Dagur - 13.06.1942, Side 1

Dagur - 13.06.1942, Side 1
Vikublaðið DAGUR Ritstjórar: INGIMAR EYDAL, JÓHANN FRÍMANN. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Jóhann Ó. Haraldsson. Skrífstofa við Kaupvangstorg. Sími 96. Árgangurinn kostar kr. 8,00. Prentverk Odds Bjömssonar. XXV. árg. AKUREYRIFYRST! Sterk og örugg forysta á Alþingi er lífsnauðsyn fyrir bæjarfélagið, til þess að tryggja hagsmuni Ak- ureyrar í þeirri miklu sókn í atvinnumálum, sem verður að hefjast strax og ófriðnum lýkur og undir- búa þarf án tafar. Það verður þá ómetanlegt happ fyrir bæjarfélagið, að hafa sem þingmann sinn einn af reyndustu og mikilhæfustu athafnamönnum landsins. — Á þetta líta allir hugsandi menn, er þeir ákveða hverjum frambjóðandanum þeir fylgja í kosningunum. Nú þegar bíða mörg stórmál bæjarins úrlausnar. Raíveitu- málið er ennþá ekki komið í höín. Ábyrgðarheimild ríkisins dag- aði uppi á síðasta þingi! Húsmæðraskólinn og Gagnfræðaskólinn þuria að komast upp á næstunni. íþróttahúsið þari aukirtn stuðn- ing ríkisins. — Stuðningurirm við þessi stórmál má ekki daga uppi á næstu þingum. Það er því mikilsverðara fyrir framtíð bæjarfé- lagsins en nokkru sinni fyrr, hvernig tekst til með þingmannsvalið í sumar. Setjum AKUREYRI ofar flokkum og klíkuml Kjósum VILHIÁLM ÞÓR á þingl Tyftunai*'- meistapinn rökvísi FÁSKRÚÐUGT ORÐASAFN. TSLENDINGUR" virðist telja það mikinn feng og hvalreka á fjörur sínar, að „Dagur“ talaði á dögunum um „drengskaparlausan róg“, sem íhaldsblöðin, og þó einkum „Vísir“, hefir hafið gegn fráfarandi ráðherr- um. Hefir ritstj. ísl. tönnlast mikið á þessu síðan í hverju blaðinu á fætur öðru, og stendur bersýnilega í þeirri meiningu, að slíkt orðatiltæki sé endileysa hin mesta og hortittur í málinu, þar sem aldrei geti verið um „drengskaparróg" að ræða, eins og blaðið orðar það. — Auðvitað er „Isl.“ ekki illt of gott að auglýsa sem rækiiegast sína eigin fákunnáttu um merkingar algengra orða og almenna íslenzka málvenju. Þó skal blaðinu bent á tvö einföld þekkingaratriði í þessu sambandi: Fyrst það, að orðið rógur getur þýtt fleira en illmælgi á ísl. tungu. Orðið er t. d. allalgengt í merkingunni ófriður, styrjöld eða bar- dagi. Ef ritstj. „Isl.“ kannast ekki við þessar merkingar, getur hann t. d. reynt að slá upp í orðabók Sigfúsar Blöndal og kynna sér, hvað þar stend- ur um þetta orð. Nafn umræddrar greinar í „Degi“ getur því þýtt: dreng- skaparlaus árós, styrjöld eða bardagi. — En ef til vill skiija íhaldsritstjór- arnir heldur ekki slikan samsetmng, sökum þess að andstæðurnar: drengi- legur bardagi, heiðarlegur ófriður o. s. frv. séu ekki til í orðabók þeirra. Gæti þá sú staöreynd skýrt ýmislegt merki- legt í fari þessara málgagna frá upp- haíi, sem áður hefir veriö lítt skiljan- legt siðuðum mönnum, svo sem geð- veikisaðdróttun Helga á Kleppi, Kollumálið, falsbréfaundrin við sxð- ustu Alþingiskosningar og nú síðast þjófnaðaraðdróttim „Vísis“ á hendur fráfarandi ráðherrum, svo að eitthvað sé til tínt úr því 'geðslega „listasafni“. ANNAÐ SJÓNARMIÐ. ÓTT hér hafi til gamans verið dvalið við hinar sjaldgæfari og fornari merkingar orðsins rógur, fer því þó fjarri, að slík orðatiltæki sem þetta séu óalgeng eða brjóti í bága við skýra rökhugsun, þótt fast sé haldið við hina almennu merkingu og notkxm orðsins. Kannast ritstj. t. -d. ekki við slík orðasambönd sem þetta: vondur, ógeðslegur, skaðlegxir, heimskulegur eða ljótur rógur, o. s. frv.? Ef þau geta staðizt, — og það er öldungis vafalaust, — er drengskap- arlaus rógur alveg jafn rökrétt orða- tiltæki eins og þau, er nú voru nefnd. Eða er það nokkuð nær lagi, að rógur geti nokkum tíma verið góður, geðs- legur, saklaus, gáfulegur eða fagur heldur en það, að hann geti verið drengilegur? — Það sjá víst engir aðrir en fjólupabbar íhaldsblaðanna. ER NAFN GREINARINNAR EÐA INNIHALD AÐALATRIÐIÐ? N eftir á að hyggja: Þótt lesendum M“ muni vafalaust þykja háðs- merki þau, er „ísl.“ setur á eftir „fjól- um“ okkar „Dagsmanna" mjög skemmtileg, myndi þeim þó sennilega þykja það allt eins fróðlegt að heyra ritstjórann hrekja með gildum rökum efnið í nefndri grein eins og að sjá hann gerá sig að viðundri með fáráð- lingslegum vangaveltum yfir nafni hennar. Það færi t. d. einkar vel á því, að hann gerði lesendum sínum grein fyrir því, að „Vísir“ varð að éta Frh. & 3. síðu* Kosningamar í sumar eru merkilegar fyrir fleira en kjör- dæmamálið, þó mönnum hætti til að gleyma öðru en því í hita bardagans. Það skiptir mjög miklu máli iyrir sýslur og kaupstaði lands- ins, hvernig tekst til með þing- mannavalið nú, vegna þeirra stórmála, sem þingsins bíða á næstu mánuðum og árum, mála sem hefðu átt að bera hærra í hugleiðingunum um framtíðina en kjördæmamálið, ef auðna og ábyrgðartilfinning hefðu ráðið gerðum þingmeirihlutans í s. 1. mánuði. En þótt þingmeirihlut- inn hafi svikizt um þá þing- skyldu að setja hagsmuni þjóð- arinnar ofar flokkshagsmunum og hafi hrundið þjóðinni út í harðvítugustu kosningabaráttu síðusta áratuga, í landinu tví- hernumda, þá mega kjósendur ekki gleyma þeirri staðreynd, að það er Alþingi íslendinga, er hlýtur að hafa forystuna í þeim stórmálum, sem þjóðarinnar bíða og að það getur haft úr- slitaáhrif á frelsi lands og þjóð- ar, hvemig þau mál verða leyst. Það eru fyrst og íremst at- vinnumálin, hyrningarsteinar þjóðiélagsins, sem hér er um að ræða. Á þeim málum þarf að taka með einurð, festu og framsýni. Með tilliti til þeirra eiga menn að velja sér þingfulltrúa nú, eigi síður en með tilliti til þess máls, sem mest er deilt um þessa dag- ana. Það er nú á færi Akureyringa að senda á þing mann, sem þeg- ar hefir unnið sér frægðarorð um land allt fyrír dugnað, festu og framsýni á sviði athafnamála þjóðfélagsins. Um það er ekki deilt, að með honum mundi þinginu og þjóðinni bætast einn hinn vaskasti og slyngasti mað- ur, sem þar hefir átt sæti um langa hríð. Fyrir Akureyri getur þetta haft ómetanlega þýðingu. Eftir margra ára kyrrstöðu fengi bær- inn loksins áhrifamikinn fulltrúa á Alþingi, mann, sem hlýtur reynslu sinnar og álits vegna að standa í fylkingar- brjósti í þeim viðreisnarátökum, sem framundan eru. Akureyri á mikilla hagsmuna að gæta, þegar kemur til kasta þingsins að skipuleggja atvinnu- framkvæmdir í stríðslokin. Þá getur það haft alvarlegri afleið- ingar en undanfarið, ef hags- munamál bæjarins daga uppi á þinginu. Jafnframt og þessa er minnzt, muna menn þá sókn, sem nú er hafin í menningarmálum bæjar- félagsins. Húsmæðraskólinn, gagnfræðaskólinn, fullkomnun íþróttahallarinnar, stækkun raf- veitunnar eru allt mál, sem bæj- arbúar fylkja sér einhuga um og hafa stórkostlega þýðingu fyrir framtíð bæjarfélagsins. Hefir bærinn efni á því, að hafna stuðningi Vilhjálms Þór við þessi mál á Alþingi? Þannig eru viðhorfin nú í augum ábyrgra bæjarbúa, — hvaða flokki sem þeir annars fylgj3- Tímarnir eru alvarlegir og örlagaríkir. Menn líta því út yfir hinn þrönga flokkshring og setja hagsmuni bæjarfélags síns og þjóðar sinnar ofar flokks- hagsmunum, ANTHONY EDEN, utanríkismálaráðherra Bretlands, til- kynnti í fyrradag í neðri málstofu brezka þingsins, að samningar hefðu verið undirritaðir 26. maí s.l. í Lon- don af utanríkismálaráðherrum Bret- lands og Sovét-Rússlands, um algera samvinnu í styrjöldinni og hernaðar- lega, viðskiptalega og fjárhagslega samvinnu eftir stríðið. Samningurírm gildir 20 ár eftir stríðslokin og leng- ur, ef þurfa þykir, til þess að tryggja frið og öryggi í Evrópu. — Molotov utanríkisráðherra Rússlands fór til London og Washington í tilefni samn- ingsins og kom þá við í Reykjavík eins og áður var frá akýrt. Björn Blön- dal Jónsson lögoæzlumaður ríklsins og annar opinber siarfsmaður valda hneyksli á opinber- um stað á Akureyri. í fyrrakvöld komu þrír gest- ir inn á Gildaskála K. E. A. og báðu um kvöldverð. Voru það þeir Björn Bl. Jónsson lög- gæzlumaður, annar löggæzlu- maður og þriðji maður, sem minna kemur hér við sögu. Þegar maturinn var fram- reiddur höfðu þeir allt á horn- um sér, heimtuðu með frekju ýmsar veitingar, og voru þær framreiddar eftir föngum. — Völdu þeir framreiðslustúlk- unni og veitingunum hin háðu- legustu orð með háreysti, svo heyrðist um allan salinn og töldu sér í engu samboðin þau föng eða þjónusta, sem hægt var að veita. Töluðu þeir hátt um „óæti“, og „framsóknarbita", „kroppuð bein“ o. fl. þess hátt- ar, og spurðu að lokum með þjósti, hvað þeim bæri að greiða fyrir þetta „óæti“. Er þeim var sagt að „óæti“ væri ekki selt þarna, grýttu þeir röskum fjór- um krónum á borðið og fóru leiðar sinnar. Þess má geta í þessu sam- Frh. é 3. síSu. Þess vegna hafa menn fagn- að framboði Vilhjélms Þórs, og þess vegna er kjörorðið nú: Sendum Vilhjélm Þór á þing! Með aug- um íhalds- ins „Skrítin skepna marglittan!“ „ALÞÝÐ UMAÐ URINN“, hið virðulega málgagnhinsharð- snúna krataflokks hér í bæ, tel- ur það eina hina mestu fjar- stæðu, að „Dagur“ skyldi leyfa sér að gizka á, að foringjalið í- halds og krata myndi hugsa til samvinnu í kosningunum all- víða á landinu, þ .á. m. hér á Ak- ureyri. Telur „AIþm.“ þetta rækilega afsannað með því, að kratar hafi menn í kjöri í öllum kjördæmum! Sannlega hefir oss aldrei órað fyrir því, að hin væntanlega samvinna þessara flokka yrði svo drengileg og op- inská að farið yrði forstofumeg- in að Alþýðuflokkskjósendum hér t. d. og þeim beinlínis skipað að kjósa með íhaldinu, gegn því að íhaldið kysi Harald Guðmundsson á Seyðisfirði, svo Framh. á 4. síðu. Stór bíla- og dtvarpstækja kaup Sveinn Ingvarsson, forstjóri Bifreiðaeinkasölu ríkisins, er nýkominn heim frá Ameríku, þar sem hann hefir dvalið und- anfarna mánuði og annast inn- kaup fyric einkasöluna. Sveinn hefir nýskeð fest kaup á 248 nýjum vörubifreið- um, 200 fólksbifreiðum og 2700 útvarpstækjum. Ókomið er hingað til lands af þessum vörum, 178 vörubifreið- ar, 191 fólksbifreið og öll út- varpstækin. Bíður þetta allt skips í New York. uerzlunarjöfnuOurinn hag- stæður um 2,7 mili. kr. í mar Hagstofan hefir birt skýrslu um útflutning og innflutning í síðastl. mánuði. Voru fluttar inn vörur fyrir 18,4 miljónir en útfluttar fyrir 21, lmilj. kr. Er verzlunarjöfn- uðurinn því hagstæður um 2,7 miljónir króna. Innflutningurinn á fyrstu 5 mánuðum ársins nam 82 milj. kr., en útflutningurinn 88 milj. kr. og er verzlunarjöfnuðurinn því hagstæður um 6 miljónir króna á þessu tímabili, 4

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.