Dagur - 05.03.1942, Blaðsíða 1

Dagur - 05.03.1942, Blaðsíða 1
Vikublaðið DAGUR Ritstjórar: INGIMAR EYDAL, JÓHANN FRÍMANN. Afgreiðsla, auglýsingar, inntaeimta: Jóhann Ó. Haraldsson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Sími 96. Argangurinn kostar kr. 8,00. Prentverk Odda Bjömsaonar. GUR XXV. árg. Akureyri, fimmtudaginn 5. marz 1942 10. tbl. m - ar í vor Ályktanlr Miðstjómar Fram- ióknarIlokk§in§ Miðstjórn Framsóknarflokksins kom saman til fundar í Reykjavík í ofanverðum febrúarmánuði, eins og getið var um í síðasta blaði. Voru gerðar margar ályktanir um landsmál, sérstaklega þau, er flokkurinn vill, að Alþingi það, er nú situr, taki til meðferðar. Meðal þessara mála eru endurbætur á skólamálum landsins, landnám í sveitum, breyt- ingar á skattalöggjöfinni, og almennar kosningar til Alþingis í vor. Fara tillögur Framsóknarflokks- ins í þessum málum og aðrar ályktanir miðstjórn- arinnar hér á eftir. 1. Um leið og Miðstjórnin lýs- ir yfir því, að forráðamenn flokksins hafa, af þjóðamauð- sjm, tekið upp baráttu gegn sí- vaxandi dýrtíð, telur hún rétt að haldið verði uppi samvinnu á þingi og í ríkisstjórn við hina lýðræðisflokkana, ef þeir vilja af alvöru og með festu vinna að því, að sem beztur árangur náist af þeirri baráttu. 2. Skattalöggjöf landsins verði breytt á þá leið, að ríki, Hljómleikar K 'ARLAKÓR Akureyrar hefir haldið kirkjuhljómleika hér undanfarna tvo sunnudaga, við mikla aðsókn og hinar ágætustu undirtektir. Söngstjór- inn er, sem áður, Askell Snorrason. Söngskráin var í þrem þáttum. Fyrsti og síðasti þáttur kirkjuleg verk og annaðist kirkjuorganistinn, Jakob Tryggvason, undirleik að þeim. Mið- þáttur söngskrárinnar var sunginn án undirleiks. Engin gleði- eða gam- anlög var farið með. I hléum milli þátta lék Jakob Tryggvason einleik á orgelið. Hljómleikar þessir báru vott um alúð Qg vandvirkni söngstjórans, sem alkunn er. Áheyrendur verða strax við fyrsta lag öruggir um, að kórn- um getur ekki fatast. Söngurinn hljómhreinn, látlaus og án yfirlætis. Freistandi væri að geta um einstök verk söngskrárinnar, en þar sem rúm er takmarkað verður það ekki gert. Eitt lagið var samið af eyfirzkum bónda, Jóni Siggeirssyni í Hólum. Lagið er fagurt, og ágætlega útsett af söngstjóranum. Jón er mjög músik- hneigður, og hefir samið allmargt sönglaga, en flíkað lítt þeim hjáverk- um sínum. Yfirleitt voru hljómleikar þessir öllum aðstandendum til sæmdar, og áheyrendum til ununar. *n. -n. bæjar- og sýslufélögum sé tryggður sem mestur hluti hins óvenjulega stríðsgróða til þess að vinna gegn dýrtíðinni og tryggja framtíðina. 3. Lagður sé til hliðar mikill hluti þeirra óvenjulegu tekna, sem ríkið getur nú haft, eða hefir þegar, til eflingar andlegu lífi og menningu þjóðarinnar, til heimilafjölgunar og stórlega aukinnar atvinnu og verklegra umbóta, er styrjöldinni lýkur. 4. Hafist sé handa um fram- kvæmd þeirra laga, sem sett hafa verið um landnám ríkisins og sú löggjöf aukin og endur- bætt, eftir því sem með þarf, til þess að sem mestur og skjótast- ur árangur náist í því að fjölga býlum í sveitum landsins handa ungu fólki, sem vill byggja sveitirnar en á ekki kost viðun- andi jarðnæði. M. a. telur Mið- stjórnin í því tilliti nauðsynlegt, að ríkið tryggi sér land sem víð- ast, þar sem skilyrði eru góð, bæði um ræktun og samgöngur. 5. Haldið sé áfram viðleitni flokksins til þess að styrkja og auka samvinnu útvegsmanna um viðskiptamál þeirra, endur- nýjun og aukningu skipaflotans og tryggingamál útgerðarinnar. Jafnframt séu hafnar- og lend- ingarbætur við beztu fiskimið styrktar eftir föngum. 6. Hafinn sé undirbúningur að iðnhverfum í sveitum og sjávar- þorpum, þar sem heppileg skil- yrði eru talin til framkvæmda. Jafnframt sé ungu fólki gefinn kostur á að undirbúa sig til þeirra starfa, sem aukinni iðju í landinu eru nauðsynleg. 7. Miðstjórnin telur bráða nauðsyn að hægt sé að halda framleiðslugetu aðalatvinnu- veganna í horfi, þrátt fyrir styrjöldina og beri því á allan hátt að vinna að því, að tak- marka sem mest þann vinnu-| kraft, sem gengur til erlendrar þjónustu, eins og nú standa sak- ir. Munu atvinnuvegir landsinsl sjálfir hafa þörf fyrir allt það vinnuafl, sem fyrir hendi er,| enda munu þeir þurfa að sjá því farborða, er aftur þrengir að, og því aðeins um það færir, að þeir dragist ekki saman nú, vegna skorts á vinnuafli. 8. Sett verði sérstök lög um stjórn uppeldis- og fjármála há- skólans, undir eftirliti Kennslu- málaráðuneytisins. 9. Hafinn sé skipulegur undir- búningur að endurreisn Skál- holtsskóla, þar sem piltar stundi menntaskólanám og athugaðir möguleikar á því að gera Kvennaskólann í Reykjavík svo úr garði, að hann geti orðið menntaskóli og vönduð uppeld- isstofnun fyrir stúlkur. 10. Lögð verði áherzla á, að koma á fót húsmæðraskólum þar sem þörfin er brýnust og auka bændaskólamenntunina í landinu. 11. Ríkisútvarpinu verði feng- inn málfróður maður til þess að gæta vandaðrar meðferðar móðurmálsins við þá stofnun. 12. St jórnmálaflokkarnir komu sér saman um það á Al- þingi, svo að segja einróma, að fresta almennum kosningum til Alþingis s.l. vor. En skömmu síðar reis, milli Alþ.flokksins og Sjálfstæðisflokksins, djúptækur ágreiningur um það, hvernig bæri að skilja og framkvæma þetta samkomulag um kosn- ingafrestunina, og hafa þessir flokkar síðan krafizt kosninga sitt á hvað. Frestun almennra kosninga til Alþingis er, að áliti Fram- sóknarflokksins, því aðeins rétt- mæt og framkvæmanleg, að til staðar sé, auk alveg sérstakrar knýjandi nauðsynjar á frestun inni, svo að segja einróma sam- þykki allra flokka þingsins. En eins og málum er nú komið, tel ur flokkurinn alveg óumflýjan- legt, að almennar Alþingiskosn- ingar fari fram á vori komandi, í freénum er nú oft getið um árásir tundurskeytabáta, eða E-báta. — Á myndirmi sjást brezkir E-bátar í Thamesármyrmi. Efzta vélsmiðja bæj- arins 30 ára Þessa dagana á Óskar S. Sig- urgeirsson, vélsmíðameistari, eigandi vélaverkstæðisins Marz, 30 ára starfsafmæli, en verk- stæði sitt opnaði hann 3. marz árið 1911. Óskar hóf starf sitt hér með tvær hendur tómar. Hann nam iðn sína á Isafirði hjá Jens Jes- sen, og kom hingað „með aleig- una í pokaskjatta á bakinu", eins og hann orðaði það sjálfur, þegar „Dagur“ kom að máli við hann nýlega, í tilefni þessara tímamóta á ævi hans. „Það var oft erfitt að lifa í þá daga“, sagði Óskar enn- fremur. „Þá var ekki hlaupið að því að útvega sér peninga til at- vinnurekstursins. Einu sinni á þessum byrjunarárum vantaði mig 10 krónur til þess að leysa út pöntun. Ég fór að heiman til þess að útvega mér þær að láni, — en kom aftur jafnnær. En einhvern veginn bjargaðist maður nú samt“. — Hvenær reistir þú verk- stæðisbyggingu þína-? „Eg reisti hana árið 1916 og stækkaði síðan. En starf mitt byrjaði eg í leiguplássi og að nokkru leyti með leigðum verk- færum. Fyrstu efnipötnunina gerði eg árið 1912, fyrir samtals 15 krónur!“ — Hafa ekki orðið miklar framfarir í iðn þinni á þessum 30 árum? „Ekki er hægt annað að segja. Hér var ekkert til af neinu tagi til þessarar iðnar, þegar ég byrj- aði. Eg tók upp á því að láta vél knýja járnsmíðaverkstæði mitt og var það hið fyrsta af því tagí, sem hér þekktist. Þá flutti eg hingað logsuðu- og raf- suðutæki og voru það þau fyrstu, sem sáust hér í bænum. Þá hófst líka járn- og kopar- steypa hér í fyrsta sinn, en ofn- (Framh. á 3. siöu). Mæðiveiki í Fnjóskadal í síðastl. viku var slátrað öllu fé á Sellandi í Fnjóskadal vegna mæðiveiki, sem kom upp í fénu þar. Hefir þingeyska mæðiveikin komizt það lengst vestur yfir varnarlínuna við Skjálfandafljót, svo að vitaðsé, en uggur er í bændum hér í sýslunni vegna þessa atburðar. í haust varð veikinnar fyrst vart vestan fljótsins á Hriflu og var fé lógað þar strax. En Framhald á 3. síSu. Óveður á Suðurlandi ÓKasl um bála Rvík í gær. Aðfaranótt mánudagsins gekl óveður mikið yfir Suðurland o| hélzt fram á dag. Er óttazt, að allmikið tjón hai orðið af völdum þess; m. a. e óvíst um afdrif þriggja vélbáta fóru tveir þeirra í fiskiróður i sunnudagskvöldið frá Vest mannaeyjum og einn úr Kefla vík. Hefir ekkert til þeirn spurzt. Varðskipið „Ægir“ og ' togarar leita bátanna, en ái árangurs enn sem komið er.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.