Dagur - 27.06.1942, Blaðsíða 4
4
DAGUR
Laugardaginn 27. júní 1942
ÚB BÆ OG BYGGÐ
Kirkjan. Messað í Akureyrarkirkju
nœstk. sunnudag kl. 2 e. h.
Áheit á Akureyrarkirkju. Kr. 10.00
frá ónefndum; kr. 10.00 frá G. A. S.
Athygli skal vakin á auglýsingu um
aðalfund Berklavarnarfélags Akureyr-
ar á öðrum stað hér í blaðinu.
Fyrir van£á stoð a siðasta tbl. Dags
32. tbl., en átti að vera 33. tbl. #
Hjónaefni. Ungfrú Torfhildur Jós-
efsdóttir Sigurðssonar bónda að
Torfufelli og Angantýr Hjálmarsson
Hjálmarssonar bónda í Villingadal.
Barnakórinn Sólskinsdeildin, undir
stjóm Guðjóns Bjarnasonar, hélt tvær
söngskemmtanir hér í Samkomuhús-
inu í þessari viku, þá fyrri á þriðju-
dagskvöld, hina síðari á fimmtudags-
kvöld, í bæði skiptin við mjög góða
aðsókn og góðar viðtökur. Söngskráin
var fjölbreytt og sumt sungið með
gítarundirspili. Einnig léku telpur
fjórhent á píanó. Sérstaka athygli
vakti aðaleinsöngvari kórsins, Agnar
Einarsson, 10 ára. Bamakór þessi,
sem á heima í Rvík, er á söngför um
Norðurland og fór til Húsavikur í gær.
Ferðafélag Akureyrar efnir til 9
daga skemmtiferðar til Suðurlands.
Ferðin hefst 4. júlí næstk. — Lengst
verður farið í Þjórsárdal. Væntanleg-
ir þátttakendur gefi sig fram við
formann ferðanefndar, Þorstein Þor-
steinsson, Sjúkrasamlagi Akureyrar
eigi síðar en 28. júní.
Guðmundur Ólafsson bygginga-
meistari átti 70 ára afmæli í fyrradag.
Mörgum bæjarbúa mun þykja þetta
ótrúleg tíðindi, er þeir sjá Guðmund
ganga daglega að störfum sínum með
roggsemi og dugnaði, er vel hæfði
tvitugum manni, enda er hann enn
léttur og hvatur í spori sem ungur
væri. — Guðmundur Olafsson er emn
af allra mætustu borgurum þessa
bæjar og hinn mesti dugnaðar- og
hagleiksmaöur í iðn sinni. Nytur hann
hvers manns trausts og vinattu, er til
hans þekkir. — Dagur árnar honum
hamingju og langra litdaga í tilefni af-
mæhsins.
Gjafir til Húsmæðraskólafélags Ak-
ureyrar til kaupa á innbúi í skolann.
Kr.
Guðfinna Eydal, Gilsbakkaveg 100.U0
Sigr. Baldvtnsd., Munkaþv.str. 100.00
JaKob Frimannsson, forstj. 100.00
Fanney Jóhannesd-.Aðalstr. 72 1UU.U0
Guöm. K. Feturss., yfirlækmr 100.00
Ingtbjörg Eiríksd., kennsluk. 50.00
Ragnh. Bjornsson, kaupkona 50.00
Gtsn Sigurjónsson, bilstjori 50.00
Jón Geirsson ,læknir 50.00
Þoröur Jóhannss., húsg.smiður 50.00
Jtáernh. Laxdal, klæsxeram. 50.00
Gaston Asmundss., múraram. 50.00
Rychard Ryel, kaupm. 50.00
Þorst- M. Jonsson., skólastj. 50.00
bolii K. Kggertss., verzlunarm. 50.00
Friörtk Ratnar, prestur 50.00
Jón Sveinss., fyrv. bæjarstj. 50.00
Kristján Jakobss., velstjori 50.00
Þorsteinn Thorlacius, boksali 50.00
Erltngur Friöjónss., íorstjóri 50.00
Beztu þakkir.
Fjársöfnunarnefnd.
Nýja Bíó
sýnir t kvöld kl. 6 og 9:
Kitty Foyle
Sunnudaginn kl. 3:
Smámyndir
Kl. 5:
Kitty Foyle
Kl. 9:
Cirkusmorðinginn
Mánudaginn kl. 9:
Segðu það á frönsku
Skrá
yfir aukaútsvör í Akureyrarkaupstað fyrir árið
1942 liggur frammi, almenningi til sýnis, á skrif-
stofu bæjargjaldkera, dagana 27. júní til 11. júlí
n.k., — að báðum dögum meðtöldum.
Kærum yfir niðurjöfnuninni ber að skila á skrif-
stofu bæjarstjóra innan loka framlagningarfrests-
ins.
Bæjarstjórinn á Akureyri, 25. júní 1942.
STEINN STEINSEN.
mannsKemmdapðliKh
hommflnista
(Framh. af 1. síðu).
Eins og fyrr eru þama á ferð-
inni mannskemmandi álygar af
óþokkalegasta tagi. Árið 1926,
þann 1. júní, segir í stjórnar-
fundagerðabók K. E. A. að V.
Þór hafi með fullu samþykki
stjórnarinnar tekið að sér um-
boð fyrir firmað Jóh. Ólafsson
& Co. í Reykjavík. Tveimur eða
þremur árum síðar tók K. E. A.
að verzla með bifreiðavarahluti
og þá féll þetta umboð niður. V.
Þór hafði hvorki fyrr né síðar
neitt umboð á hendi fyrir nokk-
urt fyrirtæki, innlent eða er-
lent.
Hvemig er háttað sálar-
ástandi þeirra manna, sem í á-
róðursskyni bera andstæðing-
ana lognum sökum til þess að
reyna að hafa af þeim mann-
orðið? Það er áreiðanlega engin
fjarstæða, þótt menn komist að
raun um, af þessum mann-
skemmdaskrifum kommúnista,
að einn „Verkam.“ ritstjórinn
hljóti að vera meira en lítið ut-
an við „línu“ siðaðra og heil-
brigðra manna.
ai sjðnarhöi norðiendings
(Framhald af 1. síðu.)
hirzlum þeirra, — nú síðast fyrir að-
stoð hins grandvara Magnúsar Jóns-
sonar „vitleysu“-ráðherra.
Það er nefnilega enginn botn í
valdagræðgi þeirrar fámennu klíku,
sem stjórnar Sjálfstæðisskútunrii, sem
gerð er út frá Reykjavík. Þess vegna
væri það sízt nokkur furða, þótt hún
renndi upp á sker í þessari kosninga-
hríð.
Eru Akureyringar aumastir
allra, að dómi „ísl.“?
MENN eiga mjög bágt með að
skilja það, að „ísl.“ skuli hafa
haslað völl fyrir kosningaeinvígið á
Akureyri á grundvelli réttlætis til
handa Reykvíkingum og Siglfirðing-
um, meðan hans eigið bæjarfélag býr
við hið herfilegasta óréttlæti, að dómi
þeirra manna, sem fremst standa í
krossferð réttlætisins. í hverju blaði
skorar ritstj. á Akureyringa að tryggja
framgang kjördæmamálsins með því,
að kjósa Sig. E. Hlxðar á þing. Eru
Akureyringar aumastir allra að dómi
þessa íhaldsmálgagns? Því að ekki er
ritstj. svo skyni skroppinn að hann
skilji ekki að kjördæmamálið felur í
sér hlutfallslega minrú rétt í framtíð-
inni á Alþingi en undanfarið fyrir Ak-
ureyrarbæ. Þingmönnum fjölgar, en
bærinn hefir eftir sem áður 1 full-
trúa á þinginu.
TjAR að auki er svo það, sem blasir
* við hverjum manni, að fyrir utan
þá óvéfengjanlegu staðreynd, að skv.
höfðatölureglu stjórnarliðsins hefir 1
GÓÐ STÚLKA
óskast í vist fyrir 1. ágúst n.k.
KRISTÍN BJARNADÓTTIR
sími 370.
Snemmbær kýr
til sölu.
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR,
Brekkugötu 7, Akureyri.
Kven-armbandsúr,
úr stáli, tapaðist síðastliðinn
þriðjudag, á leiðinni frá Aðal-
stræti 63, að Hótel Goðafoss.
Finnandi vinsamlegast skili því
að HÓTEL GOÐAFOSS gegn
fundarlaunum.
AÐALFUNDUR
Berklavarnar á Akureyri verður
haldinn í bæjarstjómarsalnum
miðvikudaginn 1. júlí næstk. kl.
9 e. h. — Fyrir fundinum liggja
venjuleg aðalfundarstörf.
STJÓRNIN.
Auglýsing.
Brennimark mitt er I. Ó.
INGIMAR ÓSKARSSON,
Árgerði, Svarfaðardal.
nýkomin.
stlörnii ApfltðH K.E.A.
Siglfirðingur meiri rétt en 2 Akureyr-
ingar. Þá verða FÆRRI kjósendur á
bak við hvern þingmann Reykvíkinga
en þingmann Akureyringa, og það áð-
ur en „steiktu gæsirnar" koma til sög-
unnar, búseta fjölda þingmanna í
Rvík o. fl. þess háttar. Að þessu at-
huguðu er ekki hægt að sjá annað en
að það sé ósvífni á hæzta stigi að
hvetja Akureyringa til þess að kjósa
um þetta mél, — þar sem því er þar
með slegið föstu, skv. rökum stjórnar-
liðsins, að þeir séu aumastir allra og
réttur þeirra er gerður minni hlut-
fallslega en hann áður var á þinginu.
Akureyrinéar hafa alls engra hags-
muna að gæta í sambandi við kjör-
dæmamálið, en ættu að beita sér ein-
dreéið éeén Því éins oé nú horfir.
Atvinnumál bæjarins eru þau mól-
in, sem nú verður kosið um, og til
þess að styrkja þau á að kjósa
HÆFASTA MANNINN.
Norölendinéur■
Norðlendingar!
Munið flugferðirnar suður, 4—6 sinnum vikulega.
Frá 1. júlí til 15. ágúst næstk. gefum vér 15% AFSLÁTT
þeim, sem fljúga frá Akureyri til Reykjavíkur, og til baka innan
30 daga, en þó þvi aðeins að fargjald sé greitt fyrirfram fyrir báð-
ar ferðirnar.
Nánari upplýsingar á skrifstofu vorri í Reykjavík og hjá af-
greiðslumanni félagsins á Akureyri, hr. KRISTNI JÓNSSYNI.
(Sími 196).
FLUGFÉLAG ÍSLANDS, H.F.
Erfðafestulandið Nýrækt
við Þórunnarstræti á Akureyri, ca. 48 dagsláttur afgirt land,
ræktað að mestu, ásamt íbúðarhúsi fyrir litla fjölskyldu, fjósi
fyrir 14 til 16 gripi, heyhlöðu og hesthúsi, er til sölu. í kaupinu
geta fylgt vélar og áhöld, 1 hestur og sennilega nokkrar kýr. Til-
boð óskast hið allra fyrsta, helzt fyrir lok þessa mánaðar. Afhend-
ing eftir nánara samkomulagi. — Áskilinn er réttur til að taka
hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Upplýsingar gefur
Kristján Árnason, kaupmaður, Akureyri.
Þakmálning
og ýmsar aðrar málningavörur
fyrirliggjandi.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
Járn- og glervörudeild.
„Coty“-
ILMVÖTNINskomin í miklu úrvali.
S?TJÖRNU APÓTEK K. E. A.
Komið fljótf
með gömlu skömmtunarmiðana.
KORNVÖRUR:
FLÓRMJÖL
SYKUR:
KAFFI:
HAFRAGRJÓN í pk. og lausri vigt
HRÍSGRJÓN
HRÍSMJÖL
RÚGMJÖL
BAUNIR
GRAHAMSMJÖL
STRÁSYKUR
MOLASYKUR
PÚÐURSYKUR
FLÓRSYKUR
KANDÍS
BRENT og MALAÐ
BRENT
ÓBRENT
Kaupfél. Eyfirðinga.
Nýlenduvörudeild.
I