Dagur - 27.06.1942, Blaðsíða 2

Dagur - 27.06.1942, Blaðsíða 2
a Laugardaginn 27. júní 1942 Man nú enginn T ryggva Þórhallsson? Bændaflokkurinn hefir .ekki nokkurn frambjóðanda í kjöri í nokkru kjördæmi við í hönd farandi kosningar. Flokkurinn mun nú teljast formlega dauður, og meðlimir hans eru á ferð og flugi inn í nýjar pólitískar her- stöðvar annarra flokka. Flestir þeirra munu að vísu hverfa til síns fyrra heimkynnis og skipa sér í raðir Framsóknarmanna, en nokkrir hafa þó barið að dyrum á heimili Sjálfstæðis- flokksins og beiðst þar gisting- ar, sem hefir verið auðsótt. Svo er það t. d. um Stefán í Fagra- skógi, sem nú er annar fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Eyjafirði, Benedikt Gíslason í Hofteigj. og Svein Jónsson á Egiísstöðum, sem eru frambjóð- endur sama flokks í Norður- Múlasýslu. Undarlega mega þeir fyrrv. Bændaflokksmenn vera skapi farnir, sem haft hafa geð í sér til að leita á náðir Sjálfstæðis- flokksins á þenna hátt og illa muna þeir sinn látna foringja, Tryggva Þórhallsson, og fram- komu íhaldsmanna í hans garð árið 1931. Á því ári tóku þeir Ólafur Thors og Héðinn Valdi- marsson höndum saman um að flytja byggðavaldið til Reykja- víkur með breyttri kjördæma- skipun, en Tryggvi Þórhallsson sem þá var forsætisráðherra, bjargaði sveitum landsins frá því fyrirhugaða skemmdarstarfi með þingrofinu eins og kunnugt | er. Þá fylltist íhaldið í Reykja- vík slíkri heift og bræði í hans garð, að það stofnaði til „skríl- vikunnar“ frægu, sem var í því fólgin að gera umsát um bústað Tr. Þ. dag og nótt með grjót- kasti, argi og öllum illum látum ásamt óþvegnum skömmum og hótunum. Kom þessi skrílshátt- ur ekki aðeins niður á forsætis- ráðherra einum, heldur og allri f jölskyldu hans, sem varð svefn- vana að þola þessa raun sólar- hring eftir sólarhring. Reyndu þessar aðfarir íhaldsins svo á heilsu Tryggva Þórhallssonar, sem var veil fyrir, að hann bar ekki sitt barr upp frá því. Skammirnar og svívirðing- arnar um Tr. Þ., sem dundu lát- laust á honum í blöðum íhalds- ins þá og síðar, eru svo and- styggilega ódrengilegar, að þær eru ekki eftir hafandi, nema þá til viðvörunar. Og allt þetta varð hann að þola frá hendi íhalds- burgeisanna í Reykjavík fyrir það eitt, að hann hélt jafnan fram rétti sveitanna gagnvart Reykjavíkurvaldinu. Nú hefir sagan endurtekið sig að því leyti, að enn er leitazt við að flytja vald sveitanna til Reykjavíkur með breyttri kjör- dæmaskipun og kosningalögum. Að því standa þrír flokkar: Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýðu- flokkurinn og Kommúnista- flokkurinn. En nú er farið miklu kænlegar að en 1931. Engin skrílvika, ekkert grjótkast, en viðhafður fagurgali og kjass- mæli í garð dreifbýlisins og látið svo, að umhyggjan fyrir rétti þess sitji nú í fyrirrúmi hjá for- ingjum þessara flokka. Fyrst á Sjálfstæðisflokkurinn að fá 6 minnihlutaþingmenn í sinn hlut í tvímenningskjördæmum eða 6 „steiktar gæsir“. En þetta er að- eins byrjunin. Síðar á svo að steypa núverandi kjördæmum saman í fáein stór kjördæmi,eða jafnvel að gera allt landið að einu kjördæmi, að vilja krata og kommúnista. Það á með öðrum orðum að svíkjast aftan að sveitum landsins með loddara- brögðum. Fyrir öllu þessu liggja sannanir í málgögnum Sjálf- stæðisflokksins fyrr og síðar, þó að nú sé reynt' að breiða yfir þær. En hið naprasta í öllum þess- um loddaraleik er það, að í honum taka þátt nokkrir fyrrv. Bændaflokksmenn, og má með sanni segja, að skammarlega fara þeir með þá arfleifð, er Tr. Þórhallsson lét þeim eftir. Ekk- ert gat verið fjarlægara huga hans en að svifta sveitir landsins áhrifum sínum á þjóðmálin og afhenda þau auðmannaklíku í höfuðstað landsins. Eins og kunnugt er, var vígorð hans: I. |£OSNINGAR til Alþingis standa fyrir dyrum. Harðast verður barizt um eitt mál, — kjördæmamálið. Þá verður og einhverju vikið að þeim mönn- um, sem í kjöri eru, og þó eink- um þeim, sem fremstir standa í fylkingarörmum flokkanna, enda illa hægt að komast hjá slíkum orðaskilmingum með öllu. Eg tók svo eftir, er eg hlýddi á ræðu Ólafs Thors forsætisráð- herra, er hann andmælti van- traustinu á nýju stjórnina, að Sjálfstæðisfl. mundi reynast tvíeggjað sverð. í „ísafold og Verði“ 16. tölu- bl., sem út kom 20. maí s.l.*) birtist ræðan í heilu lagi. í fyrsta dálki, neðst á síðu, standa þessi orð: „Eg hefi hins vegar beztu von um, að Sjálfstæðisfl. bregð- ist fljótt og vel, eftir að hann nú er laus úr samvinnunni“(!) Mér hafði ekki misheyrzt. Þarna kom staðfestingin. En ræða þessi er um fleira lær- dómsrík. Þá minntist ræðumaður á þá eldraun, sem flokkurinn hafi staðið af sér, þegar hann gekk tvískiptur til úrskurðar í gengis- málinu. Samtímis gengismálinu var uppi annað ágreiningsmál í Sjálfstæðisfl., það var þjóð- stjórnarmyndunin og mun and- *) Og í „Morgunblaðinu" sama dag stendur þessi klausa sömuleiðis í ræðu hæstvirts forsætísráðherra. RiUt). DAQUR „Allt er betra en íhaldið." í stað þess að standa stöðugir undir merki þessa glæsilega foringja síns, hafa nokkrir Bændaflokks- menn yfirgefið það og gengið í lið með ofsækjendum hans frá 1931. Illa muna þessi lítilmenni umsátina, grjótkastið og allan hinn smánarlega aðsúg, er í- haldið gerði að honum á því ári. í stað þess að hyggja á verðug- ar hefndir, ganga þessir menn í þjónustu þeirra afla, er eyði- lögðu heilsu og krafta Tryggva Þórhallssonar með því að siga á hann óðum skrxl dag eftir dag og-nótt eftir nótt. „Man nú enginn Snorra Sturluson?" var eitt sinn sagt. Man nú enginn Tryggva Þór- hallsson? Þannig má nú spyrja. Svarið liggur beint fyrir. Fram- sóknarmenn muna vel þenna foringja sinn, og þeir svíkjast ekki undan merki hans, en halda ótrauðir áfram baráttu hans fyrir rétti og farsæld dreifbýlis- ins. Hið sama mun mega segja um flestalla fyrrv. Bændaflokks- menn. — Hinir, sem villzt hafa yfir í herbúðir íhaldsins, eru fáir og fyrirlitlegir. Kjósendur í sveitum landsins og ekki sízt hér í Eyjafirði, minnizt Tryggva Þórhallssonar við f hönd farandi kosningar. Minnizt skrílvikunnar 1931, er hann barðist fyrir réttindum ykkar gegn fjandsamlegum öfl- um og lét ei höggum skeika fyrr en hann braut sverð sitt. Látið andstæðinga hans og flokks- svikara fara með háðung út úr kosningunum 5. júlí. «^^———■111111 miiiw—Ba— Grófar-Jón „reyri/‘ upp hnefarm! JÓN í Grófinni“ í „íslendingi“ kveðst í hógværð sinni aldrei hafa verið sérstaklega á hnotskógi eftir prentvillum og málvillum hjá „Degi“. — „Eg hefi um mörg ár haldið þeim til haga úr ÖLLUM íslenzkum blöð- um ,er eg les“, segir hann. — Aum- ingja maðurinn. Hann hefir sannar- lega átt annríkt í þeirri lúsaleit, þótt hann hafi að vonum gefizt upp við að birta nema lítið eitt af afrakstri þess erfiðis í dálkum „ísl.“. — Jón þessi virðist annars góður vinstri maður (líklega fyrverandi kommúnisti!), því að aldrei virðist honum verða það á að líta í „Moggann". A. m. k. birtast aldrei neinar fjólur sprottnar á þeim Vitaðsgjafa í málvöndunar-pistlum hans. Og sennilega les hann sjálfur „íslending“ ekki heldur, annars hefði hann sjálfsagt „haldið til haga“ snjall- yrði því, er birtist einmitt í sama tbl. þessa hins málvöndunarsama blaðs og ofannefnd hugvekja. Þar var sáran um það kvartað, að Framsókn hafi nú tekið upp á þeirri fúlmennsku að „reyra upp hnefann við ímyndaða óvini“(!) — Jæja. Hún löðrungar þá engan, á meðan hnefinn er reyrður! — Hitt virðist oss þó vera myndi stórum ægilegra fyrir andstæðingana, ef Framsókn skyldi reiða upp hnef- ann og hafa hann þá óreyrðan! Kynni þá svo að fara, að Grófar-Jóni og hans nótum þætti hnefi sá „víst mik- ill“, engu síður en Guðmundi ríka þótti hnefi Ófeigs í Skörðum forðum, og tækju þeir þá þann kost, að dæmi Guðmundar, að víkja úr öndveginu fyrir eiganda hnefans, svo að eigi hlytist af „beinbrot eða bani“. — Svo segir í Ljósvetnigasögu, er þeir Ófeig- ur ræddu um hnefann og atburði þá, er af honum kynnu að hljótast, ef hann væri að engu virtur: — „Ófeigr svarar: „Hversu myndi þér sá dauð- dagi þykkja?" Guðmundur mælti: „Stórillr, ok eigi mynda ek vilja þann fá“. Ófeigr mælti: „Sittu þá eigi í rúmi mínu“. — Grafar-Jón skyldi og biðja fyrir sér, að hann sæi aldrei hnefa Framsóknar „óreyrðan!“ „Dagur“ talar af sér(!) TSLENDINGI" virðist koma á ##Aóvart, — og telja það viðvanings- legá blaðamennsku, — að „Dagur“ skuli unna Sig. E. Hlíðar þess sann- mælis, að hann sé góður drengur og ráðvandur, óvenjulega vinsæll borg- ari og skyldurækinn embættismaður (sem dýralæknir að segja, en hann er raunar líka heilbrigðisfulltrúi bæj- arins). — Blaðið hefir sennilega al- drei vanist þeim hugsunarhætti, að það sé engan veginn háskalegt eða ósigurvænlegt gagnvart siðuðum og hugsandi kjósendum að unna and- stæðingi sínum einhverrar sanngirni og viðurkenningar, eða telja hann yf- ir höfuð til „hvítra manna“. — Hitt mun og langtum algengara hér í bæ — og raunar þótt miklu víðar væri leitað, — að bera andstæöingana öll- um vömmum og skömmum og reyna að níða af þeim mannorðið í hvívetna. Með þessu er ekki sagt, að ritstj. „Isl.“ temji sér sjálfur slík vinnubrögð að jafnaði (og ekki ættu sparifötin að gatslitna, þótt í þau sé skroppiö svona rétt fyrir kosningahátíðir íhaldsins, svo sem þrisvar á ári, þegar bezt ger- ist!) — Annars er „Dagur“ reiðubú- inn hvenær sem er að endurtaka öll lofsyrði sín um Sig. E. Hlíðar, og Kristján Eggertsson, hreppstjóri í Grímsey: „„Sjálfstæðið" bregzt fljótt og velu þeirra hönd koma út á vegginn og taka þar ör. Kvað þá annar, að ekki myndi út leitað, ef nóg föng væru fyrir inni. Mundi forsætisráðherrann hafa hætt sér svo mjög, hefði nóg verið sannra sakargifta á F ramsóknarf lokkinn ? staðan í báðum þessum málum ! komið hafa — að mestu — frá sömu mönnum innan flokksins. Þeir voru bornir ráðum í báð- um málunum. En þeir hafa æ síðan erfiðir verið. Þrátt fyrir það, að forusta flokksins sýndi þeim fram á það með óyggjandi rökum, að flokkurinn ætti hér í rauninni ekkert val, beygðu að- eins sumir flokksmannanna sig fyrir þessum rökum foringj- anna, aðrir aldrei, og er það því merkilegra, hve þrályndir þeir voru, þá þess er gætt, að þjóð- stjórnin brást ekki ætlunarverki sínu, hún varð þjóðinni til bless- unar og bjargaði miljónum eða tugum miljóna, sem þjóðin hefði ella án verið. Því er það, að enginn harmar það meir, að upp úr skyldi slitna samstarf- inu, en einmitt forystumenn Sjálfstæðisflokksins. — Þetta sagði ræðumaðurinn allt saman. II. Nú fer það að verða skiljan- legt, hvers vegna forsætis- ráðherrann á von á því, að Sjálfstæðisflokkurinn bregðist fljótt, þegar samstarfinu er lok- ið! — Innan flokksins er allstór deild, sem gefur lítið fyrir það bjástur forystumannanna að vera að bjarga þjóðinni. Það var þessi deild, sem alltaf vildi sam- vinnuslit og kosningar, en varð fyrst óviðráðanleg, þegar jafn- aðarmenn köstuðu til þeirra k j ördæmamálinu. Nú voru góð ráð dýr. Annars vegar alþjóðar heill, hins vegar vöxtur og viðgangur Sjálfstæð- is-þingflokksins. Forystumenn- irnir höfðu tvisvar — í stórmál- um — borið órólegu deildina ráðum. Ekki var árennilegt að vega í þann knérunn hið þriðja sinn. Ekki víst, að flokkurinn kæmi óskiptur út úr þeirri eld- raun. — Alþjóðarheill varð að víkja. En nú kom til þess að verja þessa ákvörðun. Eitt — einkum eitt — mátti reyna. Það var að kenna Framsóknarflokknum samvinnuslitin. Sú tilraun end- aði þannig, að ræðumaðurinn —sjálfur forsætisráðherrann— stóð sem afhjúpaður ósanninda- maður frammi fyrir alþjóð. Þegar fjörráðamenn Gunnars á Hlíðarenda voru að ráðgast um það, hvort frá skyldi hverfa eða að sækja á ný, þá sá einhver III. Þá vík ég að kjördæmamál- inu sjálfu. í varnarræðu sinni á eldhús- daginn, segir Magnús Jónsson atvinnumálaráðherra: „Við vild- um, eins og ég vék að áðan, ekki hagga við hinum fornu kjör- dæmum, heldur leitast við að samrýma kjördæmakosninguna því, að unnt væri að ná því flokkslega réttlæti, sem stjórn- arskráin sjálf gerir ráð fyrir. Þetta mátti m. a. gera með því, að koma á hlutfallskosning- um í tvímenningskjördæmun- um, og nálgast með því rétta hlutfallið milli flokkanna.“ En er þetta nú rétta undir- staðan? Við síðustu kosningar var Framsóknarflokkurinn stærsti flokkurinn í öllum tvímennings- kjördæmunum, og Sjálfstæðis- flokkurinn næst stærstur. Sam- kvæmt gildandi stjórnarskrá fékk Framsóknarflokkurinn því alla þingmennina í þessum kjör- dæmum. Ákvæði stjórnarskrár- innar miðast við það, að meiri- hlutinn í hverju kjördæmi eigi að ráða. Þannig er og farið að á hverjum lögmætum fundi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.