Dagur - 16.04.1942, Page 3

Dagur - 16.04.1942, Page 3
Fimmtudaginn 16. apríl 1942. DAGUR 3 Öllum þeim, er sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför iitla drengsins okkar ÁRNA, vottum við okkar innilegustu þakkir. Slgnrveig Arnadótlir. Jón Oddason. Jarðarför konunnar minnar, önnu Lilfu Sfefáns- dóliur, fer fram að Bakka í Öxnadal miðvikudaginn 22. apríl næstk. og hefst með húskveðju að heimili hinnar látnu kl. 11 f. h. Efstalandi 4. apríl 1942. Gestur Sæmundsson. ntririi'iriaiMMnnnnManaa—— Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, er auðsýndu okkur hluttekningu og hjálp við andlát og jarðarför dóttur okkar og systur, Birnu Friðriku Valsleins- dótlur, Rórsnesi. Foreldrar og systkini. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Innilegt * hjartans þakklœti votta ég öll- um nœr og fjœr, sem sýndu mér vinarhug i tilefni af 50 ára af- mœli minu 29. marz s. /., með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Heill og hamingja fylgi ykkur öllum. _______ _______ fóhanna Áðalsieinsdóttir Gránufélagsgötu 7. — Akureyri. *♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ eSlileg, meðan hún lét ekkert á sér kræla og vel var breitt ofan á hana, en ekki leizt mér á hana, þegar hún reis upp við dogg, setti allt ofan af sér, og lagðist svo hreint og klárt á gólf, eins og þar stendur. Það kalla ég nú að falla út úr rullunni. Ego-ist. « Er þetta það, sem koma skal? (Úr bréfi frá „gömlum Akureyringi“.) G er nú að 'vísu ekki sérlega fjöl- menntaður í „músíkinni“, en hefi þó alltaf haft gaman af góðum söng. Eg fór því á samsöngva karlakóranna hér, Karlakórs Ak. og Geysis, og verð að játa, að ég hafði gaman af þeim báðum tveim. Eg er víst ekki svo viti borinn í þessum efnum, að ég heyri upp á eigin spýtur þann mikla mun, sem er víst á snillingunum og busun- um. En auðvitað rann upp ljós fyrir mér, þegar ég las og bar saman dóma „Verkamannsins" um þessa tvo sam- 6öngva. Þar las ég langt mál um hinar „sterku og hljómmiklu raddir“ Karla- kórs Ak., hina „björtu og skæru“ ten- óra hans, söngskrana, ®r „virtist vel valin og vandlega og samansett at smekkvisi" og sungin með „þeirn blæbjörtu fyltingu, að mér var unun á að hlýða“. Enntremur las ég um einsönginn, sem var „borinn fram at næmum skilningi og vandvirkni“, og margt flexra áxika loísamlegt. „Og það kvöld gengu margir glaðir txx rekkju og nkari en etxa,“ stoö þar. Jú, pað hlaut að vera mxkill munur a þessum meisturum undir stjórn Ás- kels míns Snorrasonar og hinum skussunum, sem kunnu fremur illa að stilla saman sínum „fláu röddum“, enda fóru víst flestir áheyrendur heldur fýldir í rekkjur sínar það kvöldið dg sára fátækir í andanum! Mér varð það ljóst eftir þennan frjó- satna samanburð á dómum blaðsxns, hve dýrmætt það er að njóta óhlut- drægra leiðbeininga þess um hina dularfullu heima listarinnar. Og mér var hugsað til þess, hve dómar blaðs- ins myndu öldungis óyggjandi í sjálfri pólitíkinni, fyrst það væri nú svona ábyggilegt í listagagnrýninni, sem mun þó engan veginn vera þess helzta „speciale". Ójá, þeir ku líka segja það þama austur í Sovétunum, að listin sjálf eigi þó allténd að vera hafin upp yfir alla flokkadrætti og klíkuskap! Sjálfslteðismálið. Framhald af 2. síðu. stöðu við Framsóknarflokkinn, þá rofnar sennilega núverandi stjómarsamvinna. Þegar svo er komið, eru hinir þrír fyrnefndu flokkar siðferðilega skyldugir til að mynda stjóm í samein- ingu, því að enginn þeirra hefir einn út af fyrir sig mátt eða getu til þess. En getur nokkur hugsanleg leið verið til þess, að nokkur jákvæð samvinna eða stjómarstefna tækist milli þess- ara flokka? Nei. Slíkur óskapn- aður gæti ekki leitt annað af sér en stjómleysi, ringulreið og upplausn á öllum sviðum. Þegar svo væri komið, yrði kommúnistum skemmt. Þá skemmtun gætu þeir þakkað vinum sínum, Alþýðu- flokksbroddunum. VörusalaKea (Framh. af 1. síðu). Smjörlíkis- og einagerÖin seldi vörur fyrir 730 þús. og er það nokkm meira en áður. Brauðgerðin seldi fyrir 440 þúsund og er það einnig nokkru hærri upphæð en 1940. Undan- farið hefir brauðgerðin greitt fé- lagsmönnum 8 % arð en stjórn- in leggur til að uppbótin verði 10% fyrir sl. ár, og ætti það að vera hvatning fyrir viðskipta- menn brauðgerðarinnar að halda saman brauðarðmiðunum og skila þeim á réttum tíma á skrifstofu félagsins. Pylsugerðin, sem starfrækt er í sambandi við brauðbúðina, framleiddi pylsur og álegg fyrir um 100 þús. kr. Sápuverksmiðjan og Kaiíi- beetisverksmiðjan seldu vörur fyrir um 640 þús. kr., og hefir þó reynzt mjög erfitt að útvega hráefni til framleiðslunnar. — Hefir nú tekizt að birgja verk- smiðjurnar svo að hráefnum, að framleiðsla þeirra ætti að geta verið óhindruð á þessu ári. Þá starfrækti félagið kassa- gerð, sem smiðað hefir alla kassa sem frystihús félagsins og verksmiðjur hafa notað. Voru smíðaðir um 15000 kassar á árinu. LANDBÚNAÐARAFURÐIR. Enn er ekki hægt að segja um endanlegt verð á kjöti og gærum, en kjötið var reiknings- fært með kr. 2,10 I. fl. kjöt, og gærur með 1,50 kg. Leggur stjórnin til að aðalfundur heim- ili henni að ákveða uppbót á þessa vöruflokka, þegar séð verður hvað félagið fær fyrir vöruna. SJÁVARAFURÐIR. Sala þeirra hefir gengið greiðlega. Félagið hafði til sölu- meðferðar 1.736.257 kg. af saltfiski og var greitt í reikninga fiskeigenda samtals um 1 Vá millj. kr. Félagið flutti út um 300.000 kg. af hraðfrystum fiski og sá um sölu á ísfiski að verðmæti um 670 þús. kr. Lifr- arbræðslur félagsins tóku á móti um 456 þús. lítrum lifrar og var greitt fyrir hana um 448 þús. kr. Útlit er fyrir að nokkur uppbót verði greidd til viðbótar. Beinaverksmiðjan tók á móti um 200 smál. af beinum og greiddi 85 kr. fyrir smálestina af fyrsta flokks beinum. ÖNNUR STARFSEMI. Félagið hóf greiðasölu í Gildaskálanum á árinu og gekk sú starfsemi vel. Seldi skálinn fyrir um 120 þús. kr. til ára- móta. KornræKtin í Klauf gekk vel sl. sumar; félagið réðist í bygg- ingu nýs ■gróðurhúss við Brúna- laug og á nú um 500 fermetra undir gleri. Fræðslustarfsemi félagsins hélt áfram sl. ár; voru haldnir 32 fræðslu- og skemmtifundir á félagssvæðinu og námskeið fyrir unga menn úr deildunum v«r haldið hér I bænum é. érinu. HAGUR FÉLAGSINS. Innstæður félagsmanna í reikningum, innlánsdeild og stofnsjóðum voru í árslok kr. 5.661.713,00, en skuldir sam- tals 142.691,00 kr. í árslok 1940 voru inneignir félags- manna 3.730.768,00 en skuldir 378.179,00. Hafa því ástæður félagsmanna batnað á árinu um kr. 2.166.433,00, og er það geysimikil aukning. Athugandi er í þessu sambandi, að tvö und- anfarin ár hafa menn mjög lítið unnið að framkvæmdum, og má því gera ráð fyrir að í venjulegu ári hefði verulegur hluti þessa fjár farið til viðhalds og endur- bóta. Útistandandi skuldir félags- og utanfélagsmanna hafa minnkað á árinu um 217 þús. krónur. Ástæður félagsins út á við um áramótin voru þannig, að félagið skuldaði bönkum og lánsstofnunum aðeins röskar 600 þús. kr., og þar af mun helmingurinn vera greiddur nú. Innstæður félagsins hjá bönk- um og S.Í.S. námu aftur á móti tæplega 4 millj. kr. KEAannast ísílsksvölu (Framhald af 1. síðu.) útgerðarmennirnir á þessum stöðum félaginu umboð til þess að annast sölu á öllum ísfiski af bátum sínum. Vænta menn að þetta skipulag verði þeim hagkvæmara en það sem ríkti hér í fyrra, er ýmsir voru að út- vega skip og annast sölu; vant- aði þá oft og tíðum skip til að taka fisk, er verst gegndi. K.E.A. hefir nú tekizt að útvega nægi- legan skipakost til þess að ann- ast flutningana héðan, og eru bátar þegar farnir að veiða í fyrstu skipin. Þá tók fundurinn ákvörðun um endanlegt verð á lifur sem félagsmenn lögðu inn á lifrar- bræðslur félagsins á s. 1. ári. Var þegar búið að greiða eina krónu fyrir lifrarlítrann, og uppbót á- kveðin 0.32 fyrir lítra. Verður endanlegt verð fjnir fyrsta fl. lifur þá kr. 1,32 fyrir lítrann, og er Jjað talið mjög gott verð, Ráðstöfun arðsins. Arður af vörusölu félagsins varð kr. 323.368,00, og leggur stjómin til að greiddur verði 10% arður af ágóðaskyldum viðskiptum ársins, til félagsmanna, þar með talið af ágóðaskyldum kjötbúð- arvörum. Þá er lagt til að af innstæð- um lyfjabúðar og brauðgerðar verði greiddur 10% arður af viðskiptum til félagsmanna.“ Félagsmenn í Kaupfélagi Eyfirðinga eru nú 3410 og fjölgaði þeim um 112 sl. ár. Ársskýrsla félagsins er nú í prentun og verður henni útbýtt á meðal fulltrúa á aðalfundi og síðar send öllum félagsmönn- um. Nýársnóttin. Framh. af 1. slðxi. prýðilegt og gefur honum færi á að bregða fyrir sig mýkt draugsins og dýrsins í sömu andránni. — Elskend- urnir, Jón og Guðrún (Elías Krist- jánss. og Margrét Pálsd.) virðast fremur sviplitlar glansmyndir frá höf- undarins hendi. Verður leikendunum að vonum ekki mikið úr þeim, enda munu þau bæði byrjendur í listinni. Margrét fer þó smekklega með rödd sina, er hún raular söng Guðrúnar á sviðinu, en „replikkurnar" eru ekki eins vel sagðar og skyldi og heyrast illa. Leikur hennar er tilgerðarlaus, og er þar með sagt, að hún virðist a. m. k. laus við slæman galla, sem óprýðir mjög leik margra viðvaninga, og raunar einnig ýmissa þeirra, sem lengra eru þó komnir í listinni. Elías er myndarlegur á velli, rómur hans karlmannlegur og hann talar oftast með réttum áherzlum, en þess verður of víða vart, að tal hans sé „utanað- bókarlærdómur", en ekki tilorðið á stundinni, sprottið af rót viðburð- anna, tilfinninga og hugsunar, jafn- óðum og orðin falla og hreyfingarnar mótast í sporum og anda hinnar nýju persónu — í algeru sjálfgleymi um raunverulegan stað og stund. Á eru enn ótalin þau hlutverkin, sem mesta athygli vekja að þessu sinni. Álfameyna Heiðbláin leikur Brynhildur Steingrxmsdóttir. Þótt hún sé nýgræðingur á leiksviði nær hún víðast furðu góðum tökum á við- fangsefniiw eg svnastaSar égietum. Ritstjórn innlendrá og erlendra frétta annast Haukur Snorrason, heimasími 460. Eru menn beðnir að snúa sér til hans með allt það, er varðar al- mennan fréttaflutning blaðsins. — Annað aðsent efni sendist til Jó- hanns Frlmann, ritstj., Hamarsstig 6, simi 264. — Til hans skal elnnig senda bækur og rit til umsagnar i blaðinu. Leikur hennar er barnslegur og ein- lægur, dans hennar mjúkur og smekklegur og söngur hennar hiýr og látlaus. Má vissulega nokkurs af henni vænta í framtíðinni, ef að lxk- um lætur. — Arni Jónsson leikur Grím, rógbera og baktjaldamann. gerfi hans er gott, og í upphafi virðist leikur hans ætla að verða heilsteypt- ur og sterkur. En í fyrsta þætti, í samtalinu við gömlu hjónin, er hann tekur að læða rógi sínum í eyru þeirra, kennir meira fjálgleika og til- gerðar, en minna mýktar og slægðar en eðlilegt virðist, og málrómur hans og fas allt hvergi nærri alltaf sjálfu sér samkvæmt. En Ámi nær sér aftur á strik síðar x leiknum og sýnir þá brjálæði Gríms, þegar mest á reynir, með ágætúm tilþrifum; er leikur hans þá sterkur og markviss og nokkum veginn stillt x hóf. Þótt sú „scena“ verði raunar fremur kátbrosleg en á- takanleg í heild, er það ekki hans sök. Leikstjórinn, Jón Norðfjörð, fer með hlutverk Gvendar snemmbæra, og mun það einhver heilsteyptasta og sérkennilegasta persóna leiksin* frá höfxmdarins hendi. Gerir Norð- fjörð hlutverki sinu góð skil að vanda. Gerfi hans er gott, og fas allt og mál- far kímilegt við hóf. Þótt Jón hafj með réttu getið sér gott orð sem skopleikari, þykir mér hann þó í raunmni minnst skemmtilegur í gerfi gleiðgosa og spjátnmga, en finnst mest til um hælileika hans, þegar helzt á reynir, í sterkum — jaínvel dramatiskum — leik. Leikstjórn h«n« á „Nyársnóttinni" er honum til mak- legs sóma, því að í heild er sýningin vel heppnuð og skemmtileg. En auð- velt hefði þó verið að laga í með- förunum aðrar eins firrur og þær, að Gvendur snemmbæri kennir tann- lækni um andlitslýti sín um aldamót- in I800(!) og mxður smekklegt virð- ist allt skraf um „norsku lög Krist- jáns fjórða“ í munni rómantiskra álfa, og fleira af slíku tagi, sem „autoritet" hofimdarins getur ekki breitt yfir. — Dansamir í leiknum eru vel samdir og glæsilegir, en kórsöngurinn bak við tjöldm má ekki lakari vera. Leik- endum var vel fagnað, og munu á- horfendur yfirleitt hafa skemmt sér mjög vel, enda er leiksýning þessi ó- venjulega íburðarmikil, og margt fag- urt og nýstárlegt að heyra — en þó einkum að sjá. méb er tjáð, að á laugardagssýn- ingunni hafi uppvöðslusöm og misjafnlega siðuð börn spillt áhrif- um sýningarinnar og geðró leikhús- gesta með hávaða og brekum. Sé þetta rétt, verður alvarlega að ráða leikfélaginu til þess að koma þegar í byrjun í veg fyrir slíka óhæfu með róttækum aðgerðum. Og vafasamt er, að börnum sé yfirleitt hollt að sjá slíka leiki sem þennan, a. m. k. með- an þau eru enn á óvitaaldri, J. Fr. Nýtt timarlt um upp- eldlsmál. (Framhald af 1. síðu.) •raunar alls almennings. Er á- nægjulegt til þess að vita fyrir okkur Akureyringa og aðra Norðlendinga, að kennarar hér skuli hafa forgöngu um slíka útgáfustarfsemi, sem ætti að geta bætt úr brýnni þörf á öfl- ugum tengilið milli heimila og skóla,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.