Dagur - 12.02.1942, Blaðsíða 2

Dagur - 12.02.1942, Blaðsíða 2
3 Fimmtudagur 12. febrúar 1942 DAGUR svala svipaðri þörf, sem stýfluð elfur svalar, þegar úr henni er gripin stýfla. Hún flæðir þá og fossar.,,. Þórarinn á Halldórs- stöðum, jafnoki Bjöms að gáf- um og mælsku, og honum hart nær jafnaldra, flutti eitt sinn klukkustundar ræðu um kápu- mynd Réttartímaritslns. Sú mynd var af hálfgildings Leppa- lúða, sem hélt á metaskálum. Réttur var fósturson sósíalism- ans þingeyska, sem Pétur Gauti og Benedikt á Auðnum fluttu inn. En Þórarinn var hersir að innræti, eða lendur maður (aristokrat) og skildi til fulls, að kommúnismi og sósíalismi voru féndur óðalsréttar, eða a. m. k. andstæðingar hans. Þórarinn hafði tvo eða þrjá áheyrendur, þegar hann flutti þessa ræðu, og þótti þeim mikill skaði að ræðan féll niður, óskráð, og lenti í glötunarkistu. Þegar Björn hafði létt á sér, bauð hann mér í bæinn og skorti þar hvorki góðgerðir matar, né viðræður um bækur, drauma og svo daginn og veginn. Þá var eigi minnst á gestnauð, né ókosti jarðarinnar. Kvenþjóðin var málreif, engu síður en karl- mennirnir. Bjöm heimsótti mig eitt sinn og þótti mér þá all-illt að eiga ekki í staupinu. Þó þurfti eigi að toga tungu úr höfði Bimi. Þá barst talið að orðaskiptum Jóns Ólafssonar og Benedikts Grön- dal út af Vesturheimsferðum og veitti ^þá Björn Dettifossi mælsku sinnar yfir Jón Ólafs- son, en hampaði Gröndal í ljós- brimi yfir þeim fossi. Gröndal mun hafa verið kennari Björns vetrar hluta á Möðruvöllum, og mim Bjöm hafa farið þá einu för að heiman til- menivta. Matthías kom að Víkingavatni eitt sinn, — þegar hann heim- sótti Dettifoss, og fylgdi Björn honum úr garði. Matthías kallar Bjöm „vaskan mann“, en lætur þar við sitja — ef eg man rétt. Matthíasi virðist hafa sézt yfir gáfumanninn. Ef til vill hefir Bjöm verið „á höfðinu" í hey- skap, eða hann hefir dregið sig í hlé gagnvart „þjóðskáldinu“. Björn var þá brjóst og skjöldur fyrir búi föður síns. Hann gekk jafnan berserksgang að heyskap og var þá varla einhamur. Björn fór eigi á fjörurnar við prentsvertuna svo að teljandi sé. Huld — minnir mig — birti eftir hann tvær eða þrjár þjóð- sögur, vel ritaðar, það er allt og sumt. En hann var gæddur úr- vals kostum til ritstarfa, ef hann hefði sótt í þann bratta. Tveir læknar létu svo um mælt í mín eyru, að svo vel semdi Björn sjúkdómslýsingar, að þeir þyrftu eigi að sjá þann sjúkling, sem Björn lýsti með pennanum. Eg sá og las eina sjúkdómslýsingu Björns. Þá var hann að lýsa konu, sem segja má að héngi á bláþræði milli himins og jarðar — bláþræði hugaróra, og var þar að auk eitthvað sjúk, óánægð í hjónabandi. Eg undraðist þá greinagerð, hve frábær hún var að orðfimi og ítarleik. Þar vant- ar ekkert, sagði læknirinn. Þessi lýsing var lauk-rétt að máli og ireinamerkjaskipun. — Bréf BÓKAFREGNIR Qrétar Fells: Söngur lífs- ins. Frjáls ljóð. — Guð- spekifélag Islands, Reykja- vík 1941. Bókin flytur, auk formálsorða, 22 kafla um ýmisleg efni og nefnir höf. þá einu nafni Frjáls Ijóö. Honum farast þannig orð i formálanum: — „íslendingar kunna illa að meta þess konar skáldskap. Að minnsta kosti finnst þeim sumum að orðið ljóð eigi ekki sem bezt við í þessu sambandi og mun það fyrst og fremst valda að þeir hafa frá barnæsku vanizt hinu sérkenni- lega, íslenzka ljóðaformi, „rím- inu“. Ekki mun hér verða borið á móti þessu, og vill sá er þetta ritar ekki afneita ríminu og mundi ganga illa að sætta sig við þá skoðun, að venjulegt óbund- ið mál sé talið til ljóða, enda mun frá öndverðu hafa ríkt sú skoðun hjá fjölda þjóða, að það væri sitt hvað, bundið og óbundið mál, en að vísu virðist á seinni tímum sem ljóðeyru þjóðarinnar séu ekki ýkja næm, og mætti þá svo fara, að hin órímaða háttleysa verði eftir- látin ljóð hennar, en um það skal engu spáð. En um erindi þau sem umrædd bók flytur munu flestir góðir menn, sem lesa vilja þær bækur, sem ekki eru ritaðar alveg hugsunarlaust, ljúka upp einum munni um, að þau séu fyrir flestra hluta sakir prýðilega hugsuð og rituð og eigi því brýnt erindi til þeirra, sem geta veitt þeim viðtöku. Eitt þessara frjálsu ljóða nefnist Leikurinn, eru þar settar fram leikreglur lífsins, og eru þær þrjár. 1. Vertu viljasterkur og láttu ekki neitt fyrir utan þig vilja fyrir þig. — Vertu góður eða kærleiksríkur. — 3. Vertu sannur eða vitur. Þessar reglur fyrir leik lífsins eru þess verðar að eftir þeim sé tekið. Mundu ekki þessar reglur gefast vel ef menn vildu tileinka sér þær? Á hverju myndi þjóðunum nú vera meiri þörf en viljasterkra, kærleiksríkra og viturra manna? Ef til vill fá þeir ekki hljóð meðan þjóðirnar vegast á í blindni og hatri, en lifi þær af þá vargöld, sem nú geysar, verð- ur þa'ð hinn sterki vilji vits og mannúðar, sem byggir upp það, sem þá verður í rústum. — Út- sölu á bókinni hefir Sigurgeir Jónsson, söngkennari, Akureyri. F. H. Berg. Karlöflu- kjallarinn verður til vors opinn til afgreiðslu á miðviku- dögum og laugardög- um, milli 5 og 7 síð- degis. BÆ JARST J ÓRINN. H. f. Eimskipafélag tslands Aðalf undur Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélag íslands, verður haldinn í kaupþingssalnum í húsi félags- ins í Reykjavík, laugardaginn 6. júní 1942 og hefst kl. 1 e. h. Dagskrá: I. Stjórn félagsins s'cýrir frá hag þess og framkvæmd- um á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfir- standandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1941 og efnahagsreikning með athuga- semdum endurskoðenda, svörum stjórnarínnar og til- lögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tek:n ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt félagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að veiða borin. Peir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. — Björns til kunningja voru löng og munu vera merkileg. Þessi „vaski maður“ féll fyrir ofurborð um sextugt. Hann sætti þeim harða kosti örlaga- nornanna, sem forna skáldið segir að sé versta hlutskipti — „sér engu að una“. Svo fer stundum stór-gáfumönnum, aö þeir verða sæluvana, lenda á öndverðum meið við glaðværð- ina. Eg set hér að lyktum sýnis- horn þeirrar mælsku, sem Björn hafði til brunns að bera, rúm- fastur, gripið af vörum hans: „Mér lá allt í augum uppi með- an eg hélt mér heilum, kunni Passíusálmana og sálmabókina svo að segja spjaldanna milli, lærða hverja sögu, sem eg las tvisvar, gat komið fyrir mig orði og unnið á við aðra. Nú er eg eins og skip, sem er hlaðið gulli og gimsteinum, en rekur á reið- anum fyrir straumi og stormi út í hafsauga, þangað sem hvergi sér hauður né himin....“. Björn var vel á sig^kominn í yfirbragði og karlmannlegur á velli — „mikill að vallarsýn". Þórarinn faðir Björns var hneigður til sagnfræði, mælskur maður, þegar svo bar við, að viðburði bar á góma. Björn mundi hafa sómt sér við Sögu kné, ágætléga, ef lent hefði á þeirri hillu, skáldmæltur mátu- lega til að spá í eyður, hæfilega skyggn til að lesa niður í kjöl, orðfimur og málsnjall. En sumt gott dylst í námum, af því að at- vikin grafa ekki til þess — segir St. G. St. Meðal barna Björns og Guð- rúnar ekkju hans er Þórarinn menntaskólakennari á Akureyri. Gvðmundur Friðjónsson, Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykja- vík, dagana 3. og 4. júní næstkomandi. Menn geta feng- ið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 26. janúar 1942, All Bran, stjó;rnin. Corn Flakes, Sago í pökkum, Maccaronur, Spaghetti. Piltur eða stúlka getur komist að sem lærlingur í garð- yrkju við gróðurhús okkar að Brúna- laug, frá 1. apríl n.k. Semjið við Erling Davíðsson. Kaupíél. Eyíirðinga Nýlenduvörudeild. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Sjörk á Múmi Hálf jðrðin Björk í öngulsstaða- hreppi er tit kaups og ábúðar í vor. Jörðin er fiamtíðar bú.örð. Rektunarskilyrði góð. Torfrista (reiðingur) ágæt. Volg laug f land larðarinnar, enda á jarðhitabelti því er liggur þvert yfir fjörðinn. Um- sækiendur snúi sér til Kr. H. Benja- mínssonar, hreppstjóra á Ytri-Tjörn- um, fyrir 15. marz n.k., sem ann ast sölu jarðarinnar fyrir mína hönd. Garðshorni, Glaesib.hr. l.febr. 1Q42 Pórður Danielsson„ HERBERGI til leigu. Afgreiðslan vísar á. Enn sá niUKiur á kaff- inu siðan eg fór að nota Freyju-kafm,æíi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.