Dagur - 20.01.1942, Side 1

Dagur - 20.01.1942, Side 1
Vikublcxðið DAGUR Ritstjóri: INGIMAR EYDAL. AfgreiSslu og auglýsingar annast; Jóhann Ó. Haraldsson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Sími 96. f Árgangurinn kostar kr. 8,00. Prentverk Odda Björnssonar. SæmindiyJ selnum „SKjaldborgin“ leggur til atlögu jþJÓDIN ÖLL mun fylgjast af áhuga með því, hvernig hinni fyrstu tilraun einræðissinna að seilast til valda í íslenzku bæjarfélagi reiðir af. Það verður allsstaðar talinn sanngjarn mæli- kvarði á pólitískan þroska okkar Akureyringa, hve mikið fylgi við veitum slíkum „foringjum" við kjörborðið á sunnudaginn kemur. - Enginn sannur lýðræðissinni, sem ann frelsi og mann- réttindum, mun svo auðtrúa og einfaldur, að hann greiði atkvæði sitt fulltrúum félags, sem ís- lenzkur dómstóll hefir nýskeð úrskurðað, að starfi „mjög í anda einræðisstefnu nazista“. Abyrgðarmesta starf í veraldarsögunni — Roosevelt skipar framleiðslustjóra — öxulríktn bíða pólttiskan óstgur fVerkamaðurinn‘ og skólarnir trOMMÚNISTABLAÐIÐ „Verka- **■ maðurinn" byrjar árið með því að senda skólastjórum bæjarskól- anna hér óvenjulega nýárskveðju. — Eftir að blaðið hefir borið á Dag, að öll skrif hans um Sovétríkin hafi verið „lygi“, ,^níð“, „vísvitandi blekk- ingar“, „botnlaus fáfræði" og „þykk- asta heimska“ (öllum þessum mól- blómum fylgir enginn rökstuðning- ur), lýsir blaðið yfir því, að kennsl- an í skólum bæjarins, barnaskólan- um og Gagnfræðaskóla Akureyrar, hafi verið „á álíka stigi“ og fræðsla Dags. Samkvæmt þessu heldur „Verkamaðurinn" því fram, að kennslan í bæjarskólunum, undir stjórn skólastjóranna Snorra Sigfús- sonar og Þorsteins M. Jónssonar, hafi verið innifalin í lygi, níði, vís- vitandi blekkingum, botnlausri fá- fræði og þykkustu heimsku. — Til enn frekari áherzlu bætir „Verka- maðurinn" því við, að skólamir hafi verið gerðir að „útungunarstöð“ fyrir „brjálsemi, heimsku og fáfræði“. — TjAÐ Á EKKI við að gera þessum órökstuddu og andstyggilegu gíf- uryrðum svo hótt undir höfði, að fara þeirra vegna að bera skjöld fyrir skólana. En á það skal bent, að á- byrgðarmaður að þessum þokka er enginn annar en efsti maður D-list- ans. Hann ber því lagalega og sið- ferðilega ábyrgð á þessum ógeðslega rógi á hendur forstöðumanna skól- anna og kennaraliðs þeirra. Ekki er það vitað, að þessi maður hafi kynnt sér af eigin sjón og heym kennsluna i umræddum skólum og getur því naumast talizt dómbær í þessum efnum á eigin spýtur. En hann er giftur einni af hinum föstu kennslu- konum barnaskólans, og mágkona hans er í skólanefnd. Það er því hætta á, að grunur geti fallið á þessar konur um að bera slúður- sögur um skólastarfið í ábyrgðar- mann „Verkamannsins“. Þetta mun þó alls ekki eiga sér stað. Til þess eru þær báðar of vandaðar konur. XjriTT mun sönnu nær, að sú þokka- *lega framleiðsla, er fyrr getur, sé andlegt fóstur þriðja manns D-list- ans. Hann mun telja sig í baráttu- sæti á listanum og vill því vinna sér nokkuð til frægðar í þeirri von, að ó frægðinni kunni hann að fljóta inn í bæjarstjómina. Má og vera að hin fruntalega og tilefnislausa árás hans á skólana geri hann frægan — að endemum. í almæli er líka, að ábyrgðarmaður „Verkamannsins“ eigi oft erfitt með að hafa fullt taumhald á því ólma manndýri, er sett hefir verið í 3. sæti á lista kommúnista við í hönd farandi bæj- arstjómarkosningar. — En hvað segja foreldrar í þessum bæ um hina hrottalegu og óverðskulduðu árás „Verkamannsins“ á þær stofnanir, er þeir hafa falið að uppfræða böra sín, og þeir flestir eða allir telja sig í mikilli þakkarskuld við? Vilja þeir heiðra höfund árásanna með því að kjósa þann lista, sem hann er settur til að prýða? . . . B-LISTINN . . . er listi frjálslyndra um- bótamanna. I. Kosningablað E-listans kom út s. 1. laugardag. Það er hin fyrsta „opinbera herstjórnar- stjórnartilkynning" þeirra Skjaldbyrginga, enda munu menn, hafa beðið hennar með nokkurri forvitni og óþreyju, og vænzt þess, að nokkurt matarbragð væri að henni, eftir allt það, sem á undan er gengið. Plagg þetta er þó harla sviplítið og dauft í dálkinn, þegar til kastanna kemur. Hafa sumir menn það í flimt- ingi, að hógværð „foringjanna“ muni standa í einhverju sam- bandi við „ástandið" og myndi þeim liggja mun hærra rómur, ef svo væri í pottinn búið, að það væri þýzkur her en ekki brezkur, sem dveldi í landinu. Sennilega er það þó öllu rétt- ari skýring á þessu fyrirbrigði, að þeir Brynleifur, Jón og Svavar kjósi ekki að gefa til- efni til þess að pólitísk fortíð þeirra verði rifjuð upþ að nokkru ráði, að þessu sinni. Eins og lesendum Dags er þegar kunnugt, hefir íslenzkur dómstóll nýlega haft lög Skjaldborgaranna til meðferð- ar, og blað eitt hér í bænum hefir nú birt þau í heild. Þess gerist því naumast þörf, að fara hér um þau mörgum orð- um að sinni. — Formanni fé- lagsins er þar — að þýzkri fyrirmynd — falið alræðis- vald yfir öllum athöfnum fé- lagsins; getur hann haft allar samþýkktir og álit félagsfunda að engu, ef honum gott þykir. — „Fulltrúar félagsins á op- inberum vettvangi skulu. . . . vinna drengskaparheit að trún- «8i ilnum viS félagið", þ n- formanni þess, þar sem hann ræður þar einn lögum og lof- um — lífs ög liðinn að kalla, því að i lögunum er svo ráð fyrir gert, að hann geti — og er það einnig mjög að þýzkri fyrirmynd — skipað eftir- mann sinn, ef foringinn hefir þá annars sinnu á slíku undir andlátið, því að hætt er við, að hann kunni þá að verða í nokkuð þungum þönkum um „hinn kristilega grundvöll" framhaldstilveru sinnar. Undarlega hljóta þeir menn að vera skapi famir, sem skrifa nafn sitt af frjálsum og fúsum vilja undir slík lög, og afsala sér með því persónurétti sín- um, skoðana- og athafnafrelsi í félagsmálum. Að vísu var það áður vitað að þeir félagar, Jón og Brynleifur, höfðu um sig „hirð“ allra — eða flestra — hinna helztu nazistavina í bænum, sem jafnan era reiðu- búnir að súpa úr hófsporum „foringjanna“ hverja þá smán, sem nokkur einræðiskeimur er að. — Það er og margt ó- ánægðra manna í heimi hér, en fæstir þeirra eru þó ó- ánægðir með sjálfa sig. Margir era meira að segja harla á- nægðir með sína eigin per- sónu, og finnst það firn mikill, að samborgarar þeirra skuli tregir til að viðurkenna ágæti hennar og veita henni dálitla tilbeiðslu og ofurlitla lotningu. Þeir kenna þá venjulega ýmist vondum mönnum eða vitlausu skipulagi um þau mistök og vonbrigði, sem að þeirn steðja í þessum efnum. Og enn aðrir eru haldnir af þeirri villutrú, Frtmbald 4 3. W0& Roosevelt Bandaríkjaforseti hefi rskipað einn mann til þess að hafa á hendi yfirstjórn allrar framleiðslu til hernaðarþarfa í Bandaríkjunum. Maðurinn heit- ir Donald Nelson■ Sigurvonir lýðræðisþjóðanna eru bundnar við hina risavöxnu framleiðslu- getu Bandaríkjamanna og þær áætlanir þeirra að smíða 60.000 flugvélar á þessu ári og 125.000 á næsta ári auk annara risavax- inna framkvæmda. Það er því kannske ekki ofmælt, þegar hinn víðkunni, ameríski blaða- Von um árangur af boruninni á Laugalandi? YETURINN 1940—41 lét hita- veitunefnd bæjarins hefja rannsókn á hitaveitumálinu, með borunum í Glerárgili. Gekk bor- unin þar erfiðlega og varð lítill árangur. Nú í haust var farið að bora að Laugalandi í Glæsibæjar- hreppi. Fyrir nokkrum dögum^ síðan var hitinn í borholunni þar orðinn 50 stig, og er holan þó aðeins 13 metra djúp ennþá. Virðist þetta gefa til kynna, að von sé um árangur á þessum stað. Talið er að Laugaland í Glæsibæjarhreppi sé einna álit- legasta jarðhitasvæðið hér í sýsl- unni; vegalengdin frá Akureyri og þangað er aðeins 13 km. Mun frekari frétta af þeim tilraunum er bæjarstjómin lætur gera í þessu efni beðið með mikilli eft- irvæntingu. h'ngeyska mæðiveikin komin í Bárðardal Fréttaritari blaðsins í Bárð- ardal skrifar: Mæðiveikin þingeyska er komin upp á Bjarnarstöðum í Bárðardal og er það sunnan við síðustu vamarlínuna, sem lögð var í haust. Enn sem komið er, hafa engar ákvarðanir verið teknar, hvorki af mæðiveiki- nefnd né fjáreigendum um það, hvernig skuli farið með þetta fé. Tíðarfar er hér með eins- dæmum gott, eins og annars staðar. Aldrei hefir komið neinn snjór, aðeins fölvað nokkram sinnum. Nú fyrst (um áramót) er rétt búið að taka fé í hús á þeim bæjum, þar sem það er síðast gert, en á sumum bæjum liggja þó lömb úti mn. maður og fyrirlesari Raymond Gram Swing, kallaði starf Nel- sons „ábyrgðarmesta starf ver- aldarsögunnar“, — í útvarpser- indi nú um helgina. Áður hafa ýmsar greinar DUFF COOPER, striðsstjórnarráðherrann brezki t Singapore hefir verið kallaður heim. framleiðslunnar lotið yfirstjórn nefnda og ráða, en amerísk blöð hafa undanfarið haldið uppi lát- lausri gagnrýni á stjórn fram-. leiðslunnar og hafa talið að þar gengi ekki allt sem skyldi. Af- leiðing þessarar gagnrýni varð opinber rannsókn í málinu og ákvörðunin um að skipa fram- leiðslustjóra, sem hefði alla þræði framleiðslunnar á einni hendi ,og gengur, í reynd, næst sjálfum forsetanum að völdum. Donald Nelson er lítt kunnur maður vestra, sagði Swing enn- fremur. Hann er eigandi verzl- unarhúss í Chicago, en gekk í þjónustu ríkisins fyrir skömmu síðan. Þótti hann sýna þar frá- bæran dugnað og skipulagsgáf- ur. Nelson hefir nú tilkynnt að víðbúnaðaráætlanir forsetans verði framkvæmdar á tilsettum tíma; fyrir því verði allt að víkja skilyrðislaust. Almenningur í Bandarkjunum hefir fagnað hinum nýja fram- leiðslustjóra vel. DXULRÍKIN OG SUÐUR- AMERÍKA. Meðan nýskipun þessara mála fór fram í Washington hófst al- ameríska ráðstefnan í Rio de Janeiro, þar sem utanríkisráð- herrar allra Ameríkuríkjanna, eða fulltrúar þeirra, eru mættir. Hlutvek hennar telja amerísk blöð fyrst og fremst að útiloka áhrif Öxulríkjanna í Suður- Ameríku, en ennþá hafa 8 Suð- ur-Ameríkuríki stjórnmálasam« (Framhild á 3, síðu)<4

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.