Dagur - 20.02.1941, Qupperneq 3
7. tfei.
BAGIÍB
3í
♦ ♦♦ e- <SS' « »♦ #- ♦ ♦ -» ♦-
»Tekst þá tveir reyna«.
Fyrsta regla Rochdalevefaranna var
þannig: sFélagsmennirnir skulu sjálfir
leggja fram fé til starfrækslunnar og
hafa fyrir fram ákveðna vexti af fé
sínu«. .
Hvers vegna er þessi regla nauðsyn-
leg? Hvernig stendur á því að félags-
mennirnir verða að eiga féð, sem þarf
til þess að koma kaupfélögunum á fót
og starfrækja fyrirtækin? Þetta verður
Ijóst ef hin hlið málsins er athuguð.
Hvernig myndi ganga að stofna og
starfrækja samvinnufyrirtæki með láns-
fé einu saman? Svarið er auðséð. Félag-
ið myndi verða háð lánardrottnum sfnum
og væri ekki fært um að verða félagsmönn-
unum að því gagni, scm til er ætlast. —
Aðeins með því að fylgja fast þessari
fyrstu Rochdalereglu má takast, að
skapa heilbrigð og öflug samvinnufyrir-
tæki. Neytendurnir eru þá óháðir lánsfé
þeirra, sern utan við standa, og geta
óhindraðir hafið baráttuna fyrir bættum
verzlunarkjörum, lægra verði og aukinni
vöruvöndun.
Þá er annað atriðið, sem þarfnast
skýringar.
Hvernig á að haga innborgun rekstur-
fjárins, frá félagsmönnum? Fiestir með-
limir kaupfélaganna eru bændur, iðnað-
ar- og verkamenn, og annað vinnandi
fólk, sem sjaldnast hefir fé aflögu til
þess að geta lagt í stofnun og starf-
rækslu fyrirtækja. En fyrirkomulag
samvinnumanna er svo einfalt og hag-
kvæmt, að enginn er svo fátækur, að
hann geti ekki gerzt þátttakandi. Félags•
mcnnirnir leggja engar fjárhagslegar
byrðar á sig, til þess að greiða sinn
skerj. Það sem skeður er þetta:
Félagsmennirnir kaupa allar heimilis-
vörur sínar hjá félaginu og greiða fyrir
það markaðsverð, sem ríkjandi er á
hverjum stað. Við árslok, þegar öll kurl
eru til grafar komin, greiðir félagíð
meðlimum sínum arð af viðskiptunum,
sem aldrei nemur minni upphæð en 3%
af úttekt þeirra hjá félaginu, og oftast
allt að 10%. Allur þessi arður fé-
lagsmanna rennur í stcfnsjóð, þar til
stofnsjóðseignin nemur 300 krónum, en
þar á eftir fer helmingur arðs í stofn-
sjóð en helmingur greiðist út. Stofnsjóð-
urinn, sem þannig myndast, er notaður
sem veltufé félagsins, og gjaldast
ákveðnir vextir af stofnsjóðsinnstæðum,
en stofnsjóðurinn er útborgunarhæfur,
samkvæmt vissum reglum.
Á þenna hátt verða félagsmennirnir
óafvitandi eigendur álitlegra upphæða,
auk þess sem þeir leggja fram sinn
skerf til þess að tryggja hagkvæma
verzlun á hverjum stað og til þess að
auka fratnkvæmdir, til heilla fyrir íbúa
hvers héraðs.
Með þessari sjóðstofnun, og öðrum,
verða kaupfélögin smátt og smátt, fjár-
hagslega sjálfstæð, geta staðið í skilum
við viðskiptamenn sína, innlenda og er-
lenda, og með auknum styrk, verða þau
færari um að komast að góðum kjörum,
bæta verzlunarástandið og auka fram-
kvæmdir á ýmsum sviðum. En félags-
mennirnir njóta ávaxtanna.
(Framhald).
TffikynniiBg
um
Slðkkvilið Akureyrar
1941.
Slðkkviliðsslfóri:
Eggert St. Melstað — sími 115
1. varaslökkviliðsstfórl:
Gunnar Guðlaugsson — sínti 257
2. varaslökkviliðsslfóri:
Snorri Guðmundsson
Flokksslfóri i innbænum:
Karl Jónssou — sinii 282
Aðrir flokksslfórar:
Aðalsteinn Jónatansson, Tryggvi Jónatansson, Friðrik Hjaltalín,
Valmundur Quðmundsson og Svanberg Sigurgeirsson.
Peir, sem verða elds varir og hafa greiðan
aðgang að sínia, tilkynni eldinn slökkviliðsstjóra
eða símastöðinni. — Ef sími er ei við hendina,
skal brjóta brunaboða.
Akureyri, 20. febrúar 1941.
Eggert 81. Melstað,
Siml 115.
Sól yfir sundum.
Fáum dögum fyrir síðustu jól
sendi tvítugur piltur frá sér sína
fyrstu ljóðabók. Maðurinn er
Helgi Sæmundsson frá Vest-
mannaeyjum. Bókin heitir Sól yf-
ir suncLum og geymir æskuljóð
höfundarins, kveðin á aldrinum
16—20 ára og þó miklu flest á
fyrri helmingi þessa aldursskeiðs.
Það væri því mjög að vonum,
þó að þetta litla kver bæri mörg
einkenni byrjandans, enda er sízt
fyrir að synja, að svo sé. Hitt
dylst heldur ekki, að hér er ung-
ur maður á ferð, sem allmikils má
af vænta, ef aldur og efni leyfa
fullan þroska. Af því, sem áfátt
er um æskuljóð Helga, er einkum
að nefna fábreytni í efnisvali.
Sum þeirra minna um of á önnur
kvæði í bókinni. Það skal heldur
ekki undan dregið, að höfundi
verður um of tíðleitað á vit sömu
orða og orðasambanda. Orsök hins
fyrra eru fá ár að baki og ónóg
lífsreynsla. Hið síðara ér veikleiki
gagnvart hljóm þeirra orða, sem
höfundur hefir léð mikið ástríki.
Hvort tveggja þetta mun hverfa,
er höfundi vex aldur, þroski og
gagnrýni á eigin verk.
Nokkrar
tiandlæonar slú'ktir
geta komist að sem
nemendur við kvenkápu-
saum frá 1. maí n. k.
Bernharð Laxdal
ktæðskeri.
Kostir þessara æskuljóða eru
fyrst og fremst fáguð framsetn-
ing, létt, leikandi form og mikill
lyriskur þýðleikur. Flest eru þau
þrungin af bjartsýni, lífstrú og
lífsgleði. En þó kveður öðru hvoru
við angurvær strengur í hör.pu
hins unga sveins, sem dvelur
fjarri ástvinum sínum, heilsuveill
og snauður af þeim verðmætum,
er mölur og ryð fá grandað:
Ú, mildi blær, er stýkur viðkvæmt vanga,
ó, viltu ekki bera kveðju heim
til þeirra, sem ég ann af hug og hjarta?
Ó, hvísla kveðjuorð í eyra þeim.
Hve fánýtt reynist ekki gull og gáfur,
ef gæfan sínu baki snýr að oss.
Ó, mildi blær, ég veit þú greiðann gerir
og gefur mínum vinum tryggðarkoss.
En það er hin óbugandi lífstrú
sem á stæltastan streng hörpunn-
ar. Á sjúkrahúsi, bíðandi eftir
hættulegri og þjáningarfullri
læknisaðgerð, kveða átján ára
unglingar ógjarna á þessa leið:
I dag er sólskin í sveitum,
er sigrandi völdin fær.
Og drottnandi vættur vorsins
á viðkvæma strengi slær.
I dag er söngur í sálu
og seiðandi þrár í liug
— Hraðfara svanir hugans
hefja sitt vængja flug.
I dag er ég drauinsins sonur.
í dag er mér létt um spor.
I dag er ég frjáls úr tjötrum
og fagna þér, nýja vor.
Frjálsbornar vermast og vaxa
vonir, sem hjarta mitt ól.
— Hraðfara svanir hugans
hefja sig — móti sól,
En þetta gerir Helgi Sæmunds-
son. Og honum er það engin upp-
gerð, hversu ótrúlega sem það
kann að hljóma. Óeigingirni hans,
hugsjónatryggð og djörf lífstrú
munu skipa honum í fremstu víg-
línu í þeirri alhliða vakningu og
sókn, sem verða þarf meðal ís-
lenzkrar æsku, þótt hér verði ekki
frekar rætt. Ég skal hins vegar
engu um það spá, hvort vopn hans
í þeirri baráttu verða eldheit og
móði þrungin hvatningaljóð. Hitt
mætti eins vel vera, að hann nyti
þar meir mælsku sinnar og fimi
í óbundnu máli. Hvort tveggja er
til. En næst síðasta, mesta og
fyrir margra hluta sakir bezta
kvæðið í þessu litla kveri sýnir
glöggt, að Helgi Sæmundsson má
fullkomlega verða hlutgengur sem
ljóðskáld. Og ég ætla meira að
segja, að það megi vel boða æfin-
týri, er tvítugur, allslaus ungling-
ur, sem margs hefir mátt fara á
mis, hleypir svo myndarlega úr
hlaði, sem hér hefir raun á orðið.
ValcLm. Jóhannsson.
Vélbáturinn Baldur frá Bol-
ungavík fórst í róðri um síðustu
mánaðamót. Fjórir menn voru á
bátnum, allir frá sömu fjölskyldu.
línustrykuð og rúðustrikuð og
Kápublöð, 4 litir
alveg sérstaklega góður pappir
— nýkominn miklar birgðir.
Stílabækur
úr framúrskarandi góðum
pappír, með 10, 13 og 16 lín-
um á siðu, eru nýkomnar,
miklar birgðir.
Bókaverzlun
Porst. Thorlacivs.
Barnaskólanum
var lokað í gær vegna veikinda-
faraldurs. Vantaði 250 börn í
skólann. Lokunin gildir til mánu-
dags næstkomandi.
Anna Halldórsdóttir, frá Miðhúsum í Eyjafirði,
andaðist á heimili sínu, Stóru-Völlum á Akureyri, laugardaginn
15. þ. m. Jarðarför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
laugardaginn 22. þ. m. og hefst kl. 1.15 e. m.
Aðstandendur.
Þökkum innilega a iðsýnda samúð og aðstoð við jarðarför
Jóns Markússonar frá Samtúni.
Aðstandendnr.