Dagur - 31.07.1941, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út á hverjum
fimmtudegi. Árgang-
urinn kostar kr. 6.00.
Ritstjóri:
[ngimar Eydal.
Prentverk
Odds Björnsonar.
AFGREIÐSLAN
og innheimtan í skrif-
stofu blaðsins við
Kaupvangstorg.
Sími 96.
Afgreiðslumaður og
gjaldkeri:
Jóhann Ó. Haraldsson
XXIV. ÁRG.
Akureyri 31. júlí 1941.
30. tbl.
Ný verðlagsákvæði
Viðskiptamálaráðuneytið hefir
sett ný verðlagsákvæði, sem miða
að þvx að lækka vöruverð. Nær
verðlagsbreyting þessi til þriggja
vöruflokka, vefnaðarvöru, bygg-
ingarefnis og búsáhalda. Er álagn-
ing sú, sem leyfð er á flestar þess-
ara vörutegunda, lækkuð um 2—5
af hundraði í heildsölu og 2—11
af hundraði í smásölu. Einnig
hafa verið sett ákvæði um há-
marksálagningu á kornvörur, syk-
ur og kaffi. Mega heildsalar mest
leggja 7.5 af hundraði á þessar
vörur, en smásalar 30 af hundraði.
Áður var allt að 10 af hundraði
lagt á þessar vörur í heildsölu, en
15% á kartöflumjöl, semúlugrjón,
sagógrjón og hrísgrjón. Á þessar
síðasttöldu vörur má nú ekki
, leggja meira en 10 af hundraði í
heildsölu. Heildsöluálagning á
vefnaðarvörur má vera 13 af
hundraði í stað 15 áður, en smá-
söluálagning 42—53 í stað 47—64
af hundraði. — Á karlmannafata-
Tilkynning
frá
Kristjdns-samskotanefndinni.
Safnazt hefir (samkvæmt sér-
stakri skilagrein) samtals kr.
19.618.26, sem með vöxtum per
31/12 1940 var kr. 19.817.73 'áuk
loforða um viðtæki og kostnað við
að koma fyrir leigu-talstöð í
væntanlegan bát.
Nefndin hefir leitað fyrir sér
um smíði nýs báts og kaup á not-
uðum bátum (15—25 smálesta), en
ekki þótt tiltækilegt að leggja í
þau kaup vegna hins háa verðs,
þar sem bátar eru nær ófáanlegir,
verð þeirra mjög hátt og langt
fram úr samskotaupphæðihni.
Af þessum ástæðum hefir nefnd-
in ákvarðað, að geyma samskota-
upphæðina fyrst um sinn á vöxt-
um, þangað til kringumstæður
breytast og tækifæri gefst til að fá
sæmilegan bát.
Reykjavík 19. júní 1941.
Sig. E. Hlíðar, dýralæknir. Gvð-
mundur HlíSdal. Carl Olsen, stór-
kaupmaður, Ólafur Thors. Jónas
Jónsson frá Hriflu. Stefán Jóh.
Stefánsson.
efni, frakka- og dragtaefni og
rykfrakka má ekki leggja meira
en 35—45 af hundraði í smásölu.
Á silkisokka er leyfilegt að leggja
20 af hundraði í heildsölu, áður
25, en 50—65 í smásölu. — Heimil
álagning á sement er lækkuð úr
22 af hundraði í 19, miðstöðvar-
ofna úr 30 í 27, baðker o. fl. úr 40
í 35. — Álagning á borðbúnað má
ekki vera hærri en 16 af hundraði
í heildsölu, áður 18, og 38—50 í
smásölu í stað 40—55. Sömu
breytingar eru gerðar á álagningu
þeirri, sem hæst er leyfð á verk-
færi ýms og járnvörur.
Góðir gestir
í Norðurlandi.
Jónás Jónsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, hefir ásamt frú
sinni, Guðrúnu Stefánsdóttur,
dvalið um þriggja vikna skeið hér
norðanlands og ferðast um kjör-
dæmi sitt, Suður-Þingeyjarsýslu,
og fleiri héruð. Síðastliðinn
sunnudag tók hann þátt í sumar-
hátíð Framsóknarmanna í Vagla-
skógi, en fór þaðan heimleiðis.
Hvar sem Jónas Jónsson kemur,
sáir hann áhugamálum, og er því
aufúsugestur öllum þeim mönn-
um, sem vilja sækja fram, hvort
sem er: til aukins þjóðfrelsis,
bætts búhags til lands og sjávar,
menntunar éða lista. Enginn ís-
lendingur jafnast á við hann að
óþreytandi áhuga og framsóknar-
dug í allar áttir framfara og
menningar.
Þegar sárindin undan hörðum
umbótatökum Jónasar Jónssonar
eru liðin úr samtíðinni, mun
þjóð hans öll skilja það, sem að
vísu nú þegar er skilið af mörg-
um, að hann er, fyrir snilligáfur
og fágætt starfsþol, stjórnmála-
lega framsýni og hugsjónaauðlegð,
— stórmenni, sem hún á miklar
þakkir að gjalda, og henni her að
muna, evns og hún man Skúla
Magnússon og Jón Sigurðsson.
Á hinni fjölmennu hátíð í Vagla-
skógi voru þau Jónas Jónsson og
frú hans hyllt, svo sem vera bar.
22. júlí 1941,
Norðlendingur.
Sjötugsafmæli.
Frú Margrét Schiöth, kona Ax-
els Schiöth bakarameistara, er
sjötíu ára í dag. Munu margir
bæjarbúar hugsa hlýtt til þessar-
ar merku konu fyrir ágæt kynni
og þann mikla skerf, er hún hefir
lagt fram til þess að efla og auka
hina mestu bæjarprýði' hér, en
það er Lystigarður Akureyrar.
Frú Schiöth hefir jafnan borið
þann fagra reit fyrir brjósti af
miklum áhuga, ósérplægni og
dugnaði. Fyrir það eiga bæjarbú-
ar henni þakkir að greiða á þess-
um tímamótum æfi hennar.
Bæknr.
MORGUNN,
tímarit Sálarrannsóknafélags ís-
lands, fyrra hefti yfirstandandi
árs, er nýkominn út. Hefst það á
erindi um Sir Oliver Lodge, eftir
ritstjóra Morguns, síra Jón Auð-
uns. Er ritgerð þessi ein af þeim
merkustu, er birzt hafa í Morgni
og mjög fróðleg. Þá má benda á
ávarp forseta Sálarrannsóknafé-
lagsins, sr. J. A., er hann flutti á
fyrsta fundi þess á yfirstandandi
ári, og nefnir hann það Sannleiks-
leit. í heftinu er og ritgerð eftir
síra Björn Magnússon á Borg, er
nefnist Undrið og efinn. Margt er
fleira í heftinu mjög læsilegt og
eftirtektarvei’t.
Útsölumaður Morguns hér á Ak-
ureyri er Hallgrímur Valdemars-
son.
EIMREIÐIN,
2. hefti þ. á., er út komin, fjöl-
breytt að efni. Helztu ritgerðir í
heftinu eru sem hér segir: Við
þjóðveginn eftir ritstjórann, Svein
Sigurðsson, og Fói’narlund og
auðsótti eftir sama höfund. Um
veðurfar og brimmerki, eftir ísólf
Pálsson. Áhrif hebi’esku á ís-
lenzka tungu, eftir sfra Guðmund
Einarsson. Ræktun og notkun
matjui’ta fyrir 70 árum í Breiða-
fjarðareyjum, eftir Ólínu Andrés-
dóttur. Hvernig verður veröld
framtíðarinnar? eftir Mahatma
Gandhi. Viðreisn Nýfundnalands,
eftir Steingrím Matthíasson. Ó-
sýnileg áhrifaöfl, eftir Alexander
Cannon.
Þá eru í þessu hefti Eimreiðar-
innar sögur eftir Guðnýju Si'g-
(Framh. á. 2. síðu.)
Dánardægar.
Benedikt Björnsson, fyrrv. skóla-
stjóri í Húsavík í Suður-Þingeyj-
arsýslu, andaðist þar í kauptún-
inu um síðustu helgi eftir lang-
varandi vanheilsu. Hann var
nokkuð á sjötugs aldri.
Að skólamenntun var Benedikt
gagnfræðingur frá Möðruvöllum.
Hann 'var óvenjulega gáfaður
maður og fræðimaður með af-
brigðum, einkum á allt er viðkom
íslenzkri tungu og reglum þeim,
er hún hlítir. Mun án efa mega
telja hann einn allra færasta
mann í íslenzku í kennaraliði i
landsins. Hann var og ágætur
kennari í þeirri grein og er höf-
undur að íslenzkri málfræði
handa alþýðuskólum, er gefin
var út.
Þrotinn var hann'að heilsu síð-
ustu árin, sem hann lifði.
— Þann 26. þ. m. andaðist að
heimili sínu, Norðurgötu 3 hér í
bæ, Jón Þ. Þór málari og fyrv. af-
greiðslumaður þessa blaðs um
mörg ár. Hann fluttist með for-
eldrum sínum hingáð til bæjarins
nálægt síðustu aldamótum og hef-
ir dvalið hér æ síðan. Hann var
vel gefinn maður eins og hann
átti kyn til. Kvæntur var hann
Jóhönnu Jóhannesdóttur, er lifir
mann sinn ásamt þremur upp-
komnum börnum þeirra.
Jón heitinn var tæpra 64 ára
gamall.
— Aðfaranótt 29. þ. m. andaðist
að heimili sínu hér í bænum
Óskar Jónsson frá Krossanesi.
Hann var hraustmenni, þar til í
vor að hann missti snögglega
heilsuna. Var það innvortis mein-
semd, er dró hann til dauða.
Óskar sál var vel látinn dugn-
aðarmaður. Hann var um hálf-
fimmtugur að aldri, lætur eftir
sig ekkju og nokkur börn.
Hjóndhand: Ungfrú Lára Hall-
dórsdóttir og Kári Sigurjónsson
prentari.
Hjónaefni: Ungfrú Kolbrún Ein-
arsdóttir, Gunnarssonar kaup-
manns og Sigurður stúdent Hann-
esson Jónssonar, dýralæknis I
Reykjavík.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af vígslubiskup Frið-
riki J. Rafnar; Ólöf Valgerður
Jónasdóttir og Torfi Vilhjálmsson,