Dagur


Dagur - 06.11.1941, Qupperneq 3

Dagur - 06.11.1941, Qupperneq 3
I 44. tbl. D A G 0 H • ♦-♦ ♦ ♦ 183 Hér með tilkynnist að hjartkær eiginmaður minn, Jón Vidalln Ól- alsson, andaðist 28. okt. s.l. að heimili sínu, Nesi. Jarðarförin er ákveðin fðstudaginn 7. nóv. næstk. og hefst að Hólum kl. 1 e. h. Auður Sigurpálsdóflir. lnnilegar, hjartans þakkir, vottum við öllum þeim, nær og fjær, er sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og útför Margréfar sái. Magnúsdóltur frá Litla Árskógi. Vandamenn. Jólaskraut úr pappir, svo sem: Gulrlander, ekrautpappirsfléttur, til skreytingar i heimahúsum, l verzlunum og húðargluggum. ♦ Jölaklukkur, ýmar stœrðir og margskonar. Balfonar og tleira til að hengja i loft verða tekin upp 12. þ. m. og selt nœstu daga. Gerið kaup yðar þá til þess að forðast að lenda l jólaösinni. f’ökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför Sophusar l'ranz Jónssonar Trampe. Vandamenn. Bókaverzlun Þorst. Thorlacius. % Totn oliu-jarnfot hafa fokið í sjóinn í suðvestanioki á jötunheimum, finnendur vinsamlega beðnir að skila fötunum, gegn ómakslaunum, til Quðm. Péturssonar.Akureyn. Leikfélag Akureyfar hefir að undanförnu látið undir- búa sjónleikinn Sherlock Holmes til leiksýninga. Er æfingum nú svo langt komið að ætlazt er til að sýningar á leiknum hefjist síð- ari hluta næstu viku að öllu for- fallalausu. Leikstjóri er Jón Norð- fjörð og leikur hann jafnframt að- alhlutverkið, Sherlock Holmes. Ýmsir aðrir kunnir leikarar í bænum hafa tekið að sér hlutverk í leiknum. Um 30 ár munu vera síðan leik- ur þessi var sýndur hér í bæ, og hlaut hann þá miklar vinsældir. 72 en ekki 66. Misskilningur er það meðal ýmsra, að samkv. frv. því, sem Eysteinn Jónsson flytur, eigi að lögbinda verðlagsuppbót launþega við vísitöluna 66. Verðlagsuppbót- in má, samkv. frv., ekki fara fram úr þeirri uppbót, sem greiðist samkv. þeirri vísitölu, sem byggð er á framfærslukostnaði í okt. 1941, en sú vísitala er 72 en ekki 66. Nýja Bíó sýnir í dag kl. 6: Suð- ræn ást og í kvöld kl. 9: Gim- steinaþjófarnir. Á föstudag kl. 6 og 9: Ósýnilegi maðurinn kemur aftur. Á laugardaginn kl. 6 og 9: Glettni lífsins. Á sunnudag kl. 3: Glettni lífs- ins (barnasýning). Á sunnudag kl. 5: Gimsteinaþjófarnir og kl. 9 Ósýnilegi maðurinn kemur aftur. ATH.: Framvegis verður ekki svarað í síma fyrsta klukkutím- ann eftir að sala aðgöngumiða hefst, og ekki heldur selt að kvöldsýningunni á milli kl. 5 og 6. Pantaðir aðgöngumiðar séu sóttir milli kl. 8 og 8.30, annars seldir öðrum. Silfurbrúðkaup áttu hjónin Júníus Jónsson bæjarverkstjóri og Srú Soffía Jóhannsdóttir, 3. þ. m. KIRKJAN: Messað verður í Ak- ureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Séra Magnús Már Lárus- son prédikar. Ríkisstjóri hefir ákveðið að fresta því að fallast á lausnar- beiðni ráðuneytisins, þar til útséð er um hverja afgreiðslu dýrtíðar- málin fá á aukaþinginu. Ráðu- neytið hefir fallizt á frestunina. Framsókna-rmenn hafa borið fram á aukaþinginu tvö ný frum- vörp í sambandi við dýrtíðarráð- stafanirnar. Fjallar annað frv. um breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt, en hitt um fram- kvæmdasjóð ríkisins. Beggja þess- ara frv. verður nánar getið síðar. Ingibjörg H. Bjamason skóla- stjóri kvennaskólans i Reykjavík, andaðist á heimili sínu að kvöldi 30. f. m., nær 73 ára að aldri. Banameinið var hjartabilun. Hún átti sæti á Alþingi sem landkjörinn þingm. 1923—30 og var fyrsta konan, sem átti þar sæti. Ungmennastúkan Akurelilja no. 2 heldur fund í Skjaldborg sunnu- daginn 9. nóv. kl. 8.30 e. h. — Fundarefni: Inntaka nýrra fé- laga. Innsetning embættismanna. Vetrarstarfið. Hagnefndaratriði. Dans. — Félagar, fjölmennið! Barnastúkan Samúð heldur fund n. k. sunnudag kl. 10,30 í Skjaldborg. Áríðandi að sem flest- ir mæti. B-flokkur skemmtir og fræðir. Bamastúkan „Sakleysið“ heldur fund n. k. sunnudag kl. 1.30. Inn- setning embættismanna. Á eftir fundi verður bögglauppboð, og mega öll börn koma þar og bjóða í bögglana. Félögum ber að greiða ársfjórðungsgjöld sín. Laugardaginn 1. nóv. s.l. voru gefin saman í hjónaband af sókn- arprestinum í Grundarþingum, Hallgrímur Indriðason frá Dvergs- stöðum og Lilja Jónsdóttir. Enn- fremur BjÖrn Jónsson (kennara Kristjánssonar) og Þórgunnur Sveinsdóttir. Dansskemmtun heldur U. M. F. Ársól að Munkaþverá n. k. laug- ardagskvöld kl. 9%. Góð músík. Samkoman aðeins fyrir íslend- inga. Velrarmann, vanan skepnuhirðingu, velrar stúlku (mætti hafa barn) og telpu um fermingu vantar á sveitaheimili við Eyjafjörð. Upplýsingar í Hótel Goðafossi, herb. No. 7, til helgar. Til sölu er jörðin BLÁTEIGUR í Skriðuhreppi. Semja ber við ÞÓRÐ SIGURJÓNSSON, Hvammi. TAPAST HEFIR jörp hryssa, fjög- urra vetra. Mark: Stýft vinstra og gat. Þeir, sem kynnu að hafa orðið hennar varir, eru vinsam- lega beðnir að gjöra undirrituð- um aðvart. STEINÞÓR BALDVINSSON, Höfn, Svalbarðsstr., S.-Þingeyjars. Dvöl, 3. hefti, 9. árgangs, er komið. Kaupendur á Akur- eyri vitji hennar í BREKKUGÖTU 7 (bakhúsið). Messur í Möðruvallakl.prestak.: Sunnud. 9. nóv. í Glæsibæ. Sd. 16. nóv. að Bægisá, sd. 30. nóv. á Bakka. Sd. 23. nóv. fellur niður messa á Möðruvöllum, en í þess stað verður messað þar mánud. 1. des. og skal sérstök athygli safn- aðarins vakin á þeirri guðsþjón- ustu. — Allar messurnar hefjast kl. 1 e. h. Gjafir í Vinnuhœlissjóð S. í. B, S. ísleifur Oddsson og fjölskylda kr. 50.00. Frá Hríseyingum, af- hent af oddvitanum kr. 500.00. Þ#,kkij\ H, P límaritið JoríL Nýtt hefti komið. Kemur í bókaverzlanir um helgina, — Nýir áskrifendur fá góðan kaupbæti, Aðalumboðsmaður: Ragnh. O. Björnsson. Senfaeinn. Röskan sendisvein vantar á landssímastöðina. — Kaup ca. kr. 150.00 á mánuði. Símastjórinn. Viðtalstími kl. 11—12 og 2—3. RaiiHur hestur tapaðist í sumar frá Stokkahlöðum í Eyja- firði. Hesturinn er fjögurra vetra, fremur smár, ójárnaður, ótaminn og styggur. Mark: Blaðstýft fr. h. og biti a. v. Sá, sem kynni að verða hestsins var, er vinsamleg- ast beðinn að gera undirrituðum aðvart. EIRÍKUR G. BRYN JÓLFSSON, Kristnesi. í HAUST kom fyrir á Akureyri hvítkollótt lambgimbur með mínu marki: Sneitt aftan, biti framan hægra, sýlt, fjöður aftan vinstra. Lamb þetta á eg ekki og getur réttur eigandi vitjað um andvirði þess, að frádregnum kotnaði, til Halls Benediktssonar, Berglandi við Akureyri. Lönguhlíð 4. nóvember 1941. JÓN THORARENSEN. \

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.