Dagur - 09.04.1942, Side 2

Dagur - 09.04.1942, Side 2
2 DAGUR Fimmtudagifin 9. apríl 1942 HinngamliAdam er risinn upp á ny J~okdreifar. Fyrir skömmu lét „rödd“ ein úr dreifbýlinu til sín heyra í þessu blaði um „ógnarvald“ Reykjavíkur gagnvart öðrum landshlutum, þar sem því var haldið fram, að Reykjavík væri vaxin þjóðinni yfir höfuð; hún væri ekki aðeins orðin ríki í rík- inu, heldur blátt áfram yfirríki annarra landshluta, sem kæmu vart til greina öðru vísi en sem „hjáleigur höfuðbólsins“. Allt var þetta rökstutt í stuttorðri greinargerð og sýnt fram á or- sakir þessa ástands, er fyrst og fremst væru þær, að flestir þing- fulltrúar dreifbýlisins væru bú- settir í Reykjavík. Það mun óhætt að fullyrða, að þessi „rödd túlki skoðanir fjölda manna í dreifbýlinu, þeirra sem nokkuð hugsa um þjóðmálin. Það er kunnara en frá þurfi að þessi „rödd“ túlki skoðanir Reykjavíkurvaldið dreymt um að efla sig sem mest á kostnað héraðavaldsins með breyttri kjördæmaskipun og breyttum kosningalögum. Nú um sinn hef- ir þessi draumur, sem bundinn hefir verið við Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkinn, ekki látið á sér bæra í verki, þar til nú að hinn gamli Adam er risinn upp á Al- þingi. Hann rumskaðist fyrst í Alþýðuflokknum á þá lund, að flokkurinn ber fram frumvarp um víðtækar breytingar á kjör- dæmaskipun í landinu. Aðal- breytingarnar eru: Hlutfalls- kosningar í tvímenningskjör- dæmum og fjölgun þingmanna úr 49 í 54. Þessi ráðgerða 5 þingmanna fjölgun byggist á því, að kaup- staðirnir Akranes, Siglufjörður og Nes í Norðfirði verði sérstök einmenningskjördæmi og að Reykjavík fái tvo viðbótarþing- menn, svo að þeir verði alls 8. Fullyrt er, að allur Sjálfstæð- isflokkurinn í þinginu, svo og kommúnistar, sé fylgjandi frum- varpinu. Öll þessi þrenning sameinast um kröfu um aukið Reykjavík- urvald og skerðingu á áhrifum dreifbýlisins á þjóðmálin. Sjálfsagt er að játa, að nú- ver. kjördæmaskipun og kosn- ingareglur þurfa umbóta við. Uppbótarkerfið hefir t. d. gefizt illa, og fjölgun þingmanna, sem gerð var 1933, hefir á engan hátt bætt störf eða vinnubrögð þingsins. Það er ekki ár liðið síðan allir lýðræðisflokkarnir á þingi voru sammála um að fresta bæri kosningum vegna hinna válegu tíma og óvissa ástands, er þá ríkti. Meðal annars voru færð þau rök fyrir kosningafrestun- inni þá, að skaðlegt væri að stofna tilharðvítugradeilnamilli flokka, er jafnan fylgja kosning- um, á þessum ískyggilegu tím- um, þegar brýn nauðsyn væri á því, að allir lýðræðisflokkamir legðust á eitt með að bægje voð* anum frá þjóðinni. Þrátt fyrir þetta hafa bæði Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn hagað sér þannig í þessu máli, að ekki verður hjá því komizt að efna til kosninga á næsta vori, og þó er hættan sízt minni nú en þá. I fyrra var kosningum frestaö til að forðast deilur; svo rík á- herzla var þá lögð á nauðsyn þess, að friður héldist. Nú telur fyrrgreindur meirihluti þingsins sér fært að innleiða deilur um hið viðkvæmasta mál — sjálf stjórnarskipunarlög okkar — og stofna til kosninga á þeim grundvelli hvað ofan í annað. Slíkt skoðanahringl sem þetta er ekki til þess fallið, að glæða hróður þingsins eða auká virðingu fyrir því. Tíminn, sem meiri hluti þings hefir valið sér, til þess að leggja út í deilur um stjórnarskrána, er sá versti sem hægt er að hugsa sér. Þó kastar fyrst tólfunum, þegar Morgunbl. lætur í veðri vaka, að Alþýðufl. flytji ekki frv. sitt af heilindum við málið, heldur í þeim tilgangi að spilla friði milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, Og Sjálfstæðisflokkurinn ætlar þá ekki að vera sjálfstæðari en það, að láta eftir þeim vilja Alþýðu- flokksforsprakkanna. En hvað svo um kröfurnar sjálfar — innihald frumvarps- ins? Fylgjendur frv. krefjast hlut- fallskosninga í tvímenningskjör- dæmum í því augnamiði að full- nægja öllu réttlæti. Sá galli er á þessari kröfu, að hún er blátt áfram hugsunarvilla. Hlutfalls- kosning, þar sem aðeins tveir eru kosnir, getur leitt af sér hið versta ranglæti, því að hún veit- ir minni hluta sama rétt og meiri hluta, t. d. 501 kjósanda jafn- mikinn rétt og 1000 kjósendum í sama kjördæmi. Þetta er ekki réttlæti, heldur ranglæti. Hlut- fallskosning á alls ekki við, nema þar sem fleiri en tveir eru kosnir. Eigi hún að takast í gildi, verður að stækka kjör- dæmin frá því sem nú er og fjölga þingmönnum fyrir hvert kjördæmi. Öllu réttara myndi þó vera að taka upp einmenn- ingskjördæma-skipulag alstað- ar, þar sem því verður við kom- ið, enda má það teljast aðalregl- an í núverandi kjördæmaskip- un, þar sem 20 kjördæmi af 26 alls, utan Reykjavíkur, eru ein- menningskjördæmi. Tillagan um hlutfallskosn- ingu í tvímenningskjördæmum er ekkert annað en flaustursleg og óhugsuð ályktun, fjarri því að koma nokkru jafnrétti til leiðar. Þá er krafan um f jölgun þing- manna, þar á meðal tveggja fyr- ir Reykjavík. Halda fylgismenn hennar virkilega, að þjóðin æski eftir þingmannafjölgun og að þingmannafæð standi landinu fyrir þrifum? Mundi ekki hitt sönnu nær, að þingliðið sé ó- þarflega f jölmennt og mætti því að ósekju frekar fækka en fjölga? Er t. d. Reykjavíkur- valdið ekki orðið nógu sterkt nú þegar með sína 6 þingmenn og helming alls þingheims bú- settan í Reykjavík? Það er haf- ið yfir allan efa, að þessi búseta þingmanna í höfuðstaðnum hef- ir margvíslegan hagnað í för með sér fyrir hann. Þingmenn sem búsettir eru í Reykjavík, hafa ÍDæði sjálfráða og ósjálf- ráða hvöt til þess að hlynna að sínu eigin bæjarfélagi alveg sér- staklega. En þetta þykir Rvik- urvaldinu ekki nóg; það heimt- ar tvo menn til viðbótar, til þess að jafna metin milli sín og dreif- býlisins, sem hefir þó á allan hátt miklu erfiðari aðstöðu til að hafa áhrif á þjóðmálin held- ur en hinir, sem tilheyra þétt- býlinu. Lítil spegilmynd af áhrifum þeim, er fylgja því, hversu stór hluti þingmanna er búsettur í Reykjavík, er það að samkv. lögum, er þessir þingmenn hafa sett, e.r persónufrádráttur, þegar talið er fram til skatts, hærri þar en annars staðar á landinu. Þetta er réttlætt með því, að dýrast sé að lifa í Rvík. I þessu sambandi var á það bent af þingmanhi einum, að flutningskostnaður á kolatonni frá Rvík og austur að Stórólfs- hvoli væri 120 kr., svo að dýr- ari hlyti nú þessi vara að vera úti í dreifbýlinu en í Rvík. Þing- maðurinn fékk það svar frá ein- um fulltrúa Reykjavíkurvalds- ins, að sveitamenn ættu bara að spara sér upphitun, en það áttu höfuðstaðarbúar ekki að gera! Þetta er táknandi mynd af hugsunarhætti þeim, sem ríkj- andi er hjá Reykjavíkurvaldinu gagnvart bæjarfélaginu annars vegar og fólkinu í dreifbýlinu hins vegar. En þetta vald hefír fyrst og fremst myndazt og Framhald á 3. síSu. HELGAFELL. Tímarit um bókmennt- ir og önnur menning- armál. RITSTJÓRAR þessa nýja tímarits, þeir Magnús Ásgeirsson og Tómas Guðmundsson, eru svo sem kunnugt er í hópi allra listfengustu, fjölmennt- uðustu og gáfuðustu skálda okkar og rithöfunda. Þeir hafa og reynzt nægi- lega frjálslyndir og víðsýnir til þess að láta ekki — svo kunnugt sé — ánetjast af neinum andlegum klíkum, „— ismum“ eða einokunarverzlun- um, né heldur gerzt blindir dýrkend- ur neinna pólitískra skurðgoða. Af þeim verður því mikils vænzt og krafizt, þegar þeim nú hefir verið fengið í hendur svo biturlegt vopn í menningarbaráttu þjóðarinnar eins og stórt og vandað tímarit, — sem líklegt er til innan skamms að eign- ast fjölmennan lesendahóþ — getur orðið. Byrjunin er og á þann veg, að áframhaldsins mun beðið með óþreyju. Ritið er einart, sanngjarnt og hófsamlegt í dómum — og hlut- laust í góðri merkingu þess orðs. ísl. þjóðina hefir aldrei skort lestrar- hneigð, né heldur bókakost, a. m. k. ekki upp á síðkastið. Hins vegar hef- ir almenna lesendur tilfinnanlega skort ábyrga leiðsögn um völundar- Jnnsta eðli kaupmennskunnar’. ÓTT Framsóknarmenn aðhyllist fyrst og fremst úrræði samvinnu- stefnunnar í verz.lunarháttum og fé- lagsmálum, fer því þó víðs fjarri, að þeir viðurkenni ekki tilverurétt heið- arlegra kaupsýslumanna, eða ágæti „einkaframtaksins“ í ýmsum efnum. Þeim mun yfirleitt vera það veWjóst, að ýmsir ágætir menn geti stundað verzlun, án þess að æra af sér mann- orðið. — Svavar bankastjóri Guð- mundsson mun vera nokkuð annarrar skoðunar í þessum efnum, hafi hann verið algáður, þegar hann reit grein- ina „fVýfr menn beita gömlu her- bragði“ í síðasta „Norðanfara" og merkti hana fangamarki sínu. — Þar sem vitað er, að ýmsir vígreifustu fylgifiskar þeirra Skjaldbyrginga hér í bæ eru kaupsýsíumenn, skal þeim hér með ráðlagt að lesa grein þessa, og vinna það jafnvel til að kaupa Norðanfara fyrir sparifé sitt, þótt hann sé nokkuð dýr. — Eftir að hafa lýst ýmsum hinum óþokkalegustu kúgunaraðferðum selstöðuverzlunar- innar gömlu réttilega sem „grimmi- legu okri“, „afarkostum“, „bolatök- um“, „ánauð“, „viðskiptakúgun", „þjösnaskap1, kúgunarklafa“ og hung- urárásum (auðvitað með hliðsjón af því, að Kristján bakari og K. E. A. hafi ætlað að beygja þennan vesal- ings Karl ..Friðriksson með svipuðum aðferðum, og taka brauðið frá munni „barna“ hans, þ. e. brezku hermann- anna, sem sækja hressingarskála hans), kemst bankastjórinn að lokum að þeirri hatramlegu niðurstöðu, að slíkar aðferðir „sýni áþreifanleéa. innsta eðli kaupmennskunnar". (Leturbr. hér). — Hafi nú hver sitt með þökkum fyrir viðskiptin! — Má um þetta segja, að sjaldan launi kálf- ur ofeldi. Ein lítil obláta. TÞRÓTTAMÖNNUM mun þykja það góð list að geta „farið í gegn- um sjálfan sig“ á sem skemmstu færi. Þetta þykja og stundum skemmti- legir tilburðir hjá andlegum „akró- bötum“ og öfugmælasmiðum, svo sem höfundum skopblaða. — í síð- asta tbl. „Norðanfara“ setja þeir fé- hús hinna prentuðu kynstra upp á Helgafell góðra bókmennta, þangað „sem enginn má óþveginn líta”. Bók- menntaleiðsögn blaða og tímarita hefir að vonum oftast verið handahóf eitt, þegar bezt gerðist, en Iangoftast meira eða minna hlutdræg og blönd- uð annarlegum sjónarmiðum. Ef rit- stjórum Helgafells tekst að breyta eftir því boðorði sínu, „að andlega starfsemi beri að meta eftir lista- og menningargildi hennar og engu öðru“, og rit þeirra sýnir eftirleiðis „hverju vænlegu nýmæli fulla gestrisni.... og gerir sér far um að hlúa á allan hátt að þeim verðmætum, sem fyrir eru í tungu vorri, sögu og þjóðmenn- ingu“, eins og lofað er í upphafsorð- um, á það sannarlega góðar viðtökur skilið. Skal og sízt rengt að óreyndu, að það takist, því að slíks bókmennta- rits er full þörf, og þetta fyrsta hefti, sem komið er, hefir engum vonbrigð- um valdið. Hér er ekki færi á að geta nánar um efni ritsins, en „Dagur“ gerir sér vonir um, að honum gefist eftirleiðis kostur á að geta útkomu hvers heftis að nokkru. — Því miður er „Helga- fell“ nokkuð dýrt, og er það að von- um, því að ritið er forkunnar smekk- víslegt og vandað að öllum búningi, og því mun ætlað að verða stærsta tímarit þjóðarinnar ,enda ekkert til lagar met í þessari íþrótt. Er það mik- ill skaði, að því sem næst enginn skuli lesa blaðið, því að það slagar nú orð- ið hátt upp í „Spegilinn" um öfug- uggahéttinn og sjálfhæðnina. Væru ekki árans löngu eftirmælin og ætt- artölur ýmissa preláta og stórhöfð- ingja aftur í myrkur hinztu forn- eskju því til leiðinlegrar fyrirstöðu, myndi „málgagnið" hvarvetna verða talið til sæmilegustu skopblaða. — Hér er t. di nýjasti „brandarinn": Einn mætur borgari þessa bæjar, Jakob Frímannsson framkv.stj., er fyrst borinn hinum þyngstu sökum. Hann beri „saklausum mönnum" upp- lognar sakir á brýn „gegn betri vit- und“, og geri sig sekan um „ósæmi- lega og óþolandi blaðamennsku" og muni honum holt að Iesa „viðeigandi kafla hegningarlaganna um, hvaða viðurlög liggja við röngum sakargift- um og meiðyrðum". Þá er og annars staðar í blaðinu gefið mjög berlega í skyn, að hann muni sekur orðinn um landráð, enda sé það undir miskunn þeirra félaga, Skjaldbyrginga, komið, hvenær hann muni „hejrra hrikta í betrunarhússhurðinni" að baki sér(!). — En í enda greinarinnar er svo að lokum klykkt út með því að fullyrða, að það hafi nú „alls ekki verið til- ætlunin að drótta neinu óheiðarlegu að Jak. Frím. persónulega", eða segja neitt meiðandi um þennan ágæta mann(!). — Svona skemmtilega hringlar þó varla — þrátt fyrir allt -— í höfuðskeljum þeirra Brynleifs sóknarnefndarmanns eða Svavars peningapassara. Höfundurinn hlýtur að vera sjálfur Jón Sveinsson, hinn lögvísi og enginn annar. — Þó höfðu menn jafnvel naumast búizt við hon- um svona fullkomnum í íþrótt sinni. Leiðrétting. F þeim kafla greinarinnar um Leikfélag Akureyrar í síðasta tbl. „Dags“, er fjallaði um tónlistalíf hér í bænum, varð ekki annað ráðið en að Karlakór Ak. hefði einn bæjarkór- anna haldið opinbera samsöngva hér, það sem af var vetrarins (átti að vera ársins), en það er auðvitað al- rangt, enda munu margir bæjarbúar hafa minnzt þess við lestur greinar- innar, að „Kantötukór Akureyrar“ sparað að gera það sem bezt úr garði. Bókamenn ættu því ekki að setja sig úr færi og eignast það, þegar frá upp- hafi, og sjálfsagt virðist, að lestrarfé- lög og bókasöfn gerist kaupendur þess, meðan það reynist köllun sinni trútt og vinnur sér ekkert til óhelgi. — Væri illt til þess að vita, að það kafnaði undir nafni og bryti af sér traust góðra manna. ÍSL. ÞJÓÐSÖGUR. Safnað hefir Einar Guðmundss. 11. hefti. ÞAÐ sér á, að þjóðsögur eru enn vinsælt lestrarefni, slík fyrn berast nú árlega á markaðinn af því tagi. Má segja, að þjóðin hafi nú eignazt hvert þjóðsagnasafnið öðru betra, enda mun frjósemi þeirrar moldar allmjög til þurðar gengin í bili, og ekki hver draugur vakur, þótt riðið sé. Vel má þó vera, að enn leynist margt ósagt eða a. m. k. óprentað af slíkum fræðum með þjóðinni, sem rétt og skylt væri að halda til haga. — Þetta sagnakver Einars Guð- mundssonar getur engan veginn tal- izt í röð beztu þjóðsagnasafna okkar, en þó hefir það sér til ágætis nokk- uð. Ymsar skemmtilegar og fróðlegar sagnir eru þarna, einkum úr sunn- lenzkum verstöðvum, og flýtur þar ýmislegt með af málbragði og orð- tækjum sjómanna og öðru alþýðu- máli sunnanlands og vestan, sem gott er og þarft að bókfesta. Bókafregnlr

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.