Dagur - 19.02.1942, Blaðsíða 4

Dagur - 19.02.1942, Blaðsíða 4
4 DAGUR Fimmtudagur, 19. febrúar 1942 ÓR BÆ OG BYGGÐ I. O. O. F. = 1232209 = Messað verður í Lögmannshlíð n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Kirkjuhljómleikar. Karlakór Akur- eyrar efnir til kirkjuhljómleika n.k. sunnudag, undir stjórn Askels Snorra- sonar; Jakob Tryggvason mun að- stoða á kirkjuorgelið. — Kórinn mun að þessu sinni syngja allmörg ný' lög, þar á meðal nokkur sálmalög. Eitt þessara laga er mjög gamalt íslenzt fálmalag, útsett fyrir karlakór af söngstjóranum, fagurt og hátíðlegt verk. Cjafir í vinnuheimilissjóð S.I.B.S.: Sigursteinn Steinþórsson kr. 10,00. Kvenfélag Svalbarðsstrandar kr. 100. Kvenfélagið Hjálpin, Saurbæjarhr., kr. 100,00. Friðrika Friðriksdóttir kr. 25,00. — Þakkir. H. P. Bílferð til Reykjavíkur. Á þriðju- daginn lögðu tveir bílar frá B.S.A. upp héðan áleiðis til Reykjavíkur. Var allmargt farþega með bifreiðun- um, m. a. alþingismennimir Sig. E. Hlíðar og Bernharð Stefánsson, auk þeirra Jakob Frímannsson framkvstj. Jónas Kristjánsson samlagsstjóri, Jó- hann Þorkelsson héraðslæknir o. fl. Mun ferðin hafa gengið greiðlega. — Þetta er í fyrsta skipti, sem bifreið fer yfir Öxnadalsheiði á þessum tíma árs. Lestrarkermsla. Blaðið vill vekja athygli foreldra á erindi Egils Þor- lákssonar kennara í kirkjukapellunni í dag, sbr. auglýsingu hér í blaðinu. Mun kennarinn þar ræða um lestrar- kennslu og nauðsyn þess, að kennsl- unni sé rétt hagað í heimahúsum. Er- indið er flutt á vegum barnaskólans. I. O. C. T. Brynja heldur fund á venjulegum tíma í Skjaldborg mið- vikudag 25. febr. n. k. 1. Innsetning embættismanna. 2. Inntaka. 3. Hag- nefndin hefir á boðstólum ýmsa skemmtiliði, m. a. gamanleik og dans. Barnastúkan „Bernskarí'. Fundur í Skjaldborg sunnud. 22. febr. kl. 2. Venjuleg fundarstörf. B-flokkur skemmtir. Munið að greiða ársfjórð- ungsgjaldið, kr. 0,35. Bæjarstjórnin hélt fund s.l. þriðju- dag. Afgreidd var m. a. tillaga þess efnis, að skora á Eimskipafélagið að láta flytja vörur, til innflytjenda hér í bænum, beint til Akureyrar, og láta af hinum sífelldu umhleðslum í Rvík. Auk þess var samþykkt tillaga um að æskja þess, að lögum um skemmtana- skatt yrði breytt þannig, að sá skattur sem greiddur er hér í bænum, renni í byggingarsjóð bæjarfélagsins. Enn- fremur að fara þess á leit, að heim- ilað verði að hækka gjald af inn- og útfluttum vörum úr bænum um 100 prc. og það fé, sem þannig fæst, gangi til sjúkrahússbyggingar. Blaðið mun síðar víkja nánar að þessum málum. Frá hitaveituborununum. I s.l. viku vildi það óhapp til, er verið var að bora eftir heita vatninu á Laugalandi í Glæsibæjarhreppi, að borinn brotn- 'aði í holunni. Var holan þá orðin 23 metra djúp og hitinn 65 Vá stig. Verið er að vinna að því nú, að ná brotinu upp úr holunni, og tekst það væntan- lega á næstunni. Iðnaðarmannafélag Akureyrar hélt árshátíð sína í „Skjaldborg“ s.l. laug- ardag. Ræður fluttu yfir borðum for- maður félagsins, Indriði Helgason rafvirkjameistari, Jón Sigurðsson ljósmyndasmiður, Jóhann Frímann ritstjóri og Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri. Ræddu tveir hinir síðast nefndu aðallega um samskólahug- myndina og þátt iðnaðarmanna í væntanlegri byggingu. Halldór bygg- ingafulltrúi Halldórsson stjómaði borðhaldinu. Að kveldverði loknum sýndi Eðvarð Sigurgeirsson ljós- myndasmiður kvikmynd, er hann hef- ir tekið á ferðalögum víðsvegar um landið, í byggðum og óbyggðum. Að lokum var stiginn dans langt fram eftir nóttu. Var hófið fjölmennt og fór hið bezta fram. Barnastúkan Samúð heldur fund í Skjaldborg n.k. sunnudag kl, 10 f. h. D-flokkur skemmtir og fræðir. Munið érsfjórðungsgjöldl Ársfundur M jólkursamlagsins. Framh. af 1. siðu. Þegar athugað er, að meðal- verð til bænda er 46 aurar og reksturskostnaður Samlagsins er 9,91 au., sést að meðalverð allrar mjólkurinnar til Samlags- ins er nær 56 au., eða 4 au. hærra en meðalútsöluverðið á neyzlum j ólkinni. Þessar niðurstöður hnekkja endanlega rógi ritstjóra „íslend- ings“ og „Alþm.“, sem héldu því fram í blöðum sínum fyrir skemmstu, að meðan mjólkin kostaði 66—75 aura lítrinn, fengju bændur greidda aðeins 30—35 aura. Nýja Bíó sýnir í dag kl. 6: MORÐGÁTAN og kl. 9: MEÐALMAÐURINN Föstudaginn kl. 6 og 9: HÚS ÖRLAGANNA Laugardaginn kl. 6 og 9: MEÐALMAÐURINN Sunnudaginn kl. 3: SMÁMYNDIR (barnasýning). Kl. 5: SYNDARARNIR SJÖ er skipað 40 liðsmönnum auk slökkviliðsstjóranna. Slökkviliðsstjóri: Eggert St. Melstað, sími 115. 1. varaslökkviliðsstjóri: Kristján Aðalsteinsson, sími 257. 2. varaslökkviliðsstjóri: Snorri Guðmundsson. Flokkstjóri í innbænum: Karl Jónsson, sími 282. Aðrir flokkstjórar: Aðalsteinn Jónatansson, Vet- urliði Sigurðsson, Friðrik Hjaltalín, Val- mundur Guðmundsson, Svanberg Sigurgeirs- son. Kl. 9: HÚS ÖRLAGANNA Goddard's Mánudaginn kl. 9: ALDREI RÁÐALAUS Þeir, sem verða fyrir eldsvoða og hafa greiðan aðgang að síma, tilkynni eldinn slökkviliðsstjóra eða símstöðinni. Ef sími er ekki við höndina, skal brjóta brunaboða. 1 Húsgagnaáburður, Silfursápa, Fægiklútar. Kaupfél. Eyfirðinga Nýlenduvörudeild. Akureyri, 18. febrúar 1942. HARMONIKA, fimmföld, til sölu hjá Aðalgeir Jónssyni, Hólum, Eyjafirði. Ritstjórn innlendra og erlendra frétta annast Haukur Snorrason, heimasími 460. Eru menn beðnir að snúa sér til hans með allt það, er varðar al- mennan fréttaflutning blaðsins. — Annað aðsent efni sendist til ]ó- hanns Frimann, ritstj., Hamarsstíg 6, sími 264._Til hans skal einnig senda bækur og rit til umsagnar í blaðinu. * Eggert St. Melstað, sími 115. Erindi um lestrarkennslu byrjenda, í heimili og skóla, flytur Egill Þor- láksson kennari, á vegum barnaskólans, fimmtudaginn 19. þ. m. kl. 5 e. h. stundvíslega í kirkjukapellunni. -Aðgangur ókeypis. Væntanlega notfæra foreldrar sér þetta. Skólastjóri. KAUPFELAG EYFIRÐINGA Byggingavörudeild. Enn sá munur á kaffinu síðan ég fór að nota FREYJU-KAFFIBÆTIl Tilboð óskast í mjólkurflutninga úr samlagsdeild Saurbæjarhrepps, til Mjólk- ursamlags K.E.A., Akureyri, frá 31. maí 1942 til 1. júní 1943. Tilboðin skilist undirrituðum fyrir 20. marz n. k. Stóra-Dal, 16. febr. 1942. lngólfur Ásbjarnarson. Notið PERLU-þvottaduft.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.