Dagur


Dagur - 19.05.1942, Qupperneq 2

Dagur - 19.05.1942, Qupperneq 2
2 DAGUR Þriðjudaginn 19. maí 1942 Nýja breiðfylkingin i. Fimm ár eru liðin síðan þingkosningar fóru fram hér á landi. Kosningar hefðu verið háðar í fyrra vor, ef ekki hefðu ríkt hér óvenjulegar ástæður. Vorið 1937,' er þingkosning- ar fóru hér síðast fram, var eitt ár eftir af kjörtímabilinu. Ástæðan til kosninganna var sú, að Alþýðuflokkurinn gerði kröfur um þjóðnýtingu útgerð- arfyrirtækja og miklar fjárveit- ingar úr ríkissjóði, sem Fram- sóknarflokkurinn gat ekki fall- izt á, en þessir flokkar höfðu farið sameiginlega með stjórn landsins síðan í ágústmánuði 1934. í kosningunum 1937 mynd- uðu Sjálfstæðisflokkurinn og Bændaflokkurinn bandalag, sem þeir nefndu „Breiðfylkingu allra íslandinga". Ýmislegt hafði fram komið, er gaf tilefni til þess að óttast, að bandalag þetta gæti orðið nokkuð ein- ræðissinnað. Jafnframt þótti nokkur hætta á því, að breið- fylkingin gæti fengið hreinan meirihluta, ef engin samvinna ætti sér stað milli Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins. Þessi sameiginlegi ótti flokk- anna varð þess valdandi, að bar- áttan milli þeirra varð ekki eins hörð og annars hefði orðið. Aðalásökun breiðfylkingar- innar á hendur stjórnarflokkun- um var sú, að þeir nytu stuðn- ings kommúnista. Reyndu kommúnistar og að létta breið- fylkingunni þenna áróður með því að skora á fylgismenn sína í nokkrum kjördæmum að kjósa frambjóðendur Framsóknar- flokksins. — Breiðfylkingunni þótti þó enn ekki nóg að gert. Rétt fyrir kosningarnar lét hún því birta í ísafold bréf, sem einn leiðtogi Framsóknarflokksins átti að hafa skrifað trúnaðar- manni sínum, og var þar skýrt frá því, að leynilegir samningar væru milli Framsóknarflokks- ins og Kommúnistaflokksins. Engin nöfn voru tilgreind. For- maður Framsóknarflokksins höfðaði þegar mál gegn ritsjór- um ísafoldar og lét kryfja þá sagna um uppruna bréfsins. Þeir vörðust allra frétta. Er þetta falsbréf eitthvert allra rótarlegasta og ógeðslegasta kosningabragð, sem notað hefir verið hér á landi. Kosningunum 1937 lauk á þann veg, að breiðfylkingin tap- aði, Bændaflokkurinn nær þurrkaðist út, Alþýðuflokkur- inn beið mikinn ósigur, en Framsóknarflokkurinn vann stórum á. II. Þessir atburðir frá síðustu þingkosningum hafa verið rifj- aðir hér upp af þeim sökum, að svipuð fyrirbrigði eru nú á ferð- inni, þó að í annarri mynd birt- ist. Ný breiðfylking er að myndast sem undanfari næstu kosninga. í henni er gamla breiðfylkingarefnið frá 1937, en til viðbótar Alþýðuflokkur- inn og Kommúnistaflokkurinn. Þessi nýja breiðfylking er stofn- uð til höfuðs Framsóknarflokkn um. Það eru þingflokkarnir, sem hér eru að verki. Umboðslaus þingmeirihluti tekur sér það vald að breyta stjórnarskrá hins islenzka ríkis með það eitt fyrir augum að hnekkja áhrifum Framsóknarflokksins í löggjöf og landsstjórn og efla vald Reykjavíkur á kostnað dreifbýl- isins í sveitum landsins. Þetta á að gerast með fjölgun þing- manna fyrir Reykjavík, þó að helmingur þingmanna sé þar búsettur, og þó einkum með hlutfallskosningum í. tvímenn- ingskjördæmum. Þar er nú svo ástatt, að meirihluti kjósenda hneigist til fylgis við stefnu Framsóknarflokksins, og þess vegna eingöngu á að veita minni hlutanum í þessum kjördæmum sama rétt og meirihlutanum. Sjálfstæðisflokkurinn mynd- ar einn stjórnina. En hann er svo fámennur 'í þinginu, að hann verður að njóta stuðnings Al- þýðuflokksins og Bændaflokks- ins og hrekkur þó varla til, en ekki kemur það að sök, því að auk þessa hefir Sjálfstæðið Kommúnistaflokkinn sem vara- lið. Þess vegna segir aðalmál- gagn Sjálfstæðisflokksins, að hin nýja stjórn hafi ekkert að óttast, því að hún hafi alla breið fylkinguna að baki sér. En breiðfylkingin er ekki mynduð til þess að taka á að- steðjandi vandamálum, heldur eingöngu til þess að koma fram kjördæmamálinu, eða ,slá vopn- ið úr höndum Framsóknar- manna', eins og Vísir orðar það. Þetta viðurkenna báðir aðilar, Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn. Sjálfstæðis- menn segja, að þeir geti ekki haft samstarf við Alþýðuflokks- menn, nema um þetta eina mál. Framhald. Það mun einsdæmi í ssgunni, að heimsveldi sé skapað með verzlunarbralli. Bandaríkin hafa siðferðilega sérstöðu í þessum efnum: Þau þurfa ekki að réttlæta landvinninga sína með því að tala um „sögulegan rétt“, eða nauðsynlegt „lífsrúm“, eða bera sér önnur slík innan- tóm orðtök í munni, því Jóna- tan frændi á óvéfengjanlega og fullgilda kaupsamninga geymda í kistuhandraðanum fyrir meira en tveim þriðjungum jötunríkis síns. Þetta eiga Bandaríkin að þakka „dollarastjórnvizkunni“, sem menn hafa þó svo oft dreg- ið dár að. En aðferðir dollara- stjórnvizkunnar verðskulda samúð manna að vissu leyti: Þær kosta þó aðeins dollara, en ekki mannslíf. — Frá sjónar- miði verzlunarmannsins minna þessi viðskipti aftur á móti ekki svo sjaldan á „Gescháfte“ Þjóð- verja, og verðið, sem Jónatan frændi greiðir fyrir lóðir sínar og lendur, sannar betur en flest annað, að hann er slunginn kaupsýslumaður, sem ógjarnan Og Alþýðuflokksmenn segja, að þeir geti ekki átt samleið með Sjálfstæðisflokknum, nema um kjördæmamálið eitt. Með þessu játa flokkarnir, að þeir séu ó- hæfir til að stjóma málefnum landsins saman, ef sinna á úr- lausnarefnum, sem eru í för með styrjaldarástandinu. Sé dregin rökrétt ályktun af þessum yfir- lýsingum flokkanna, þá hlýtur hún að verða á þá leið, að hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Al- þýðuflokkurinn treysti sér til, einir eða báðir í sameiningu, að stjórna landinu, án forsjár og aðstoðar Framsóknarflokksins. Jafnframt eru þessar yfirlýsing- ar um svo einhliða samstarf ó- bein játning þess, að nýja stjórnin verði ekki aðeins veik, heldur blátt áiram óstarfhæi stjórn. En þessi óstarfhæfa stjórn þarf ekkert að óttast, því að bak við hana stendur „dauður flokk- ur“, að sögn Sjálfstæðismanna sjálfra, og þar að auki allir liðs- menn Stalins. Höfundar falsbréfsins frá 1937 um leynisamning Fram- sóknarmanna og kommúnista setjast nú að völdum undir linditrjám Stalinsklíkunnar. III. Stofnun hinnar nýju breið- fylkingar á sér nokkurn sögu- legan aðdraganda. Rætur henn- ar liggja víðs fjarri allri hugsun um stjórnarskrárbreytingar og hafa d^regið til sín næringu úr jarðvegi málefnis, sem er aló- skylt stjórnarskránni. Það er dýrtíðarmálið, sem er upphaf- legur grundvöllur undir breið- fylkingunni, og það er Alþýðu- flokkurinn, sem er höfundur hennar. Skal þetta rakið í stuttu máli hér á eftir. Á aukaþinginu síðastl. haust lagði F ramsóknarf lokkurinn fram ákveðnar tillögur í dýrtíð- armálinu. Átök urðu milli hans og Alþýðuflokksins um lögbind- ingu kaupgjalds. Ráðherra Al- Blindir fá sýn. IGURÐUR dósent Einarsson hefir nú aftur fengið sjónina á ágæti hins rússneska þjóðskipulags, að því er „Verkam.“ hér segir. Birtir blaðið langa grein um þetta „merkilega fyrir- brigði" og tekur þar upp ýmsa kafla úr grein eftir Sigurð, er birtist í apríl- hefti „Helgafells“. Uppistaðan í grein þessarri er annars fengin að láni úr nýútkominni bók, „Mission to Mos- cow“, eftir Joseph E. Davies, fyrrver- andi sendiherra Bandaríkjanna í Mos- kva, en ívafið er hin venjulega trú- boðsmælska Sigurðar dósents, sem jafnan hleypur með hina óstýrilátu tungu hans í gönur í hvert skipti sem hann gleypir einhverjar nýjar flugur, hvort heldur það er nú í pólitík, guð- fræði eða öðrum þeim efnum, sem dósentinn talar jafnan um eins og þeir, sem valdið hafa og einir vita allt. „Rússland holsévíkabyltinjjar- innar er ekki lengur til.“ ■y ERKAM.“ þykir að vonum held- " ur hafa hlaupið á snærið sitt að geta tilfært ýmislegt af glamri Sigurð- ar til dýrðar Rússum blandað með vinsamlegum ummælum hins amer- íska sendiherra í garð rússnesku þjóð- arinnar. Én trútt eðli sínu og fyrri starfsaðferðum lætur blaðið auðvitað niður falla þau ummæli J. E. Davies, (Sigurður lætur þau þó fljóta með), er langmestu máli skipta fyrir alla þá, mörgu menn, er gjarnan vilja kynnast þýðuflokksins krafðist þess, að verðlag á afurðum bænda yrði lögfest, en aftók með öllu að fallast á að grunnkaup laun- þega yrði bundið á sama hátt. Kvað hann það alls óþarft, þar sem honum væri kunnugt um að engar kröfur um hækkun á grunnkaupi væru í aðsigi. Lagði hann svo sterka áherzlu á þetta atriði, að hann hótaði að rjúfa stjórnarsamvinnuna, ef ekki yrði látið að orðum hans í þessu Framh. á 3. síðu. EBramgwi því, hvað gjörkunnugur og málsmet- andi maður hefir að segja um stjóm- málahorfur austur þar. Ummæli þessi er að finna í sjálfum ályktunarorðum bókarinnar, og hljóða á þessa leið: „Rússland Lenins og Trotskys — Rússland bolsévíkabyltingarinnar — er ekki lengur til. Með ómótstæði- legri og oft miskunnarlausri þróun hefir stjórnarfarið smám saman færzt yfir á stig ríkissósíalismans, sem starí- ar samkvæmt meginregium auðvalds- skipulagsins og þokast aídráttarlaust til hægri. Hvað eitir armað hefir stjórnarfarið orðið að slá undan íyrir mannlegu eðli, til þess yfirleitt að til- raunin mætti takast" Fínt naín sendiherra! ER skal enginn dómur á það lagð- ur að sinni, hvort sendiherrann muni hafa á réttu að standa. En það er alveg ljóst, að „Vm.“ kemur vel að flagga með kunnugleika hans, em- bættistitli og „autoritet" meðan blað- ið er að tína upp nokkur almenn við- urkenningarorð hans um rússnesku þjóðina, iðnaðarframfarirnar og Rauða herinn, ásamt nokkrum fremur óákveðnum afsökunarorðum um hóp- morðin í Rússlandi og „hreingerning- arnar“ 1937—38. — En þar sem J. E. Davies er nú svona góð heimild um þessi efni, verður mönnum að spyrja: Hvers vegna sleppir hinn sannleiks- leitandi „Vm.“, sem alltaf er þó að fræða ísl. borgara um ástandið í Rúss- landi, alveg þeim markverðu upplýs- ingum sendiherrans, að Rússland ör- eigabyltingarinnar sé ekki lengur til, heldur aðeins auðvaldsríkið Rússland, sem óðum er að læra af reynslunni um mannlegt eðli, en hefir þó enn ekki lært nógu mikið til þess að taka upp lýðræðislega stjórn og hverfa frá alræði eins flokks og jafnvel eins manns? — Nafn svona fíns sendi- herra er ágætt til að veifa því framan í auðtrúa almenning, á meðan hægt er að nota ummæli hans í blekkingar- skyni, með því að sleppa kjarna máls- ins. — Og fyrst „Vm.” er ekki treyst- andi til að vitna í stutta grein í víð- lesnu, ísl. tímariti, án þess að venda því inn, sem út á að snúa, til hvers skyldi honum þá trúandi í flóknari málum og innanlands erjum, þar sem meira er í húfi? lætur hafa af sér í viðskiptum: Fyrir hið geysimikla landflæmi, er hann hefir keypt, greiddi hann aðeins 114,2 miljónir doll- ara samtals. Að vísu er þetta stjarnfræðileg tala fyrir flesta dauðlega menn, en þó hlægilega lág, borin saman við verðmæti „vörunnar“. Þannig er meðal- verð hvers ferkílómetra aðeins 17 dollárar og 7 cent, og land- svæði á borð við ísland, en margfalt að landkostum og ræktunarskilyrðum, hefir að- eins kostað fáar miljónir króna í ísl. mynt. Það er þó fyrst, er saga þess- ara viðskipta er rakin í einstök- um atriðum, að það kemur til fulls í ljós, hve kaldrifjaður og óvæginn Jónatan frændi getur verið í verzlunarsökum, er hon- um býður svo við að horfa. Árið 1803 hófst þetta landabrall hans fyrir alvöru. Þá keyptu Bandaríkin fylkið Louisiana, og seljandinn var sjálfur Napóleon Bónaparte. Hann átti þá í blóð- ugri styrjöld við Englendinga, og þurfti því mjög á skildingum að halda. Auk þess áttu Frakkar ekki hægt um vik að gæta hags- muna sinna og nýlenduveldis í Vesturheimi, þar sem brezki flotinn var því nær einráður í Atlantshafi. Bandaríkjamenn gripu tækifærið og keyptu land- ið fyrir gjafverð. — Enn verr tókst þó til fyrir Mexicomönn- um en Napóleon. Þeir höfðu ný- skeð átt í styrjöld við Bandarík- in og beðið lægri hlut. Áttu þeir nú um tvo kosti að velja, en þó hvorugan góðan: Annað hvort myndi ríki þeirra verða þurrk- að út af landabréfinu, eða þeir yrðu að selja þrotabú sitt hæst- bjóðanda. Þó Bandaríkin hirtu við þetta tækifæri hið frjósama Texas og Nýju-Mexico — suð- vesturhluta núverandi sam- bandsríkja — fyrir sannkallað gjafverð, skal þó játað, að þau keyptu landið, en tóku það ekki herskildi. — Árið 1867 kom svo röðin að Rússaveldi. Keisari allra Rússa réði þá ríkjum í Al- aska, sem nú er frægt sem gull- landið góða. En nýlenda þessi var í hinni mestu vanhirðu og gaf húsbændunum lítinn arð. Hins vegar var Moskóvítinn alltaf í aurahraki og kaus því að skipta á hinum góðu, amerísku dollurum, þegar Jónatan frændi hringdi hinum digra sjóði sínum við eyru honum, og hinu van- metna heimskautalandi, er allt- af var kafið í fönn og ísi. Mosk- óvítinn hlaut líka hraklegasta verðið, er Bandaríkin hafa nokkru sinni látið sér sæma að gjalda fyrir lönd sín, eða 4,70 dollara fyrir hvern km.2 — En þarna hafði Jónatan frændi líka gert beztu kaupin á æfi sinni, því að á fáum árum fékk hann kaupverðið marggoldið í skíru gulli, er grafið var úr hinni

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.