Dagur - 12.02.1942, Blaðsíða 1

Dagur - 12.02.1942, Blaðsíða 1
Vikublaðið DAGUR Ritstjórar: INGIMAR EYDAL, JÓHANN FRÍMANN. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Jóhann Ó. Haraldsson. Skrifstoía við Kaupvangstorg, Sími 96. Árgangurinn kostar kr. 8,00. Prentvark Odda Björnssonar. XXV. árg. Okurskrif „íslendings". í 51. tbl. „ísl.“, fyrra árs, þreytir ritstjórinn enn fang- brögð við dýrtíðardrauginn. Miklu er hann þó mildari og hógværari en stundum áður í garð bænda og reynir jafnvel að sanna þeim sína föðurlegu umhyggju. Fyrst skal vikið að mjólkinni. Ritstj. hneykslast á því, að eg hafi sleppt röksemdum hans í tilvitnun úr einni grein hans um mjólkurhækkunina. Og til þess að lesendum „Ðags“ gefist kost- ur á að kynnast þessum rök- semdum og í hverju hættan á að vera fólgin, að dómi ritstjórans, skal klausan tilfærð hér, eins og hun er endurtekin í 51. tbl. „ísl.“. „Eg taldi nokkra hættu á, að óhófleg verðhækkun á mjólk, þ. e. verðhækkun, sem færi hlut- fallslega langt fram úr kaupgetu almennings, gæti leitt til þess, að bæjarfélögin teldu sér skylt að gera ráðstafanir til að afla borgurunum ódýrari mjólkur, t. d. með stofnun kúabús eða með því að styðja þá á einhvern hátt til að framleiða mjólk sjálfir". Þetta eru nú rökin, sem eg sleppti og ritstj. harmaði mest að haldið væri leyndum fyrir lesendum „Dags“. Um kúabúið er það að segja, að það er nýstárleg kenning hjá íhaldinu, ef opinber rekstur á að verða til bjargar, þegar að kreppir. Enda virðist nú ólærð- um leikmönnum, sem til þess þurfi æði mikið fé, að stofna stórt kúabú á þessum tímum. Hitt virðist þó enn óálitlegra til úrbóta í þessum efnum, að þuria að reka slíkt bú með miklu hærra • kaupgjaldi en búrekstur bænda getur borið. En verði nú slíkt bú rekið með miklum haila eins og t. d. oftast hefir verið um kúabú Siglufjarðar, ja, þá legg- ur viðkomandi kaupstaður út peninga fyrir mjólk, en þelr peningar verða aftur teknir af neytendum. Hvað hitt atriðið snertir, „að bæjarfélögin styðji borgarana á einhvern hátt til að framleiða mjólk sjálfir", þá er því til að svara, að með þessum „rökum“ sínum viðurkennir ritstj. blátt áfram, að ekki sé hægt að fram- leiða ódýrari mjólk en bændur gera, án stuðnings, þrátt fyrir allt bændaokrið, og það jafnvel þótt hún sé framleidd við sölu- stað og seljist án milliliða beint til neytenda, en það er þó í öllu venjulegu árferði lang bezta salan. Þrátt fyrir þessa viður- kenningu krefst ritstjórinn þess af bændum, að mjólkin hækki iítið, þótt framleiðslukostnaður- inn vaxi hröðum skrefum. Eiga bændur sjálfsagt að skilja það sem velvild í sinn garð af hálfu ritstj. „ísl.“. „ísl.“ segir, 19. des. s.l., að eg iæri sölufyrirkomulagið fram, sem afsakanir fyrir hinu háa verði landbúnaðarvara. Auðvit- að er þetta mesti misskilningur, því að meðan fólkið, sem vinnur að framleiðslu þessara vara, ber ekki eins mikið úr býtum fjár- nagslega og flestir aðrir þegnar pjóðfélagsins, eru afsa'kanir al- gjörlega óþarfar. En fyrst ritstj. skilur ekki eða vill ekki skilja mál mitt rétt, verð eg að skýra petta nánar. Ritstj. „ísl.“ gat þess í einni af sínum mörgu dýrtíðargreinum, að setuliðið keypti upp smjör- og eggjaframleiðslu lands- manna. íslenzkir fátæklingar gætu ekki keypt hana og efna- menn fengju hana ekki. Þarna er því beinlínis dróttað -að þeim, sem með vörur þessar verzla, að þeir geri setuliðinu hærra undir höfði en sínum eigin löndum. Sé nú nokkur fótur fyrir þessu, sem mér þykir næsta ólíklegt, þá er þetta ekki gert að undirlagi bænda, því að þeir afhenda verzlunum aðalmagn fram- leiðslu sinnar og geta síðan engu ráðið um það, hverjum vörurn- ar eru seldar. Og það er víst, að bændum er engin þökk á því, að setuliðið sé að öðru jöínu tekið fram yfir landsmenn. En þótt eitthvað væri nú hæft í fullyrðingum „ísl.“, um að setu- liðið yfirbyði stundum einhverj- ar vörur, t. d. egg og smjör, þá virðist mér það ekkert undar- legt, þótt bændur sinntu slíkum boðum að einhverju leyti meC- an enginn matarskortur er í landinu. Eg veit ekki betur en t. d. verkamenn og iðnaðarmenn telji setuliðið alveg jafn rétthá- an vinnuveitanda og ísl. fram- leiðendur, því að þess verður ekki vart að þeir séu látnir sitja fyrir vinnu, jafnvel þótt sama kaup sé í boði. Eg skora nú á ritstj. „ísl.“ að tilfæra einhverjar verzlanir með nöfnum, sem hafa selt setu- liðinu smjör í stórum stíl á sama tíma og þær hafa neitað landsfólkinu um það. Annars munu bændur líta á fullyrðing- ar ritstj. í þessu efni eins og hvert annað gaspur. Ritstj. „ísl.“ er meínilla við allar verðlagsnefndir landbún- aðarafurðanna. Sagði hann með- al annars í einni dýrtíðargrein- inni, að ekki mætti á milli sjá hver þeirra stæði bezt í ístaðinu fyrir bændur. Tel eg það merki þess, að honum finnist afurða- söluskipulagið hagkvæmt fyrir þá, og verður þá auðskilið hvers vegna hann býður fram liðveizlu sína til að kollvarpa því. Höfuðtilgangur ritstj. „ísl.“ með skrifum sínum um dýrtíð- ina virðist vera sá, að sannfæra neytendur um að bændur okri á framleiðsluvörum sínum. Til sönnunar þessu hefir hann jafn- an klifað á því, að framleiðslu- vörur bænda hafi hækkað um fleiri % en verðlagsvísitalan og telur slíka hækkun bæði óþarfa og ósanngjarna. En þó að það kunni að vera vinsælt og væn- legt til stundarfylgis í kaupstöð- um landsins, að syngja sóninn um bændaokur, þá mega allir sjá, að slíkir sleggjudómar „ísl.“ fá ekki staðist. T. d. þegir ritstjórinn vandlega um það, að allir aðalkostnaðarliðir við bú- rekstur bænda hafa hækkað, ekki aðeins um verðlagsvísitöl- una heldur um 100—300% og ef til vill meira. í annan stað lætur ritstj. þess hvergi getið, að laun margra neytenda hafa hækkað síðan fyrir stríð miklu meir en um vísitöluna og stafar það af miklu fleiri vinnudögum á ár- inu. Hitt er svo annað mál, að eg veit, að það eru til neytendur, sem dýrtíðin kemur illa við, t. d. fjölskyldumenn á föstum laun- um í lágum launaflokkum. En þessu fólki verður að hjálpa til að lifa á annan hátt en með því að þjaka bændum og búaliði. Að lokum vil eg taka það fram, að bændur munu engan veginn óska þess að dýrtíðin magnist í landinu, því að þeir eru ekki það heimskari en aðrir menn ,að þeir sjái ekki hættirha, sem felst í hinni stígandi verð- bólgu. Miklu fremur hefðu bændur kosið, að kaupgjald og annar tilkostnaður við búrekst- ur þeirra hefði hækkað minna í yerði og þá um leið framleiðslu- vörur þeirra. En til að vega á móti auknum tilkostnaði hafa þeir enga aðra leið en vöru- hækkun, því að andvirði fram- leiðslu þeirra eru þeirra einu tekjur. En ekki eru það okur- tekjur, fyrr en fólkið, sem að landbúnaðinum vinnur, hefir betri fjárhagslega afkomu en aðrar stéttir þjóðfélagsins, en slíkt er alls ekki fyrir hendi. Það vill líka svo hlálega til að ritstj. „ísl.“ færir sjálfur rök að því í 47. tbl. „ísl.“ fyrra árs, að bændur hafi það verra fjárhags- lega en verkamepn, þótt hann sé annars í þeirri grein andvígur sjálfum sér bæði fyrr og síðar. Hann segir í því blaði í hugleið- ingum sínum um útvarjpsauglýs- ingar eftir mönnum í Breta- vinnu: „Ef til vill sigrar fjárvon- in og þeir renna á hljóðið. Einn sker kúna sína, en annar setur bát sinn í naust. Svo taka þeir fyrstu ferð til Reykjavíkur“. Hvers vegna ættu nú bændur að skera kúna sína og hverfa frá okrinu með fjárvon fyrir aug- um? Því er ekki hægt að svara nema á einn veg. Afkoma verka- manna er betri, eins Ólafur Thors sagði í dýrtíðarræðu sinni, svo annað hvort okra bændur ekki, eða verkamenn okra meira, ef ritstj. „ísl.“ sann- ar okur hinna fyrrnefndu. Þá skal hér enn tilfærð skoð- un „ísafoldar“, því að varla seg- ir ritstj. „ísl.“ hana ljúga, þótt hann kunni að rengja mína skoðun og rangsnúi orðum Ól. Th. í „ísafold" stendur 13. des. síðastliðinn: „En hvað gerði Framsóknar- flokkurinn? Hann var að berjast fyrir lögfestingu mjólkurverðs- ins og kaupgjaldsins, vitandi það, að kaupgjaldið hjá bænd- um hafði hækkað um 200% eða meir, frá í fyrra“. Afstaða „ísa- foldar“ er skýr. Blaðið telur þaú sjálfsagt réttlætismál, að hlut- fallið milli verðlags og kaup- gjalds verði að breytast bænd- um í hag, áður en lögfesting kemur til greina. Hér ber mikið á milli skoðana „ísl.“ og „ísa- foldar“ og er vísast, að Sjálf- stæðismenn. lendi í miklum vanda með að ákveða, hvoru þessara málgagna þeir eigi að trúa betur. Bændur munu unna öðrum stéttum þjóðfélagsins góðs hlut- ar og er síður en svo, að þeir sjái ofsjónum yfir bættum hag þeirra. En því ver gengur bænd- um að skilja hina ósanngjörnu dóma ýmsra blaða um bændaok- ur, strax og minnstu möguleikar eru fyrir hendi að þeir geti greitt eitthvað af skuldabyrðum sínum frá kreppuárunum. Og erfiðlega gengur mér og öðrum bændum að skilja slíkt skraf „ísl.“ sem föðurlega umhyggju um þeirra hag, einkum þar sem ritstj. er svo nýlega flúinn frá erfiðleikum sveitanna, að hann ætti að geta vitað betur en skrif hans bera vott um. Jón Hjálmarsson. Happdrælfi Háskóla íslanðs Eins og að undanförnu hefi ég sölu hlutamiða, og er salan þegar hafin. Vil ég vekja athygli á hinum eftir- spurðu og vinsælu hálfseðlum, sem enn fást hér, • auk fjórðungsmiða sem til eru í úrvali. — Mörg heilla númer á boðstólum. Ytri-Tjörnum, 1. febrúar 1942. Kr. H. Benjamínsson. Björn á Víkinga- valni. Minning'arbrol. Einn góðan veðurdag kunn- gerði útvarpið, að Björn Þórar- insson að Víkingavatni yrði jarðsunginn, tiltekinn dag. Frá- fall hans kom engum á óvart, sem þekktu Björn og vissu að hann hafði verið rúmfastur frá því er hann var nálega áttræður. Það má með sanni segja, að Elli og Björn glímdu langa lotu þar til hann féll gersigraður. Þórarinn og Guðrún, foreldr- ar Björns, skynsemdarhjón, bjuggu að Víkingavatni og voru dætur þeirra: Jóna, kona Krist- jáns að Víkingavatni, sem nú dvelur á Kópaskeri hjá syni sín- um, Birni kaupfélagsstjóra. Bróðir hans er Árni, faðir Krist- jáns í verzluninni Eyjafjörður á Akureyri. Þeir bræður eru á ní- ræðisaldri.* Önnur systir Björns var Ásta, kona Benedikts prests á Grenjaðarstað. Þriðja systirin var Sigríður, kona Jóhannesar í Krossdal. Allar þessar systur voru kvenskörungar. Þessi feðgin voru náskyld Benedikt Sveinssyni, bókaverði, og mælti Björn Þórarinsson flestum mönnum betur á ís- lenzka^tungu, svo sem Benedikt gerir. Hann kunni hvort tveggja að velja orðin og bera þau fram, svo að eftirtekt vakti þeirra manna, sem kunnu mismun velluspóa-vaðals og orðsnilldar. Snjallastur varð Björn í máli, þegar, hann hafði „mátulega í kollinum“ og var með mönnum, sem hann mat þó nokkurs, eða meira en svo. Mér er minnisstæð gisting að Víkingavatni fyrir hart nær 50 árum. Eg var þá „gangnastrák- ur“ í Fjallaréttargöngum og brá mér að kveldi dags austur að Víkingavatni í þeim vændum að gista þar. Undir niðri var mér forvitni í hug, sú, að hafa kynni af fólkinu. Eg hitti Björn úti á túni. Hann var að dytta að heyj- um, einn síns liðs. Eg mun hafa gert honum skiljanlegt, að eg óskaði gistingar. Björn flutti þá langa ræðu um ókosti jarðarinn- ar, sem væri mann-níðingur. Þar er votengi mikið. Hann kvað engið versna ár frá ári. Á hinn bóginn kvað hann óverandi á þessari jörð fyrir gestagangi á sumrin. Þangað stefndu inn- lendir og útlendir menn, sem riðu til Ásbyrgis og Dettifoss, af ..því að Víkingavatns-heimilið var nafntogað fyrir risnu og mynd- arbrag. Eg ætla, að allur beini væri veittur gefins. Eg held að Björn hafi stundum beitt mál- snilld sinni, þegar hann fékk tækifæri og hafi verið þá að * Arni er nýdáinn. Ritstj.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.