Dagur - 20.11.1941, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út á hverjum
fimmtudegí. Argang-
urinn kostar kr. 6.00
Ritstjóri:
fngimar Kyd.il
Prentverk
Odds Björnsonar.
AFGREIÐSLAN
og innheimtan í skrif-
slofu blaðsins við
Knupvangstorg.
Sími 90
Afgreiðslumaðut og
gjaldkeri:
Jóhann C). Haraldsson
»»< »< •> •■ • •»■* •- *
XXIV. ÁRG.}
Akureyri 20. nóv. 1941.
-* * 4**-< » t # ■-W~+~4
* *r •
J* « '* * *
46. tbl.
Sherloek Holmes
á leiksviði Akureyrar.
Frumsýning leiks þessa fór fram
síðastl. fimmtudagskvöld, og nú
hefir hann verið sýndur þrisvar
hér í leikhúsinu við dágóða að-
sókn.
Leikurinn er saminn upp úr
hinum víðlesnu og vinsælu leyni-
lögreglusögum skozka rithöfund-
arins Arthur Conan Doyle’s. Er
því ekki að furða, þó að reyfara-
bragur sé yfir leiknum, enda
skortir hann ekki. Aðalefni leiks-
ins er viðureign hins bráðslungna
og athugula leynilögreglumanns
við glæpalýð og þjófahyski Lund-
únaborgar, og hvernig hann leik-
ur á og yfirbugar þann trantara-
lýð.
Þeim, sem gefnir eru fyrir
spennandi reyfara, og það eru
margir því marki brenndir, ætti
að þykja leikurinn skemmtilegur
og þess verður að sjá hann. Auð-
vitað fer það nokkuð eftir með-
ferð leikendanna á hlutverkunum,
og skal nú ofurlítið á hana
minnzt.
Hlutverkin eru alls nær 20 að
tölu; vitanlega er sá fjöldi mis-
jafnlega af hendi leystur. Sjálfur
Sherlock Holmes er langstærsta
hlutverkið, leikið af Jóni Norð-
fjörð, sem jafnframt er leikstjóri.
Hann hefir því færzt mikið starf
„Omerk eru ómaia orf.
Ritstjóri „Verkamannsins“ hefir
ekki séð sér annað fært en að játa
greiðlega, að hann hafi birt logn-
ar fréttir um fund, er haldinn var
í Framsóknarfélagi Akureyrar
þann 3. þ. m. Hefir leiðrétting
mín um þetta efni þannig borið
tilætlaðan árangur. Hitt læt eg
mér 1 léttu rúmi liggja þó að
hann reyni að gera hlut sinn betri
með því að krydda játningu sína
með persónulegum brigzlum í
minn garð og verji til þess löngu
máli.
Mun honum þykja sér vel
sæma slíkur rógburður meðan
hann stendur afhjúpaður sem
ósannindamaður og marklaus
fleiprari fyrir almenningi. Hirði
eg ekki um að kljást við „Verka-
manninn“ frekar meðan um-
ræður um mannkosti mína fara
fram á því þingi.
Guðm- GuÖlaugsson.
í fang. Hann gerir hlutverkinu að
sumu leyti góð skil, segir að
vanda margar setningar vel og er
ágætlega heima á leiksviðinu.
Aftur á móti vantar tilfinnanlega
þunga í leik hans, og hann er um
of teprulega volgurslegur (senti-
mental) sumstaðar. Ber hann því
leikinn ekki uppi eins og skyldi.
Jafnmikill leikari eins og J. N. er
í raun og veru, ætti að geta losað
sig við þenna galla. Annars er J.
N. langbeztur á leiksviði, þar sem
hann hefir stuðning af miklu
gervi, svo sem í Tunnann, Þóri
viðlegg og Ögmundi. Þar var hann
snillingur.
Glæpamannakonunginn Mori-
arty, leikur Guðmundur Gunnars-
son og gerir virðingarverða til-
raun í þá átt, að það takizt sem
bezt, en sumstaðar fer sú tilraun
nokkuð út um þúfur. Skal hér
bent á eitt atvik: Þegar búið er að
handjárna fantinn, sem reyndar
gengur óeðlilega seint, verður
fyrst lítið vart þeirrar * geðshær-
ingar, er. hann þó hlýtur að kom-
ast í eftir öllum málavöxtum, en
hann stendur jafnrólegur eins og
smeygt hefði verið upp á hann
sjóvettlingum. — Kaflinn, þar sem
Moriarty heimsækir Sherlock
Holmes, og þessi tvö afarmenni
mætast augliti til auglitis, er
ósköp tilþrifalítill frá beggja
hálfu.
Dr. Watson (Gunnar Magnús-
son), Mikkel Shark (Júlíus Odds-
son), John Forman (Hólmgeir
Pálmason) og Alfred Bassick
(Björn Sigmundsson) eru viðun-
anlega sýndir, einkum Shark, sem
er þeirra langskemmtilegastur.
Larrabee-hjónin eru sýnd af
Þóri Guðjónssyni og Margréti
Steingrímsdóttur. Ýmislegt mætti
að leik þeirra finna. Ungfrúna
vantar persónugervi í hlutverkið
og hún talar of óskýrt. — Rósa
Gísladóttir leikur Therese,
frönsku herbergisþernuna, og ferst
það vel. — Vandasamasta kven-
hlutverkið er Alice Faulkner, sýnt
af ungfrú Margréti Ólafsdóttur.
Að öllu samanlögðu er leikur
hennar góður, trúr og vandvirkn-
islegur.
Þá er gaskjallaralýður Mori-
artys. En þar verður fljótt yfir
sögu að fara. Ekki sýnast þeir
glæpafélagar á marga fiska,
skakkir. skældir og bognir og
nauða vesaldarlegir og ekki lík-
legir til stórræða. Og þetta á að
vera ógn Lundúnalögreglunnar!
Ja, það má vera léleg lögregla.
Manni er nær að halda að jafnvel
Akureyrarlögreglan myndi hvorki
blikna né blána við að horfast í
augu við þenna glæpalýð.
Fáein smáhlutverk eru enn
ónefnd og er ekkert sérstakt um
þau að segja.
Tjöldin í leiknum hafa málað
þeir Björgvin Jónsson og Sverrir
Áskelsson.
Að leikslokum á frumsýningu
voru leikendur kallaðir fram og
hylltir með lófataki.
bóndi á Kirkjubæjarklaustri og
fyrrum alþingism., andaðist laug-
ardagsnótt 8. þ. m., 68 ára að aldri.
Banamein hans var hjartabilun.
L. H. voru falin mörg trúnaðar-
störf um æfina. Þingmaður V.-
Skaftfellinga var hann á árunum
1922—1923 og 1928—1934. Hann
var um mörg ár oddviti og sýslu-
nefndarmaður og hafði forystu
um mörg menningar- og fram-
faramál sveitar sinnar. Hann var
frábærlega raungóður og vildi
hvers manns vandræði leysa.
Yfirlýsing.
Eg undirritaður votta hér með
fúslega, að Ingvar Axelsson vann
hjá njér í vegavinnu á Mold-
haugahálsi laugardaginn 23. ágúst
s.l., frá því vinna hófst að morgni
kl. 7.30 til kl. 6.15 að kvöldi. Var
það fimmtán mínútum fyrir
venjulegan hættutíma. Kom þá
bifi'eið, sem leið átti fram að
Bægisá. Bauð eg Ingvari að nota
ferðina, vegna þess að eigi var um
aðra ferð vitað þar fram eftir um
kvöldið.
Akureyri, 18. nóv. 1941.
Tryggvi Haraldsson,
KIRKJAN: Messað verður í Ak-
ureyrarkirkju n. k. sunnudag kh
2 e. h.
. Áheit á Akureyrarkirkju■ Kr.
10.00 frá I. K. og áheit frá ónefnd-
um kr. 10 00. Þakkir. Á. R.
Bamastúkan Sakleysið heldur
fund n. k. sunnudag kl. 1.30. B-
flokkur sér um fræðslu- og
skemmtiatriði. Félagar beðnir að
íjölmenna.
Ný itjórn
myndnð.
Á fundi í sameinuðu þingi í
fyrradag tilkynnti forsætisráð-
herra þingheimi, að hann hefði
þann dag myndað nýja stjórn. í
hinni nýju stjórn eru allir sömu
ráðherrar og áður, og verkaskipt-
ing með Öllu óbreytt.
Forsætisráðherra gerði nánar
grein fyrir þessari niðurstöðu í
ýtarlegri ræðu. Þingmeirihluti sá,
er felldi dýrtíðarfrv. Framsóknar-
flokksins, neitaði að takast á
hendur stjórnarmyndun, sem hon-
um bar þó skylda til samkvæmt
þingræðisreglum. Vetrarkosningar
voru taldar óframkvæmanlegar.
Þess vegna varð niðurstaðan sú
að hafa samstjórn áfram, en
leggja ágreiningsmálin á hilluna í
bili.
Ólafur Thors og Stefán Jóh.
Stefánsson sögðu nokkur orð fyr-
ir hönd flokka sinna. Aðrir tóku
ekki til máls.
Merkilegt erindi
verður flutt í kirkjulcaphellunni á
Fimtudagskvöld 20. þ. m. kl. 8,30 á
vegum Fyrirlestrafélagsins, Erindið er
um Kristsmynd ýmsra tfma. skýrt með
skuggamyndum og flutt af sr. Magn-
úsi M. Lárussyni menntaskólakennara.
Að þessu erindi loknu heldur fél.
aðalfund sinn. Væntanlega verður er-
indið vei sótt og fundurinn fjölmenn-
ur.
Moðiir skotinn til bana.
Laugardaginn 8. þ. m. skutu
tveir Bandaríkjahermenn á hóp
íslendinga í Hafnarfirði út af litlu
tilefni. Lenti eitt skotið í kviði
ungs manns, Þórðar Sigurðssonar,
og lézt hann á sjúkrahúsi þrem
dögum síðar.
Hermennirnir báru vopn í
óleyfi á þessum tíma.
Mál hermannanna kemur fyrir
herrétt Bandaríkjasetuliðsins, og
hefir forsætisráðherra verið full-
vissaður um, að hinir seku hljóti
þunga refsingu.
75 ára afmœli á Sigurgeir Jóns-
son, organleikari, þriðjudaginn 25.
þ. m. Heldur Sigurgeir sér ó-
venjuvel og hefir, sem kunnugt
er, verið organleikari Akureyrar-
kirkju síðustu 30 árin, allt til 1.
júlí s. 1.