Dagur - 22.01.1942, Blaðsíða 4
4
DAGUR
Fimmtudagur 22. jan. 1942.
ÚR BÆ OG BYGGÐ
Kirkjan. Messað verður næstk.
sunnudag í Lögmannshlíð, kl. 2 e. h.
Fermingarböm komi til viðtals.
St. Brynja nr. 99 heldur fund í
Skjaldborg miðvikud. 28. þ. m. kl.
8,30 e. h. Dagskrá: Inntaka. Kosning
embættismanna. Stutt fræðsluerindi
flytja sr. Magnús Már, Marínó Stef-
ánsson og Eiríkur Sigurðsson. Upp-
lestur: Sigurgeir Jónsson. •— Aliir
templarar velkomnir.
Barnastúkan Bernskan heldur
fund í Skjaldborg sunnud. 25. þ. m.
kl. 2 e. h. Kosning embættismanna.
B-flokkur fræðir og skemmtir.
Barnastúkan Samúð heldur fund í
Skjaldborg n.k. sunnudag kl. 10. B-
flokkur skemmtir. — Félagar, fjöl-
menniðl
Da£ur kemur næst út á laugar-
dag.
Skrifstofa B-listans biður þá menn
sem fengið hafa lista til athugana, að
koma til viðtals hið allra fyrsta.
Ráðskona Bakkabræðra verður
leikin í samkomusal Gefjunar n.k.
laugardagskvöld kl. 8,30. Aðgöngu-
miðar seldir á kaffistofu Gefjunar
kl. 12,45 sama dag og kosta kr. 2,00.
Aðalfundur
Bílstjórafélags Eyjafjarðar verð-
ur haldinn í fundarsal K. E. A.
laugardaginn 31. jan. 1942 og
hefst kl. 12 á hád. Áríðandi að
sem flestir mæti stundvíslega.
STJÓRNIN.
Kjósum um stefnurnar.
Framhald af 1. síðu.
þó að bæta hag sinn jafnt og
þétt. Sú hagsbót var aðallega
fólgin í aukinni ræktun og
stækkun bústofnsins. Allar bús-
afurðir, sem til sölu voru ætl-
aðar, fluttu þeir beint til Akur-
eyrar, þar sem Akureyringar
tóku við þessu ýmist til eigin
neyzlu, eða til þess að búa til
úr þeim vörur hæfar til sölu á
erlendum og innlendum mark-
aði. Því meira sem framleiðsla
sveitanna jókst, því meiri vör-
ur voru fluttar til Akureyrar
og því fleiri hendur þurfti hér
til þess að gera þessar vörur
að útflutningsvörum eða iðn-
aðarvöru til sölu.
Eg vildi óska, að menn gerðu
sér yfirleitt meira far um að
athuga hversu merkileg sam-
vinna bændanna og okkar Ak-
ureyringa raunverulega er. Það
er ekki rétt, eins 'og andstæð-
ingablöðin halda fram, að
bændur héraðsins hugsi um
það eitt, að sprengja upp verð-
lag á kjöti og mjólk, sem selt
er bæjarbúum. Akureyringar
búa við lægra verð á mjólk en
nokkur annar af stærri bæjum
þessa lands, og það sem meira
er um vert, — þeir búa við
betri mjólk og mjólkurafurðir
en nokkrir aðrir kaupstaðabú-
ar landsins."
Ræðumaður lauk máli sínu
með því að segja, að menning
bæjarins og hagsæld byggðust
á samtökum allra stétta bæjar-
félagsins til þess að vinna í
sameiningu að bættum kjörum
sínum, með því að koma á fót
atvinnufyrirtækjum, sem rekin
séu á samvinnugrundvelli og
yfirleitt stuðla á allan hátt að
vexti og viðgangi bæjarins, svo
að hann megi verða heimili
heilbrigðra, starfandi manna.
Aðstaða flokksins of veik
s.l. kjörtímabil.
Árni Jóhannsson bæjarfull-
trúi ræddi ítarlega um aðstöðu
flokkanna í fráfarandi bæjar-
stjórn og starfið þar. Þótt
Framsóknarmennirnir hefðu
ekki verið nema þrír, þá hefði
þeim tekizt að vinna að mörg-
um þörfum málum. Ef að-
staðan breyttist þannig, að
flokkurinn fengi fjóra fulltrúa
kosna við þessar kosningar,
mundi það opna möguleika til
þess að framkvæma mörg þau
áhugamál, sem flokkurinn berst
fyrir í málefnum bæjarins. Því
næst ræddi hann blekkingar
kommúnista, sem nú ráðast á
bæjarstjórnina fyrir rafveitu-
málið m. a., og sýndi fram á
með rökum, að ekki var um
annað að ræða, en byggja stöð-
ina við Laxá, eins og hún nú
er; allar fullyrðingar kommún-
ista væru til þess eins gerðar,
að slá ryki í augu fólks; þeir
vissu eins vel og aðrir hvernig
í málunum lægi í raun og veru.
Árni drap því næst á nauðsyn
þess, að bærinn eignaðist meira
land, og sagði að fulltrúar
flokksins myndu styðja það
nauðsynjamál í framtíðinni,
eins og hingað til, sem og önn-
ur þau mál, er miðuðu að auk-
inni menningu í bænum.
Kosið um
grundvallarstefnurnar.
Þorsteinn M. Jónsson skóla-
stjóri lagði áherzlu á það, að
afstaða hugsandi manna til
málanna á hverjum tíma
grundvallaðist af lífsviðhorfi
þeirra. Kosningarnar nú myndu
því ekki snúast um dægurmál-
in, heldur myndu kjósendur
gera upp á milli grundvallar-
hugsjóna þeirra flokka, sem í
kjöri eru við kosningarnar.
Grundvallarhugsjón Framsókn-
arflokksins væri að gefa ein-
staklingunum tækifæri til þess
að ná þeim þroska, sem þeim
er áskapaður og stuðla að því
að hver og einn beri réttlát-
lega úr býtum fyrir það, sem
hann vinnur. I bæjarmálum er
þetta' grundvallarstefna flokks-
ins ekki síður en í landsmálum.
Andstæðingar F ramsóknar-
manna væru sífelt að ala á því
að flokkurinn væri fyrir bænd-
ur. og enga aðra og þess vegna
ætti hann ekki rétt á sér í bæj-
unum. Aðalmál flokksins væru
samvinnumál, jarðræktarmál
og aukin menntun þjóðarinnar.
Snertu þessi mál ekki verka-
menn bæjanna? Vissulega
gerðu þau það. Þau væru öll-
um stéttum nauðsynleg, en
ekki sízt verkamönnum.
Þá væru andstæðingar
flokksins sífellt að tala um að
hann væri andvígur sjávarút-
vegsmálum. Hvílík firra þetta
væri mætti bezt sjá af afskipt-
um flokksins af síldarvérk-
smiðjumálunum. Það var
Framsóknarmaður og þing-
maður þessa bæjar, sem barð-
ist mest og bezt fyrir því máli
og bar það fram til sigurs með
styrk flokksins. Sjómenn og
verkamenn mættu gjarnan í-
huga hver hagsbót Síldarverk-
smiðjur ríkisins hafa orðið allri
þjóðinni og sjómanna- og
verkamannastéttunum sérstak-
lega.
Herzluverksmiðja.
Ræðumaður sagði að innan
skamms ræki að því, að reist
yrði lýsisherzluverksmiðja hér
á landi til þess að gera síldar-
lýsið verðmeiri vöru. Hann
taldi margt mæla með Akur-
eyri sem stað fyrir þessa verk-
smiðju, og nauðsyn bera til að
ráðamenn bæjarins væru vel á
verði í þessu máli. Það mundi
ómetanlegur hagur fyrir bæinn,
ef verksmiðjunni yrði valinn
staður hér.
Brynjólíur Sveinsson kenn-
ari, ræddi um viðhorf til kosn-
inganna og listanna, sem kjós-
endur eiga um að velja.
Dýrasti auðurinn.
Sagði hann m. a.: „Við, sem
góðu heilli byggjum þennan
afkima í nyrzta norðri, göng-
um til kosninga á tímum, þeg-
ar öll okkar vesæla veröld
nötrar í hinum fáránlegustu
fjörbrotum, sem saga hnattar-
ins þekkir. Um margt kann að
vera barizt og sumt miður
þarft, en þó er eitt víst: Milj-
ónir manna um gervalla jörð
fórna nú fjöri og frelsi, ham-
ingju og heilsu og öllu, er þeir
dýrmætast eiga, í baráttunni
um það, hvort allir skuli lúta í
Iægsta dufti fullkominnar
undirgefni við nokkra met-
orðasjúka og valdabrjálaða ves-
alinga, eða við megum enn um
stund una við lýðræði og
mannréttindi, sem keypt hafa
verið á aldanna rás dýru verði
og þungum fórnum. Menn
kunna nú að segja, að slíkt sé
háfleygt tal og komi ekki við
kosningum hér á Akureyri. —
Leikslok þessara mála verði á
vígvöllum stórþjóðanna, við
skulum hugsa um okkar bæj-
armál og kjósa um þau. En
það eru þessi mál, sem við
skulum framar öllu öðru kjósa
um. Þótt við berum ekki vopn
þurfum við ekki að vera vilja-
lausar bleyður. Við eigum að
leggja andlegan mátt og mann-
dóm í vörnina um dýrasta
auðinn, sem íslenzk þjóð hefir
eignazt og þrátt fyrir allt seigl-
azt til að varðveita: réttinn til
þess að tala og hugsa eins og
frjálsborinn maður“.
Brynjólfur sagði að fram-
bjóðendur Framsóknarflokks-
ins myndu ekki taka upp þann
ósið andstæðinganna að lofa
gulli og grænum skóg-
um í framtíðinni því stundum
veittist þeim auðveldara að
lofa en efna! „En einu vil ég
heita“, sagði Brynjólfur enn-
fremur. „Ef ég einhverntíma á
einhvern hlut í opinberum
málum, vil ég segja sem oft-
ast: Framar öllu öðru legg ég
til að draumaborgir einræðis-
sjúkra valda-spekúlanta í ís-
lenzku þjóðlífi verði jafnaðar
við jörðu“,
Að gefnu tilefni
tilkynnist hérmeð heiðruðum viðskiptavinum
vorum, að skömmtunarmiðar eru alls ekki
lánaðir og heimsendar skömmtunarvörur ekki
afgreiddar nema gegn miðum um leið.
Virðingarfyllst,
KAUPFELAG EYFIRÐINGA
%
i Geffun
er nú vel birg af margskonar gerðum af dúkum.
Komið meðan úrvalið er mest og tryggið yður
kaup á þeim dúkum, er þér þarfnist á næstu
tímum. —
GEFJUNAR-dúkar eru ódýrustu dúkamir, sem
nú eru fáanlegir hér á landi, en standa þó
framar að gæðum mörgum þeim dúkum, sem nú
eru innfluttir. —
ALLIR GEFJUNAR-DÚKAR ERU UNNIR
ÚR 100% ULL.
Ullarverk§miðjan
Gefjun.
IJÍIar- og rykfrakkar
nýkomnir
í miklu úrvali.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
Vefnaðarvörudeild.
Gólffeppin
komin.
KAUPFELAG EYFIRÐINGA
Vefnaðaivörudeild.
Brúnir skinnhanzkar,
alfóðraðir, töpuðust í Nýja
Bio eða rétt þar nálægt.
Skilist gegn fundarlaun-
um í Hamarsstíg 1.
Ofn — plógur.
Ofn til sölu.
Plógur óskast keyptur.
Vilhjálmur Jóharmesson
Litlahóli,