Dagur - 31.07.1941, Blaðsíða 3

Dagur - 31.07.1941, Blaðsíða 3
30. tbl. ÐAGUR 127 Frá útlöndum. Ný ófriðarblika í austri. Jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður Jéns Þ. Þór, er ákveðin föstudaginn 1. ágúst og hefst með húskveðju að heimili okkar Norðurgötu 3, kl. 1 e.h. Jóhanna Þór, börn og tengdadóttir. í síðustu viku gerðist sá atburð- ur í Austurálfu heims, að Japanir hertóku franska Indó-Kína. Það er látið heita svo, að samningar frönsku stjórnarinnar og Japana standi að baki þessu hernámi, sem byggist á því, að Japanir taki að sér vernd Indó-Kína, af því að Frakkar séu ekki færir um að vernda landið fyrir væntanlega á- formaðri árás frá Bretlandi' og Bandaríkjunum. En mjög er á orði, að Japanir hafi með að- stoð Möndulveldanna^ kúgað frönsku stjórnina til að fallast á þessar framkvæmdir. Hafa Japanir nú sett herlið nið- ur í Indó-Kína og hafa þar afnot af flugvöllum og herskipalægi. Með þessu hafa þei'r mjög bætt hernaðarlega aðstöðu sína þar austur frá. Gagnvart Kínverjum standa þeir nú betur að vígi en áður. Ennfremur er flotastöð Breta í Singapore mikið hættara en áður var, þar sem Japönum verður hægra um vik að sækja suður Malakkaskagann og herja á Singapore af landi. Bandaríkja- menn telja og herstöðvar sínar í Filippseyjum í hættu vegna þessa atburðar. Bandaríkjamenn og Bretar svara þessum aðgerðum með viðskipta- stríði' gegn Japan til þess að byrja með. Hafa Bandaríkin tekið það ráð að kyrrsetja eða „frysta“ inni- eignir Japana þar vestur frá og leggja allskonar tálmanir í veg fyrir viðskipti Japana í Ameríku. Mun þetta leiða af sér hi'n alvar- legustu vandræði í utanríkisverzl- un Japana, sem mjög átti í vök að verjast áður. Eru þessar viðsjár ekki ólíklegar til að verða upphaí að nýju ófriðarbáli. AUSTURVÍGSTÖÐVARNÁR. Það er erfitt að átta sig á að- stöðunni á austurvígstöðvunum. Fréttum ófriðaraðilanna ber svo afar illa saman. Þjóðverjar til- kynna jafnt og þétt, að þeir sæki fram og hafi sundrað rússneska hernum í ósamstæða hópa, sem hafi enga sameiginlega yfirstjórn lengur. Þó segja þýzkar fréttir í öðru veifinu, að Rússar veiti harð- vítuga mótspyrnu. Rússar neita því, að' Stalinlínan sé rofin. Þjóð- verjar þóttust fyrir nokkru hafa tekið borgina Smolensk, sem er hernaðarlega mikilvæg, en Rússar viðurkenna það ekki, og er ýmis- legt sem bendir á, að þeir skýri réttara frá um þetta. Þá láta Rúss- ar í veðri vaka, að baráttuhugur þýzka hersins sé fremur lítill. En hvað sem um þetta er, þá er það staðreynd, að rússneski her- inn heldur áfram að berjast af mikilli' hörku. Þjóðverjar eru og orðnir fáorðari en áður um, að þeir eigi opna leið til Moskva og fleiri mikilvægra borga og hafa meira að segja orð á því, að stríð- ið á austurvígstöðvunum geti staðið lengi, og munu því vonir Þjóðverja um skjótan sigur þar austur frá að engu orðnar. Grasgarðurinn hans Kristins Andréssonar. Tímarit Máls og menningar, sem áður hét Rauðir pennar, en þorði það ekki, er nýlega komið út. Kommúnistar hafa löngum verið kunnir fyrir fals og lygi, en þessir eiginleikar þeirra hafa ef til vill hvergi komið betur fram hér á landi en einmitt í þessu tímariti. í sumar birti ritstjórinn, Kristinn Andrésson, grein í ritinu, sem nefndist „Hvað bíður íslands?" og lék þar ættjarðarvin með svo miklu yfirdrifi, að hann jafnvel afneitaði Rússum og öllu rúss- nesku fyrir hönd þess hérlenda stjórnmálaflokks, sem er þó sann- ur að sök um undirróður fyrir rússnesku valdhafana. Grein þessl var beita, sem átti að láta fólkið gleypa í hugsunarleysi, fluga, sem Stalin hafði taumhald á. Nú í síðasta-hefti nefnds tíma- rits heldur Kristinn Andrésson á- fram þessum spaugilega blekking- arleik sínum og telur að Jósef Stalin og menn hans muni senni- lega aldrei hafa heyrt talað um ísland og viti því ekki einu sinni, að það sé til! Sé því ástæðulaust að óttast yfirgang hér á landi frá Rússa hálfu. En hvernig aumingja maðurinn, hann Kristinn Andrés- son, ætlar að samræma þessa skoðun sína þeirri staðreynd, að Rússar hafa árum saman eytt ó- grynni fjár til skeytasendinga hingað til lands, það er gáta, sem Stalin sjálfur má glíma við, t. d. á samræðufundi með Hitler! Þó að Kristinn Andrésson virð- ist álíta að Rússar hafi sent skeyti sín fyrir marga peninga norður í hafsauga, án þess að gera ráð fyr- ir, að þar væri nokkurt land fyr- ir þau að staðnæmast á, tekst hon- um þó enn ógáfulegar að skrifa um íslenzkar bókmenntir. í hinu nýútkomna hefti Tímaritsins skrifar hann stærstu ritgerðina um þetta efni og nefnist hún „Grasgarður forheimskunarinnar". Nafnið er snilldarlega valið. Bregður þar fyrir glampa af því viti, sem höfundurinn eitt sinn hafði, og auðsjáanlega vill óvægt komast að, til að hefna sín á hon- um. Ritgerðin er nefnilega gras- garður forheimskunar. Og vaxa þar hinar furðulegustu plöntur, girnilegar þeim grasbítum, sem kynnu að villast í garðinn. Enn er það skáldsaga Hagalíns, Sturla í Vogum, sem veldur hrell- ingi kommúnistiskri sál. Við skul- um ekki tala meira um hann Gunnar Benediktsson, með ástina sína á lyginni. Sturla í Vogum er fyrir löngu búinn að pína úr hon- um alla skynsemi. Nú er Kristinn Andrésson næstur á dagskrá. Hann stendur í miðjum grasgarði sinnar eigin forheimskunar og æpir: Vík frá sér, Satan! Og þeir verða sífellt fleiri og fleiri, sem hann þarf að ávarpa þannig í örvæntingu sinni. Ritdómararnir koma úr öllum áttum og raðast í fylkingar við hliðina á Sturlu í Vogum. Fyrir aurkasti hopa þeir ekki. Síðasta sendingin, sem Kristinn velur þeim, geigar hrap- arlega. Það er vísan hans Jóns Helgasonar prófessors, um Sturlu í Vogum. Jafn meinlaus gaman- vísa er engin sönnun fyrir því að sagan sé léleg. Það væri hægt að yrkja slík öfugmæli um hvað sem er, líka beztu trúarljóð Hallgríms Péturssonar og Matthíasar Joch- umssonar. Og hvað skyldi það svo sanna, nema ekki neitt? Rökin eru ekki á marga fiska hjá manninum í grasgarðinum, einnig þegar hann fer að tala um skáldverk frú Elínborgar Lárus- dóttur. Ritsafnið Förumenn hefir að verðleikum hlotið góða dóma. Eflaust er það eitthvert fegursta skáldrit íslenzkt, um olnbgoabörn lífsins. Kristinn Andrésson telur, að í því finnist ekki vottur af „bókmenntalegum vinnubrögð- um“. Vitið þið, kæru lesendur, hvað manntötrið á við, með „bók- menntalegum vinnubrögðum?“ Ef þið vitið það ekki, skal eg segja ykkur það. Á máli kommúnista heitir ekkert „bókmenntaleg vinnubrögð“, nema það, að búa til labbakúta, eins Bjart í Sumarhús- um og Ólaf Kárason Ljósvíking, og auk þess óteljandi mórauðar tíkur og miljónir af rottum með sama lit. Helzt á þessu öllu að fylgja afskaplegur hórdómur. Vill nú ekki Kristinn Andrésson „punta“ svolítið upp á grasgarðinn sinn? Vill hann ekki láta gera þar líkneskjur af öllum kvikind- um, sem koma fyrir í skáldsögum Kiljans og Jóhannesar úr Kötlum? Það þurfa að vera margar líkn- eskjur af hverju kvikindi. Því að það þarf að sýna hvert kvikindi KIRKJAN: Messað verður í Ak- ureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Góð faða til sölu. Upplýsingar eftir helgina í Verzl. Péturs H. Lárussonar. Afvinna: Utiærð saumakona getur fengið atvinnu á saumastofu í Reykja- vík nú þegar, eða í haust. Upplýsingar i Holiagötu 7. Maðurinn mihn og faðir okkar Óskar Jónsson frá Krossanesi, andaðist þann 29. þ.m. að heimili sínu Gránufélagsgötu 43 Akureyri. Jarðar- förin fer fram frá heimili hans þriðju- daginn 5. ágúst og hefst kl. 1 e.h. Kona og börn. við allar þær athafnir, sem það fremur í nefndum skáldsögum. Og hver veit nema til sé nóg af gam- ansömum listamönnum, sem gjarnan mundu veita honum þá ánægju, að hjálpa honum um frumdrættina að öllum þeim minnisvörðum. D. Grein þessi er skrifuð fyrir all- mörgum mánuðum Ritstj. S i I k i s o k k a r mjög sterkir og fallegir koma þessa dagana. Hannyrðaverzl. Ragnh. O. Bförnss. óska eftir iítilli íbúð 1. október n. k. Afgreitfslan vísar á. lapasf hafa IJósbrúnir skinnhanzk* ar á leiðinni frá Hamarstíg 12 til Oddeyrargötu 10. — Finnandi vin- samlega beðinn að skila hönzkunum á hárgreiðslustofuna »Femína». Góður saltíískur fæst hjá Eggert Einarssyni. lapasf hefir grá kápuermi. Skilist vinsamlegast á saumastofu B. L a x d a 1. Von á nýjum skófatnaði með Goðafoss. Verzl. Péturs H. Lárussonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.