Dagur - 27.05.1942, Side 2

Dagur - 27.05.1942, Side 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 27. maí 1942 Stefna Framsókn arflokksins heílr sigrað i skatlamálunum. Á aukaþinginu síðastl. haust lögðu Framsóknarmenn fram frumvarp um breytingar á skattalögunum. Aðalbreytingin var afnám skattafrádráttarins. Sjálfstæðismenn tóku frum- varpinu með miklum fáleikum, og fékkst það ekki afgreitt á aukaþinginu fremur en önnur nytjamál. Þrátt fyrir mótspyrnu héldu Framsóknarmenn áfram að beita sér fyrir framgangi máls- ins. Sýnilegt var, að stríðsgróð- inn á árinu 1941 mundi að mestu leyti sleppa undan skött- um, ef að skatta- og útsvarsfrá- drátturinn væri eigi niður felld- ur. Þegar samnin|ar voru gerðir milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um gerðar- dóminn og frestun bæjarstjórn- arkosninganna í Reykjavík, tókst Framsóknarmönnum að fá ráðherra Sjálfstæðisflokksins til þess að binda sig með skrif- legum loforðum um fylgi við stefnu Framsóknarflokksins í skattamálunum, og var á þann hátt tryggður framgangur þeirra á yfirstandandi þingi. Samkvæmt þessu voru skattafrumvörpin afgreidd sem lög frá Alþingi 9. þ. m. Samkvæmt nýju skattalögun- um eru skattar til ríkisins af háum tekjum hærri nú, en þeir hafa verið nokkru sinni áður. Sérstaklega er skattur gróða- fyrirtækja á þessu ári miklu hærri eftir nýju lögunum, en hann hefði orðið samkvæmt eldri lögum óbreyttum, og staf- ar það fyrst og fremst af því, að skatta- og útsvarsfrádrátturinn er felldur niður. Nemur sá skattauki, er þannig fæst, mil- jónum króna. Skattar af lægri tekjum eru hins vegar nokkru léttari nú, en þeir voru síðustu árin fyrir stríðið. En búast má við, að síðar verði ekki hjá því komizt að hækka þá skatta eitt- hvað, þegar viðskiptin dragast saman og stríðsgróðans nýtur ekki lengur við. Síðasta flokksþing Fram- sóknarmanna samþykkti, að flokkurinn skyldi beita sér fyrir jjeim breytingum, sem nú hafa verið gerðar á skattalögunum fyrir atbeina þingmanna Fram- sóknarflokksins. Án þessara breytinga var ekki hægt að ná hæfilegum sköttum af þeim mikla gróða, sem félög og ein- staklingar hafa orðið aðnjót- andi. En þrátt fyrir hækkun skattanna hafa útgerðarfélögin fengið tækifæri til þess að safna álitlegum varasjóðum til trygg- ingar resktrinum í framtíðinni og til endurnýjunar á fram- leiðslutækjum sínum. Var þess og brýn þörf. Alþýðuflokkurinn hefir verið að reyna að telja almenningi trú um, að hann legði sérstaka stund á, öðrum flokkum fremur, að leggja háa skatta á stríðs- gróðann. Hann var og með dylgjur um það í vetur, að hinir flokkarnir ætluðu að bregðast í þessu máli- Reynslan hefir nú samt orðið sú, að skattgreiðslur stórgróðafyrirtækja til ríkis- sjóðs hefðu orðið mikið lægri, ef fylgt hefði verið tillögum Al- þýðuflokksins, en þær verða nú samkvæmt nýju skattalögun- um, sem Framsóknarflokkurinn hefir fengið samþykkt á Al- þingi. Þeir koma ekki alltaf mestu til leiðar, er hæst gala. Það var fyrir allmörgum ár- um að þingmálafundur var haldinn í Vestur-ísafjarðar- sýslu. Þingmaður kjördæmisins, Ásgeir Ásgeirsson, var þá í Framsóknarflokknum. Á fundi þessum hélt einn af forystu- mönnum íhaldsins hólræðu mikla um íhaldsflokkinn og af- rek hans í þjóðmálefnum, sem hann taldi skara langt fram úr því, er ætti sér stað í starfsemi Framsóknarflokksins. Málaði ræðumaður þetta allt með hin- um sterkustu litum. Leizt ýms- um svo á, að ræða íhaldsmanns- ins myndi hafa nokkur áhrif til fylgisaukningar við málstað íhaldsflokksins. Að ræðu íhaldsmannsins lok- inni tók Ásgeir Ásgeirsson til máls og hóf ræðu sína á því að segja smásögu eina frá Noregi. Var hún um norskan bónda, er vor eitt var orðinn fóðurlaus fyrir kýr sínar, en jörð var enn grá og gróðurlaus. Hann bjó út græn gleraugu, setti þau á kýrnar og hleypti þeim út. Þetta bragð vöruðust beljurnar ekki. Þeim sýndist jörðin fag- urgræn, þó að þar væri í raun og veru aðeins um hvíta sinu að ræða, og gengu þær hart að mat sínum og hugðu sig vera að neyta ilmandi gróðurs. Þær létu blekkjast vegna áhrifa grænu gleraugnanna. Nú heimfærði Á. Á. þessa smásögu til ræðu íhaldsmanns- ins. Hann stæði í sömu sporum gagnvart kjósendum eins og norski bóndinn gagnvart belj- um sínum. í störfum íhalds- flokksins fælist ekki annað en hvít og léleg sina. Vinnubrögð foringja flokksins snerist því um það eitt að blekkja kjós- endur með því að bregða fyrir sálarsjónir þeirra grænum gler- augum, svo að þeim sýndist verk íhaldsins umvafin gróður- magni. Ræða íhaldsforingjans hefði því að vonum öll hnigið að því að koma grænu gleraug- unum á kjósendurna. Eftir útlistun Á. Á. á þessu efni voru áhrifin af ræðu íhalds- mannsins farin út um þúfur. Kjósendur létu ekki blekkjast af grænu gleraugunum hans. Eins og áður er sagt, eru mörg ár liðin, síðan þetta skeði, og margt tekið breytingum frá þeim tima. Þingmaður Vestur- ísfirðinga hefir siglt inn í höfn kratanna, og nú síðast hefir hann gengið í þjónustu og sam- starf með íhaldinu í því að ræna þingmönnum frá Framsóknar- flokknum, hlaða undir íhalds- flokkinn og aðstoðar hann í því að koma grænum gleraugum á .flesta kjósendur í landinu, til þess að villa þeim sýn og blekkja þá- Ásgeir Ásgeirsson hefir nú loks hafnað í þjónustu íhaldsins. Þar átti hann að lenda, og svo átti hann að enda. Hvað segja nú kjósendur hans fyrrverandi um þessa grænu gleraugna þjónustu hans, sem hann áður varaði þá við á svo eftirminnilegan og áhrifa- ríkan hátt, að það gleymist ekki? Ólíklegt er, að þeir láti hon- um takast að koma á sig grænu gleraugunum við næstu kosn- ingar. Félaismein í Akire/rardeild K. E. A. eru $ vinsamlegast áminntir um að tilkynna hið fyrsta heimilisfangabreytingar, er orðið hafa síðan 1. okt. s.l. DeiidarstMn. Kaupakonur Kaupamenn iinpiingsstoikur vantar á góð sveitaheimili í grend við Akureyri í sumar. Stúlkur mega hafa með sér stálpuð börn. Kaup eins hátt og við aðra vinnu. UinnumiOiunarskriistbfan. Suðu- súkkulaði Verzl. London, Akureyri. Daglega nýinjólk, rjómi, smér og ný- bakað brauð. Allar aðrar al- gengustu nauðsynja- og mun- aðarvðrur, með samkeppnis- verði. SUluturnlnn við Himarstfg Djjla rúgltexið er komið. Einnig EPLAMAUK í */2 og Vi kg. glösum. soiuturnlnn við Hamarstfg Herfi, tún og snemmbær kýr til sðlu. Upplýsingar í síma 374 Jón Kristfánsson. „Minnisblöð“ íslendings. IiLAÐIÐ „íslendingur“ hefir undan- '*■' farið haft þann sið að birta fyrir hverjar kosningar svokölluð minnis- blöð, til þess að minna „sjálfstæðis1- kjósendur á ýms markverð atriði í pólitíkinni. Nú er „Minnisblað I.“ komið fyrir kosningar þær, er í hönd fara. Efni þess er á þessa leið: Vest- firðir eru 5 einmerminéskjöidæmi. Við síðustu Alþingiskosningar voru í- haldsmenn í meiri hluta á Vestfjörð- um, þegar kaupstaðir eru taldir með. Þó fóru svo leikar, að íhaldið fékk þar engan þingmann kosinn, en Alþfl. 3 og Framsókn 2. Blaðinu þykir þetta að vonum einkennilgt kosningafyrir- komulag. — En hverju ætlar „ísl.“ að svara, ef lesendur blaðsins kynnu nú að verða svo hlálegir að spyrja, hvort ekki sé meiningin að breyta þessu með hinum nýju kosningalög- um, fyrst verið er aö hringla í stjórn- arskránni á annað borð? Nei, ekki al- deilis, lagsi! Þetta hefir víst alveg gleymzt! Eða kannske minnisblaö ,lslendings“ sé ætlað alþingismonn- um ílokksins, en ekki hinum óbreyttu kjósendum dians, til þess að minna þa á „réttlætismálin". Ef svo er, veit- ir blaöinu ekki af því að auka upp- lagið, þegar steiktu gæsirnar hans haagnúsar próíessors veröa allar Komnar á þingl „Réttlætið kemur hægt og hægt!“ gijORNARSKRÁ hvers lýðræðis- ríkis á að vera saman-þjappaður kjarni þjóðskipulagsins, sem óll önn- ur lagasetmng byggist á. Þar er því aðeins að finna nokkur aðalatriði, sem eru að mestu sameiginlegur grundvöllur, sem allar lýðírjáisar þjóðir byggja stjórnskipan sína á. Það þykja því hvarvetna hin mestu óyndisúrræði að þurfa að breyta stjórnarskránni, nema sem allra sjaldnast, enda víðast svo um hnút- ana búið, að það sé ekki hægt, nema knýjandi nauðsyn beri til og yfir- gnæfandi meirihluti þegnanna óski þess. Sífellt hringl með æðstu stjórn- skipunarlög ríkisins þykir því alls staðar bera ljósan vott um hrörnun og krankleika sjálfs lýðræðisins í því landi, er leyfir sér slíkar aðgerðir að ófyrirsynju. Sjálfstæðisflokknum ís- lenzka virðist þetta ekki ljóst. Við umræður í neðri deild Alþingis nú á dögunum um stjórnarskrármálið sagði t. d. framsögumaður flokksins, Sig- urður Kxistjánsson: „Sjálistæðisílokk- urinn vill breyta kjördæmaskipuninni hæét og hæét“ (!) — Nú er ekki hægt að breyta kjördæmaskipaninni, nema með því að breyta stjórnar- skránni í hvert sinn. í sumar á að breyta henni, til þess að fjölga þing- mönnum fyrir Reykjavík, og koma á hlutfallskosningum í tvímennings- kjördæmum, (sem er þó „ekki annað en vitleysa", að því er aðalforsvars- maður málsins nú, Magnús Jónsson ráðherra, sagði 1928). Næst á að breyta henni, til þess að afnema konungsvaldið og koma á lýðveldi. (Að vísu bendir allt til þess, að allt skraf stjórnarliðsins um þetta efni sé aðeins skrum, en engin alvara). Svo á sjálfsagt „hægt og hægt“ að breyta henni í það horf, að „íslendingur“ þurfi ekki framar að bera sig upp undan „óréttlætinu" í einmennings- kjördæmunum á Vestfjörðum, fyrst það gleymdist alveg í þetta sinn, þangað til „minnisblaðið" kom út. Og að lokum á svo „hægt og hægt“ að koma þeirri ,Jramtíðar-skipan“ á, að byggðavaldið sé algerlega þurrkað út, Reykjavík sé einráð í þjóðfélaginu, samkvæmt hinni gullvægu „höfða- tölureglu", og helzt þó þannig, að í- haldinu sé tryggður meirihluti á Al- þingi um tíma og eilífð! — En „rétt- lætið“ er sterkt lyf, sem ekki má gefa þjóðinni inn í alltof stórum skömmt- um, en bara ósköp ,hægt og hægt“ — eftir recepti „Mosaskeggs“l % Ftiður eða óíriður. J^lSLrC skraf „ísl.“ um það að ,friðar- kosningar“ þær, er Framsóknar- flokkurinn hafi boðið í vor, hafi átt að vera fólgnar í því, að sá flokkur, er þingmann á nú í hverju kjördæmi, fengi að bjóða þar fram gaénsóknar- laust af hálfu annarra flokka, er hel- ber vitleysa og blekking, sem hvergi hefir verið hreyft annars staðar en í heilabúi ritstjórans. Allar bollalegg- ingar blaðsins út af þessu eru því markleysa ein og til þess bezt falln- ar að heimska það sjálft meira en orðið er, ef unnt reyndist. — Tillög- ur Framsóknarflokksins í þessu efni voru miðaðar við það eitt, að kosn- ingar í vor snerust aðeins um hin brynustu úrlausnarefni líðandi stund- ar, almenn þjóðmál og sameiginleé átök þjóðarinnar að leysa þann vanda, er styrjoldinni er samfara, en ekki um breytingu á sjálfum stjórn- skipunarlögum riKisins. SliKar kosn- ingar helöu líka oröið óliKt friösam- legri en þær sviptingar, er nú standa fyrir dyrum um hinar vanhugsuöu og gjörsamlega ' ráðlausu breytingar á stjórnarskránni, er stjórnarllokKamir vilja flaustra af og knýja í gegn nú þegar, án nokkurs sæmilegs undir- bunings. — Helzt vildum við ekkert kjósa á þessum hættulegu tímum, segja forráöamenn íhaldsins alveg op- insKétt frammi fyrir þjóðinni. — En fyrst þið viljið það endilega, góðir menn, þá skuluð þið fá það, — og ekki einar friðsamlegar kosningar um venjuleg viðíangselni, heldur tvenn- ar um hin viökvæmustu deilumál, skuluð þið hafa á einu ári! — „Steiktu gæsirnar“ hans Magnúsar þola enga bið, annars~ kann aö slá í krásirnar einhverri kommúnistiskri ýldu! Hagmælska Morgunblaðsins. |yjOGGINN“ hefir löngum fengið " orð fyrir það að kunna vel til vígs um meðferð móðurmálsins og staka prúðmennsku í rithætti. — Hér er eitt nýjasta dæmið. í blaðinu, er út kom 22. þ. mán., er mönnum ráð- lagt að lesa vissa bók yfir „hinum rauðu framsóknar-bolsa-sósíalistum .... en öðrum til viðvörunar að ger- ast ekki aðilar þessarar.... stefnu, sem hefir að nokkurs konar fylgifé í kjölfari sínu alla glæpi.... og steyp- ir þjóð vorri í glötun pólitísks einræð- is, viðskiptalegrar einokunar,'þræl- dóms og kúgunar“. — Kemst, þótt hægt fari, húsfreyja“, sagði Njáll gamli forðum við kerlingu sína. — Og Mogginn breytir munnsöfnuðinum „hægt og hægt“, og kemur því þó á endanum út úr sér, sem hann vildi sagt hafa! „Darúr eru drengir góðir_. . , “ TjAÐ hafa menn fyrir satt, að það hafi verið lögfræðingurinn frá Fagraskógi, en ekki bóndinn, sem skoraði fastast ó þá, sem í byggðun- um búa, í útvarpsumræðunum á fimmtudagskvöldið að fylkja sér um íhaldið í kosningunum í sumar og bregðast því hvergi. Því að svo dul- arfull voru rök hans fyrir því, að stór- útgerðarmaðurinn Ólafur Thors land- búnaðarmálaróðherra, heildsalar og braskarar höfuðstaðarins og annað æðsta ráð íhaldsins í nútíð og fram- tíð, myndi tryggja bændum betra af- urðaverð en hinn armi Framsóknar- flokkur, — að engir nema æfðustu lagakróka- og málþófs-sérfræðingar munu fá þar nokkum botn í. Það hafa menn ennfremur til marks _um þetta, að bóndinn frá Fagraskógi muni varla hafa gleymt dýrtíðarpistlum íhaldsblaðsins „ísl.“ frá þvx í vetur, frekar en aðrir bænd- ur hér um slóðir, né heldur Mjólkur-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.