Dagur - 01.05.1941, Blaðsíða 2
n
DÁGiIB
n. tbi;
Fyrsta þætti spítala*
byggingarmálsius
lokið
Jarðarför mannsins míns, Karlesar B/arnasonar frá Hlíðar-
haga, sem andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri 23. apríl, fer
fram að Saurbæ í Eyjafirði 8. maí og hefst kl. 1 e. h.
Ingibjörg Sveinbjörnsdóttirí
Alúðarfyllstu þakkir til allra, nær og fjær, sem sýndu okkur
samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför konu rninnar,
móður og tengdamóður, Kristinar Jóhannesdóttnr.
Ouðmundur Kristjánsson. Selma Guðmundsdóttir.
Svafar Friðriksson
Kýbyggingin snnnan
við t^anila sjúkrahtis-
ið er iullgerð.
Á sumardaginn fyrsta bauð
Sjúkrahúsnefnd Akureyrar blaða-
mönnum og ýmsum borgurum
bæjarins til kaffidrykkju í nýju
spítalabyggingunni, sem nú er
fullgerð.
Gísli R. Magnússon, formaður
nefndarinnar, gerði grein fyrir
sögu málsins og kostnaðinum við
bygginguna.
Undirbúningur málsins var haf-
inn í ársbyrjun 1934, en þá þótti
sýnt að gamli spítalinn myndi ó-
fær til frambúðar einn saman öllu
lengur, enda var þess þá brýn þörf
að auka sjúkrahúsinu hér álit, en
orð fór þá af því að húsið væri
orðið óhæft sem spítali.
Margskonar erfiðleikar urðu á
vegi málsins, en fyrir tilstyrk
margra góðra manna og félaga
tókst að koma því það áleiðis, að
byggingarundirbúningur var haf-
inn haustið 1938, og var húsið
komið undir þak í apríl 1939.
Haustið 1940 var húsið fyrst tekið
til afnota, og hafði byggingin taf-
ist nokkuð af ýmsum ástæðum.
Kostnaður við byggingu þessa
hefir numið alls um 176.000 krón-
um, og er þar meðtalin kostnaður
við Röntgenstofu með fullkomn-
um tækjum, um kr. 60.000.
Sjúkrahúsnefndin hefi'r notið
fjárhagslegs stuðnings margra að-
ila til þess að hrinda þessu nauð-
synjamáli í framkvæmd. Menn-
ingarsjóður K. E. A. lagði fram
20.000 kr., Kvenfélagið Framtíðin
4.000 ki'., ríki og bær samtals
50.000. Þá hafa ýmsir aðrir lagt
fram smærri upphæðir.
Gísli þakkaði Kvenfélaginu
Framtíðin sérstaklega ötula að-
stoð við málið; hefir félagið m, a.
lánað 40.000 krónur til byggingar-
innar.
Vegna þessara framkvæmda, svo
og ágæts orðstírs yfirlæknis
sjúkrahússins, er nú svo komið
að aðsókn að sjúkrahúsinu er
mjög mikil, og sækjast menn
víða að eftir að koma hingað til
lækninga.
Að lokinni greinargerð Gísla
Magnússonar sýndi yfirlæknirinn
Guðm. Karl Pétursson gestum
húsið. Er þar allt hið vandaðasta
og búið beztu tækjum.
Húsinu er þannig fyrir komið
að það fellur inn í sjúkrahúss-
bygginguna, sem fyrirhugað er að
reisa hér, strax og um hægist.
Þótt fyrirsjáanlegt sé, að þær
framkvæmdir verði að bíða, þar
til styrjöldinni er lokið, þá er hér
þegar stigið stórt skref í áttina til
þess takmarks, sem Sjúki'ahúss-
stjórnin hefir sett sér og allur al-
menningur í bænum mun styðja
með ráðum og dáðum, en það er
nægilega stórt og fullkomið
sjúkrahús hér á Akureyri fyrir
bæinn og nærliggjandi sveitir.
Fjárpestin í Pingeyjarsýxlu
(Framh. af 1. síðu).
komin. Veikin líkist mæðiveikinni
svokölluðu, þótt sjúkdómseinkenni
séu nokkuð með öðrum hætti.
Veikin breiddist fyrst út um
Reykjadal og nærliggjandi sveitir
og nú hafa komið fram tilfelli á
Húsavík og í Kelduhverfi. Pestin
hefir verið að færast í aukana á
síðasta vetri og hefir margt fé
drepist af völdum hennar.
Varnarráðstafanir þær, sem
fundurinn taldi nauðsynlegt að
gera hið allra fyrsta voru í aðal-
atriðum þessar:
Girðingu verði komið upp yzt úr
Bárðardalnum, alla leið austur að
Jökulsá, eða um 60 km. veg og
séu verðir hafðir við girðinguna
til frekara öryggis. Þess girðing
yrði til verndunar Bárðardal og
Skútustaðahreppi, sem eru ennþá
pestarfríir, þótt telja verði grun-
uð svæði. Skorað var á ríkis-
stjórnina að sjá um fullkomnar
varnir meðfram Skjálfandafljóti
öllu, til jökla, svo og Jökulsá a
Fjöllum, til öryggis fyrir sveitirn-
ar fyrir vestan fljótið.
Ákveðið var að koma upp girð-
ingu umhverfis Reykdælahrepp,
þar sem sýkingin er mesta, til
þess að gera möguleg fjárskipti á
því svæði; ennfremur að setja upp
varnargirðingar í Kelduhverfi og
Reykjahverfi“.
Hér er mikið alvörumál á ferð-
inni og þarf skjótar framkvæmdir
þeirra ákvarðana sem teknar hafa
verið um varnirnar, og eru mikil
verðmæti undir því komin að vel
takist.
Viðburðir síðustu daga.
(Framhald af 1. síðu).
hámarki vesalmennskunnar náð“,
sagði Churchill í ræðu sinni á
sunnudaginn var.
RÆÐA CHURCHILLS:
Churchill ræddi um styrjaldar-
horfurnar og viðurkenndi að Bret-
ar hefðu farið mjög halloka í Li-
bíu og á Balkan undanfarið og að
horfurnar væri‘ ískyggilegar. En
hann lagði áherzlu á það að úrslit
styrjaldarinnar yrðu ekki ákveðin
austur þar heldur í baráttunni um
Atlantshafið og við England. Or-
ustan um Atlantshafið er háð af
hinni mestu grimmd, og ekki
verður enn neitt sagt um úrslitin.
„Lítum til vesturs“, sagði hann.
ÞÁTTUR BANDARÍKJANNA:
Og vissulega byggja Bretar sig-
urvonir sínar á því sem gerist í
vestrinu, í Bandaríkjunum.
Roosevelt hefir tilkynnt að hlut-
leysisvarðgæzlan verði útvíkkuð
og amerísk herskip og flugvélar
verði á verði langt austur í At-
lantshafi. Fréttaritarar telja líkr
legt að gæzla þessi muni ná 300
mílur út frá ströndum hinna nýju
flotastöðva og flugstöðva á Ný-
fundnalandi, Jamaica og Græn-
landi. Af þessu leiðir að Bretar
geta haft fleiri herskip á verði á
austurhluta Atlantshafs og þannig
eru þeir orðnir sterkari í viður-
eigninni við kafbáta Hitlers.
Bandaríkin virðast nú færast óð-
um nær því að gerast þátttakandi
í styrjöldinni. Atkvæðagreiðsla
sem Gallup-stofnunin lét fram
fara nýlega leiddi í ljós, að um
82% af þjóðinni álíta að Banda-
ríkin muni dragast inn í styrjöld-
ina.
Viðburðir síðustu viku hafa
orðið til þess að víkka umráða-
svæði Þjóðverja allverulega, en
um leið auka hjálp Bandaríkjanna
og skilnings almennings þar, að
þess gerist rík þörf að þau efli
aðstoð sína við Breta; Churchill
lýsti afstöðu Breta með þessum
orðum: „í þessari baráttu er engr-
ar undankomu auðið fyrir neinn
af oss; vér eigum aðeins eitt fyrir
höndum, að berjast og sigra, eða
falla að öðrum kosti“.
Björgvin Guðmundsson,
(Framhald af 1. síðu).
og gafst gott tækifæri til þess að
kynnast því, hversu mjög hin
undurfögru lög Björgvins hafa
náð tökum á söngelsku fólki í
landinu á þeim fáu árum, sem lið-
in eru síðan hann kom heim frá
Vesturheimi; fjölmörg af þeim
lögum, sem flutt voru hafa verið
á vörum þjóðarinnar hin síðustu ár.
Á afmælisdaginn kom út þriðja
hefti af „Tónhendum“ Björgvins á
forlagi Eddu hér á Akureyri; í
heftinu eru 12 lög fyrir kóra og
einsöng. Tónskáldinu mun hafa
borist ýmsar veglegar gjafir og
mesti fjöldi heillaskeyta hvað-
anæfa að.
Hér gerizt engra dóma þörf um
Björgvin Guðmundsson og verk
hans. Hinn margvíslegi heiður,
sem honum var sýndur fimmtug-
um gefur nokkra vitneskju um
þann hug, sem almenningur ber
til hans og listar hans.
Dagur færir Björgvin hamingju-
óskir og þakkir.
Vinir, vinir, ykkuröllum sem d svo margvlslegan hátt jj
glödduð mig og ástvini mina á fimmtugs- j|
afmœli minu, votta eg minar dýpstu hjartans H
þakkir. Mig brestur orð, en leyfið mér að J!
umfaðma ykkur öll i anda, orðlaust og þögult. jj
Guð blessi ykkur öll.
\
Björgvin Guðmundsson.
ú*
£
E
gwnmnnmHHHHg
Gúmmlbnssur,
gúmmístígvél allar stærðir,
strigaskór brúnir og gráir í
öllum stærðum og m. fleira.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Skódeild.
SmhSmSSSSiií