á ræður ráðherrans hér, verður mönnum þetta skiljanlegt, ekki fyrir það, að hann viðhafi áreitni í garð andstæðinga sinna, því á því bólaði hvergi, heldur vegna hinnar rökvissu málfærslu hans og snjöllu framsetningar ujp yfirburði Framsóknarstefnunnar í þjóðmálunum fram yfir stefnur andstæðinganna. Það er þetta, sem blöð Sjálfstæðisflokksins ótt- ast. Ræðu ráðherrans var tekið fork- unnar vel. Nokkrar umræður urðu á eftir. hélt fund í Skjaldborgarsalnum síðastl. mánudagskvöld. Var sal- urinn troðfullur af fólki. Flutti Hermann Jónasson forsætisráð- herra þar langt og tilþrifamikið erindi um þjóðmálin og stjórn- málaviðhorfið í landinu. Það hefir borið á því að undanförnu, að andstæðingablöðum forsætisráð- herra er meinilla við að hann ræði þjóðmálin og stefnumál Framsóknarflokksins við kjósend- ur úti um landið. Eftir að hafa (Framh. af 1. síðu). hurðir hjá öðrum, einkum þó hjá Snorra Sigfússyni, skólastjóra. En hamin’gjan má vita hvaða árangur það hefir. Þó er ég eigi vonlaus um, að eitthvað kunni að rætast fram úr í þessu máli. Og oftsinnis hafa framandi menn, víðsvegar af landinu, fært það í tal við mig, hversu mikil vöntun það væri í skólakerfi þessa bæjar, að ekkert leikfimishús væri til á Akureyri. Ég vil taka það fram, svo að ekki fáist höggstaður á mér fyrir það, hvað ég sæki málið fast, að skól- arnir fái að vera með í íþrótta- hússbyggingunni, að flestir af þessum ungu mönnum, og ung- lingum, sem leitað hafa til mín í þessu efni, eru úr skólunum, að ha,fpaskólanum undanfkildum. Það er því eigi gripið úr lausu lofti, að ég ber svo mjög hag skólanna fyrir brjósti í þessu efni, heldur er það byggt á fyrrnefndum stað- reyndum og sannindum. Ef skólarnir, íþróttafélögin og einstaklingar með öflugan félags- skap leggjast allir á eitt með að byggja sameiginlegt íþróttahús, þá er sigurinn vís, gatan greið framundan, og fullvíst fulltingi allra ÍSLENDINGA. Jón Benediktsson, prentari. Kvenfélagið Iðunn í Hrafnagils- hreppi heldur dansskemmtun í Þinghúsi hreppsins laugardaginn 23. nóv. næstk., hefst kl. 9 síðd. KAUPI notuð isl. frímerki hæsta verði Guðm, Guðlaugsson, Kea Hátíðleg stund. (Framh. af 1. síðu). Ýmsar höfðinglegar gjafir bárust kirkjunni. Skal þar fyrst telja gjöf Rannveigar og Vilhjálms Þór. Var lesið upp gjafabréf frá þeim í samsæti er haldið var um kvöldið, þar sem þau gefa kirkjunni Hammond kirkjuorgel til minn- ingar um foreldra sína. Er þetta hin stórhöfðinglegasta gjöf og læt- ur Vilhjálmur ekki verða enda- sleppt í stuðningi sínum við kirkjumálið. Orgelið mun vera væntanlegt hingað í næsta mán- uði. Þá gáfu þau hjónin Ólafur Ágústsson og Rannveig Þórarins- dóttir altari og Gunnar Guðlaugs- son silfurbergskross. Akureyrarkirkja er veglegasta kirkja, sem reist hefir verið á ís- landi í lútherskum sið. Hafa safn- aðarmenn sameinazt um þetta mál meira en nokkuð annað og þann hátt getað lyft því Grettistaki sem kirkjubyggingin er. Viðburðir síðustu dapa: ..........- .......... (Framh. af 1. síðu). flugvélasendingar að vestan og önnur hergögn. Nýlega sagði New York-blaðið „Herald Tribune“ frá orðasveimi um það, að Bretar hefðu sent Bandaríkjastjórn til- mæli um að hún léti af hendi við þá 100 tundurspilla til viðbótar og veitti þeim auk þess aðra aðstoð á sjó. Ekkert hefir verið sagt um þess^ frétt í Washington eða Lon- don. Loftárásirnar fara síharðnandi. í síðustu viku gerðu Þjóðverjar hina ægilegu loftárás á Coventry í sunnanverðu Englandi og varð þar mikil eyðilegging og mann- tjón. Var sagt að 500 þýzkar flug- vélar hefðu verið yfir borginni. Bretar hafa hins vegar gert stór- felldar árásir á Hamborg og fleiri þýzkar borgir og segjast hafa valdið stórtjóni á hernaðarstöðv- um; m. a. komið sprengju á þýzka hafskipið „Europa“ í höfninni í Bremen. Þá gerðu Bretar hina mjög vel heppnuðu loftárás á ítali, Taranto, og segjast hafa sökt þar helming orustuskipaflot- ans ítalska. í Grikklandi eru ítalir enn á undanhaldi, að því er virðist, á öllum vígstöðvum. Bretar eru Nýjustu bækurnar: Davíð Stefánsson: Sólon Islandus í bandi. Jóhann Bárðarson: Áraskip. Hjðrtur Bjötnsson: Sumar á fjöllum J. A. Williamson: Ágrip af sögu Bretaveldis. Herbert N. Casson: Stjórnmálarejjar, skriffinnska og skattakúgun. Lewis Broad: Winston Churchill. Julli Wiborg: Hundrað prosent kvenmaður. Herbert N. Casson: 36 taps- og eyðsluliðir á skrif- stofum. G. A. Geijerstam: Bókin um litla bróður. Walter Scott: ívar Hlújárn (með 204 myndum). Aage K. Nilsen: hvalveiðar i suðurhöjum. Leyndardómur yndisþokkans (Leiðbeiningar handa ungu fólki) Árni Björnsson: Fimm sönglög. Barnabækur: Stefán Jónsson: Hjónin á Hofi. Johanne G. Cederblad: Æfintýri Péturs og Grétu. F.ip Flap-bókin (1200 hlátrar). H. C. Andersen: Ljóti andarunginn. Bokaverztun Porst. Thorlacius. farnir að veita Grikkjum mikinn stuðning, sérstaklega með flugvél- um. Sagt er einnig að brezkur landher sé kominn til vígstöðV- anna. L/ósmyndasfofan í GRÁNUFÉLAGSGÖTU 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. GUÐR. FUNCH-RASMUSSEN. MHffmnii mffmn ■ m m nýkomnar. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeildin. ' ÍUHIUIilMiiWUiS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.