Dagur - 01.04.1942, Blaðsíða 2

Dagur - 01.04.1942, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 1. apríl 1942 (Mllavœnleg stefna Síðustu mánuðina hefir for- ingjum Alþýðuflokksins ekki orðið tíðræddara um annað en stríðsgróðá bændanna og okur- verð á landbúnaðarafurðum. Jafnframt halda þessir sömu foringjar því fram, að verðlag á landbúnaðarafurðum valdi mestu um dýrtíðina, en hins vegar hafi kaupgjaldið lítil eða engin áhrif á verðlagið. Jafnan áður hefir það verið talinn við- urkenndur sannleikur, er ekki þyrfti um að deila, að kaup- gjaldið væri einn veigamesti þáttur í framleiðslukostnaði hvers konar atvinnureksturs, en nú é þessu ekki að vera þannig farið samkvæmt nýjustu kenn- ingum Alþýðuflokksbroddanna, að minnsta kosti ekki að því er framleiðslu landbúnaðarins snertir. Þar á hækkun grunn- kaups að vera framleiðslukostn- aðinum óviðkomandi. Blekking- in í svona rökfærslu er auðvitað ekki ætluð öðrum en allra auð- trúaðasta og grunnhyggnasta hluta verkalýðsins, og er því óþarfi að fjölyrða um þessa firru krataforingjanna. En sé nú horfið að hjali krata- foringjanna um okur á fram- leiðslu bænda, þá ber þess að gæta, að í verðlagi þeirrar fram- leiðslu felst kaupgjald þeirra. En því aðeins er réttmætt að tala um okurverð og stríðsgróða bænda, að fyrir liggi gild rök um það, að þeir beri úr býtum hærra kaupgjald en aðrar stétt- ir þjóðfélagsins. En þessi rök vantar með öllu. Þvert a móti hafa verið færðar tölulegar sannanir fyrir því, að framleið- endur til sveita beri skarðari hlut frá borði en verkamenn í kaupstöðum og kauptúnum. Nú nýskeð hefir t. d. einn af kaupfélagsstjórum hér á landi sýnt fram á það í blaðagrein, að tekjur umfram gjöld í meðalbú- rekstri í sveit séu kr. 3.500.00 með núverandi afurðaverði. Það er árskaup hjóna, sem þau verða að láta sér og sínum nægja til fæðis og klæða. Eng- inn vafi er á því, að þessi hlutur bænda er of smár í samanburði við þær tekjur, er verkamenn við sjávarsíðuna .bera almennt úr býtum. Sannleikurinn er sá, að bændur hafa um langt skeið verið verst launaða stétt í þjóð- félaginu og eru það enn. Allt tal um stríðsgróða meðal bænda er því ekkert annað en aumasti þvættingur. Krataforingjarnir lýsa fjár- hagsafkomu bænda sem eins konar paradísarástandi á jörðu. En þeim hefir láðst að gera grein fyrir því, hvers vegna framleiðendur til sveita eru allt- af að flýja úr þessari paradísar- sælu á bera mölina við sjóinn, til þess að stunda þar daglauna- vinnu. Þessi síendurteknu fyrir- brigði eru í æpandi mótsögn við fullyrðingar Alþýðuflokksfor- ingjanna. um óhæfilegan stríðs- gróða landbúnaðarins og um kvalræði launþega kaupstað- anna, sem þeir óðir og uppvægir heimta grunnkaupshækkanir til handa, þó að vitað sé að árslaun þessara launþega sé minnst 8 þús. kr. og margra langt þar fram yfir. Og þessa kröfu um grunnkaupshækun byggja for- kólfar Alþýðuflokksins á því, að það verði að jafna stríðsgróð- ann, draga gróðann frá atvinnu- rekendum, þar á meðal bændum með 3.500 kr. árslaun, til launa- manna, sem hafa meira en helmingi hærri tekjur. Stefna Alþýðuflokksins í dýr- tíðarmálunum er orðin hin furðulegasta. — Forsprakkar flokksins heimta, að verðlag á landbúnaðarafurðum verði lög- bundið, En ef jafnframt á að ákveða kaupgjald með lögum, þá kallast það á máli forsprakk-' anna þrælalöggjöf og þá hrópa þeir um kúgun og óheyrilegt ófrelsi. En verðlag á landbúnað- arafurðum, sem eins og áður er fram tekið er ekkert annað en kaupgjald bændanna á að lögfesta, því það er ekki þræla- lög, ekki kúgun, ekki ófrelsi. Það er augljóst, að stefna Al- þýðuflokksins í dýrtíðarmálun- um er óheillavænleg stefna, því hún miðar að því að gera þá menn, er vinna hin lífrænu störf, að olnbogabörnum þjóð- félagsins. Þetta e’r þveröfugt við það, er til heilla horfir fyrir þjóðina. Landbúnaðurinn er líf- rænasti þátturinn í atvinnuhátt- um þjóðarinnar. Þann þátt ber að styrkja, en ekki að veikja. Gildi landbúnaðarins hefir verið og er enn vanmetið af allt of mörgum. Þeir ,sem landbúnað stunda, bera minna úr býtum en verkamenn við sjávarsiðuna. Á meðan svo gengur, heldur flótt- Erlend blöS telja nokkra hættu á að Þjóðverjar 'muni ráðast á Svía í vor, vegna þess að þeim er mikil nauðsyn að stöðva hergagna ílutninga Bandamanna til Mur- mansk og hertaka Svíþjóðar gæti haft stórmikil áhrif á þá baráttu. I eítiríarandi grein ræðir Gunnar Fagrell, blaðamaður við „Ny Tid" í Gautaborg, um sænska herinn og landvarnir Svía. Greinin birtist ný- lega í viðlesnu amerísku tímariti, og er hér lauslega þýdd. jyjUNU SVÍAR berjast, ef er- lendur her ræðst inn í landið? Þessari spurningu er varpað fram víða erlendis og svörin eru á ýmsa lund. Sænska stjórnin hefir margsinnis fullvissað heiminn um, að landið muni varið, en „sérfræðingar“ í ýms- um löndum halda því gagn- stæða fram. En hvað hugsar sænska þjóðin sjálf í þessum efnum? Eg tel mig geta um það sagt, betur en margur annar, því að ég gegndi þjónustu í sænska hernum um átta mán- aða skeið, þegar verst gegndi, árið 1940, og á vegum blaðs míns gafst mér oft tækifæri til þess að kynna mér hervarnir landsinsogræða landvarnarmál- ið við menn ur öllum stéttum, inn áfram þangað, sem lífskjör- in eru betri. Við þessu öfugstreymi er að- eins eitt ráð, og það er að skapa sveitafólkinu að minnsta kosti jafngóð lífsskilyrði og öðrum þegnum þjóðfélagsins. En þau lífsskilyrði skapast ekki, ef stefna Alþýðuflokksins fær að ráða óbreytt. Og vilji forkólfar flokksins reynast verkamönn- um í bæjunum hollráðir, þá ættu þeir að taka stefnu sína í þessu máli til endurskoðunar og leiðréttinga, því að það ætti þeim að vera ljóst, að verka- mönnum er það beinn óhagur, að fólksstraumurinn haldi áfram úr sveitunum til kaupstaðanna, því að einhver takmörk verða fyrir því, hvað bæirnir geta veitt mikla atvinnu, þegar stríðinu lýkur. Verkalýðnum sjálfum ætti því að vera það kappsmál frá eigin hagsmuna sjónarmiði, að lokað yrði fyrir strauminn. Opn- ist augu hans fyrir þessu, má svo fara að hann segi leiðtogum sín- um fyrir verkum og knýi þá til að breyta um stefnu. SnyrtiYörur svo sem: I Yardley-púHur | Three flowers- I c eme I fást nú í Sljörnu Apóteki Í$«««««««««SS««4««SS«««««««Í«««4««««*«S«««S$3«««««««««««9««««Í««««««««««*««£ J-okdreifar. Athyglisverð tillaga. /T7G GET ekki stillt mig um að ' „hnupla" stuttum kafla úr einka- bréfi, er mér hefir nýskeð borizt frá séra Birni Stefánssyni á Auðkúlu, til birtingar hér á eftir. Vona eg að séra Björn afsaki þetta tiltæki mitt. J. Fr.). ..... Mér varð starsýnt á karlana þrjá í 9 .tbl. Ðags: — „brautryðjend- ur K. Þ.“ — Einkum finnst mér karl- inn í miðið, Jakob Hálfdánarson, at- hyglisverður. Mér finnst, að þessum ótilhöggna trjástofni, vöxnum úr ís- lenzkri gróðurmold, sem engin erlend dögg hefir vökvað, hafi ekki verið nægilegur sómi sýndum. Eg vil, að S. í. S. eða Kaupfélag Þingeyinga gefi út rækilega æfisögu þessa merkilega manns. Hefði sú saga verið skráð í tæka tíð eftir hans eigin frásögn af stílfærum manni, eins og t. d. Guð- mundi Hagalín, hefði það getað orðið mikill bókmenntalegur fengur, engu síður en saga Eldeyjar-Hjalta. — En ennþá er útgáfa sögu þessa manns ekki um seinan, en því fyrr, því betra. Islenzkir samvinnumenn mega ekki, sóma síns vegna, láta slíkan mann liggja óbættan hjá garði. Það er líka mikill ávinningur fyrir þá merkilegu bændahreyfingu og þá háleitu hug- sjón, sem sú stefna á rót sína að rekja til, að merki slíkra manna sé á lofti haldið, og engan betri bókakost getur æskulýður nútímans hlotið en æfisög- ur fórnfúsra fyrirmyndarmanna, og helzt þó innlendra. J ÆFISOGU Jakobs þarf að koma * sem nákvæmust lýsing á baráttu hans við hinn dugmikla og glæsilega sérhyggjumann og forvígismann kaup- mennskunnar, Þórð Guðjohnsen. Einnig þarf að gera öllum stuðnings- mönnum Jakobs sem bezt skil. — Ef til vill hefir verið gefin út saga K. Þ.* þótt eg muni ekki eftir því, en þó svo hafi verið, og þessa manns þar ræki- lega minnzt, tel eg þó, að þennan þátt hennar .æfisögu J. H., þurfi að gefa út sérstaklega og hafa hann sem rækileg- astan....“. *) Hún er nú í prentun, og verður hennar að sjálfsögðu rækilega minnzt hér í blaðinu síðar. Mikil tíðindi úr blaðaheiminum! OTÓR“ grein í „Verkam.“ s.l. laug- #,kJardag. Yfirskrift: „Af hverju vill „Dagur“ vekja deilur um húsnæðis- mál bæjarskólanna?" Efni: „Dagur“ flytur „ósvífinn afflutning.... allt niður í beinar lygar og blekkingar" um tillögur kommúnista varðandi húsnæðismál skólanna hér. Rökstuðn- ingur: Virðist því miður hafa fallið niður að mestu í prentuninni. (Verð- ur e. t. v. leiðrétt síðar sem bagaleg prentvilla.) Þó er þess getið, „að lok- um dröttuðust svo fulltrúar hinna ráðandi flokka“ .... bæjarstjórn- arinnar til þess að samþykkja tillögu kommúnista í málinu. (Hér myndi sannleikurinn hafa sett háðsmerki aft- an við, ef hann hefði verið til kvadd- ur, þegar höfundurinn lagði síðustu hönd á verk sitt.) Ábætir og uppfyll- ing til skemmtunar fyrir lesendur yVerkam.“: Nokkur tvöföld háðsmerki (!!) aftan við viðeigandi ummæli um hina lítilfjörlegu persónu „meðrit- stjóra Dags“, sem „ekki nennir öðru mikilvægara starfi“, og fæst auk þess við skáldskap (en það virðist einnig mjög mannskemmandi.) Og samkv. annarri grein í nefndu blaði mun og þessi húðarselur telja sig „jafngóðan Jesú eða betri“, en á það getur „Verkam." að vonum ekki fall- izt. Ergo: Það má af þessu ljóst vera hverjum manni — þar sem ritstjóri Dags er ekki jafngóður Jesú og auk þess skáld — að Dagur hlýtur að hafa farið með „beinar lygar og blekk- ingar“ í skólamálunum. Punktum, basta og gleðilega hátíð! Góð grein og röksamleg. Undirskrift: Steingr. Aðal- steinsson, (bæjarfulltrúi, ef menn skyldu ekki vita það, og hið rússneska (þ. e. himneska) blíðalogn „Verka- mannsins“.) „Fólk vill íréttir. . . .“! J „ÚTVARPSTÍÐINDUM“ 23. febr. þ.á., er að finna eftirfarandi ummæli í grein eftir ritstjórann: „í janúar s.l. var tekin upp sú ný- breytni, að farið var að lesa fréttir í vii ðllu búnir Eflir Gunnar Fagrell Erlendum áhorfendum kann að virðast Svíþjóð líkust hrædd- um héra, sem situr aðgerðalaus í holu sinni og bíður þess, að ó- argadýrin annaðtveggja hlaupi framhjá eða rífi hann í sig, eftir því sem duttlungar líðandi stundar bjóða. Eg get vel skilið að menn geri sér slíkar hug- myndir, því að hverjum manni má vera það ljóst, að aðstaða Svíþjóðar er allt annað en öf- undsverð. Svíar geta ekki alltaf gefið erlendum áhorfendum fullnægjandi skýringar á að- gerðum sínum, af ýmsum á- stæðum. Við viðurkennum að aðstæðurnar hafa þröngvað okkur til þess að ganga inn á kröfur, sem við gjarnan vildum hafa hafnað. En við getum ekki Ijóstrað upp nú um þær kröfur, sem við höfum hafnað. Neitun Svía um að leyfa flutning þýzks herliðs é sænskum járnbraut- um, meðan á Noregsstyrjöldinni stóð, tefldi mjög á tæpasta vað- ið um það, að Svíar slyppu við þátttöku í stríðinu, t. d. — Það eina, sem við getum sagt heiminum afdráttarlaust, eins og nú standa sakir er, að við munum verjast ágengni, hvað- an sem hún kemur, og munum aldrei þola afskipti erlends valds af innanlandsmálefnum. Hvað hafa Svíar gert til þess að efla varnir landsins? Meira en margur hyggur. — Vera má, að fáir leggi trúnað á orð mín, en lítill vafi er á því, að sænski herinn er nú betur æfður, betur búinn og skipu- lagður en nokkur annar landher í veröldinni, nema ef ske kynni þýzki herinn. Flotinn er þegar orðinn einn öflugasti floti álf- unnar og líklega stærstur flot- anna við Eystrasalt. Stærð flug- hersins er hernaðarleyndarmál, en vitað er, að Svíar smíða fyrsta flokks hernaðarflugvélar og að landið er birgt af flugvéla- benzíni og olíu til margra mán- aða styrjaldar. — Sænskir flugmenn voru við- urkenndir löngu áður en styrj- öldin hófst, sem afburðamenn í sinni grein, og vissulega hefir þeim ekki farið aftur síðan. Vitað er einnig, að Svíþjóð á ennþá of lítið af skriðdrekum, en skriðdrekaárásarlið myndi fá ósviknar móttökur frá sænsku skriðdrekabyssunum, sem eru viðurkenndár í flokki beztu tækja af þeirri gerð, og af þeim er nóg til. Tölulegar heimildir um land- varnir Svía á síðari tímum eru ekki fyrir hendi, og myndu enda ekki gefa lesendum neina glögga mynd af ástandinu. Öll- um undirbúningi hefir verið haldið leyndum. Hersýningar í stærri bæjum hafa verið látnar niður falla. Og þótt blaðamönn- um sé endrum og eins boðið að skoða varnarstöðvar hersins, er þess vandlega gætt, að frá þeirra hendi komi ekkert, sem gæti orðið árásarliði að gagni. En eg get þó, sem blaðamaður, brugð-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.