Dagur


Dagur - 19.02.1942, Qupperneq 3

Dagur - 19.02.1942, Qupperneq 3
Fímmíudaguf, 19. febrúaf 1942 DAGUR apumingar og „fúlan og auðþekktan leiðtogaþef úr herbúðum samvinnu- manna“. Rúmsins vegna er ekki unnt að birta hér fleiri tilvitnanir, en af nógu er annars að taka. Það er því sízt að furða, þótt Brynleifur sé stoltur af samanburðinum! Dagur hlýtur með auðmýkt að játa, að hann stenzt þeim félögum engan veginn snúning í hrak- yrðum og brigzlum. Það „ljótasta", sem blaðið lét sér um munn fara, í allri kosningahríðinni, mun hafa verið orðrétt haft eftir Kristi, þegar hann sagði: „Vei yður, þér hræsnarar!“ Kvað hann þó oft mun fastar að orði en þetta. Mun Kristur sjálfsagt, að dómi B T., hafa verið að svala „mann- skemmdafýsn“ sinni, þegar hann sagði sannleikann einarðlega og afdráttar- laust, hvort sem hann kom „foringj- um“, „fariseum" og öðm „nöðrukyni" þeirra tíma betur eða verr. Að öðru leyti lét blaðið sér nægja að rif ja upp, hógværlega en þó skilmerkilega eftir beztu getu, nokkrar alþekktar og við- urkenndar staðreyndir úr opinberu pólitísku lífi þeirra félaga, og hnýtti stundum aftan við þó töluverðu skjalli um B. T. sem kennara og „prí- vatmann", og mun það hafa verið einna hæpnast af öllum ályktunum blaðsins, frá sjónarmiði sannleikans. ,Jórú sá engirm bregða.“ ^■ORÐANFARI“ birtir hugleið- ’ ingar um fyrsta fund hinnar ný- kjörnu bæjarstjórnar. Fer blaðið hörðum orðum um það ofríki forseta (Á. J.) að hann vildi setja J. Sv. næst- an sér til hægri handar við háborðið. Mun þó forseta hafa gengið hæversk- an ein til þessa og kurteisin í garð fyrrverandi bæjarstjóra, eða eins og Þorst. Erlingsson kvað: „Nei, hingað, vinur, þoka þér upp betur, sjá, þama sitja Vídalin og Pétur.“ Að þessum bollaleggingum frátöld- um mun kafli sá úr greininni, er hér birtist orðréttur, einna merkilegastur og fróðlegastur til athugunar fyrir kjósendur E-listans og allan annan al- menning. Fjallar hann helzt um litar- hátt bæjarfulltrúanna og svipmót þeirra allt: ,JC osninéin stóð ytir í 3 klst. o£ lék sigmbros og húsbóndasvipm á andlit- um K.E.A.-manna allan fundinn, og einnig undu þeir bæjarstjóri og O. Th. sér sýnilega mjög vel. En l. H. var ákaílega hnípinn, ýmist rauðm sem dreyri eða iölm sem nár, og leið honum sýnlega mjög illa. Erlingur var fálátur, en reyndi þó að bera sig mannalega, og kommúnistar voru hljóðir. Jóni Sveinssyni sá enginn bregða.“ Annars lætur blaðið vel yfir kosn- ingunum, nema hvað „Sjálfstæðis- menn“, (þ. e. Skjaldbyrgingar) fengu engan mann kosinn í nokkra nefnd eða starfa, og Valdimar Steffensen komst ekki i sjúkrasamlagsstjómina, og sé það grábölvað, þar sem „starfið er launað“, en maðurinn alls góðs maklegur. Er það og hart, ef satt reynist. íþróttir Skjaldbyrginga. TTALD. læknir Steffensen, sem mun ¥ vera „heilbrigðismálaráðherra“ þeirra Skjaldbyrginga, skrifar í „Norð- anfara“ um Akureyrarspítala. I grein læknisins er því haldið fram, „að í- þróttir, sízt innanhúss (sic) bæti heils- una ekkert, nema síður sé“. „íþróttir lengja eigi líf mannsins um eirm. dag, að því er séð verður.“ „íþróttaiðkun er hér komin út í mestu öfgar.“ „í- þróttahús er „lúxus“. ... “ o. s. frv. Þetta mun sú stefna i íþróttamálum, sem bezt er „í ætt við heiðríkju norðursins“ eins og Brynleifur orðar það um „sjálfstæðisstefnu“ flokks síns. Er hér allt á sömu bókina lært. Ánægjan með „niðurstöðuna“. jlÐ lokum skal hér birt staka, sem **komst á kreik meðal áheyrenda í samkomuhúsinu hér á dögunum með- an stóð á talningu atkvæða nóttina eftir bæjarstjómarkosningamar og út- séð þótti um afdrif þeirra Skjaldbyrg- inga. Rifjaðist vísan upp við lestur þessara ummæla B. T. í „Norðan- fara“: „Eg get ekki verið óánægður með niðurstöðuna," (þ. e. kosninga- úrslitin og sjálfsagt útstrikanir hinna eiðsvörnu líka!) Það er ekki hræsni það tarna, heldur er það sennilega sú „einbeitni og skörungsskapur“, sem B. T. taldi í „Kosningablaðinu11, að einkenndi foringja Skjaldborgarinnar, hina „framúrskarandi samvizkusömu og vönduðu menn“ sem aldrei „féllu í freistni vegna eigin hags“, — En stakan er annars svona: „Rindill gekk um gólf „með skrekk“, gerðu rekkar honum hrekk; Sveinsson hékk, en Svafar fékk sáran ekka frammi’ í bekk.“ SKÓSMIÐUR, með meistarabréf getur feng- ið framtíðaratvinnu með góðu kaupi. Upplýsingar í síma 473. 3 kápur til sölu og drengjafrakki. Jóhanna Sigurðardóttir, Brekkugötu 7. Er landiö nægilega birgt aí kornvörum? Framh. a' ' sxðu. innflutning á ómöluðn korni í heilum förmum. Til þess þarf að reisa kornhlöður; ekki á hafnarbakkanum í Reykjavík, þar sem megnið af nauðsynja- vörum mun nú vera saman komið, heldur á öruggri höfn úti á landi. Og til þess þarf og að koma upp kornmyllu, og taka upp þá stefnu, að mala allt korn innanlands. Fyrir nokkr- um árum síðan fóru fram víð- tækar athuganir á því, hvort ekki væri heppilegt að koma hér upp kornmyllu. Mælti margt með því, en ekki varð af framkvæmdum, af ýmsum á- stæðum. Nú er þetta orðin þjóðarnauðsyn. Að vísu verður myllu, sem nægja myndi land- inu, ekki komið upp í einni svip- an. En þrátt fyrir það, virðist margt mæla með því, að gerðar séu ráðstafanir nú um innflutn- ing koms í heilum förmum og hefja strax byggingu kornhlaða. Vel geymt korn, ómalað, skemmist ekki, þótt mölunin dragist. Auk þess eru hér þegar til nokkrar smámyllur og öðr- um slíkum myllum mætti koma upp, þangað til annað tæki við. Á þann hátt mætti þegar mala töluvert af korni. Til þess að hrinda þessu máli í framkvæmd þarf ríkið að hafa forystuna; það er of umfangs- mikið og erfitt, til þess að nokk- urt einstakt fyrirtæki geti borið það fram óstutt; en þetta er mál þjóðarinnar allrar, og ætti því að vera í höndum ríkis- valdsins. BIRCÐIR HEIMILANNA. Meðan eins horfir og nú í málefnum lands og þjóðar, virð- ist mjög æskilegt, að losa um skömmtunina á kornvörum til heimilanna. Hvort það er hægt nú, vitum vér ekki. En ef í óefni færi með aðflutninga til lands- ins, þá eru birgðir heimilanna beztu og drýgstu matvælabirgð- irnar, sem þjóðin getur átt, — miklu betri og heilbrigðari en full vörugeymsluhús í Reykja- vík í eigu innflytjenda. Ef þess er nokkur kostur, ætti að gefa kornvörumar frjálsar nú, áður en vorar. Hér hefir verið drepið á nokkur atriði þessa stórmáls. Á styrjaldartímum eru matvæla- birgðir landsins það, sem mestu máli skiptir. Öryggi og forsjá í þeim málum verður eigi metin til fjár. Ef nokkur óvissa er ríkj- andi um aðdrætti, ber að gera djarfhuga ráðstafanir nú þegar. Væntanlega lætur þingið, er nú kemur saman, til sín taka í þess- um málum. Atvinnuvald K.E.A. Eitt af „skæðadrífu“-fjúkum „Alþýðumannsins“ 10. þ. m. er á þá leið, „að væri ekki atvinnu- valdi K.E.A. til að dreifa, fengi Framsóknarflokkurinn ekki yfir 100 atkvæði við kosningar hér í bænum.“ Með atvinnuvaldi K.E.A. á blaðið auðvitað við hinar miklu og margvíslegu framkvæmdir, er félagið hefir með höndum hér í bænum. Það var áður vitað, að fram- kvæmdir K.E.A. höfðu mikil á- hrif á hugi bæjarbúa gagnvart félaginu. En að bæjarbúar hafi að 7 / 8 hlutum kosið B-listann, eingöngu til þess að láta í ljós ánægju sína út af þeim, það er nú kannske oflof um K.E.A. frá hendi þeirra Erlings og Hall- dórs. Þeir ættu að kunna sér nokk- urt hóf í lofi sínu um Kaupfélag Eyfirðinga! I þessu sambandi má geta þess, að listi þeirra Friðjónssona hlaut 272 atkvæði. Reiknað eftir sömu hlutföllum og þeir reikna fylgi Framsóknarlistans, ættu 34 (það var lítið) að hafa kosið A-listann af flokkslegum ástæðum, en 238 vegna afreka (!) Kaupfélags Verkamanna. Ég hefi reynt að ræða þetta mál almennt, frá sjónarmiði allrar þjóðarinnar. Hinir raun- verulegu hagsmunir allra stétta þjóðarinnar eru þeir, að vöxtur dýrtíðarinnar sé stöðvaður, áður en verðgildi peninganna er að engu orðið, og þess vegna má tala um þjóðarhagsmuni í þessu sambandi.“ Og enn segir hinn sami hag- fræðingur Alþýðublaðsins: „Vissulega er verkamannin- um og öðrum launþegum engin gleði af kauphækkunum, sem til eru orðnar vegna þess, að verðgildi peninganna hefir minnkað, og sem geta leitt til þess, að það minnki enn á ný í það óendanlega, ef sömu stefnu verður fylgt áfram.“ Annar leiðtogi Alþýðuflokks- ins, Jónas Guðmundsson, ritaði um líkt leyti um dýrtíðarmálið í höfuðmálgagn flokksins og kemst mjög að sömú niðurstöð'u og fyrmefndur hagfræðingur. Hvetur J. G. fast og ákveðið til þess, að tekin sé upp öflug bar- átta gegn dýrtíðinni og harmar það, að linað hafi verið á þeirri baráttu, er hafin var með geng- islögunum frá 1939, en með þeirri löggjöf var kaupgjald í landinu fest. Um framkvæmd dýrtíðarráðstafana segir J. G.: „En framkvæmd þessara mála þarf að vera sterk og örugg, og engin undanbrögð mætti leyfa neinum. Þjóðinni er skylt að bera sameiginlega byrðarnar, og sá, sem ætlar þar undan að svíkjast, ætti að gjalda þess grimmilega." Að lokum segir Jónas Guð- mundsson: „Það skal viðurkennt, að það þarf nokkurt hugrekki til þess- ara framkvæmda, en hér er um hag allrar heildarinnar að ræða, og því ætti ekki að hika við að stíga sporið. Það hafa áreiðanlega oft ver- ið sett bráðabirgðalög hér á landi af ekki brýnni nauðyn en hér er nefnd og af minna til- efni.“ Þessar dýrtíðarmálagreinar, er birtust í Alþýðublaðinu í fyrrahaust eins og áður er sagt, þóttu Alþýðuflokksforingjun- um svo mikilsverðar, að þær voru gefnar út sérprentaðar. En nú hafa orðið kapítula- skipti í sögu Alþýðuflokksins. Að undanförnu hafa höfuðpaur- ar flokksins verið á hröðum flótta frá öllum sínum fyrri skoðunum og röksemdum í dýr- tíðarmálinu. Fyrir ári síðan var þeirra heitasta áhugamál að berjast á móti dýrtíðinni, nú leggja þeir allt kapp á að berj- ast með henni. Áður sögðu þeir, að verkamönnum og öðrum launþegum yrði engin gleði af kauphækkunum, því að þeim hlyti. að fylgja rýrnun á verð- gildi peninganna. Nú berjast þeir sem óðir væru fyrir kaup- hækkunum þeirra hæst laun- uðu, vitandi það vel, að almenn kauphækkun myndi sigla í kjöl- farið. í fyrra sögðu þeir, að sá, er svikist undan merkjum hald- góðra dýrtíðarráðstafana, ætti að gjalda þess grimmilega. Nú hafa þeir sjálfir orðið fyrstir til að svíkjast undan merkjum. Hugrekki töldu þeir fyrsta og helzta skilyrði fyrir gagnlegum framkvæmdum. Þegar til kom, brast þá sjálfa hugrekkið til þess að vinna að réttu máli. Áð- ur bentu þeir á nauðsyn bráða- birgðalaga til stuðnings fram- kvæmdum. Þegar svo þessari kröfu þeirra er fullnægt með lagasetningu um kaupgjald og verðlag, heitir það á þeirra máli „gerræði“, „ofbeldi“ og „kúgun“. Hvers vegna hefir Alþýðu- flokkurinn skapað sér þetta öm- urlega hlutskipti? Skýringin er einföld. For- ingjar flokksins eru í álögum, sem kommúnistar hafa hneppt þá í. I örvænting sinni yfir því að kommúnistar væru að vinna sér hylli verkalýðsins með á- byrgðarlausum kröfum, hafa foringjar Alþýðuflokksins grip- ið til þess örþrifaráðs að þreyta kapphlaup við kommúnista á brautum ábyrgðarleysis og lýð- skrums. Þetta er sá hættulegasti leikur, sem nú er um hönd haíð ur í þjóðlífi íslendinga, og alls ekki sæmandi þeim flokki, sem vjll telja sig lýðræðisflokk. Símon á súlunni. Framh. af 1. síðu. Þakkarávarp foringjans. þAÐ verður þó naumast hjá því komizt í sambandi við þennan handaþvott Alþm., að rifja upp af- stöðu þessa málgagns „Alþýðuflokks- ins“ til nazistalistans hér og fram- bjóðenda hans við síðustu bæjar- stjómarkosningar annars vegar og þátt J. Fr. í því máli hins vegar. Þess gerist þó varla þörf, að minna les- endur „Dags“ á afskipti J. Fr. í því efni, enda hefir hann enga þökk hlot- ið í málgagni þeirra Skjaldbyrginga fyrir sín hógvæm ráð og leiðbein- ingar til „foringjans" um að hverfa aftur til mannlegs lífs frá villu sinna pólitísku valdadrauma og einræðis- óra, en aðeins leiðan munnsöfnuð og rætnar aðdróttanir. Aftur á móti birt- ir þetta sama málgagn, er nú nefnist „Norðanfari", þakkarávarp til Alþnx. og Erlings Friðjónssonar fyrir „vopna- burð“(!) blaðsins gegn nazistunum nú í kosningahríðinni, enda stuggaði blaðið naumast við þeim með dúfu- vængjum á sama tíma sem það æst- ist mest gegn öðrum flokkum. Segir í „Norðanfara“: „og hefir hann (þ. e. E. F.) heldur af því vaxið“. Skýi'ari vitnisburð eða trúverðugri um heil- indi hinnar skeleggu baráttu krata- foringjanna hér gegn fasismanum á Islandi þarf naumast en persónulegan vitnisburð og þakkir þess eina manns, sem dæmdxir er nazisti af íslenzkum dómstól. Það spillir heldur ekki á- hrifunum, að þessi maðxir er — engu síður en J. Fr. — „uppfræðari ungs fólks hér í bænum“, og það við virðu- legustu og fjölsóttustu menntastofn- un Norðxirlands, enda hefir Alþm. aldrei amazt við áhrifum hans þar. En J. Fr. er að dómi blaðsins hættu- legur fasisti, sem brýn þörf er á að fjarlægja frá öllum áhrifum á æsku- lýð bæjarins. T akmarkalaust? JJAFI Alþm. aldrei áttað sig á því xyrr, hverju það sætir, að áhrif og mannaforráð kratabroddanna hér, þeirra Friðjónssona, hafa farið sx- þverrandi nú um langt skeið, svo að þeir hafa tapað hverju virki úr hönd- um sér að kalla — nema því sem minnst hald er í, en það er blaðsnep- illinn — ætti blaðið að hugleiða það nú, áður en allt er um seinan, hvort það muni nú ekki, þrátt fyrir allt, vera einhver takmörk fyrir því, hvað fært sé að bjóða almenningi af rök- leysum, blekkingum, illgirni og hundavaðshætti. Ef blaðið skyldi halda, að málstaður flokksins sé svo illur, að fylgisleysið stafi af því einu, þá er það misskilningur, því að oft má tæla býsna marga til fylgis við misviturt háttalag og brestóttan mál- stað,.ef laglega er á haldið. En skyldu þeir bræður enn ekki reynast menn til að draga af þessum staðreyndum rökréttar ályktanir, er hætt við, að ofsatrú þeirra á ofurvald mannlegrar heimsku og trúgirni verði sér til skammar og þeir sjálfir reynist nýir Símonar á súlunni, sem ekki verða þess varir, að straumur tímans er fallinn kringum þá, framhjá þeim og ytir þá, án þess að þeir komi þar frekar vörnum við. — Svo mun raun- ar ávallt til takast um gamla verka- lýðsleiðtoga, sem með aldrinum hafa breytzt í „meinlætamenn í verklýðs- málum“, eða þá að öðrum kosti í „verkalýðsmálamisbrestamenn“. Jörðin DraflastaSir í Saurbæjarhreppi er til sölu og laus til ábúðar í n.k. fardögum. Semja ber við undirritaðan eiganda jarðarinnar fyrir 20. marz n. k., sem gefur allar nán- ari upplýsingar. Gnúpufelli, 11. febr. 1942. Kristinn S. Einarsson. ÍST’ SMEKKLÁSLYKILL fúndinn á Eyrarlandsvegi, — Afgr. vísar á.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.