Dagur - 23.04.1941, Blaðsíða 2
68
DAGUB
1S. tbl.
AÐALFIINDUR
eru fluttar, og því ekki hægt að
segja um hvert fullnaðarverð
þeirra verður.
Fjárhagsafkomu félagsmanna
árið sem leið má telja góða.
KEA 1041. (Framh. af 1. síðu).
Skuldasöfnun var því engin hjá
félagsmönnum árið sem leið, en
mjög mikið greitt í eldri skuldum
og innstæður auknar, eins og sjá
má á eftirfarandi yfirliti:
í árslok 1940 voru innstæður félagsmanna f reikningum, Stofnsjóður og
Innlánsdeild kr. 3.730.768.2 3
En skuldir þeirra samtals ; — 378.179.67
Inneignir hærri en skuldir.............................. kr. 3.352.588.56
En í árslok 1939 voru innstæðurnar kr. 2 599.018.64
og skuldirnar ........ — 635.315.50
----------------- - 1.963.703.14
Hafa þvi ástæður félagsmanna batnað á árinu um , . . kr. 1.388.885.42
Útistandandi skuldir félags-
manna og utanfélagsmanna hafa
minnkað á árinu um kr. 248.937.65.
Vegna hinnar miklu innstæðu-
söfnunar og lækkandi skulda við-
skiptamanna er nú svo komið, að
félagið hefði getað með innstæð-
um sínum hjá S. í. S. og bönkum
greitt upp allar skuldir sínar við
banka, utanfélagsmenn og aðra
lánardrottna, og hefði samt haft
handbært fé 1. janúar rúmlega
700 þús. kr.
Jafnframt skýrslu sinni las
framkvæmdastjóri fjárhagsreikn-
ing félagsins fyrir s.l. ár með
skýringum.
Að lokum mælti framkvæmda-
stjóri nokkur hvatningarorð til
fundarmanna, þakkaði stjórn og
endurskoðendum ánægjulegt sam-
starf, starfsfólki félagsins fyrir
dyggilega þjónustu og félags-
mönnum yfirleitt fyrir traust og
góðan skilning.
Var erindi framkvæmdastjóra
þakkað með almennu lófataki.
Að aflokinni snjallri ræðu end-
urskoðanda, Hólmgeirs Þorsteins-
sonar, voru reikningar félagsins
fyrir árið 1940 bornir upp til at-
kvæðagreiðslu og samþykktir í
einu hljóði,
RÁÐSTÖFUN ÁRSARÐSINS.
Aðalfundurinn samþykkti í einu
hljóði tillögur stjórnar og endur-
skoðenda um ráðstöfun á ársarð-
inum og innstæðum innlendra
vörureikninga, þar á meðal að út-
hluta skyldi til félagsmanna af
innstæðu ágóðareiknings 8% arði
af kaupum þeirra af ágóðaskyld-
um vörum, að brauðgerðin greiði
10% gegn skiluðum brauðarðmið-
um og að félagsmönnum greiðist
10% arður af vörum keyptum í
lyfjabúð félagsins. — Þá fól fund-
urinn stjórninni að ákveða endan-
iegt verð á ull, kjöti og gærum,
þegar sölureikningur frá S. í. S,
liggur fyrir.
STOFNUN ÚTIBÚA,
Fundurinn samþykkti í einu
hljóði svofellda tillögu frá félags-
stjórninni:
„Aðalfundur K. E. A. heimilar
stjórninni' að setja á stofn b-flokks
útibú í Grenivík og Grímsey“.
NEFNDASKÝRSLUR.
Kristján Sigurðsson stjórnar-
nefndarmaður gaf skýrslu um
störf garðyrkjusýningarnefndar
þeirrar, er kosin var á síðasta
fundi. En sýning þessi fórst fyrir
af óviðráðanlegum atvikum.
Þá gaf Árni Björnsson skýrslu
fyrir hönd nefndar þeirrar, sem
haft hafði með höndum athuganir
á búfjárvanhöldum með tilliti til
búf j ártrygginga. Fól fundurinn
stjórninni að halda búfjártrygg-
ingarmálinu vakandi framvegis.
í sambandi hér við fól fundurinn
einnig stjórninni og nefnd þeirri,
er starfað hefir að vörnum um
fjárpestir að fylgjast svo sem
unnt er með veiki þeirri, er nú
geisar í Þingeyjarsýslu, og þeim
vörnum, er þar kunna að verða
gerðar. Heimilaði fundurinn fé til
eflingar varnanna, ef nauðsynlegt
þætti.
RÆKTUNARMÁL.
Jónas Kristjánsson samlagsstjóri
flutti snjallt erindi um ræktunar-
mál landsins. í lok erindis síns
lagði hann fram svofellda tillögu:
„Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð-
inga haldinn á Akureyri 18. apríl
1941 ályktar að skora á Alþingi
það, er nú situr, og ríkisstjórn
landsins að hraða sem mest und-
irbúningi að byggingu áburðar-
verksmiðju hér á landi.
Lítur fundurinn svo á, að aukih
ræktun landsins sé þjóðarheild-
inni nú meiri lífsnauðsyn en
nokkru sinni fyrr, og fyrir því
verði að tryggja ræktuninni nægi-
lega mikið af áburðarefnum svo
fljótt sem verða má“.
Tillaga þessi var samþykkt í
einu hljóði.
KOSNINGAR.
Endurkosnir voru:
í stjórn félagsins: Bernharð
Stefánsson.
í varastjórn: Eiður Guðmunds-
son.
Endurskoðandi: Hólmgeir Þor-
steinsson.
Varaendurskoðandi': Elías Tóm-
asson.
í stjórn Menningarsjóðs: Bem-
harð Stefánsson.
Eftirtaldir menn voru kosnir
sem fulltrúar á næsta aðalfund S.
í. S.:
Jakob Frímannsson, Bolli Sig-
tryggsson, Ármann Sigurðsson,
Þórarinn Eldjárn, Árni Jóhanns-
son, Hólmgeir Þorsteinsson, Eiður
Guðmundsson, Kristján E. Krist-
jánsson, Einar Jónasson.
Að fundarlokum þakkaði fund-
arstjóri gott samstarf og óskaði
Inniiegt þakklæti votta ég ðllum, sem á svo margvíslegan
hátt auðsýndu mér samúð við andlát og jarðarför konunnar
minnar, Ragnheiðar Magnúsdótlur.
Snorri Sigurðsson.
Þoríður SiQlúsdóttir
húsfreyja.
Hún andaði'st þ. 17. marz s. 1.
að heimili sínu, Arnarhóli við
Dalvík, eftir langvinnar og miklar
þjáningar.
Þuríður Sigfúsdóttir er fædd á
Grund í Svarfaðardal 23. ágúst
1874. Foreldrar hennar voru þau
Sigfús skipstjóri Jónsson og bóndi
á Grund og kona hans, Anna
Björnsdóttir. Sigfús og Anna áttu
7 börn, er fulltíða urðu, 4 syni og
3 dætur. Nafnkendastur þeirra
Grundarsystkina er Snorri Sig-
fússon, skólastjóri á Akureyri. En
öll voru þau mannvænleg og at-
orkusöm.
Sigfús á Grund mun hafa verið
vel gefinn maður að flestu leyti.
Heyrt hefi ég gamla sjómenn, sem
vel þekktu Sigfús, oft róma mjög
fulltrúum og félagsmönnum árs
og friðar.
Lauk fundinum seinni hluta
föstudags.
SKEMMTIATRIÐI.
Að kveldi fyrra fundardagsins
bauð K. E. A. fulltrúum og gest-
um þeirra til kvöldsamkomu í
Nýja Bíó. Söng þar karlakórinn
Geysir, undir stjórn Ingimundar
Árnasonar, við mikinn fögnuð á-
heyrenda, en Ragnar Ólafsson er-
indreki flutti fróðlegt erindi um
Samband íslenzkra samvinnufé-
laga.
Skemmti'atriði síðara kvöldsins
var sjónleikurinn Skrúðsbóndinn,
eftir Björgvin Guðmundsson tón-
skáld. Var því skemmtiatriði tekið
með mikill hrifningu.
Þá gaf formaður sóknarnefndar
Akureyrar, Kristján S. Sigurðs-
son, fulltrúum á fundinum kost á
að skoða hina nýju kirkju hér á
staðnum. Var því tekið með þökk-
um.
skipstjórn hans og sjómennsku.
Var og Sigfús ráðagóður, athugull
og hagvirkur, enda óslysinn og
hamingjudrjúgur. Anna, kona Sig-
fúsar, var fríð og gervileg og
þekkt að manngæðum. Foreldrar
hennar voru þau Björn og Ingi-
gerður, er áður bjuggu á Grund.
Ingigerður var mikilhæf í mörgu
og héraðskunn búsýslukona. Bjó
hún á Grund lengi eftir andlát
Björns bónda síns. Stóð þá ætíð
sjálf fyrir búi sínu, hafði allmikið
hjúahald og ætíð föng ærin. Björn
á Grund var Björnsson frá Ytra-
Garðshorni og einn af hinum
gervilegu Garðshornssystkinum,
en þau hygg ég að væru 8 eða 9
alls. Kona Björns í Garðshorni
og móðir Björns á Grund var
Margrét Oddsdóttir (f. um 1770),
frá Steinkirkju í Fnjóskadal. Mar-
gréti frá Steinkirkju var flest vel
gefið. Hún var mikil vexti og þó
fagursköpuð, ljós á hár, vel farih
í andhti og sviphrein, greind í
bezta lagi, skaprík nokkuð, en fór
þó dult með, einörð í tali og fram-
komu, en gætti þó hvarvetna hófs.
Björn á Grund mun vera fædd-
ur um 1806. Systir hans var Guð-
rún, er síðar várð kona Halldórs
Rögnvaldssonar í Brekku og móð-
ir Zóphóníasar Halldórssonar pró-
fasts í Viðvík og amma þeirra
bræðra Péturs ættfræðings og
Páls ráðunauts og alþingismanns.
Önnur systir Björns á Grund var
Guðný (f. 1801), síðari kona Páls
Þórðarsonar frá Hnjúki. Er Guð-
ný amma Þorkels Þorkelssonar
stærðfræðings og langamma Her-
manns Jónassonar forsætisráð-
herra. Bróðir Björns á Grund var
og Jón, er síðar var bóndi á Ing-
vörum. Var Jón ærið mikill fyrir
sér og eitt hið aðsúgsmesta helj-
armenni í Svarfaðardal fyrir og
um miðbik síðastliðinnar aldar.
Dótturdóttir Jóns á Ingvörum er
Anna, og eg hygg, að enn lifi há-
öldruð í Reykjavík, móði!r
Tryggva Sveinbjörnssonar sendi-
herraritara. Björn á Grund var
■HfflHfWtlHWiHWf
s Kvenundirföt
nýkomin.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Vefnaðarvörudeild.