Dagur


Dagur - 06.06.1942, Qupperneq 1

Dagur - 06.06.1942, Qupperneq 1
Vikublaðið DAGUR Ritstjórar: INGIMAR EYDAL, JÓHANN FRÍMANN. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Jóhann Ó. Haraldsson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Simi 96. Árgangurinn kostar kr. 8,00. Prentverk Odds Bjömssonar. XXV. árg. Akureyri, laugardaginn 6. júní 1942 27. tbl. Rödd úp sveitinni TTNGUR BÓNDI hér í nágrenninu u skrifar blaðinu fyrir nokkrum dögum á þessa leið: „Unga fólkið héðan úr sveitinni er farið til hinnar nýju Klondyke—sjáv- arsíðunnar og Breta — og með því allt líf og fjör. — Tíðarfar hefir verið ákaflega óstillt og frost á hverri nóttu að kalla nú undanfarið. Gróður er þvi minni en í meðallagi og kvíðir margur seinfengnum heyskap, þótt „karl og kerling" leggi sig gjarnan fram sem fyrr og njóti til vinnunnar nokkurs styrks bæjarbarnanna, sem nú hafa leitað sveitarinnar, vöggu feðra sinna og mæðra, aftur um stund, og hinnar skapandi, frjóu og angandi moldar. — Sauðburður stendur nú yfir, og veit eg ekki annað en hann gangi vonum framar í ekki betra tíðarfari. — Tvilembingum fjölgar nú ár frá ári, og mun það stafa af bættri fóðr- im og síldarmjölsgjöf. En sildarmjöl er nú orðið bændum ómissandi til fóðurs handa skepnum beirra með öðru fóðri, enda mjög á það treyst, er fólksfæðin ógnar. Vonandi er, að ráð- andi menn þjóðarinnar tryggi bænd- um nóg af síldarmjöli í haust, ef til verður, og þá með skaplegu verði“. Skotæíingar o£ skeprtuhöld. ■piTT er það, sem miklum óþæg- ***-* indum veldur hér í dreifbýlinu, en það eru her- og skotæfingar setu- liðsins, en slíkar æfingar fara stund- lun fram dag eftir dag í heimalönd- um sumra bæja, þar sem allt er þó krökt af lambfénaði og öðrum skepn- um. Dag eftir dag heyrist geltið í vél- byssum og öðrum morðtólum herliðs- ins, eins og maður væri í nánd við víglínuna sjálfa. Allar skepnur tryll- ast, sem vonlegt er, og torveldar þetta mönnum mjög að fylgjast með burði ánna og að hemja skepnur í heima- högum. Það er og undur, að ekki skuli hljótast slys af mörgum þessum æf- ingum, því að ekki er mér kunnugt nm, að þær séu auglýstar fyrirfram, og oft lítur svo út sem skotið sé af handahófi innan um bæi og fénað. — Sem dæmi má nefna það, að fyrir skömmu síðan fóru hér um tugir bif- reiða með þungar fallbyssur í eftir- dragi. Hófst svo hin ógurlegasta skot- hríð, loftið skalf og fjöllin kváðu við. Eldblossar og reykur sáust, hvar sem litið var. Fallbyssukúlur komu niður hingað og þangað innan um fjárhópa, mynduðu djúpa og stóra gígi og kviknaði sumstaðar í sinu út frá þeim. Ekki veit eg til þess, að verulegur skaði hafi hlotizt af þessu þá, en fáir bændur munu hafa haft rollur sínar úti fyrstu kveldin á eftir. —- Væri ekki úr vegi að beina þeirri ósk til yf- irmanna hersins að haga þannig æf- ingum sínum og velja þá staði til þeirra, að sem minnstum truflunum og spjöllum ylli fyrir okkur, hina störfum hlöðnu einyrkja sveitanna". (K. E.). smlðrithisuerðiö ðnreytt. Smjörlíkisverðið verður ó- breytt, kr. 3.68 kílóið í smásölu. Verðhækkun sú, sem í vændum var og frá var skýrt í síðasta blaði, kemur ekki til fram- kvæmda,því að ríkissjóður mun greiða framleiðendunum upp- bót, svo að framleiðsla þessarar vöru beri sig með því verði, sem gilt hefir undanfarið. Vilhjálmur Þór verður i kjöri fyrir Framsóknarflokk* inn á Akureyri Að öðrum írambjóðendum allra ílokka á landinu ólöstuðum er vafasamt, hvort nokkurt kjördæmi á völ á mikilhæfari athafna- og áhrifamanni til þingsetu en honum. — Sú skyssa má ekki henda okkur Akureyringa, að við höfnum slíkum manni sem fulltrúa bæjarins á Alþingi. Vilhjédmur Þór. pULLTRÚARÁÐ Fram- sóknarfélaganna hér og fjölmargir aðrir áhrifa- menn í bænum hafa þrá- sinnis og einhuga skorað á Vilhjálm Þór bankastjóra að gefa kost á sér til þing- setu fyrir Akureyri. Var bankastjórinn lengi mjög tregur til þessa, sökum margháttaðs annríkis og af öðrum ástæðum, en hefir þó að lokum ákveðið að verða við þessum ein- dregnu áskorunum flokks- bræðra sinna og annarra stuðningsmanna hér. Mun það flestra manna mál, að Framhald é 3. síðu. Báðir núverandi þingmenn verða í kjöri fyrir hönd Framsóknarflokksins. Allir Framsóknar- og sam- vinnumenn í kjördæminu veita þeim öruggt íylgi, en Reykjavíkurvaldið vill fella þá og koma sínum útsendurum að. Báðir þingmenn Eyfirðinga, þeir Bernharð . Stefánsson bankastjóri og Einar Ámason BernharS Stetánsson. bóndi á Eyrarlandi, verða enn í kjöri við kosningar þær til Al- þingis, er fram eiga að fara 5. júlí næstkomandi. Enn eiga því kjósendur í Eyjafjarðarkjör- dæmi þeirri gæfu að fagna að geta veitt þessum þrautreyndu og vel metnu þingfulltrúum sin- um fylgi sitt við kosningarnar. Það þarf ekki að lýsa þessum frambjóðendum fyrir eyfirzkum kjósendum, því að þeir eru Einar Árnqson. þeim fyrir löngu kunnir að áhuga og stefnufestu í þjóðmál- um ásamt lagni og drengskap í öllum stjómmálaviðskiptum. Áhugi þeirra og lipurð við að vinna að framgangi velferðar- mála kjördæmis síns er alkunn- ur og sjást þess víða merki. Auk Framh. á 4. síðu. Sjómanna- dagurinn Hðtrðahom r bænum ð morgyn Sjómannadagurinn er á morg- un, sunnudaginn 7. júní, og verður hátíðlegur haldinn af sjómönnum og stéttarfélögum þeirra um land allt. Síðastliðin 3 ár hefir sjó- mannadagsins verið minnzt hér á Akureyri með hátíðahöldum og ýmsum skemmtiatriðum fyr- ir bæjarbúa, svo sem kappróðri, sundi, knattspyrnu og reiptogi, að ógleymdum dansinum, sem alltaf er sjálfsagður. Kappróðurinn, sem jafnan hefir verið eitt eftirsóttasta skemmtiatriðið, hefir að undan- förnu farið meira og minna út um þúfur vegna þess, að ekki hefir verið hægt að fá nema ó- heppilega og ójafna báta til þess að þreyta kappróðurinn á. Sá sjómannadagsnefndin sig til- neydda a ðláta smíða 2 sam- stæða kappróðrarbáta fyrir sjó- mannadaginn, og verður keppt á þessum bátum nú í fyrsta sinn. Nokkur hluti af verði bátanna hefir þegar verið greiddur af á- góða síðasta sjómannadags, en eftirstöðvamar ber að greiða að næsta sjómannadegi liðnum. Hátíðahöldin á morgun munu fara fram á líkan hátt og að undanförnu. Hefjast þau með hópgöngu sjómanna kl. 10 árd. Verður gengið í fylkingu um götur bæjarins. Kl. 11 árd. verður hlýtt á sjómannamessu í Akureyrarkirkju. Kl. 1,30 fer fram skírn kappróðrarbátanna með aðstoð karlakórsins Geysis, og fer sú athöfn fram við skipa- kvína á Torfunefi. Þar næst verður kappróður, og verður ró- ið á milli hafnarbryggjanna. Síðan fer fram stakkasund í skipakvínni. Að þessu loknu verður háð knattspyrna og reip- tog á íþróttavellinum og að síð- ustu dansskemmtun fyrir sjó- menn og gesti þeirra í Sam- komuhúsi bæjarins. Sjómannadagsblaðið og merki sjómannadagsins verða seld á götum bæjarins allan daginn og einnig á skrifstofu Eimskipafé- lags íslands, sem verður skrif- stofa dagsins, og gluggasýningu hefir sjómannadagurinn í verzl- unarhúsi K. E. A. við Kaup- vangsstræti. Þess er vænzt, að bæjarbúar sýni veldvild sína og virðingu fyrir sjómannastéttinni með því að kaupa sjómannablaðið og Frambjóð- endur Framsóknai*- flokksins Framboð Framsóknarflokks- ins til Alþingiskosninganna 5. júlí eru nú kunn. Frambjóðend- ur eru þessir: Gullbringu- og Kjósarsýsla: Þórarinn Þórarinsson, rit- stjóri. Borgarfjarðarsýsla: Sverrir Gíslason, bóndi, Hvammi. Mýrasýsla: Bjami Ásgeirsson, alþm. Snæfells- og Hnappadalssýsla: Bjami Bjarnason, skólastjóri. Dalasýsla: Pálmi Einarsson ráðunautur. Barðastrandarsýsla: Steingr. Steinþórsson, búnað- armálastjóri. Vestur-ísafjarðarsýsla: Halldór Kristjánsson, bóndi, Kirkjubóli. Norður-ísafjarðarsýsla: Kristján Jónsson frá Garðs- stöðum. ísafjarðarkaupstaður: Guðm. Ingi Kristjánsson, bóndi, Kirkjubóli. Strandasýsla: Hermann Jónasson, fyrv. for- sætisráðherra. V.-Húnavatnssýsla: Skúli Guðmundsson, kaupfé- lagsstjóri. A.-H únavatnssýsla: Hannes Pálsson, bóndi, Und- irfelli. Skagafjarðarsýsla: Pálmi Hannesson, rektor og Sigurður Þórðarson, kaupfélags- stjóri. Eyjaíjarðarsýsla: Einar Árnason, bóndi, Eyrar- landi, og Bernharð Stefánsson, bankastjóri. Akureyri: Vilhjálmur Þór, bankastjóri. Suður-Þingeyjarsýsla: Jónas Jónsson, alþm. Norður-Þingeyjarsýsla: Gísli Guðmundsson, alþm. N orður-Múlasýsla: Páll Zophóníasson, ráðunaut- ur og Páll Hermannsson, alþm. Suður-Múlasýsla: Eysteinn Jónsson, fyrv. ráð- herra, og Ingvar Pálmason, al- þingismaður. Framhald á 4. síð'u. merki dagsins, eða stuðla að því á annan hátt, að hátíðahöld dagsins geti farið sem bezt fram,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.