Dagur - 06.11.1941, Side 2
DAQUS
44. tbl.
182
Enn nm peningahvarflð
á Uoidhaagahálsi
Síðan minnzt var á þetta mál í
Degi 23. f. m. hefir Jón Benedikts-
son lögregluþjónn látið „íslend-
ing“ birta grein eftir sig um það.
Gefur grein þessi tilefni til að
málið sé nokkuð rifjað upp að
nýju.
Laugardaginn 23. ágúst s. 1. kom
hér á lögregluvarðstofuna piltur
einn, Sigurður Jónsson að nafni,
14 ára gamall, til heimilis á Njáls-
götu 87 í Reykjavík. Gaf hann
skýrslu um að sér hefðu horfið
peningar þá um daginn, að upp-
hæð kr. 300.00 Höfðu peningarnir
verið í umslagi í kofforti einu, er
var í tjaldi vegavinnumanna ná-
lægt Moldhaugum í Glæsibæjar-
hreppi. í tjaldinu bjó auk Sigurð-
ar o. fl. Ingvar Axelsson frá Ytri-
Bægisá, 17 ára að aldri. Sigurður
kvað Ingvar þenna hafa beðið sig
um peningalán, en hann neitað
um það, Mun þetta hafa verið á-
stæðan til þess, að Ingvar var
grunaður um að vera valdur að
peningahvarfinu.
Sigurður óskaði, að skýrsla sín
yrði látin ganga til sýslumannsins
í Eyjafjarðarsýslu til frekari
rannsóknar.
Þann 11. sept. var réttarhald í
máli þessu í þinghúsi Glæsibæjar-
hrepps. Yfirheyrði þar Guðmund-
ur Eggerz bæjarfógetafulltrúi
nokkra menn og þar á meðal Ing-
var Axelsson, en síðan var réttur-
inn fluttur í tjald Ingvars og hélt
þar áfram. Ingvar neitaði afdrátt-
arlaust að vera valdur að pen-
ingahvarfinu. Síðan er ákveðið að
fara fram að Bægisá, á heimili
Ingvars, en er sú ferð skyldi hefj-
ast, fer fram samtal, milli Ingvars
og Jóns Benediktssonar lögreglu-
þjóns.*) Virðist það samtal leiða
til þess, að Ingvar játar á sig að
hafa farið í koffortið og tekið hið
umrædda peningaumslag. Að-
spurður lýsir hann því einnig,
hvernig hann hafi komizt í læsta
hirzluna, og er sú greinargerð tal-
in með hinum mestu ólíkindum.
Þá gerði Ingvar grein fyrir því, á
hvern hátt hann hefði eytt pen-
ingunum.
Um viðtal lögregluþjónsins og
sakborningsins fer tvennum sög-
um, því þar eru aðeins tveir til
frásagna, Um -það efni segir Jón
Benediktsson í íslendingsgrein
sinni:
. Þegar komið var út að bif-
reið þeirri, er við komum með
frá Akureyri, og fulltrúinn var
kominn inn í hana og Ingvar átti
að stíga upp í aftursætið, tekur
hann í mig og fær mig nokkur
skref frá bifreiðinni og spyr á þá
*) Það var missögn í Degi 23. okt., að
J. B. hefði gert sér sérstaka ferð til
að ræða við Ingvar. Leiðréttist þetta
hér með, þvi jafnan er skylt að hafa
þgð heldnr. er tamara reyalít. 1
leið, hvort hann sé grunaður og
hvert eigi nú að fara. Eg sagði
honum sem var, og að nú ætti að
fara heim til hans, en þar sem
hann virtist taka það nærri sér,
bætti eg við, til að gera piltinum
hughægra, að venja væri að taka
vægt á fyrsta afbroti, er ungling-
ar ættu í hlut. Lét Ingvar þá
strax í ljósi, að ekki þyrfti að fara
heim til hans, því hann vildi segja
hvernig allt væri. Réttarhöldin
héldu svo áfram samdægurs“.
Tíðindamaður Dags hefir snúið
sér til Ingvars Axelssonar og
spurzt fyrir um samtal hans og J.
B. Ingvari segist svo frá:
„Vegna frásagnar Jóns Bene-
diktssonar lögregluþjóns á Akur-
eyri, er birtist í „íslendingi" 24.
okt. s.l. um viðtal okkar við tjöld
vegavinnumanna á Moldhauga-
hálsi að afstöðnu réttarhaldi, vil
eg leyfa mér að taka þetta fram:
Það er ekki rétt, að eg hafi beðið
hann um viðtal, heldur sagði
hann mér að tala við sig, er eg
hafði spurst fyrir um, hvert ætti
að fara. Bað hann mig að segja
sér satt og rétt um það, hvort eg
væri valdur að peningaþjófnaði
þeim, sem þá var taiið að átt hefði
sér stað, og réttarhöldin voru í
tilefni af. Neitaði eg hiklaust —
eins og áður fyrir réttinum — að
vita nokkuð um slíka hluti. Sagði
hann þá á þá leið, að það vær'i
ekki til neins fyrir mig að þræta
lengur fyrir þetta, því það myndi
sannazt, að eg hefði stolið pening-
unum. Þeir væru búnir að rann-
saka það, að eg hefði háft meiri
peninga undir höndum en átt
gæti sér stað með öðru móti en
þessu, og væri því bezt fyrir mig
að viðurkenna þetta, þess vægari
yrði hegningin. Fór eg þá að efast
um, að sakleysi mitt yrði nokk-
urntíma leitt í ljós, því hvernig
átti eg að geta sannað sakleysi
mitt, þegar þjónar réttvísinnar
voru svona vissir um sekt mína?
Lét eg því bugast og játaði á mig
glæp, sem eg var alls ekki sekur
um, í þeirri von að sleppa við
harðari refsingu. Þótti mér þó
skárra af tvennu illu að sleppa
við hana, heldur en að verða fyrst
að sitja í fangelsi og vera síðan í
almenningsálitinu brennimerktur
þjófur“.
Eins og sjá má, ber hér mikið á
milli í frásögnum. Samkvæmtfrá-
sögn lögregluþjónsins hefir hann
leitast við að hugga og hughreysta
sakborninginn, en eftir því sem
Ingvari segist frá, hefir hann
gugnað fyrir hótunum lögreglu-
þjónsins. Hvorugan framburðinn
er hægt að sanna, því samtalið
fór fram vitnalaust. En bent skal
á það, að í frásögn Ingvars getur
falizt ekki ósennileg skýring á
því, að hann meðgengur glæp,
sem hann er saklaiw af, í frásögn
J. B. felst engin skýring á þessu
atriði.
í Degi, er út kom 28. ágúst, eru
auglýstir peningar, er fundizt
höfðu í matvörudeild K. E. A.
Sama auglýsing er einnig birt í
íslendingi nokkru síðar. Óviðkom-
andi manni, sem þekkti Ingvar
Axelsson mjög vel og aldrei hafði
verið trúaður á sekt hans, hug-
kvæmist að grennslast um hina
auglýstu peninga og fær hrepp-
stjóra Glæsibæjarhrepps til að
annast um þessa eftirgrennslan
með sér. Að þessari athugun lok-
inni þótti sýnt, að hinir auglýstu
peningar voru þeir sömu og horf-
ið höfðu Sigurði Jónssyni. Þann
16. sept. er enn settur réttur í
peningahvarfsmálinu. Af því rétt-
arhaldi er það skemmst að segja,
að þá upplýsist, að hinir fundnu
peningar voru þeir sömu og Sig-
urður Jónsson hafði kært yfir að
sér hefðu horfið. Skýrði Sigurður
þá frá, að hann hefði farið til
Akureyrar þann 23. ágúst, komið
í kaupstaðinn kl. 10 f. h. en farið
þaðan kl. II/2 e. h. og þá út í
vegavinnutjaldið hjá Moldhaug-
um. Síðla þann sama dag saknar
Sigurður peninga sinna og gefur
skýrslu um hvarfið eins og áður
er sagt. — Ingvar Axelsson bar þá
fyrir réttinum, að sér hefði al-
drei dottið í hug að taka pening-
ana, en af hræðslu eða skelk fyr-
ir réttinum 11. sept. h^fði hann
játað á sig verknað þenna.
Jón Benediktsson segir í ís-
lendingsgrein sinni frá 24. okt.,
„að enn er ósannað, hver kom
með peningana í Kaupfélag Ey-
firðinga og hvenær þeir komu
þangað“. Þess hefir allmjög orðið
vart, að menn hafa lagt þann
skilning í þessi ummæli lögreglu-
þjónsins, að hann væri að drótta
því að Ingvari Axelssyni, að hann
þrátt fyrir allt kynni að vera
valdur að peningahvarfinu. í því
sambandi er vert að taka þetta
fram:
Það er upplýst, að eigandi pen-
inganna, Sigurður Jónsson, var
hér í bænum frá kl. 10 f. h. til kl.
íVz e. h. þann 23. ágúst síðastl.
Það er einnig upplýst, að pen-
ingar hans fundust í búð K. E. A.
laust fyrir hádegi þenna sama
dag. Sá maður, er fann þá, er
Snorri P. B. Arnar, útvarpsvirki í
Reykjavík. Hann fann umslagið
með peningunum í á gólfinu
framan við búðarborðið, afhenti
þá Huldu Pétursdóttur afgreiðslu-
mey, en hún afhenti þá aftur
deildarstjóranum, Kristni Þor-
steinssyni, er tók þá til varð-
veizlu og auglýsti þá strax í næsta
blaði Dags og síðan í íslendingi.
Ekkert liggur fyrir um það, að
Ingvar Axelsson hafi komið hing-
að til bæjarins þann dag, er pen-
ingarnir fundust.
Hvort finnst mönnum svo lík-
legra, að þessu athuguðu, að eig-
andi peninganna hafi sjálfur farið
í ógáti með þá til Akureyrar og
týnt þeim þar, eða að Ingvar Ax-
elsson hafi hnuplað þeim úr lok-
aðri hirzlu úti á Moldhaugahálsi
og komið þeim síðan á einhvern
hátt inn á búðargólfið í matvöru-
deild Kaupfélags Eyfirðinga?
Sá, sem hallast fremur að hinu
síðartalda, virðist hafa óskiljan-
lega löngun til að sverta Ingvar
Axelsson.
□ Rún 594111117 — Frl.\
I. O. O. F. =1231179 3=2
POIVFOTO
Flestar myndir fyrir
fæsta peninga.
Jón & Vlgfús.
TAPAST HEFIR á s.l. sumri
rauður hestur, 18 ára gamall,
sver, mikið fax, ójárnaður, óvíst
um mark, þó sennilega: blaðstýft
a. h., hvatt v. — Viti einhver um
hest þenna, er hann vinsamlega
beðinn að gjöra aðvart
INGÓLFI KRISTJÁNSSYNI,
Jódísarstöðum. ,
Ljósmyndastofan
í GRÁNUFÉLAGSGÖTU 21
er opin frá kl. 10—6.
HVERGI ÓDÝRAR.
GUÐR. FUNCH-RASMUSSEN.
■ffffifinffifnniffiiB
£ Bútar:
Ullar-, flónels- og léreftsbútar,
nýkomnir.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Vefnaðarvörudeild.