Dagur - 06.11.1941, Síða 1
DAGUR
kemur út á hverjum
fimmtudegi. Argang-
urinn kostár kr. 6.00
Ritstjóri:
Ingimar Eydal
Prentverk
Odds Björnsonar.
AFGREIÐSLAN
og innheimtan i skrif-
stofu blaðsins við
Kaupvangstorg.
Simi 96.
Afgreiðslumaður og
gjaldkeri:
Jóhann Ó. Haraldsson
■ • • • * « ♦ a-o-o > »♦»»»«
XXIV. ÁRG.'
t--#- # # # « # -?
Akureyri, 6. nóv. 1941.
44. tbl.
Stöðvun dýrtíðarinnar.
Kafli úr framsöguræðu
viðskiptamálaráðherra
um frumv. til ráðstafana
gegn dýrtíðinni.
HINAR NÝJU TILLÖGUR
í DÝRTÍÐARMÁLINU.
Reynsla undanfarinna mánaða
hefir ekki dregið úr þeirri sann-
færingu minni, að þjóðarnauðsyn
beri til, að dýrtíðin sé stöðvuð.
Jafnframt virðist ljóst, að hér
þarf að gera tvennt í senn:
Stöðva kapphlaupið milli verð-
lags og kaupgjalds innanlands
með því að fastákveða hvoru-
tveg'gja, og það eins fyrir því, þótt
slík ráðstöfun myndi ekki teljast
eðlileg á venjulegum tímum.
Verja verulegum fjármunum
sem taka ber með sköttum, til
þess að halda í skefjum verði á
þeim höfuðnauðsynjavörum, sem
ekki er hægt að ráða verðlagi á
með lögbindingu, — bæði þeim,
sem launþegár og aðrir nota til
neyzlu, og þeim, sem framleiðend-
ur innlendra vara nota til starf-
rækslu sinnar.
Með þessu móti mætti mega
gera sér vonir um, að komið yrði
í veg fyrir síaukna dýrtíð og sí-
fellda verðrýrnun íslenzkrar
krónu, og það án þess að slík
framkvæmd yrði gerð á kostnað
þeirra stétta, sem kaupgjalds- og
verðlagshömlurnar virðast snerta
mest.
Um þetta fjölluðu þær tillögur,
sem til meðferðar voru í ríkis-
stjórninni nú í septembermánuði,
og þetta er einnig aðalefni þess
frumvarps, sem hér liggur fyrir.
Þessum aðalráðstöfunum verða að
fylgja aðrar veigamiklar fram-
kvæmdir, sem eg mun koma að
síðar. En sú er veigamest, að
tryggja útflutningsverð landbún-
aðarafurða um leið, og innan-
landsverðlagið er bundið.
Samkvæmt ákvæðum frum-
varps þess, er hér liggur fyrir,
skal kaupgjald eigi hækka frá því,
sem það á að vera samkvæmt
vísitölunni 1. okt., og verðlag á
jnnlendum afurðum, bæði land-
og sjávarafurðum svo og raf-
magni, skal eigi fara fram úr því,
sem var 1. okt., að undanskildum
árstíðarhækkunum á kjöti og kar-
töflum. Húsaleiga á einnig að
haldast óbreytt frá því, sem núer,
og flutningsgjald á aðalnauðsynja-
vörum milli íslands og annarra
landa. Jafnframt er ráðherra gef-
ið aukið vald, til þess að hafa af-
skipti af verðlaginu á þeim nauð-
synjum, sem eigi er sett hámarks-
verð á með þessari löggjöf.
Þá er og ákvæði um það í frum-
varpinu, að stofnaður skuli sér-
stakur dýrtíðarsjóður, og á að
verja úr honum fé, til þess að
draga úr verðhækkun erlendra
nauðsynjavara, bæði til neyzlu og
framléiðslu innanlands. Er því
slegið föstu með ákvæði þessu, að
það eigi að vera sameiginlegt mál
allrar þjóðaripnar, að bera þær
verðlagshækkanir, sem koma úr
þeirri átt, að svo miklu leyti, sem
f j ár öf lunarmöguleikarnir hrökkva
til.
Þá er ákveðið, að úr'dýrtíðar-
sjóði skuli greidd verðuppbót á
íullkomin þjóðarnauðsyn, að
stöðva kapphlaupið milli verðlags
og kaupgjalds og miklu almennari
mun vera skilningur á nauðsyn
þess að halda uppi verðgildi krón-
unnar en margir hyggja.
Sumir álíta, að menn séu svo
hrifnir af því fyrirkomulagi, er
nú gildir, og svo blindaðir af pen-
ingaflóðinu, að þe|r sjái alls ekki
handaskil í þessum málum, og
telji ekkert athugavert við það,
sem er að gerast.
En þessu mun alls ekki svo far-
ið. Eg er viss um, að fyrir hendi
er almennur skilningur á því, að
það er stórhættulegt, að knýja
áfram með vaxandi hraða þá
verðhækkunar- og kauphækkun-
arbylgju, sem risin er. Eg er einn-
ig viss um, að margir þeirra
manna-,- sem hafa kynnt sér þessi
mál, álíta, að unnt sé með þeim
ráðstöfunum, er í frv. felast, að
viðbættum vissum viðbótarráð-
stöfunum, er eg vík að síðar, að
stöðva dýrtíðarflóðið, — og a. m.
k. séu svo sterkar líkur fyrir því,
að slíkt megi takast, að óverjandi
sé að gera ekki þessa tilraun. Frá
sjónarmiði margra, veltur hins
vegar mikið á því, hvort hægt er
að framkvæma slíkar ráðstafanir
án þess að íþyngja einstökum
stéttum þjóðfélagsins eða gera
þeim í nokkru rangt til.
VIÐHORF LAUNÞEGA.
Flestir þeir, sem tala út frá sjón-
armiði launamanna, virðast ganga
út frá því sem eðiilegum hlut, að
útfluttar landbúnaðarafurðir,
þann'ig, að bændur fái tryggt það jgrunnkaup standi yfirleitt óbreytt.
útflutningsverð, sem í fyrra var á
ull og gærum, og það innaniands-
verð, sem nú er ákveðið á kjöti.
Er þetta gert til þess að tryggja
bændur gegn því, að tekjur þeirra
rýíni stórum frá því, sem nú er,
vegna verðfalls á útfluttum af-
urðum. Þessi ráðstöfun er sann-
gjörn og eðlileg þegar þess er
gætt, að með ákvæðum írum-
varpsins er verðlagið á innan-
landsmarkaðinum sett fast, og sá
möguleiki því eigi fyrir hendi,
meðan lögin gilda, sem annars
lægf beint við, að bændur geti
bætt upp verðfall á útflutnings-
vörum sínum með hækkun verð-
lags á innlendum markaði.
Fjölmargir menn munu nú vilja
viðurkenna það. að æskilegt sé og
Viðurkenna, að í því væri fólgin
alveg sérstök hætta, ef kapphlaup
ætti sér stað um hækkun grunn-
kaups. Það er álveg augljóst mál,
að verkamenn eða launamenn
geta ekki reiknað með neinum
hagnaði af áframhaldandi hækk-
un kaupgjalds í samræmi við
hækkun vísitölunnar, því að þeir
eru nákvæmlega eins settir eftir
hækkunina, sem áður. Jafnframt
verður því ekk'i með rökum neit-
að, að af síhækkandí verðlagi og
kaupgjaldi, leiðir stórtjón fyrir
þessar stéttir í framtíðihni. Þegar
þessi þróun er svo langt komin,
að af henni l<aíiðir samdrátt í at-
vinnurekstrinum, þá kemur at-
vinnuleysið og launalækkanirnar
í einhverri m,ynd4 og eftir því,
sem verðlagsgrundvöllurinn í
landinu er þá orðinn hærri, eftir
því verður kostur þeirra þrengri,
sem á launatekjum lifa. Þessi
hætta eykst um allan helming
hér, við væntanlegan brottflutn-
ing setuliðsins.
Vegna stóraukinnar atvinnu hef-
ir mikill fjöldi verkamanna, sjó-
manna og iðnaðarmanna jafnvel
margfaldar tekjur við það, sem
áður var, og verulegar afgangs-
tekjur frá nauðþurftum, og geta
því lagt þær til hliðar. Munu og
margir gera það, eftdr að þeir
hafa losað sig úr skuldum og lag-
að fyrir sér með ýmsu móti.
Það er ekkert smámál fyrir
framtíð allra þessara manna,
hversu fer um verðgildi íslenzkr-
ar krónu og hvað úr þeim verð-
mætum verður, sem þeir nú eign-
ast.
Hver er þá sú belina áhætta,
sem verkamenn og aðrir launþeg-
ar hafa, eftir að kaupgjald og inn-
anlandsverðlag hefir verið fast-
ákveðið með lögum?
Við hagfræðilega athugun, sem
fram hefir farið á grundvelli vísi-
tölunnar, hefir verið áætlað, að
hve miklu leyti framfærslukostn-
aðurinn í Reykjavík byggðist á
aðflutningsverði, eða réttara sagt,
|nnkaupsverði helztu nauðsynja-
vara, sem fluttar eru til landsins.
Það hefir komið í ljós við þessa
athugun, að sá þáttur, sem inn-
kaupsverð erlendra vara á í vísi-
tölunni, er minni en margur
hyggur. Samkvæmt þessari athug-
un hefir verið áætlað, að um 5%
hækkun á inpkaupsverði erlendra
vara myndi hækka vísitöluna um
ca. 1 stig, — eða m. ö. o. að 50%
hækkun á innkaupsverði þessara
vara ætti að hækka vísitöluna um
10 stig, en það þýðir, að slík 50%
hækkun innkaupsverðsins myndi
hækka framfærslukostnaðinn, þ.
e. a. s. kostnaðinn við að lifa, sem
kaupgjaldið er miðað við, um 5—
6% frá þyí, sem nú er.
Af þessu fá menn nokkra hug-
mynd um, hver þessi áhætta er,
og ég er sannfærður um, að* flest-
um mun finnast hún hverfandi í
samanburði við það, er þeir höfðu
gert ráð fyrir.
Þegar svo þess er gætt, að þessa
áhættu er þeim ekki ætlað að
bera einum, þar sem afla á fjár,
til þess að mæta hækkunum á er-
lendri vöru, þá verður að vísa öll-
um ásökunum um það, að leysa
eigi dýrtíðarmálíjn á kostnað laun-
þega sérstaklega, frá, sem full-
komlega rakalausum.