Dagur - 30.06.1942, Side 1

Dagur - 30.06.1942, Side 1
Vikublaðið DAGUR Ritstjórar: INGIMAR EYDAL, JÓHANN FRÍMANN. AfgreiSsla, auglýsingar, innheimta: Jóhann Ó. Haraldsson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Sími 96. Árgangurinn kostar kr. 8,00. Prentverk Odds Bjömssonar. XXV. árg. Akureyri, þriðjudaginn 30. júní 1942 35. tbl. Af sjónaphól Nopölend- ings Ekki verður krummi hvítur. |jAÐ rifjaðist upp fyrir mér, þegar * ég var að lesa „Morgunbl." fyrir skemmstu, þar sem þetta höfuðmál- gagn hins íslenzka íhalds var að vara landsmenn við hættunni, sem stafaði af „Þjóðólfs“-flokknum vegna nazista iunrætis hans, að árið 1934 gengu þjóðemissinnar og Sjálfstæðismenn í fóstbræðralag í bæjárstjórakosning- unum í Reykjavík. „Kosningabandalag Þjóðernissinna og Sjálfstæðismanna" hét breiðfylk- ingin þá. „Morgunbl.“ kynnti nazist- ana fyrir landsmönnum sem „menn- ina með hreinu hugsanirnar". A því herrans ári var það lífsnauðsyn fyrir þjóðina, að hún skipaði sér undir nierki þjóðemissinna og Sjálfstæðis- manna. Á skammri stund skipast veður í lofti, Því að skammt verður að teljast það tímabil, sem liðið er síðan 1934. Nú hikar þetta sama blað ekki við að tjá sig fylgjandi því, að allt sé sett á annan endann í þessu þjóðfélagi til þess að „fullkomna lýðræðið", eins og það heitir, með breyttri kjördæma- skipun í landinu tvíhernumda. Ennþá skemmra er síðan æðstiprestur íhalds- æskunnar í Reykjavík, Knútur Arn- grímsson, flutti boðskapinn um „hið brennandi ofstæki“, sem fékk góðar undirtektir í blöðum „Sjálfstæðisins". ■pKKERT nema gott væri um það að segja, ef hér væri um raunveru- lega stefnubreytingu að ræða hjá í- haldsforkólfunum. En krumma gengur illa að verða hvítum, þótt hann baði sig. — Á meðan „Morgunbl." flytur innf jálgar hugleiðingar um lýðræði og lýðfrelsi og varar við hættunni sem starfi af nazismanum í „Þjóðólfs“- flokknum, gengur Sjálfstæðisflokkur- inn á Akureyri í opinbert kosninga- bandalag við „Skjaldborg" Brynleifs Tobiassonar, en það félag er, svo sem kunnugt er, hið eina hér á landi, sem af íslenzkum dómstól hefir hlotið þann vitnisburð, að það starfi mjög í anda nazista. Slík yfirlýsing liggur þó ekki fyrir um þá Þjóðólfsmenn í Rvík. Hversvegna vara íhaldsmálgögnin ekki landsmenn við eiturgashernaöi Skjaldborgarinnar? Er þar höggvið of nærri lýðræðisást flokksins? Meðan Sjálfstæðismenn eru í opinberu bandalagi við nazistana á Akureyri, er erfitt að trúa því, að þeir séu mjög hræddir við hættuna sem stafi af naz- ismanum í Reykjavík. Allur munurinn á hinni raunveru- legu lýðræðisást íhaldsforkólfanna árið 1934, virðist því vera einvörð- ungu í því fólginn, að nú elska þeir nazistana á Akureyri, — en ekki í Reykjavík. Leyrúskjöl íundin. TjAÐ spáir heldur ekki góðu um heil- * indi íhaldsleiðtoganna í þessu máli, að þeir hafa undanfarið verið að birta „leyniskjöl" Framsóknarmanna, þ. e. að Framsóknarmenn ætli að koma hér á flokkseinræði og banna aðra flokka. Menn muna vel „leyniskjölin", sem Þjóðverjar fundu í Belgíu, Hol- landi, Noregi og víðar og „sönnuðu“ það, að Bretar hefðu ætlað að ráðast á þessi lönd og leggja undir sig, til þess að herja á Þjóðverja þaðan. „Morgunbl." hefir nú fundið „leyni- skjöl“ Framsóknarmanna og segir að Framsókn ætli sér að herja á lýðræð- ið á komandi árum. Eins og vænta jná um þetta lýðræðiselskaitdi mél- Sig. E. Mlíöar veröup upp- bótapþingmadup — fypir Sjálfstæðisflokkinn Sterk pök mæla með því9 að þetta sé i*étt Skulu hér nokkur þau helztu talin: Kosningalögin frá 25. jan. 1934, — en eftir þeim verður nú kosið, — mæla svo fyrir, að allt að 11 uppbótarþingsætum skuli að afstöðnum kosningum úthlutað til jöfnunar milli þingflokka, þannig, að hver þeirra fái þingsæti í sem fyllstu samræmi við heildar-atkvæðatölu sína við kosningarnar. Við síðustu alþingis- kosningar, 1937, fékk Sjálfstæðisflokkurinn 5 þessara uppbótar- þingsæta, Alþýðuflokkurinn 3, kommúnistar 2, en Bændaflokk- urinn 1. Framsóknarflokkurinn hlaut ekkert uppbótarþingsæti. Allar líkur benda til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn fái nú a. m. k. jafnmörg uppbótarþingsæti og þá, þ. e. minnst 5. Engar líkur mæla með því, að flokkurinn fái nýja kjördæmakosna þingmenn, meira að segja er líklegt, að hann tapi einhverjum þeirra þing- sæta, er hann nú hefir. Þótt vitað sé, að heildar-atkvæðamagn flokksins muni enn fara minnkandi, er ekki sennilegt, að svo mikil brögð verði að því, að það hafi veruleg áhrif á tölu upp- bótarþingsæta þeirra, er flokkurinn hlýtur, þannig, að þeim fækki af þeim ástæðum. — Sjálfstæðismenn munu því fá minnst 5 uppbótarsæti eftir sem áður, enda mun það ekki véfengt af þeim sjálfum. — Samkvæmt 127. gr. kosningalaganna verður þessum 5 þingsætum úthlutað þannig milli þeirra frambjóðenda flokks- ms, er ekki ná kosmngu í kjördæmum: Fyrsti uppbótarþingmaður flokksins verður sá frambjóðandi hans, er ílest atkvæði fær í kjödæmi sínu, án þess að ná þar kosningu. Annar uppbótarþing- maður flokksins verður sá frambjóðanda, sem flest atkvæði íæt af hverju hundraði greiddra atkvæða í kjördæmi sínu, þ. e. hlut- fallslega hæsta atkvæðatölu, er fallnir frambjóðendur flokksins hafa hlotið í kjödæmi sínu, m. ö. o., verið næst því að ná kosningu þar. Þriðji uppbótarþingmaður er sá, er næst flest fær atkvæðin í kjödæmi sínu, en fjórði uppbótarmaður verður sá, er næstflest atkvæði fær hlutfallslega í kjödæmi sínu, og þannig áfram koll af kolli, annaðhvort uppbótarsæti miðað við heildartölu atkvæða frambjóðandans, en hitt við hlutfallslega atkvæðatölu hans í kjördæmi sínu. Þannig er þetta, þegar ekki er raðað á landskjörs- lista, en við þessar kosningar hefir enginn flokkanna raðaðan lista. Hér á Akureyri standa svo sakir, eins og allir kunnugir vita, að nái Vilhjálmur Þór kosningu, hlýtur Sig. E. Hlíðar að fá svo háa hlutfallslega atkvæðatölu, þ. e. muna svo mjóu að hann nái kosn- ingu, að hann hlýtur að verða 2. uppbótarþingmaður Sjálfstæðis- flokksins, eða a. m. k. 4. landkjörinn þingmaður, ef munurinn skyldi verða eitthvað meiri, en almennt mun gert ráð fyrir. —- Nái Vilhj. Þór aftur á móti ekki kosningu hér, fær Akureyri engan uppbótarþingmann, þar sem Framsóknarflokkurinn mun alls ekki koma til greina við úthlutun uppbótarþingsæta, fremur en við síðustu Alþingiskosningar. Á móti því, sem hér hefir verið sagt, verður alls ekki mælt með gildum rökum. Kjósandi. Það er því Á ÞÍNU VALDl, hvort Akureyri hlýtur 1 eða 2 þingsæti (því að Sig. E. Hlíðar mun skoða sig þingmann bæjarins, þótt hann að formi til verði nefndur landskjörinn þingmaður). Kjóstu VILHJÁLM ÞÓR, ef þú vilt, að áhrif og réttur bæjarins fari vaxandi á Alþingi; Kjóstu hæfasta manninn! Sig. E. Hlíðar á þingsæti víst, þótt hann nái ekki kosningu á Akureyri. gagn, er það jafn æft út af þessari leynilegu fyrirætlun Framsóknar eins og Þjóðverjar voru hneykslaðir á yfir- gangsfyrirætlun Breta, samkvæmt leyniskjölum er þeir birtu daginn sem þeir réðust á Holland og Belgíu. En vonandi nær þessi líking ekki lengra. Þjóðverjar hafa löngum borið það á Breta, að þeir hefðu yfirgang í hyggju og þannig afsakað eigin ofbeldisverk. Fortíð íhaldsins í nazistamálinu og stefna öll fram á þennan ,dag er slík, að ekki er að undra þótt menn hafi illan bifur á „uppljóstrunum“ þess á leynifyrirætlunum Framsóknarmanna. Forði allar góðar vættir oss frá því„ að íhaldsleiðtogarnir taki sér sverð í hönd til varnar lýðræðinu. — Það minnir of mikið á „frelsisstríð" nazista í Noregi. — Krummi verður ekki hvítur, þótt hann baði sig. Það þarf meir* til. Norðlendingur. ■ Þjóðverjar haia haldið uppi aókn á hendur setuliðinu í Sevastopol undantarnar 3 vikur, en Iítið orðið ágengt þrátt fyrir ógurlegt mann- fall. Vörn Rússa er mjög rómuð. Myndin sýnir þýzka hermenn á austurvígstöðvunum. Um þetta ei® kosiðí — segja stjórnarflokkarnir allir. Akureyri hefir nú 1 þingmann af 49 þingmönnum alls, þ. e. V40 þingvaldsins. Nú ætla stjórnarflokkarnir bænum 1 þingmann af 52 alls, eða V52 þingvaldsins. Þetta þýðir: 1 1 52^-49 3 49 52 2548 2548 SKERÐINGU á rétti Akureyringa til áhriía á Alþingi. „Við Alþingiskosningarnar 5. júlí næstk. verður kosið um þessar breytingar. Ekkert annað kemur þar til greina, ef litið er á málefnalega, hvað sem hver segir. Jeg fullyrði, að enginn haíi leyíi til að segja, AÐ UM ÖNNUR MÁL EN ÞETTA EINA VERÐl KOSlÐ,“ — segir Brynleifur Tobiasson í „Norðanf.“ 25. þ. m. Hann mælir með breytingunni og kosningu Sig. E. Hlíðar, sem hann segir, að „ætli að styðja að því með atkvæði sínu á Alþingi, að áhrif bæjarbúa á skipun Alþingis verði í nokkru hlutfalli við stærð bæjarins.“ (!!) Vilhjálmur Þór „hefir hins vegar,“ segir blaðið, „valið sér það sorglega hlut- verk að óvirða kjósendur sína, með því að vinna gegn því, að atkvæðamagn bæjarbúa fái rétta hlutdeild í skipun Al- þingis.“(U) Kjósandi! Ætlar þú að verðlauna þessa naz- ista-lygi með atkvæði þínu? Ætlar þú að ljá stjórnarflokkunum, er beita slíkum málflutningi, stuðning þinn, til þess að minnka þinn eiginn rétt til áhrifa á gang þjóð- málanna? Um þetta er kosið, segja þeir allir! Aknrevr) helir engra haosmuna ah gæta I hiordæma- mailnu. Klðsum W um hagsmnnamai bæiarins a Alblngil

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.