Dagur - 09.04.1942, Qupperneq 1
Vikublaðið DAGUR
Ritstjórar: INGIMAR EYDAL,
JÓHANN FRÍMANN.
AfgreiSsla, auglýsingar, innheimta:
Jóhann Ó. Haraldsson.
Skrifstofa viS Kaupvangstorg.
S'uni 96.
Argangurinn kostar kr. 8,00.
Prentverk Odda Bjömasonar.
Kirkfu-
hljóinleik-
ar ,Geysis‘
á páskadag.
CÁ, sem þetta ritar, hefir þrásinnis
^ heyrt söngelska og söngfróða ut-
anbæjarmenn, og þá ekki hvað sízt
Reykvíkinga — en þeir munu þó ekki
kalla allt ömmu sína í þeim efnum —
halda því fram, að Ingimundur Árna-
son hafi mest skap(temperament) og
þrótt allra söngstjóra, þeirra, er nú
stýra karlakórum á landi hér. Enginn
dómur skal þó á það lagður, að sinni,
hvað hæft muni í þessu, m. a. til þess
að styggja ekki dómvÍ3Í þeirra bæj-
arbúa, er kunna að vera á annarri
skoðun um þetta, og þola ekki hið
frábæra nær sér en góða bæjarleið,
eða þó allra helzt nokkrar þingmanna-
leiðir álengdar a. m. k. — En hitt er
vafalaust, að söngstjóri „Geysis“ er
öðrum fjölkunnugri að því leyti, að
honum tekst ávallt að „vekja upp“
þróttmiklar og hæfar söngraddir í
þessum litla bæ og fylkja þeim kring-
um sig. Þótt „Geysir“ hafi þráfald-
lega goldið hið mesta afhroð, sökum
brottflutnings ýmissa beztu söng-
krafta sinna úr bænum, hefir söng-
stjóranum þó ávallt tekizt að stappa
upp úr jörðunni að kalla nýja og
hæfa söngvara, til þess að drepa í
skörðin. — Þetta sannaðist m. a.
glöggt á sunnudagskveldið var. Þá
hafði kórinn t. d. á að skipa hvorki
meira né minna en fimm einsöngvur-
um, og þeim öllum góðum, hverjum
é sína vísu, allt frá hreimþýðum og
styrkum bassa (Guðm. Gunnarss.)
upp í kliðfagrar og ljóðrænar háraddir
(Jóh. Guðm. og Kondrup) og allað-
sópsmikinn „hetjutenór“ (Herm.
Stef.).
V
TTM SÓNGSKRANA skal ekki fjöl-
^ yrt hér. — Gamla sálmalagið
hans Merikanto fór vel í raddsetningu
Sv. Bjarman, og ekki spillti ein-
söngvarinn, Kristinn Þorsteinss., fyrir
því. Rödd hans er ljóðræn og
„músikölsk“, svo að af ber. —
Norrænu meistararnir stóðust að
sjálfsögðu sitt próf með ágætum, en
óneitanlega var þó gaman að Forster
líka, hvað sem öll hreppapólitík á
heimsvísu og kynþáttastolt kann að
segja um negrahljómlist og ameríska
„dandýa“. En gjarnan mætti ísl.
tekstinn við lagið vera hóti skárri, svo
að kórinn þyrfti ekki að þrástagast á
annarri eins kórvillu og þessari: „Eg
er þreyttUR", með áherzluatkvæði í
lágkviðu en áherzlulaust í hákviðu.
Slík misþyrming máls og bragliðs læt-
ur litlu betur í sæmilega næmu brag-
eyra en hin herfilegasti hjárómur. —
Lag Björgvins Guðmundssonar við
hinn ágæta og dulmagnaða teksta
Guðm. Böðvarssonar: Villtir í hafi,
er' prýðilegt — svipmikið, dulúðugt
og fullt norrænna tilþrifa. — Þá voru
og Hirðingjar Schumann’s vel sungn-
ir, en stórum betur virðist mér þó það
lag fara í blönduðum kór en sungið
af karlmannaröddum einum saman.
— Undirleikur frú Jórunnar Geirsson
setti sérstakan glæsibrag á síðasta
þátt söngskrárinnar.
I»*f ’ ■
TTM SONG „Geysis“ hefir stundum
^ mátt með nokkrum sanni segja,
að hann væri troppo con forza frem-
ur en troppo con grazía. En í þetta
skipti virtust styrkbreytingarnar
mýkri og eðlilegri en oft fyrr, en
þrótturinn og skapið þó hið sama og
éður. Kirkjan okkar virðist mjög
(Framhaiú é 3. síðu.)
Samtal við ÁRNA JÓHANNSSON.
Eitt af merkustu menningarfélögum hér um
slóðir er Skógræktarfélag Eyfirðinga. Áhugamenn-
irnir í félaginu hafa tekið upp merki frumherjanna
í skógræktinni hér norðanlands og hafa unnið ötul-
lega að verndun skógarleifa, plöntun trjágróðurs og
leiðbeiningum um skógrækt. Almenningur hefir
ekki veitt starfi félagsins þá athygli, sem það á skil-
ið. Félagið er fámennt og fátækt, en verkefnin blasa
allstaðar við. Þ>að ætti að vera metnaðarmál allra
góðra Eyfirðinga, að merkið sem frú Margrethe
Schiöth og aðrir ágætir forvígismenn skóg- og
blómaræktar hér norðanlands hafa lyft svo hátt,
falli ekki fyrir sinnuleysi og deyfð samtíðarinnar.
Með því að sameinast innan vébanda Skógræktar-
félagsins geta allir héraðsbúar lagt fram sinn skerf
til þessa mikla menningarmáls.
Skógræktarfélag Eyfirðinga
er elzta og dugmesta skógrækt-
arfélag landsins. Á undanföm-
um ámm hefir það unnið að
því að varðveita þær skógar-
leifar sem enn em til í héraðinu
og gróðursetja nýja skógar-
lunda. En ennþá er margt að
vinna í þessum málum. „Dag-
ur“ kom að máli við formann fé-
lagsins, Árna Jóhannsson,
gjaldkera, og spurðist frétta af
starfi félagsins á þessu 12.
starfsvori, sem nú fer í hönd.
— Hvað ætlar félagið að
taka sér fyrir hendur í vor?
„Við murium fyrst og fremst
halda áfram að gróðursetja
plöntur í Vaðlaheiðargirðing-
unni. Við gróðursettum þar
8000 plöntur í fyrra og sáðum
auk þess miklu af birkifræi.
Plöntumar, sem gróðursettar
hafa verið þar á undanförnum
ámm, hafa dafnað vel, sérstak-
lega þær eldri, og má nú telja
alveg víst, að þarna í heiðinni
muni vaxa upp fagur skógur í
framtíðinni, ef félagið hefir bol-
magn til þess að halda þessu
starfi áfram og auka það er
tímar líða. En það útheimtir
vitaskuld mikið starf á hverju
vori, og er félaginu nauðsynleg-
ur stuðningur allra áhuga-
manna, bæði í sjálfboðavinnu
og á annan hátt. Það ætti að
vera metnaður unga fólksins
hér í bænum, að stuðla að því,
að á næstu áratugum vaxi upp
fagur skógur þarna í heiðinni,
gegnt bænum. En ennþá virð-
ist allmikið skorta á almennan
skilning manna í þessu efni.
— Þá munum við halda
Framh. á 3. síðu.
Tnndurdufiahættan
Xauðsynlejíl að kunnállumenn séu <11
faks Iier við Eyjaf jurð (il þess að
eyða duflum
Klukkan um 10 árdegis á
annan páskadag rak tundurdufl
á land í Dalvík, sem næst fyrir
miðju kauptúninu. Fjaran er
sendin þar sem duflið bar að
landi og sprakk það ekki. Leið
svo sá dagur, að ekki var að-
gert. Duflið lá í fjömnni
óspmngið, en fólk í 10 næstu
húsum f lúði heimili sín, því hve-
nær, sem duflið springur þama
eru öll þau hús í þorpinu, sem
standa nærri þessum stað, í
hættu, og að líkindum myndu
verða skemmdir á húsum í
mestum hluta þorpsins ef
sprenging yrði.
Skömmu eftir að dufl þetta
lenti í f jörunni í Dalvík sprakk
annað dufl utan við kauptúnið,
með miklum gný, en ekki varð
tjón af. Dalvíkingar munu hafa
snúið sér til íslenzkra og brezkra
Framh, á 3. síðu.
/ dag eru tvö ár liðin frá því, að Þjóðverjar
hófu innrás sína í Noreg, 9. apríl 1940. —
Guð veiti frændum vorum, Norðmönnum,
styrk í þungri baráttu, og leiði þá senn til
sigurs, friðar og frelsis.
Tveir frægir forystumerm lýðræðis-
þjóðanna, Smuts hershöfðingi, tor-
sætisráðherra Suður-Afríku, og Sir
Archibald Wavell, yfirhershöfðingi :
Indlandi. Wavell tekur þátt í samn-
ingaumleitunum Indverja og Breta,
er fara fram þessa daéana í New
Delhi, meðan Japanir undirbúa sókn
til lndlands og éera loftárásir á ind-
verskar boréir.
SflngslaiíMí Húsai
Fréttaritari blaðsins t Húsa-
vík skrifar:
Undanfarin ár hefir starfað í
Húsavík karlakórinn „Þrymur'1
undir stjórn hins f jölgáfaða pró-
fasts, Friðriks A. Friðrikssonar.
sem auk þess að stjórna kórn-
um af miklum næmleik og fjöri,
yrkir handa honum, hvenær
sem á liggur, ljóð og lög — jafn-
vígur á hvorttveggja.
í s.l. janúarmánuði var einn-
ig stofnaður í Húsavík samkór
karla og kvenna. Eru í honum
60 manns. Heitir hann: ,„Sam-
kór Húsavíkur". Söngstjóri er
Ásbjörn Stefánsson læknir.
Á þeim stutta tíma, sem lið-
inn er, hefir kór þessi æft 9 lög,
flest lítið þekkt hér um slóðir og
sum allumfangsmikil. Eitt þess-
ara laga er nýtt lag eftir Friðrik
A. Friðriksson, prófast, söng-
stjóra „Þrymis“, ort við ljóð eft-
ir Huldu.
Kórinn gerði ekki ráð fyrir að
geta á þessum vetri starfað leng-
ur en til marzloka, vegna þess
að um það leyti fara vorannir í
kauptúninu að hefjast, að því
er sjávarútveginn snertir. Þess
vegna var ákveðið, að kórinn
skyldi láta almenning til sín
heyra laugardagskvöldið 28.
marz. Hélt hann þá í Samkomu-
húsi Húsavíkur „jómfrúáöng"
sinn. Áheyrendur skemmtu sér
(Fmnb. é 3. ilðu).
k i
Helztu fréttlr
< • —
JAPANIR hafa byrjað loftárás-
ir á indverskar borgir. Á
páskadagsmorgun réðust fjöl-
margar sprengjuflugvélar á
borgina Colombo á Ceylon-
eyju. Bretar tóku vasklega á
móti og skutu niður stóran
hluta árásarvélanna. Telja þeir
að einar 18 vélar af 75 hafi
komizt óskaddaðar heimleiðis,
Japanar hafa flug- og flota-
bækistöð á Andamaneyjum í
Bengalflóa, um 900 mílum fyr-
ir austan Ceylon og munu flug-
vélar þessar hafa bækistöð á
flugvélamóðurskipi, sem haldið
er út þaðan; á annan páskadag
réðust japanskar flugvélar á
tvær hafnarborgir í Madrashér-
aði á austurströnd Indlands. —
Virðizt sem Japanar undirbúi
nú sókn til Indlands og Ástralíu
samtímis.
* * *
| DAG eru liðin 2 ár síðan naz-
iztar -réðust á Noreg. Á þess-
um árum hefir norska þjóðin
orðið að þola meiri hörmungar
en nokkur þjóð önnur á síðari
öldum, en hefir þó ekki látið
bugast. Mótspyman gegn naz-
istum og quislingum er sízt
minni nú, í byrjun þriðja árs
ógnarstjórnarinnar, en á fyrsta
árinu.
Til dæmis um hugsunarhétt
erlendra quislinga er, að þeir
tala nú opinberlega um það, að
Noregur muni leggja ísland
undir sig, auk Grænlands og
Færeyja, ef Hitler sigrar. Út-
varpið í Oslo hefir nýlega sagt
frá því, að eitt Osloblaðanna
hafi birt grein um hið væntan-
lega „stórnorska“ ríki, og talið
ísland sérlega vel fallið til að
vera stjórnarmiðstöð vegna
landfræðilegrar afstöðu.
Ekki verður ferill quislinga
glæsilegri, þegar þessi svik við
bræðralagshugsjón Norður-
landa bætast ofan á níðings-
verkin, sem þeir vinna heima
fyrir. íslenzka þjóðin mun í dag
minnast frjálshuga Norðmanna
heima og erlendis með lotningu.
Leikhúsið. Leikfélag Akureyrar
hefir frumsýningu á „Nýársnóttinni",
eftir Indriða Einarsson, í Samkomu-
Í».V.*Í fewjwiss, I kvöld, kL 9 e. h-
. .