Dagur - 20.11.1941, Blaðsíða 3

Dagur - 20.11.1941, Blaðsíða 3
46. li»i. d a a tr r 191 > * ♦ 4 -♦■♦ •♦- ♦- ♦-♦-♦•■♦-♦• ♦ ■♦ ♦ ♦ ♦■♦ ♦ Innilegt þakklœti til allra íyrir veitta samúð og hluttekningu við fráfail og jarðarför konunnar rninnar, Þóru. Hjaitalin. Bjarni Hjaltalín. .Doktorarnir' sem rita „Verkamanninn“ eru auðsýnilega pikkandi viðkvæmir fyrir uppreistum. Þetta er ógnar- lega skiljanlegt. í paradís komm- únista, Rússlandi, hafa uppreistir verið tíðar í þeirri merkingu, er „doktorarnir“ leggja í það orð. Stalin hefir löngum staðið í því að bæla þessar uppreistir niður í ríki sínu. Aðferðin hefir verið sú að senda uppreistarseggina eða þá, sem eitthvað villtust út af hinni „réttu línu“, inn í eilífðina, og er nú búið að slátra flestöllum eldri leiðtogum bolshevikka. Hvíla þeir nú í gröfum sínum fyrir náð „félaga“ Stalins. Það hefir meira að segja komið til „uppreistar“ í liði „doktor- anna“ hér á íslandi. T. d. fékk kommúnisti einn á Siglufirði sannfæringarkast hér um árið og hefði sjálfsagt verið drepinn, ef hann hefði verið í Rússlandi. Hér var hann látinn sleppa með að biðja sárt og aumingjalega um fyrirgefningu á þeirri hræðilegu synd, er hann hefði drýgt gegn Stalin! Svona gengur það til í nánd við „doktor“ Steingrím og „doktor“ Jakob. Vibori 09 vélakjöt. „Doktorar“ Verkam. skilja það ekki, að Rússar hafi náð Viborg frá Finnum snemma árs 1940, en Finnar hafi náð borginni aftur frá Rússum í haust. Hitt skilja „doktorarnir“ vel, að Rússar séu farnir að framleiða kjöt með vélaafli, eins og þeir gátu um í blaði sínu fyrir nokkru. Þeir ættu að segja meira frá vélakjöti þessu. Ársafmœli vígslu Akureyrar- kirkju fór fram á mánudagskvöld- ið eins og til var stofnað og getið var í síðasta blaði. Um 400 manns sóttu kirkjusamkomuna og um 900 kr. upphæð safnaðist í að- gangseyri, er kirkjan fær að njóta. Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli: Saurbæ, sunnudaginn 30. nóv., kl. 1 e. h. — Grund, sunnudaginn 7, des., kl. 1 e. h. í. O. G. T. St. Brynja heldur fund í Skjaldborg næstk. mið- vikud. kl. 8.30. — Inntaka. — Mikilsverðar tilkynningar. Áríð- andi að hver einasti félagi mæti. Að afloknum stuttum fundi verð- ur samsæti, og ef til vill dansað. Fyrirlesturinn: „Hallgrímur Pétursson og kenningar hans“, sem Arthur Gook flutti fyrir stuttu á Sjónarhæð, verður endur- tekinn, eftir sjerstakri áskorun, í Zíon, sunnudaginn 23. þ. m., kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir! Enn- fremur sunnudagaskóli kl. 11 f. h. á sama stað. Öll börn velkomin. Sherlock Holmes verður leikinn næstk. laugardags- og sunnudags- Hvöld. FrijSfo á Syðri-Bakka Dáinn 5. október 1941. Er þín var þögnuð tunga, mér þótti Bakki minni. Þú fræddir aldna og unga svo oft á lífstíð þinni. Þú sand af sögnum kunnir, er sykraði beizka daga, og ættfræði þú unnir, og íþrótt gamla Braga. Og verkadrjúgur varstu Þótt værir að kröftum þrotinn. Og byrði lífs þíns barstu svo beinn, en aldrei lotinn. Þú varst hin vaska hetja og vökumaður harði. Þig tjáði lítt að letja þótt lúann bæri að garði. í lífsins stranga stríði þú stóðst án þess að kvarta, en smáðir lata lýði og linku af öllu hjarta. Þú beinn og reifur barðist í byljum sárra nauða. Og elli vel þú varðist. Ei varstu smár í dauða. Þú vannst ei stóran vinning í veraldar happadrætti. Þó lifa mun þín minning, en mest af einum þætti. Nú heim þú hefur gengið frá hrjúfu, köldu landi. Þú hefur frelsi fengið; úr fjötrum laus þinn andi. Sveitungi. Hlutaveltu hefir kvenfélagið Hjálpin 1. des. næstk. í samkomu- húsinu í Saurbæ. Dans á eftir. — Veitingar fást á staðnum. Húsið opnað kl. 9.30. Aðgangur kostar kr. 1.50. Skemmtunin aðeins fyrir íslendinga. Gjafir í Vinnuhœlissjóð S. í.. B. S. 9 menn í vinnufloklti Davíðs Áskelssonar kr. 100.00. Kvenfélag- ið Hlíf, Ak., kr. 200.00. Þröstur og Þyri Laxdal kr. 50.00. N. N. kr. 50.00. K. kr. 50.00. Kolbeinn Árna- son kr. 10.00. 14 menn í vinnu- flokki Gunnars Bogasonar kr. 92.00. Þakkir. H. P. Nýja Bíó sýnir í kvöld kl. 6: Ellie May og kl. 9: Heppnir vin- ir. Á föstudaginn kl. 6 og 9: Bak við tjöldin. Á laugardaginn kl. 6 og 9: Heppnir vinir. Á sunnudag- inn kl. 3: Óður hjartans (barna- sýning), kl. 5: Ósýnilegi maðurinn kemur aftur (bönnuð börnum inn- an 16 ára) og kl. 9: Bak við tjöld- in. — Bamastúkan ,,Samúð“ heldur fund næstk. sunnudag kl. 10.30 i Skjaldborg. C-flokkur skemmtir. Fjölmennið! Munið ársfjórðungs- gjöldin! Pétur Magnússon hrm. hefir verið kjörinn bankastjóri Lands- bankans. Nýlátiwn er á Landsspítalanum Páll Halldórsson erindreki eftir þunga legu. Hann var hátt á sjö- tugsaldri, vel gefinn og vinsæll maður. Sjötugsafmœli átti 5. þ. m. Jón- as Á. Jónasson trésmíðameistari ihér í bae. Bækur. Oscar Clausen: Prestasögurll. Porsteinn M. Jónsson gaf út. Bók þessi er rúmar 100 bls. að stærð Segir hún fyrst frá Grímseyjarprestum, og nær sú frásögn yfir nær he'ming bókarinnar. Segir þar frá öl'utn prest- um í eyjunni frá því um 1700 og allt til vorra daga. Endar frásögnin á sr. Pétri Guðmundssyni og sr. Matíh'asi Eggertssyni, hinum síðasta Grímseyjar- presti. Nú er prestlaust í Grímsey, en presturinn í Ólafsfi.ði er látinn sjá um ajónustu þar. Næst segir frá tveimur prestum í Reykjadal í Hrunamannahreppi, þeim sr. Þórði Jónssyni, sem var prestur í Reykjadal 1728—1759, og sr. Jóni Guðmundssyni, er þar var prestur 17ó7 — 1 770, og voru þeir báðir harla ein kennilegir menn. Síðast eru frásagnir um sr. Hjálmar á Hallormsstað og sr. Guðmund föður hans, er varð þjóðkunnur fyrir kvenna- mál sín. Sr. Hjálmar fékk Hallorms- stað 1832 og var þar prestur til æfi- loka, en hann dó 1861, kominn yfir áttrætt, Bókin er skemmtileg og í henni tals- verður sögulegur fróðleikur. Grima. Tímarit fyrir íslenzk þjóðleg fræði. 16. hefti. Rit- stjórar: Jónas Rafnar og Þor- steinn M. Jónsso.n Útg. Þor- steinn M. Jónsson. Eins og jafnan áður flytur þessi síð- asti árgángur Grímu, setn er sá 16. í röðinni, þjóðlegan og skemmtilegan fróðleik, og er hún altaf kærkominn gestur á fjölda heimila. Lengsta greinin í þessu hefti Grímu er um Sandholtsfeðga, efiir Oscar C'au- sen. Voru þeir kunnir verzlunarmenn á sínum tíma og eiga margaafkomend- ur. Önnur lengsta greinin er um Kristján fótalausa érkennilegan ólánsmann, sem uppi var á fyrri hluta 19. aldar. Greinina tiefir Konráð Vilhjálmsson skrásett. Þá eru einnig nokkrarstyttri frásagnir nm drauga, huldufólk, drauma, ,hafmenn o. fl. Eimreiðin. 3. h. 1941. Rit- stjóri: Sveinn Sigurðsson. í þessu hefti kennir margra grasa. — Ritstjórinn skrifar venjulega grein »Við þjóðveginn* og ræðir þar um •tervernd Bandatíkjanna, komu Churc- Itill til Reykjavíkur, styrjöldina milh Rússa og Þjóðverja o fl. Árni Pálsson skrifar um Snorra Sturluson og íslend- ingasögu og Vilhjálmur Stefánsson um hefðbundnar villukenningar. Þá flytur ritið þýdda grein, er nefnist Frum byggjar Ástraliu og grein, eftir Helga Valtýsson, er hann nefnir: Þegar ég sat um Henry Ford. Enn er þar framhald af greinum eftir A. Cannon undir fyrir- sögninni: Ósýnilegáhrifaöfl, saga eftir Kristmann Guðmundsson, kvæði eftir Guðmund E. Geirdal, Þóri Bergsson og Friðgeir H. Berg og margt 'leira. Heilbrigt llf. Tímarit Rauða Kross íslands. 1. árg., 3.-4. hefti 1941. Tímarit þetta fjallar um heilsuvernd og líknarstarfsemi og er eina tímaritið hérálandi, se n helgar þessum málum ifni sitt. Ymsir ritfærustn læknar birta þar greinar. Rifstjótinn er dr. med. Ounnlaugur Claessen. I þessuni heftum eru greinar sem hér segir: Er ástæða til að bæta brauð- in, eftir N. Dungal. Ritstjóraspjall. Berklasmitun, eftir Sigurð Sigi rðsson. herklayfirlækni. Svefn og hvíld, eftir Jóhann Sæmundsson. Kláði, eftir Hann- es Guðmundsson. Lffskjör og heilsufar, eftir Sigurjón Jónsson fyrv.héraðslækni. Æiintýri B - vitamína, eftir Gunnlaug Claessen. Skottulækningar nútímans, eftir Karl Kroner dr med. Ennfremur eru þár bókadómar og fleira smávegis. Þetta er hið læsilegasta rit og mjög fróðlegl. Sokkar Treflar Lúffur Hannyrðaverzl. Raojnh. O. Björnsson. Kirkjuritið ættu allir að kaupa. Nýir áskrif- endur fá eldri árganga fyrir hálf- virði hjá KR. S. SIGURÐSSYNI, Brekkugötu 5 B. POLYFOTO Flestar myndir fyrir fæsta peninga. Jón & Vigfús.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.