Dagur - 05.12.1940, Síða 1
DAGUR
kemur, út á hverjum
fimmtudegi. Árgang-
urinn kostar kr, 6.00.
Ritstjóri:
Ingimar Eydal.
Prentverk
Odds Björnsonar.
AFGREIÐSLAN
og innheimtan í skrif-
stofu blaðsins við
Kaupvangstorg.
Simi 96.
Afgreiðslumaður og
gjaldkeri:
Jóhann ó. Haraldsson
XXiII.
árg.}
Akureyri 5. desember 1940
50. tbl.
Vegagerð F. F. A.
Á aðalfundi Ferðafélags Akur-
eyrar 1939, var stjórn og ferða-
nefnd félagsins falið að athuga
möguleika til að gera akfæran veg
upp úr Eyjafirði og suður um
fjöll, og að hefja vegagerð ef fært
þætti.
Sumarið 1939 voru farnar þrjár
ferðir í þessu skyni, og að því
búnu, seint í'september, — var
valin hin forna Eyfirðingaleið, upp
úr Eyjafirði um Hafrárdal og suð-
ur Vatnahjalla, suður að Lauga-
felli og þaðan suðaustur á Sprengi-
sandsveginn.
Vegagerð var svo hafin laugar-
daginn 7. okt. 1939, og unnu þann
dag 10 menn. Sunnudaginn 8. okt.
komu 34 menn til vinnunnar, og
svo var unnið næsta miðvikudag
og tvo næstu sunnudaga. Alls
voru unnar 820 vst. haustið 1939.
í sumar var fyrsta vinnuferðin
farin 22. júní. Voru þá vötn í nokkr-
um vexti og því ekki hægt að aka
bifreiðum yfir Torfufellsá, en far-
angur var þar settur á hestvagn og
ferðinni þannig haldið áfram.
Aðfaranótt 23. júní fór eg dálít-
ið suður á fjöllin, til að athuga
um hvort snjóa leysti fyrr af
Hafrárdal eða fjöllunum. Voru þá
tvær litlar fannir á götunni fremst
í Hafrárdal og blautir aurar í
stöku stað. Á fjöllunum var þá
líka sumstaðar blautt og samfelld
fönn í Strangalækjardragi.
Næsta ferð var farin 6. júlí og
þá ekið bifreiðum upp á melana
suðvestur af Arnarstaðaseli. 20.
júlí var þriðja ferðin farin og ekið
á sama stað. Að lokinni vinnu 21.
júlí fórum við þrír, Þormóður
Sveinsson, Björn Þórðarson og ég,
suður á fjöll til að athuga nánar
um vegarstæði.
Fyrir rúmlega 100 árum lét
Bjarni Thorarensen amtmaður
varða Vatnahjallaveg, frá Hafrár-
dalsbotni og suðvestur að Jökulsá,
hjá Eystri-Pollum og ryðja göt-
una suður fyrir Urðarvötn. Árið
1916) var hresst upp á vörðurnar
og bætt um ruðninginn á nokkr-
um stöðum. Er enn allmikil vegar-
bót að þessum ruðningi, en sum-
staðar mun þó bílleiðin verða lögð
annarsstaðar.
Við athuguðum veginn og ná-
grenni' hans suður fyrir Urðar-
vötn, en fórum svo meira í vestur
og stefndum að Jökulsá, laust
sunnan við Stórahvamm. Fðrum
svo upp með Geldingsá að sælu-
húsinu Grána og gistum þar.
Þetta sæluhús var byggt árið 1919,
fyrir forgöngu Sesselju Sigurðar-
dóttur á Jökli í Eyjafirði, og heitir
eftir reiðhesti hennar. Er það eina
sæluhúsið á afrétt Eyfirðinga og
Skagfirðinga á fjöllunum austan
Jökulsár, og * því kær griðastaður
fýrir illviðrum öllum þeim, sem
um þessar slóðir fara, einkum
fjárleitarmönnum á haustin. Er
hlutverk Grána þess vert að hann
væri aukinn að stærð og þægind-
um.
Næsta dag héldum við yfir
Geldingsá og suður með Jökulsá
að Pollum, og þaðan austur að
Geldingsá skammt ofan við foss-
inn. Er greiðfært þar yfir ána og
um fjöllin beggja vagna hennar.
Geldingsá greinist þar í tvær
kvíslar, og héldum við austur með
norðari kvíslinni og upp á hæstu
öldurnar norðaustur af efsta ár-
draginu. Tókum við svo stefnu
norður að suðurenda Urðarvatna.
Þessi leið — suður frá Urðarvötn-
um — er nokkuð grýtt og ógreið-
fær á köflum, en dálítið vestar eru
melarnir smágerðari. Eg hefi fari$
þar umsog álít allgóða ökuleið allt
frá Fossárdrögum og suður stefnu
ofan við Geldingsái’fossinn að
Laugarfelli. — Við Urðarvötn
vorum við aftur komnir á Vatna-
hjallaveginn og héldum eftir hon-
um heimleiðis.
Um næstu helgar voru farnar 4
vinnuferðir. í sumar voru alls
farnar 7 vinnuferðir og unnar
1087 vinnustundir.
Þá vil eg í stuttu máli lýsa leið
þessari og því sem unnist hefir.
Frá Akureyri er leiðin um þjóð-
veginn vestan Eyjafjarðarár að
Torfufellsá (38 km.) og frá Torfu-
fellsá um hreppaveg að Hólsgerði
(3 km.). Við Hólsgerði byrjaði
vegagerð F. F. A. Var leiðin valin
austan við túnið á Hólsgerði og
stefnt suður að eyðibýlinu Úlfá
(1,5 km.). Á þessari leið er fyrst
grýtt holt og mýrasund á milli
þeirra. Þegar nær dregur Ulfá
taka við nokkuð grónar skriður.
Lækir eru margir en flestir litlir
og hafa fjórir þeirra verið teknir í
holræsi. Sunnan við Úlfártún er
beygt niður að Eyjafjarðará og
síðan suður með henni eftir greið-
færum bökkum að Hafrá (3 km.).
Sunnan Hafrár er beygt í vestur
að Arnai’staðaseli og eftir melum
upp í brekkuna vestan við selið,
og svo norðvestur brekkuna að
Hafi’ái’gil (1,5 km.). Brekkan er
allbrött og mjög sundur skorin af
smálækjum. Hafa 12 þeirra verið
teknir í holræsi. Möl er þar í
nokkrum hryggjum, og hefir veg-
urinn í brekkunni verið dálítið
mölborinn, og ekið bifreiðum
norður að gilinu. Frá Hafrárgili
er beygt upp sunnan í Hælnum
(melhóll í mynni Hafrárdals) og
svo suðvestur Hafrái’dal. í miðjum
Hafrárdal eru 2 lækir, og er búið
að ryðja veginn upp fyrir þá
(1,5 km.).
Eitt ár er liðið síðan vegagerðin
var hafin, og árangurinn sá, að
hægt er að aka 6 km. frá vegar-
enda sveitarinnar og búið að ryðja
1,5 km. lengra. Þetta hefir unnist
fyrir gjafir einstakra manna á Ak-
ureyri og í Eyjafirði. Svo að segja
allir, sem unnið hafa við veginn,
hafa gefið vinnu sína. Bílaeigend-
ur hafa ýmist alveg eða að mestu
gefið flutning á mönnum til vinn-
unnar ,og nokki’ir hafa gefið pen-
inga. Með slíkum gjöfum er hægt
að ryðja veginn. En þess er ekki
að vænta að gefnir verði bílar eða
hestar til malai’flutnings á veginn.
Það var mér ljóst þegar byrjað
var á vegagerð þessari, og við at-
hugun á hvað þessi eða hinn
vegarkaflinn muni kosta margar
vinnustundir, hefir alltaf verið
reiknaður ruðningur og undir-
bygging en ekki möl ofan á. En eg
hefi haft í huga að ekki væri
ólíklegt að þeir, sem fjallvegasjóði
ráða, virtu þessa vegagerð svo
mikils, að þeir væru fáanlegir til
að láta þann sjóð leggja síðustu
hönd á nokkra kafla vegarins til
að gera hann sæmilegan. Það er
einkum nauðsynlegt að setja tals-
verða möl á veginn í brekkunxxi
austan við Hælinn og neðan til á
Hafrái’dalnum. Á fjöllunum mun
ekki þurfa að mölbera.
Skylt er að taka það fram, að
Vatnahjallavegurinn 'er svo vin-
sæll, að létt hefir verið að safna
fengnum gjöfum og að vegurinn á
talsvert af vinnuloforðum, sem
ekki var hægt að nota í haust
vegna rigninga og snjóa. Af því
sézt, að talsvert meira hefði unn-
ist í sumar, ef tíðin hefði verið
hagstæð. En skin kemur jafnan
eftir skúr. Næsta sumar mun
ganga betur og verða ekið á fjöll-
in. Það er aðeins eftir að ryðja
1,5 km. til að ná fjallsbrún hjá
Sankti-Pétri. Þar er um 850 m.
hæð og verða litlar hæðabi’eyting-
Sliidenfalélas Akureyrar
efndi til samkomu hér í bæ 1.
desembei’, til þess að minnast
fullveldisins. Sig. Eggerz bæjar-
fógeti flutti þar ræðu, en Kan-
tötukór Akureyrar, undir stjórn
Björgvins Guðmundssonar, söng á
undan og eftir.
ar suður fjöllin. Frá Sankti-Pétri
suður Tungnafjall að Strangalækj-
ai’dragi (4 km.) er vegui’inn lengst
af greiðfær. Skammt norðan við
dragið verður þó að ryðja talsvert
og gera nýjan veg yfir dragið
nokkru vestar við götuna. Sunnan
við Strangalækjardragið er komið
á hinn eiginlega Vatnahjalla, sem
liggur meðfram Urðarvötnum að
austan (8 km.). Er vegurinn
nokkuð grýttur og mun ökuleiðin
betri nær vötnunum. Við suður-
enda Urðarvatna er beygt í vest-
ur, sunnan við Urðarás og um
Fossárdi-ög (4 km.). En svo er
beygt suður yfir Hörtnárdrag og
yfir Geldingsá ofan við fossinn (8
km.) og áfram stefnu að lindinni
norðan við Laugarfell (11 km.).
Frá Lauginni suður á Háöldur eru
um 12 km. og eru þar vatnaskil.
Líklega verður það á þessum öld-
um, sem við Norðlendingar — eft-
ir 3 eða 4 ár — mætum Sunnlend-
ingum við vegagerðina.
Þegar vegurinn er kominn að
Laugarfelli þarf F. F. A. að reisa
myndarlegan ferðamannaskála þar
við lindina. Vatnahjallavegurinn
og Laugarfellsskálinn skapa skil-
yrði fyrir Akureyrarbúa og aðra
Eyfirðinga að njóta fjallalífsins í
frístundum sínum. Laugarfells-
skálinn mun verða mikið sóttur,
sem hvíldar- og skemmtistaður,
meðal annars af skíðafólki, þegar
snjóa leysir úr byggðinni. Frá
skálanum verða lagðar leiðir víðs-
vegar um fjöllin og til jöklanna,
Hofsjökuls og Vatnajökuls.
Það er af ýmsu mtalið að Akur-
eyri standi við fengsælasta fjörð-
inn á landinu og fegursta fjarðar-
botninn og upp frá firðinum tek-
ur við blómlegt hérað og litlu
lengra all víðáttumikið hálendi og
svo skínandi jöklar. Með vaxandi
menningu mun verða óskað eftir
meira víðsýni og fjölþættara at-
hafnaíífi, og betur notuð skilyrði
utan af hafi og upp á jökla, til
starfs og leikja. Vatnahjallavegur-
inn er þáttur á því menningar-
starfi héraðsbúa.
Akureyri, 1. nóv. 1940.
Þorst, Þorsteinsson.