Dagur - 07.05.1942, Blaðsíða 3

Dagur - 07.05.1942, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 7. maí 1942 DAGUR 3 Innilegt hjartans þakklœti vottum við öllum þeim mörgu fjær og nær, sem á einn eða annan hátt auðsýndu okkur samúð og margvíslega hjálp við fráfall og jarðarför okkar ástkæra eig- inmanns og föður AXELS KRISTJÁNSSONAR, kaupmanns. Sérstaklega viljum við þakka Olympíuförunum frá 1912, Verzlunarmannafélagi Akureyrar, Vélbátatryggingu Eyjafjarðar, Utgerðarmönnum í Ólafsfirði og starfsfólki hins látna fyrir hinar rausnarlegu minningargjafir þeirra. tiólmíríðui Jónsdóttir og börn. Vor bedste takk til Nordmænd og de norske tropper i Akureyri for utvist sympati og venskap ved KONSUL AXEL KRISTJÁNSSON'S begravelse. En særlig tak skylder vi direktör J. J. Indbjör. Hólmíríöur Jónsdóttir oé börn. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, er sýndu samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför ÖNNU LILJU STEFÁNSDÓTTUR frá Efstalandi. — Ennfremur þökkum við gjafir og alla þá hjálp, er okkur var veitt við útförina. Guð blessi ykkur öll. V andamenn. sjónum og úr sveitinni sl. haust, tók brezka setuliðið þá aftur í vinnuna, eins oé þaö heiöi bara lánað þá burt um stundarsakir“* (sic!) Blessaðir öðlingar eru þeir annars, þessir Bret- ar! Og enn bætir þessi víðsýna forsjó alþýðunnar við þessari spaklegu at- hugasemd, til þess að sanna mönnum, að allt sér í „himnalagi" með hina ís- lenzku atvinnuvegi, þótt eitthvað kunni á að skorta, að þeir fói það vinnuafl, sem þeir kynnu nú að telja sér nauðsynlegt: ..... auknar fram- kvæmdir íslendinga krefjast aukins vinnuafls, og það er svo lanét irá, aö þær séu allar svo nauðsynleéar eöa til sérstakra þjóðþriia".* — Jseja. þá vitum við það! * Leturbr. hér. Zweios-ioinHiflo. Framh. af 1. síðu. tímans, eða aldrei höfðu sézt fyrir opnum tjöldum, gæddi hann lífi og litum og gaf hverjum manni aðgang að þeim með frósögnum sínum. WEIG speglar sig í eilífðarbláu Kyrrahafinu, nístist af kulda og kvölum í heimskautanæðingnum, gengur hljóður um helgidóma trúar- innar í Róm, hlustar ó glaum stjórn- málaspillingarinnar í París, hrífst með uppreisnarhug misskilinnar bamssólar, engist með ástríðum öld- ungsins. I óskum æskunnar, ótta út- lagans, dimmu þess dauðadæmda, í óstum elskendanna, styrk starfa- mannsins og eyðileik ellinnar, skynj- ar hann alls staðar æðaslög mannlífs- ins. — Gléðst yfir göfugum sigrum, grætur með sárri sorg. Þótt helköld hyrjaröld, dagar hins eitraða eims, ár hins blóðuga stáls, verpi þögli um fráfall Zweigs, þá mun samt fimi hans við að rekja dular- þræði sögunnar ,snilli hans við að þrasða spor sannleikans í sandi gleymskunnar, vinnuþol hans við að kenna mönnunum að skilja fyrir- brígði lífsins — þekkja sjálfa sig, allt hans mikla æfistarf í þjónustu mannkynsins, bera hátt, næst þegar gefur jöklasýn. , Jónas Baidursson. P. S. CREIN þessi heiir orðið að bíða alllenéi sökum þrenésla í blaðinu. Eitir Stefán Zweié hetir nokkuð birzt á íslenzku, svo sem æfisöéur þeirra drottninéanna Mariu Antoin- ette oé Maríu Stuart, „Uhdir örlaéastjörnum“, æiisaéa Ma- éellans o. il. — Er Zweié ai ýmsum talinn haia verið ein- hver slinéasti rithöiundur samtíðarirmar, oé vekur því sjálismorð þeirra hjóna heims- athyéli. Stefán Zweié var Gyðinéur að ætt oé mun m. a. af þeim sökum hafa orðið fyrir barði Nazismans. Ritstj. Hefjum nýja vorsókn (Framhald af 1. síðu.) sumar. Verkefnin eru nóg, bæði í þágu einstaklinga og bæjar- félagsins í heild. Myndu þeir, er góðs nytu af störfum ráðu- nautarins, að sjálfsögðu fúsir til að bera sinn hluta af kostnaðin- um. — Giljadrögin, er hér liggja viða inn í brekkurnar vestan við höfnina, eru nú flest til mikillar óprýði, enda sum notuð sem hinar sóðalegustu rusla- skemmur, án nokkurs eftirlits, að þvi er virðist. Gil þessi gætu þó verið — og eiga að verða — til mikillar prýði fyrir bæinn, ef þeim væri nokkur sómi sýndur. T. d. virðist sjálfsagt að hefjast nú þegar handa að breyta sundlaugargilinu (og þá ekki sízt lóð sundstæðisins) í hinn fegursta trjá- og skrúðgarð. Þá virðist og ekki vanþörf á að hafa eitthvert eftirlit með lóð- um einstakra manna, og öllum þeim mörgu girðingum, er nú eru einhver hin órækustu merki um trassamennsku og sóðaskap eigendanna, annars vegar, en skort á eðlilegu og sjálfsögðu aðhaldi hlutaðeigandi yfirvalda hins vegar. Þó virðist skörin fyrst færast upp í bekkinn, þeg- ar kolryðgaðar gaddavírsflækj- ur, brotnir staurar, skældir og karbættir skúrgarmar, hey- kumbaldar og angandi mykju- haugar eru leyfðir (eða um- bornir) á hinum fegurstu stöð- um frá náttúrunnar hendi, fast yið sjálfan miðbæinn og fjöl- förnustu götur hér. Akureyri er fagur bær og líklegur til þess að verða fjöl- sóttasti ferðamannabær lands- ins í framtíðinni, ef allt fer að réttum sköpum. Er því illt til þess að vita, að útliti bæjarins skuli spillt með trassahætti og tómlæti um almennan þrifnað og snyrtimennsku. Því miður er ekki rúm til að gera þessum málum rækilegri skil að sinni, en reynt verður að minna á þau öðru hvoru framvegis hér i blaðinu. Ilelzlu fréllir. (Framhald af 1. síðu.) Frakklandi, þegar innrásin var gerð, þeirra erinda, að því er talið er, að semja við Vichy- stjórnina um bækistöðvar á eynni, svipað og áður í Indo- Kína. Hafði Vichystjórnin ný- lega vikið ýmsum embættis- mönnum sínum á Madagaskar, er taldir voru hlynntir frjálsum Frökkum, frá störfum, og þykir það benda til þess, að hún myndi enn hafa reynzt tilleið- anleg til undanlátssemi við Jap- ani. Þeic Petain marskálkur og Darlan flotaforingi hafa skipað setuliðinu franska austur þar að verjast, meðan nokkur maður standi uppi, en talið er að það muni lítt stoða. Bretar hafa heitið að hverfa burt af eyjunni, þegar að stríðinu loknu, og við- urkenna rétt Frakka til yfirráða þar. Hins vegar munu þeir hafa talið sig til neydda að grípa til þessarra ráðstafana í tæka tíð. Blöð í Bandaríkjunum og brezku samveldislöndunum láta hið bezta yfir þessum aðgerð- um. BOKAFREGNIR JyjÝTT hefti af Nýjum Kvöldvök- um (1. h. þ. árg.) er nýkomið út. Birtist þar m. a. stutt grein eftir Jón- as Rafnar um Siéurð Róbertsson rit- höfund, en í heftinu er kvæði eftir Sigurð um Fjalla-Bensa og ennfrem- ur niðurlag sögu hans „Kennimaöur". Segja þeir, sem lesið hafa söguna, að hún sé skemmtilegur og góður skáld- skapur. Þá er og í heftinu framhald af þáttum Halldórs Steiánssonar úr sögu Möðrudals á Efra-Fjalli, smell- in smásaga og framhald af „Dætrum frumskóganna" í þýðingu Guðmundar Frímann. Er saga þessi skemmtilegur „reyfari" í gömlum stíl, á borð við „Gullfarana“ og aðrar slíkar sögur, sem kraumur þótti í á fyrstu árum N. Kv. — Nýjar Kvöldvökur eru enn sem áður vinsælt safn góðra bók- mennta og „«pennandi“ lestrarefnis til skemmtunar í alþýðlegri og skemmti- legri blöndu. Og málfar þeirra hefir ávallt verið betra og vandaðra en títt er um slík alþýðleg skemmtirit. Nýja Bíó sýnir í kvöld kl. 9: V eöreiöaéarpurinn. Föstudaginn kl. 6 og 9: Hver myrti Möggu frænku? Laugardaginn kl. 6 og 9: V eðreiðaéarpurinn. Sunnudaginn kl. 3: V eðreiðaéarpurinn. Kl. 5: Sjs Hopkins. Kl. 9: Hver myrti Möééu frænku? ULLARJAVI nýjar breiddir, nýir litir. JURTALITAÐ BAND, nýtt úrval. ETAMINE í dúka og aðrar tegundir af dúkaefnum og g/uáéa- tjaldaefnum tekið upp næstu daga. KÖGUR á gluggatjöld (stores). RAGNH. O. BJÖRNSSON. HANNYRÐAVERZL. t Á- barna- skór nýkomnir. Kaupfél. Eyfirðinga SKÓDEILD. Nýkomið: Smekklásar Hurðarlamir Skáplamir Skúffuhandföng Handsagir Olíusvuntur. Vöruhús Akureyrar. 2 stúlRur óskast í hótel til Siglutjarðar. Upplýsingar í Strandgötu 29 (uppi). — Simi 354. allt að tveim tugum ára (enda eru þeir aðal „hetjur“ og stríðs- „stjörnur11 síðari alda, og því í miklu afhaldi hjá öllum þeim, er telja kunnáttu til fljótvirkra manndrápa og „dugnað“ í blóðsúthellingum réttan mæli- kvarða á menningu þjóðanna og beztu sönnun fyrir afburða þjóðskipulagi). Þremur þessum styrjöldum Vestmanna lauk raunar án nokkurra landvinn- inga. Það var aðeins í stríðinu við Spánverja 1898, að „Sam frændi“ (eða „Jónatan frændi" eins og Bandaríkjaþjóðin er líka stundum kölluð með eins konar gælunafni) sölsaði undir sig nokkurn landskika, en þó litlu stærri en Vestfirði, eða 0,1% af öllum löndum Banda- ríkjamanna. gAGA hins ægilega ameríska „imperialisma“ er því í raun- Inni þannig. *ögð 1 sem skemmstu máli: Ríkið er skap- að með uppreisn gegn erlend- um landsdrottnum, þenst út með skjótleik, er hrindir öllum eldri „metum“, kemst fyrr en varir í röð hinna voldugustu heimsvelda, heyir fjórar styrj- aldir, sigrar í þeim öllum og sölsar undir sig í allri hernaðar- sögu sinni — segi og skrifa — einn þúsundasta hluta af hinu geysivíðlenda ríki sínu með hervaldi. Nú munu menn spyrja: Hvernig kemst þá Jónatan frændi yfir þessi 97 „íslönd“? Fylkin þrettán á austurströnd- inni, er fyrst hrifsuðu til sín frelsi sitt úr höndum Breta, eru aðeins tæpur fjórðungur þess landflæmis, er Bandaríkin ráða nú yfir. En þarna myndaðist eins konar segulskaut, er seiddi til sín þrotlausan straum inn- flytjenda frá öllum élfum og löndum heims að kalla. En landnemarnir létu þar fæstir staðar numið, en dreifðust um landsvæði þau, er næst liggja, en þau voru þá undir yfirráð- um Spánverja að nokkru, en annars enskar nýlendur. — Innflytjendur þessir kærðu sig kollótta um yfirráð þau, er Ev- rópuríkin höfðu þarna í orði kveðnu. Þeir töldu sig Ame- ríkumenn, og jörð þá, er þeir brutu til hlýðni við mannshönd- ina, kölluðu þeir líka ameríska. Háttalag þeirra að öðru leyti var líka allt í fullu samræmi við þessa kenningu. Þeir settu frjálsar þjóðstjórnir á laggirnar í bæjum sínum og borgum og mynduðu óháð þjóð- félög, er smám saman gengu sambandsríkjunum formlega á hönd. Hinir fyrri húsbændur þessarra landsvæða í Evrópu sœttu sig að vonum misjafnlegfl við þetta, sem von var, en stóðu illa að vígi að skakka leikinn, og endirinn var jafnan sá, að þeir sáu sér þann kost vænstan að hafast ekki að. — Á þennan hátt bættu Bandaríkin við sig landsvæði,'*er nam 800 þús. km,J Síðar bættust enn við næstum 17 þús. km.2, þegar þau köstuðu eign sinni á Hawaii- eyjarnar. Var þar ekkert við- nám veitt, enda höfðu banda- rískir nýlendumenn þegar hrifs- að þar til sín öll völd. En allt þetta landrými nam þó enn ekki fullum þriðjungi þeirra landa, er nú teljast til Banda- ríkjanna. Það, sem til vantar, eða nærri 70% alls ríkis síns, hefir „Jónatan frændi“ keypt fyrir beinharða peninga og greitt andvirðið „vel og riktug- lega“ út í hönd — í góðum og gjaldgengum dollurum. (Niðurl neest.) Ford-vöruliiíreið, í góðu standi til sölu. — Upplýsingar í Benzínafgreiðslu KEA. óskast til húsverka hálfan daginn. Gunnar Hallgrimsson. tannlæknir. Slúlku vantar á FélagsheimUi verzlunarmannq^ í Reykjavík nú þ«gar. Hæsta kaup! Uppl* i lima 470, Akurejri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.