Dagur - 13.03.1941, Síða 2
44
ÐAQUB
10. tbl.
Hvar er miljóna-
sparnaðurinn?
Jarðarför elsku iitla drengsins okkar, hjartar, sem andaðist
6. þ. m., ter fram föstudaginn 14. þ. m. og hefst með hús-
kveðju að heimili okkar Ártúni kl. 1 e.h. — Jarðsett verður
að Hólum.
Sigrún Finnsdóttir. Marinó Tryggvason.
það tilkynnist, að sonur okkar Sturla andaðist á Kristnes*
hæli föstudaginn 7. þ.m. Jarðai förin er ákveðin fimmtud. 20.
þ. m. að Myrká og hefst kl. 12 á hádegi. Kveðjuathöfn fer
fram á heimili okkar, Ránargötu 4, þricjud. 18 þ. m.kl 1 e. h.
Vilhelmina Hansdóttir. Póröur Magnússon.
Hugheilar þakkir öllum þeim, sem sýndu mér hluttekningu
og vináttu við andlát og jarðarför mannsins míns
Krlslfáns Slgnrðssontfr,
kaupniann*.
Sigurlaug JakobsdóKir.
Frumvarp til fjárlaga fyrir árið
1942 var lagt fram á Alþingi
24. f. m.
i Rekstrarútgjöldin í frumvarp-
inu eru áætluð 21 milj. króna, og
er það 3 milj. kr. hærra en á fjár-
lögum yfirstandandi árs. Tekjurn-
ar á rekstraryfirlitinu eru áætlað-
ar 22% milj. kr. og er því rekstr-
arafgangur áætlaður 1% milj. kr.
Útborganir samkv. sjóðsyfirliti
eru 23 milj. kr., og greiðslujöfnuð-
ur hagstæður um 100 þús. kr,
Tekjur og gjöld á frumvarpinu
eru hærri nú en nokkru sinni áð-
ur. Margir útgjaldaliðir hækka
allverulega: Alþingiskostnaður um
110 þús. kr., útgjöld til ríkisstjórn-
ar um 200 þús. kr., dómgæzla og
lögreglustjórn um 250 þús. kr., út-
gjöld til vegamála um 300 þús. kr.,
framlög til strandferða um 50 þús.
kr., til kennslumála hækkar um
150 þús. kr., til verklegra fyrir-
tækja um 186 þús. kr., til berkla-
varna um 275 þús. kr., til styrktar
sjúklingum 195 þús. kr., til al-
þýðutrygginga nemur hækkunin
200 þús. kr. og til dýrtíðaruppbót-
ar á launum embættismanna og
starfsmanna ríkisins 850 þús. kr.
Þá hefir verið tekið inn á fjár-
lögin í fyrsta sinni framlag ríkis-
sjóðs til jöfnunarsjóðs sveita- og
bæjarfélaga, að upphæð 700 þús.
kr.
Nokkrir útgjaldaliðir lækka frá
núgildandi fjárlögum, t. d. vextir
um 320 þús. kr. og framlög til
vitamála og hafnargerða um 110
þús. kr.
Skattar og tollar eru áætlaðir 4
milj. kr. hærri en á núgildandi
fjárlögum, og er þessi áætlun
miðuð við tekjurnar, eins og þær
hafa reynzt á árinu 1940.
Það er eðlilegt að gjöld ríkis-
sjóðsins hækki allmikið vegna al-
mennrar verðhækkunar. En eftir-
tektarvert er það, að hvergi bólar
á þeim miljónasparnaði í ríkis-
rekstrinum, sem Sjálfstæðismenn
lofuðu, ef þeir kæmust til valda,
hvergi bólar á niðurskurði á
„eyðslunni og sukkinu", er Sjálf-
stæðismönnum varð svo tíðrætt
um, áður en þeir fengu yfirráð
fjármálanna í sínar hendur. Nú
hefði verið ástæða til að beita
niðurskurðinum, til þess að mæta
þeim óhjákvæmilegu hækkunum,
er dýrtíðin veldur, ef Sjálfstæðis-
menn hefðu komið auga á „eyðsl-
una og sukkið“, þegar til kom.
Það verður fróðlegt að vita
hvaða grein foringjar Sjálfstæðis-
flokksins gera fyrir þessu a'triði,
þegar þeir koma fram fyrir kjós-
endur í flokki sínum á undan
næstu kosningum. Margir þeirra
trúðu því í sakleysi sínu, að allt
málæðið um miljónasparnaðinn
væri ærlega meint. Himr þurfa
einskis að spyrja, því þeim hefir
verið það ljóst frá upphafi, að allt
sparnaðarhjal foringja Sjálfstæð-
isflokksins hefir aldrei annað ver-
ið en hjóm og froða.
2. stór-
hríðarmót.
Skíðanefnd í. R. A. gekkst fyrir
skíðamóti sl. sunnudag, og fór það
fram í Búðargili. Er þar góður
mótsstaður fyrir áhorfendur, stutt
að fara, en ekki eins góður staður
fyrir keppendurna, því brekkan
er stutt og fallhæð fremur lítil,
svo svigbrautin verður aldrei
mjög erfið.
Keppni fór þarna fram í svigi,
og tók 21 keppandi þátt í því. Fé-
lögin „Þór“, K. A. og íþróttafélag
Menntaskólans leiddu þarna sam-
an hesta sína í fyrsta sinni i
skíðakeppni, að ég held, annars
hafa Akureyringar alltaf keppt
sameiginlega á skíðamótum út á
við undir nafni í. R. A., og er það
rétt gert, en jafnsjálfsagt að fé-
lögin keppi við hvert annað inn-
anbæjar.
Það skemmtilega við þetta mót
var það, að þarna kepptu aðeins
úrvals skíðamenn. Skal nú greint
frá, hvernig úrslit mótsins urðu:
í svigi karla í C-flokk voru 10
keppendur, 2 frá K. A., 3 frá „Þór“
og 5 frá M. A. Fyrstur varð Haf-
steinn Þorgeirsson (,,Þór“) á 39.2
sek. (samanlagður tími í báðum
ferðum), annar Þorsteinn J. Hall-
dórsson (M. A.) á 39.9 sek, þriðji
Jón Jónsson (,,Þór“) á 42.1 sek. í
þessum flokki var aðeins einstak-
lingakeppni. Skemmstum tíma í
2. ferðinni náði Hörður Björnsson
(M. A.) á 18.5 sek. Er hann góðux
svigmaður, en var svo óheppinn
að detta í fyrri ferðinni. Þeir þrír,
sem fyrstir urðu, eru einnig lipr-
ir og skemmtilegir svigmenn.
A- og B-flokkarnir kepptu sam-
an í sveitakeppni, reiknað með 4
beztu mönnunum frá hverju fé-
lagi. Keppendur voru 11, 5 frá K.
A., 4 frá „Þór“ og 2 frá M. A., sem
kom því ekki til greina í sveita-
keppninni. Eftir fyrri umferð
hafði „Þór“ nokkru betri tíma en
K. A., eða 69.7 sek. samanlagt, en
K. A. 72.4 sek. Leit nú vel út fyrir
Þórsurum, en að kveldi skal dag
lofa. í seinni umferðinni duttu
tveir „Þórs“-menn, og þar með
var sigurinn fallinn K. A. í
skaut.
Sveit K. A. var 2 mín. 24.9 sek.,
en sveit Þórs 2 mín. 33.2 sek.
Skemmstum tíma náði Júl. B.
Magnússon (,,Þór“), 31 sek. báðar
ferðir. Annar varð Magnús Árna-
son (M. A.), 32.5 sek, og þriðji
Björgvin Júníusson (K. A.), 33.6
sek.
í B-flokki varð fyrstur Gunnar
Karlsson (K. A.), 35,1 sek., annar
Karl Hjaltason (,,Þór“), 37.2 sek.,
þriðji Eysteinn Árnason (K. A.),
38 sek. Skemmstum tíma í annari
ferðinni í B-flokki náði Hreinn
Ólafsson (,,Þór“), 16.8 sek., en
hann fór svolítið of hratt seinni
ferðina, fór fram hjá „porti“ og
datt, varð því að sjá á bak fyrsta
sætinu í flokknum og. hreppa það
síðasta.
Eg saknaði séstaklega tveggja
keppenda frá landsmótinu í fyrra,
og voru það þeir Jón Egilsson og
Páll Linberg, og fáum við vonandi
að sjá þá á næsta móti.
Eg efast ekki um, að sveit úr
hópi þeirra, er kepptu á þessu
móti, mundi standa sig prýðilega
á landsmótinu og verða bænum til
sóma; en ef á að fara að skipta
Akureyringum, eins og ég hefi
heyrt, og M. A. eigi að keppa sér,
er lítil von um sigur Akureyring-
um til handa.
3. marz 1941.
Ábí
Á Ijósmyndastofunni i
GRÁNUFÉLAGSGÖTU 21
getið þér fengið nýmóðins
Kombinationsmyndir
og margar fleiri gerðir, sem hvergi
fást annars staðar
o
<*
> ►
o
KÆRAR PAKKIR
fyrtr heimsókn, skeyti og giafir d siOtugsafmœiinu.
Helgi Helgason. f
4>
♦
♦♦
Guðr. Funch-Rasmussen.
| Handklæði
í miklu úrvali.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Vefnaðarvörudeild.
ÍHUUMUIMHISIIttia