Dagur - 13.06.1942, Blaðsíða 2

Dagur - 13.06.1942, Blaðsíða 2
2 DAGUR Laugardaginn 13. júní 1942 „Réttlætismennimir“, sem ætla að breyta kjördæmaskip- uninni, halda því fram, að í stjómarskránni sé Framsóknar- flokknum veitt sérréttindi, sem séu alveg óþolandi og því knýj- andi nauðsyn að afnema. Þessi sérréttindi eiga að vera í því fólgin, að Framsóknar- flokknum sé tryggt að koma fleiri þingmönnum á þing en öðmm flokkum. Vitanlega er hér um blekk- ingu eina að ræða. Öllum flokk- um er tryggður sami réttur í öllum kjördæmum landsins, og enginn þeirra nýtur þar nokk- urra sérréttinda í öðru en því, hversu vel honum lánast að vinna traust kjósendanna með störfum sínum og stefnumálum. Þau sérréttindi, sem um er að ræða til handa Framsóknar- flokknum, eru þess vegna í því einu fólgin, að í sveitum lands- ins hafa kjósendur treyst Fram- sóknarflokknum bezt og hafnað öðrum flokkum. Það er því svo, að þegar and- stæðingamir tala um að afnema þurfi sérréttindi Framsóknar- flokksins, þá eiga þeir við það eitt, að hegna beri sveitunum fyrir það að treysta Framsókn- arflokknum bezt og veita hon- um meirihlutafylgi. Setjum svo, að þetta hefði verið öfugt, þannig að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði haft meirihluta í sveitunum, en Framsóknarflokkurinn veriðþar í minnihluta. Hver einasti viti borinn maður veit það upp á sína tíu fingur, að þá hefðu for- ingjar Sjálfstæðisflokksins aldr- ei klæðzt þeim réttlætisskrúða, sem þeir þykjast nú bera. En jafnframt hlýtur öllum að vera það ljóst, að „réttlætismálið" er tómt fals og réttlætisskrúðinn ekki annað en tilraun til sjón- hverfinga. Sveitunum á að .hegna með því að taka upp hlutfallskosn- ingar í tvímenningskjördæm- um. Þetta kosningafyrirkomu- lag þýðir það, að fylgifiskar Sjálfstæðisflokksins eiga að fá tvöfaldan rétt á móts við fylgis- menn Framsóknarflokksins í þessum kjördæmum. Einn sjálfstæðiskjósandi á að hafa jafnan rétt og tveir Fram- sóknarkj ósendur. Þessi réttindaskerðing þykir hæfileg refsing á fylgismenn Framsóknarflokksins í sveitun- um. En sé nú þessi tvöfaldi réttur minnihlutanna í tvímennings- kjördæmum á nokkrum rökum reistur, sem hann auðvitað ekki er, þá verður hann að minnsta kosti að ranglæti gagnvart minnihlutakjósendum í öllum einmenningskjördæmum. — Hvaða vit er í því að gera minni hlutanum í tvímenningskjör- dæmum miklu hærra undir höfði en minnihlutanum í ein- menningsk j ördæmum ? Þessari spumingu reyna mennimir í réttlætisskrúðanum ekki að svara, af því þeir vita undir niðri, að hlutfallskosning í tvímenningskjördæmum er „ekkert réttlæti", eins og Ólafur Thors sagði 1928, eða „bara vit- leysa“, eins og Magnús Jónsson orðaði það. Þó kastar fyrst tólfunum, er forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins eru farnir að daðra við sveitafólkið með bændavináttu á vörunum. Af umhyggju fyrir velferðarmálum bænda segjast þeir vilja innleiða hinn nýja kosningasið. Það sé svo ágætt fyrir sveitimar að fá 6 þingfull- trúa inn í Sjálfstæðisflokkinn, til þess að halda þar fram mál- stað bændanna. Þetta er nú fyrst og fremst játning um það, að eins og þingflokkurinn sé nú, sé þaðan lítils stuðnings að vænta fyrir dreifbýlið, en úr þessu þykist flokkurinn ætla að bæta með 6 minnihluta þing- mönnum, eða sex steiktum gæs- um, eins og Magnús Jónsson orðar það. En það er nú ósköp hætt við, að bændur leggi eng- an trúnað á þenna fagurgala „réttlátu“ mannanna og telji sínum hlut ekkert betur borgið, þó að 6 nýir Jónar á Akri, eða jafnvel þaðan af aumari fuglar fljúgi inn í Sjálfstæðisflokkinn sem fulltrúar sveitanna. Núver- andi foringjar flokksins í Rvík munu sjá fyrir því, að efnið í „steiktu gæsirnar“ verði valið af þeim endanum, sem þeir ráða vel við, svo að „gæsirnar" fari ekki að gera þeim ónæði með kröfum fyrir bændanna hönd, en verði ósköp meinlaus og þæg verkfæri foringjanna. Hræsni Sjálfstæðisflokksfor- ingjanna um ,að þeir séu stút- fullir af bændavináttu, er engin ný bóla á undan kosningum. En sá böggull hefir alltaf fylgt því skammrifi, að öll bændaástin hefir bráðnað og gufað upp, er kosningar hafa ekki verið fyrir dyrum. Þess vegna eru kjósend- ur sveitanna farnir að taka lítið mark á hjali Sjálfstæðisforingj- anna um bændaumhyggju sína, en því meira hefir fylgið færzt yfir á Framsóknarflokkinn. Magnús Jónsson „réttlætis- ráðherra“ hefir nýlega lýst ást Sj álfstæðisflokksins til bænda, er einkum komi fram í kjör- dæmamálinu, á þann veg, að hún sé nú orðin svo mögnuð, að verkamenn í kaupstöðum séu orðnir afbrýðissamir hennar vegna. Mikil afskapleg hugar- farsbreyting má hér hafa átt sér stað í flokki Magnúsar og hjá honum sjálfum! Hvemig var það t. d. með stofnun Búnaðar- bankans, þegar í ráði var að setja á fót lánsstofnun fyrir landbúnaðinn, eins og aðrir at- vinnuvegir höfðu þá fengið? Hver beitti sér harðast á móti þessu máli? Það var Magnús Jónsson. Hann vildi láta land- búnaðinn vera hornreku annara atvinnuvega. Hverjir börðust ákaft móti afurðasölulögunum, sem bjargað hafa fjölda bænda frá því að flosna upp? Það voru Sjálfstæðismenn. Þeir gengu jafnvel svo langt, að hefja hið alræmda mjólkurverkfall. Eftir kosningaósigur sinn 1931 hót- uðu Sjálfstæðisbroddarnir að hætta að kaupa framleiðslu bænda og höfðu jafnvel við orð að segja sig úr lögum við sveit- irnar og mynda sérstakt ríki. Þá er andstaða íhaldsins gegn vaxandi fjárframlögum til land- búnaðarins alkunn bæði fyrr og síðar. Ummæli íhaldsins frá fyrri árum um þessi efni eru flestum kunn, eins og t. d. „gjafa pólitík'í, takmark Framsóknar- flokksins væri að gera bændur að „auðvirðilegum ölmusuræfl- um“, „drepa úr þeim alla dáð og sjálfbjargarviðleitni“ o. s. frv. Þegar Jakob Möller lagði sín fyrstu fjárlög fram á Alþingi 1940, gaf hann þá hreinskilnis- legu viðurkenningu, að hann hefði eftir vandlega athugun komizt að þeirri niðurstöðu, að það væri ekki hægt að lækka rekstursútgjöld ríkissjóðs. — Lækkun f járlaganna yrði því að ganga út yfir framlög til land- búnaðarins og verklegra fram- kvæmda. Var þessi viðurkenn- ing því naprari og neyðarlegri, þar sem Sjálfstæðisflokksmenn höfðu krafizt þess áður með hinum svæsnustu gífuryrðum, „að ríkið sparaði hin ónauðsyn- legu útgjöld", og lofuðu því há- tíðlega, að slíkt skyldi verða gert, ef fjármálin yrðu falin þeim á hendur. Tillaga fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um milljón króna niðurskurð á fjárveiting- um í þágu landbúnaðarins, hlaut ekki samþykki á þinginu, vegna þess að vald sveitanna var nægilega sterkt til þess að standa á móti því. Sex „steiktu gæsirnar“ hans séra Magnúsar voru þá ekki skapaðar. Þessi dæmi um bændavin- áttu Sjálfstæðisflokksins ættu að nægja, þó að af miklu meira sé þar að taka. Bséndavinátta flokksins er eintómt fals, og réttlætisskrúðinn skíri, er flokk- urinn þykist hafa íklæðzt í kjör- dæmamálinu, er af sama toga spunninn og nýju fötin keisar- ans, þ. e. að sýnast en vera ekki. Þess vegna láta bændur fag- urgala Sjálfstæðismanna á und- an kosningunum eins og vind um eyrun þjóta. Þeir vita, að fagurgalinn snýst upp í svik eftir kosningamar. Hins vegar vita bændur af reynslunni, að treysta má lof- orðum Framsóknarmanna. Þess vegna kjósa þeir þá, en láta hina liggja eftir í valnum. Templarar. Þegnskylduvinnan í Skjaldborgarbrekkunni er fyrst um sinn á mánudags- og föstudagskvöld- um. Fastlega skoraS á alla stúkufé- laga að maeta næsta mánudagskvöld. Aðalfundui* Leikfélags Akureyrar verð- ur haldinn í Samkomuhús- inu sunnudaginn 21. júní n.k. kl. 4 e .h. — Fyrir fund- inum liggja venjuleg aðal- fundarstörf. STJÓRNIN. Barnaleikvellir og byltingamenn. ■pjAGUR birti á dögunum hugleið- ingar um barnaleikvallamál bæj- arins, og átaldi aðgerðir bæjarstjórn- ar í þeim efnum. Þetta hefir nú þegar borið þann árangur, að bæjarstjóm hefir samþykkt að bæta úr „hemámi" skúrsins við leikvöllinn á Oddeyrinni, og reka þar svipaða starfsemi og eftir- lit með bömum og verið hefir undan- farin sumur. Margt er þó enn ógert í þessum málum, og mun blaðið enn reyna að ýta þar á eftir að megni. En nú bregður svo undarlega við, að „Verkamaðurinn" ræðst á „Dag“ með langri skammagrein og hinu ferleg- asta orðbragði út af þessu og telur að hér sé aðeins um „kosninganumer" að ræða. Málstaður „Verkam.“ virðist engan veginn svo slæmur, að blaðmu sé nokkur þorf á að grípa til slikra heimskupara og sorpskrifa. Og litla trú munu menn haía ó mennmgunni og bróðerninu í „framtíðarríkinu", ef petta á að vera fyrirmyndin um hóg- væröina og sanngirnina sem koma skal. — Þó er „Verkam.“ kominn að peirri niðurstöðu nú, að meinlausar og gjörsamiega áróöurslausar frettir er „uagur'' öirti nokkrum sinnum í vetur um árangur jaröhitarannsókn- anna á jLaugaiandi, án þess aö neina noKkurn mann eoa flokk í því sam- oandr, hafi einmg verið áróöursfregn- ír og kosmnganumer fynr bæjar- stjórnarkosmngarnarl Ætli skní og tiiiogur lrUags“ um önnur framíara- og menningarmál, svo sem samskóla- bygginguna, aukna skógrækt, garð- yrkjuraöunaut, bætta lestrarkennslu oarna, stækkun rafveitunnar og margt annaö þ. u. 1. verði ekki líka oröm „kosmnganúmer", næst þegar Verka- maöurinn kemur út! Borhola „Verkamannsins“. n NNARS ætti Verkam. sem minnst * *' um. borholuna á Laugalandi að tala. Þótt holan væri hvorki stór eða djúp, tókst blaöinu þó að drekkja í fienni því litla, sem ettir var af sóma þess og ritheiðri. Birti blaðið í vet- ur í sambandi við borholu þessa ein- hverja þá dónalegustu og klúrustu grexn, sem sézt hefir í íslenzku blaði, — og er þá langt til jafnað — þar sem það veittist að nafngreindum kvenmanni, sem ekkert hatði þó til saka unnið og engin afskipti haft af málinu. Uppnefndi blaðið konu þessa og jós yíir hana persónulegum og aónalegum skætingi. En þó var pað líka Alþýðuflokkurinn, en ekki tramsókn, sem séö hafði reykinn leggja upp úr þeirri borholu, að pvi er „Verkam.“ sagði! — Framsókn hefir ekki verið bendluð við málið á þennan hátt fyrr en nú, og Dendir það ótvírætt í þá átt, að hug- arfiugi og hugsjónagáfu „Verkam.“ tari stöðugt fram. Jainrétti og lýðirelsi. ■tTANDLIFAE) gerist nú í heimi hér, * þar sem svo þröngt virðist oröið um framfaramennina og umbótahug- myndirnar, að ekki má þar við neinu hreyfa, án þess að eiga það á hættu að ganga á „heilagan rétt“ nágrann- anna. Ef ,U>agur“ þegir um eitthvert menningar- eða framfaramál, sem á döfinni er í bænum eða landinu, er það túlkað sem tómlæti og jafnvel fjandskapur í garð verkalýðsins og menningarinnar. En þó er það hálfu verri móðgun og svívirða í garð þess- ara aðilja, ef blaðið dirfist að ympra á einhverju slíku máli, því að þá er það hræsnin ein, yfirdrepsskapur og „kosninganúmer". Jafnréttið og lýð- frelsið virðist því helzt eiga að vera í því fólgið, hvað „Dag“ snertir, að oss leyfist hvorki að þegja eða tala, lifa eða deyja, og hefir „Verkam." þannig sett oss í hina hörmulegustu úlfakreppu með rökvlsi linni og skör- ungsskap! „Kosninganúmer“ ílokkanna. Tt SÍÐUSTU áratugum hefir orðið ■^stórfelldari bylting hér á landi um alls konar verklegar framfarir og bætt og aukin menningarskilyrði en nokkru sinni áður í sögu þjóðarinnar. Svo örar og stórstígar efnislegar framfar- ir og nýsköpun á sér vissulega fáar hliðstæður í heiminum. Miðaldra menn þekkja sig naumast lengur í þjóðfélagi voru, og vissulega mundu fáir kjósa að hverfa aftur til hins fyrra þróunarstigs í þessum efnum, þótt þess væri kostur, ef þeir gæfu sér tóm til að hugsa sig um. — Það leikur heldur ekki á tveim tungum, að það er Framsóknarflokkurinn, er mestan og heilladrýgstan þátt hefir átt í þessum stórfelldu framförum og nýsköpun af öllum þjóðmálastefnum. Hefir flokkurinn ýmist einn ótt allt frumkvæðið að öllum hinum stærstu framfara- og menningarmálum þjóð- arinnar á þessu tímabili, eða a. m. k. veitt þeim fullt brautárgengi. Þessar óvéfengjanlegu staðreyndir eru þau „kosnmganumer", sem flokknum munu reynast sigursælust í yfirstand- .. li kosningabaráttu, eins og ætíð aöur. Og þessar sömu staðreyndir, sem ekki verða hraktar með rökum, gefa málgögnum flokksins rétt til þess að leggja orð í belg, þegar menn- ingar- og framfaramál ber á góma. En „Verkam-“ hefir algerlega heykzt ó þeirri „gestaþraut" sem fyrir hann var lögð í vetur, að gera grein fyrir þótt ekki væri nema einu þýðingar- miklu máli í atvinnuþróun eða menn- ingarlífi þjóðarinnar, sem hinn ísl. kommúnistaflokkur, — sem nú hefir neyðzt til að skipta um nafn, til þess að dylja fortíð sína undir nýrri sauð- argæru — hefir leyst, eða þó ekki væri nema stutt af fullum heilindum og þegnskap. Meðan svo standa sakir verður flokkurinn að Iáta sér lynda að gera kjaftháttinn einan og rökleys- urnar að aðalkosningabeitu sinni — eða þá að öðrum kosti að skipta enn á ný um nafn og bardagaaðferðir, í þeirri von, að einhverjir kjósendur reynist enn svo einfaldir, að þeir taki mark á slíkum hamskiptum og kiau- þvotti. „Fokdreiíarnar“ og stjórnarliðið. OÆJARBLÖÐIN virðast nú öll hafa áhyggjur stórar og þungbærar af því, hve „„fokdreifarnar" í Degi gerast nú þunnar." Hafa þau öll þrá- sinni8 um þetta kvarta, Síðast ger- ir „íslendingur“ það t. d. að umtals- efni í þó nokkrum greinarstúf, hve illa og hraklega Dagur haldi á málum stjómarandstöðunnar að þessu leytil Við „Dagsmenn" höfum aldrei kvart- að, þótt Jón í „íslendingi" liggi kyrr í sinni gróf, eða þótt villugjarnt gerist stundum í „skæðadrífu“ þeirra Frið- jónssona. En þessi náttúrufyrirbrigði er nú voru nefnd, eru þó ekki stór- kostlegri eða frægari en svo, að það orkar mjög tvímælis, hvort nokkur muni við þau kannast, þótt til þeirra sé hér vitnað. En „fordreifamar" virð- ast þó a. m. k. allir bæjarbúar kann- ast við, þótt þunnar séu, enda gera andstöðublöðin sitt til þess að halda frægð þeirra á lofti! Kötturinn með tíu róiurnar. QTRÁKUR nokkur tók að sér að sanna það með rökfimi sinni og mælsku, að kötturinn hafi tíu rófur. Þótti honum takast mætavel eftir at- vikum að leysa þá þraut Nú hefir „íslendingur“ — miðvikudagsútgáf- an — tekið að sér að sanna það, að ."iMfstæðisflokkurinn sé sá eini sanni bændaflokkur, og sé honum einum trúandi fyrir málefnum dreifbýlisins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.