Dagur - 16.06.1942, Blaðsíða 1
Vikublaðið DAGUR
Ritstjórar: INGIMAR EYDAL,
JÓHANN FRÍMANN.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Jóhann Ó. Haraldsson.
Skrifstofa við Kaupvangstorg.
Sími 96.
, Árgangurinn kostar kr. 8,00.
Prentverk Odds Björrtssonar.
Aí sjónarliól
Norðlend-
ings
Klifrað upp í kirkjuturn.
/"\G mannfólkið sýndist ekki
##^“^ stærra en mýs,“ sagði kerlingin,
þegar hún var að lýsa útsýninu af
turninum á Grundarkirkju hér um ár-
ið. — „íslendings“-ritstjórinn, kollega
vor, hefir í andanum stigið upp á því-
líkan sjónarhól og segir, í síðasta tbl.,
að skyggni hafi verið harla gott. Þykir
honum, sem vonlegt er, þar sem hann
stendur í lyftingunni, hóll vor vera
næsta lítilfjörlegur, útsýnið ómerki-
legt og skyggni þar niðri á láglendinu
heldur af lakara taginu. Það er því
sízt nein furða, þótt hann komi ekki
auga á alla Reykvíkingana, sem nú
eru í kjöri til Alþingis, utan höfuð-
staðarins, því að fjarlægðin gerir ekki
alla menn mikla, þótt flest fjöll verði
blá. Vér viljum því spara ritstjóranum
sjónaukann og sýna honum mennina
á stuttu færi, ekki 8, eins og ísl. segir,
heldur 11. Er það þá ekki vor sök,
þótt honum kunni að finnast sumir
fremur smávaxnir. Hér er lands-
lagið, eins og það kom oss fyrir sjón-
ir: Olafur Thors, ráðherra, Rvík,
Gunnar Thoroddsen, lögfr., Rvík,
Gísli Jónsson, vélstjóri, Rvík, Björn
Björnsson, hagfr., Rvík, Jóhann Haf-
stein, lögír., Rvík., Garðar Þorsteins-
son, hrm., Rvík, Lárus Jóhannesson,
hrm., Rvík, Árni Jónsson frá Múla,
Rvik, Helgi H. Einksson, skólastjóri,
Rvík, Eirikur Einarsson, bankafulltr.,
Rvík, Sig. Bjarnason löglr. (starfs-
maöur viO Moi., fór til Isaijarðar fyrir
skemmstu, til þess að undirDúa kosn-
ingu sina og endursendingu til Rvik-
urj — samtals 11. Oss kemur varla til
hugar, að það hafi verið ætlun rit-
stjórans að afneita einu einasta af
þessum virðulegu framboðum, heldur
sé hér eingöngu um að kenna ómælis-
hæð hólsins, er ritstj. heíir tyllt anda
sínum á, og játum í auömykt, að hóll
vor stenzt þar engan samjotnuð.
Hátt til lotts og vítt til veggja.
/""• ETA má nærri hvert svigrúm and-
rnn hefir á slíkum stað, enda
stundum notalegt að sigla byr allra
átta. Menn muna ennþá norðangarr-
ann frá í vetur, þegar Tsl. „beitti upp
í“ í bændapólitíkinni og hóf áróðurinn
gegn bændastéttinni fyrir „okurverð-
ið“ á framleiðsluvörum landbúnaðar-
ins. Eyfirzkir bændur muna áreiðan-
lega dýrtíðarpistla ritstjórans, og ekki
er öldungis víst, að Stefán í Fagra-
skógi hafi gleymt þeim, þótt hann
gerist nú gleyminn á margt það, er
horfir til hagsbóta fyrir sveitirnar og
strjálbýlið allt. En þetta dýrtíðarút-
sýn ritstjóra ísl. tilheyrir líklega
„horfnum sjónarmiðum", því að nú
fyllir hann dálka blaðs síns með skrif-
um Stefáns í Fagraskógi, sem hvass-
ast deildi á Framsókn í útvarpsum-
ræðunum á dögunum fyrir það, að
hafa haldið tramleiðsluvörum bænda
í skammarlega lágu verði. Þess skal
þó getið, að ummæli Stefáps um þetta
Vinfn ennþá ekki birzt í ísl. og verður
fróðlegt að sjá, hversu „hátt til lofts
og vítt til veggja“ er af sjónarhól rit-
stjórans í þá áttina.
,fiéttlæti“ og ,sangsleitni“.
ÞAÐ þarf alveg óvenjuleg brjóst-
heilindi til þess að kynna Vilhjálm
Þór fyrir Akureyringum sem „tals-
mann sérréttinda og rangsleitni". Rit-
■tjóri ísl. hefir þó reynzt geyma þessi
Frb. á 3. síöu.
n
u
- Frá nazisma
til kommúnisma -
i.
CJEGJA má með nokkrum
sanni, að heiðarlegur og á-
byrgur íhaldsflokkur, er drengi-
lega og opinskátt kannast við
nafn sitt, eðli og hlutverk, eigi
fullan tilverurétt sem hæfileg
kjölfesta hvers þjóðfélags. Slík
kjölfesta getur verið nauðsyn-
legt mótvægi gegn öfgastefnum,
er annars myndu kollsigla skút-
unni. En styrkur slíks flokks
getur aldrei verið fólginn í múg-
hreyfingum eða fjöldafylgi,
enda aldrei til þess ætlazt, að
kjölfestan ráði seglbúnaði eða
annist stjórnina á neinni fleytu!
Viðnámsþróttur flokksins gegn
taumleysi og öfgum hlýtur að
þverra að sama skapi sem flokk-
urinn reynir að skjóta skjólshúsi
yfir fleiri og sundurleitari hags-
muni og pólitísk sjónarmið.
Petta hefir sannazt áþreifanlega
á íhaldsflokknum íslenzka, síð-
an hann skipti um nafn og tók
að kalla sig Sjálfstæðisflokk, til
aess að villa á sér heimildir, og
„flokk allra stétta“ í blekkingar-
skyni. Hinir skammsýnu lýð-
skrumarar hafa, — því miður
fyrir flokkinn og vissulega gegn
vilja og ráðum ýmissa hinna
gætnustu og beztu manna í
þeim söfnuði, — náð undirtök-
unum á hæstu stöðum og mark-
að stefnuna æ síðan. — I þvi
skyni að hæna að sér mikið lýð-
fylgi — og þó, að því er virðist,
fyrst og fremst til þess að veikja
aðstöðu miðflokksins í landinu,
Framsóknarflokksins, — hafa
þessir nýju leiðtogar hætt sér út
á þá hálu braut að láta líklega
við öfgastefnurnar á báða bóga.
Þess er t. d. skemmst að minn-
ast, að formaður flokksins, Jón
Þorláksson, talaði opinberlega
mjög vinsamlega um „mennina
með hreinu hugsanirnar“, þegar
nazistaskríillinn hóf fyrstu brek
sín og ólæti hér á landi undir
hinu fagra heiti „Þjóðernissinn-
ar“, og þeirri „línu“ formannsins
hefir flokkurinn raunar alltaf
dyggilega fylgt síðan, þegar naz-
istarnir aðeins hafa viljað láta
svo lítið að þiggja þar húsaskjól-
ið, en ekki fremur kosið að halda
liðskönnun upp á eigin spýtur.
Og ávallt hafa þeir verið boðnir
hjartanlega velkomnir heim til
föðurhúsanna, að afstöðnu
hverju slíku „einka-æfintýri“,
þegar botninn var dottinn úr
öllu brölti þeirra með nýrri
smán og ófremd.
II.
Engum fær það því furðu, þó
að „Sjálfstæðisflokkurinn“ hafi
jafnan látið Framsóknarflokk-
inn einan um þá hitu að bægja
nazistum frá áhrifum á gang
þjóðmálanna og kveða stefnu
þeirra niður hér á landi. Hitt er
miklu furðulegra, að flokkurinn
hefir á síðari árum talið sér hag
að því að láta Framsóknarfl.
einan um andófið gegn ofríki
hinna andstæðu byltingar-
manna, kommúnistanna. Mál-
gögn íhaldsins hafa meira að
segja ekki látið sér nægja að
vera hlutlaus í þeim leik, heldur
hafa þau þrásinnis á seinni ár-
um beinlínis opnað dálka sína
fyrir ófrægingum og áróðri úr
þeim herbúðum á hendur Fram-
sóknarflokksins og ýmissa leið-
toga hans. í samræmi við þessa
stefnu hafa svo verið stofnaðar
innan flokksins sértakar „rót-
tækar“ deildir annars vegar, en
nazistaklíkur hins vegar. Hafa
forráðamennirnir reynt að búa
jafnvel að báðum — á yfirborð-
inu að segja, þótt auðvitað sé
það lýðum ljóst, að helztu for-
sprakkar flokksins hafa þó eng-
an veginn í hjarta sínu gert þess
um tveimur ofbeldisstefnum
jafnhátt undir höfði. Ýmsir
þeirra hafa visslulega elskað og
dáð stefnu „mannanna með
hreinu hugsanirnar" jafn inni-
lega og þeir hafa hatað og fyrir-
litið kommúnistana. Þeir hafa
vafalaust aðeins beðið færis, er
miðflokkurinn í landinu væri
kveðinn niður og önnur enn
mikilvægari tíðindi hefðu gerzt
— í heimspólitíkinni — að sýna
þessa trú sína í verki og jafna
sakirnar á „verðugan hátt“ við
„rauðu“ mennina. En sem betur
fer hefir hvorugt enn orðið, og
á meðan hefir íhaldið eða for-
ingjar þess reynt að magna
kommúnistana gegn Framsókn'
arflokknum í þeirri heimsku-
legu von, að auðvelt myndi
reynast að kveða þann draug
niður, þegar hann hefði unnið
sitt verk fyrir íhaldið, og að
staða og áhrif Framsóknar-
manna væru lömuð og tvístr-
uð.
Frh. á 3. síðu.
de Gaulle, hershöfðingi,
leiðtogi frjálsra Frakka og formaður
frönsku stjórnarnefndarinnar í Lon-
don. Frjálsir Frakkar hafa getið sér
frægðarorð mikið í bardögunum í Li-
byu. Þeir héldu virkinu Bir Hakeim
í 16 daga látlausum orrustum. Voru
þeir að mestu einangraðir þar, en
hörfuðu ekki undan, fyrr en Ritchie,
hershöfðingi, yfirmaður 8. brezka
hersins, hafði fyrirskipað undanháld.
Bardaéarnir í Libyu geisa ermþá, og
eru herir Öxulríkjanna í sókn. Fyrsta
takmark þeirra virðist, að taka To-
brouk, er Bretar og bandamenn þeirra
verja af miklum dugnaði.
Nordahl
Grieg
hominn lil Dæiarins
Nordahl Grieg, hinn víðkunni
skáldsnillingur Norðmanna og
forvígismaður í frelsisbaráttu
norsku þjóðarinnar, kom hingað
til bæjarins í gær. Mun hann
ætla að dvelja hér nokkra daga
og heimsækja Norðmenn, sem
hér dvelja.
„Dagur býður“ þennan glæsi-
ega fulltrúa frændþjóðar vorr-
ar velkominn norður hingað.
Leiðarþing í Eyjafirði.
Oflug and-
staða
gegn kjöu-
dæmabreyt-
ingunni
Þingmenn Eyfirðinga, Bern-
harð Stefánsson og Einar Arna-
son, hafa haldið leiðarþing að
Saurbæ, Árskógsströnd, Dalvík
og Olafsfirði undanfarna daga.
Það hefir vakið sérstaka athygli,
að Sjálfstæðismenn hafa yfir-
leitt ekki treyst sér til þess að
mæta á fundunum og halda
fram málstað stjórnarliðsins. Af
fundunum kemur greinilega í
ljós, að mjög öflug andstaða er
í sýslunni gegn hinu fyrirhug-
aða hringli með stjórnskipunar-
lög ríkisins og gegn eflingu
Reykjavíkurvaldsins á kostnað
sveitanna.
Húsmæðraskólamálið.
ÁVARP
frá Húsmæðraskólafé-
lagi Akureyrar
Góðir Akureyringar!
Eins og yður mun kunnugt
hefir nú verið hafin víðtæk
starfsemi, til að hrinda í íram-
kvæmd margra ára hugsjón um
byggingu húsmæðraskóla fyrir
bæirm. Forgöngu málsins hetir
Húsmæðraskólafélag Akureyr-
ar tekið að sér, og nú er málum
þannig komið, að innan skamms
mun bygging hafin, með fram-
Framhald á 3. síðu.
Svafar Guðmundsson
lýsir Sjálfstædismönimm
„Síðustu umskipti Sjálfstæðismanna í Reykjavik munu
þó vekja mestan óhug meðal flokksbræðra þeirra víðsvegar
um land, sem sé þau, er flokkurinn nú í bæjarstjórnarkosn-
ingunum gerði bandalag við Þjóðernissinna, eftirhermur
hinna erlendu ofbeldismanna. Svo langt var gengið, að Jón
Þorláksson fann sig knúðan til þess að benda bæjarbúum
sérstaklega á það í grein í Morgunblaðinu, að hér væri um
sameiginlega baráttu Sjálfstæðismanna og Þjóðernissinna
að ræða. Eyðslu- og yíirstétt bæjarins, sem öllu ræður innan
Sjálfstæðisflokksins hér, er búin að kasta fyrir borð öllu
lýðræðistali. Álit þessara manna á lýðræðinu er það, að
tryggara sé að hafa sér við hlið flokk árása- og ofbeldis-
manna, ef til þurfi að taka.
Á tíu árum hefir yfirstéttin í Reykjavík birzt landsmörm-
um í ýmsum myndum, en hringlandahátturinn og ráðleysið
hefir aukizt með ári hverju. í sveitakjördæmum hefir Sjálf-
stæðisflokkurinn jaínan átt nokkurt fylgi. . . . Þessa menn
hefir Sjálfstæðisflokkurinn laðað til sín með loforðum en
eigi verkum..."
,J?ramsókn“, 10. febr. 1934.